Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 ✝ Fríða Emma Eð-varðsdóttir fædd- ist í Lossa í Mið- Þýskalandi 31. maí 1927. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Sauð- árkróks laugardags- morguninn 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Berta Emma Karls- dóttir, f. 8. ágúst 1904, d. 12. apríl 1991, og Edmund Ulrich, f. 1901, d. 1989. Systur Fríðu eru Bryndís Ágústa, f. 6. ágúst 1935, d. 25. nóv- ember 1936, Bryndís Súsanna, f. 28. apríl 1938, og Ingibjörg, f. 27. sept- ember 1940. Eiginmaður Fríðu var Finnbogi Margeir Stefánsson, f. 6. febrúar 1919, d. 12. ágúst 1995. Þau giftu sig 30. nóvember 1960. Foreldrar hans voru Stefán Jónatansson, f. 16. októ- ber 1892, d. 7. júní 1931, og Kristín Jónsdóttir, f. 25. janúar 1886, d. 1. júní 1948. Börn þeirra eru: 1) Krist- ín Emma Finnbogadóttir, f. 13. maí 1952, d. 29. júní 2003, gift Guðbirni Jósep Guðjónssyni, f. 9. júlí 1955, þau skildu. Börn þeirra eru: Guðjón Eðvarð, f. 21. apríl 1975, sambýlis- kona Sandra Björk Gunnarsdóttir, Dagný á dóttur, Viktoríu Rós Egils- dóttur. Eva Rún f. 7. september 1992. 4) Stefanía Fjóla, f. 2. feb. 1959, gift Guðmundi Magnússyni, f. 18. ágúst 1958. Synir þeirra eru: Guðmundur Rúnar, f. 18. júlí 1979, sambýliskona hans er Þuríður Elín Þórarinsdóttir, f. 11. janúar 1987, sonur þeirra er Aron Snær. Sævar Örn, f. 4. ágúst 1984. Róbert Ragn- ar, f. 27. september 1994. 5) Dóttir Fríðu af fyrra hjónabandi er Violet Elizabeth Wilson, f. 2. júní 1945, gift David Wilson, f. 24. maí 1943. Þau eru búsett í Newcastle á Englandi. Börn þeirra eru: Mark, f. 16. mars 1971, kona hans er Claire, f. 21. mars 1973, þau eiga tvær dætur, Georgina Megan og Philippa Erin. Anne Morton, f. 9. júlí 1976, gift Shaun Morton, f. 3. janúar 1971, þau eiga tvö börn, Faye Nicola og Sam Joseph. Fríða flutti frá Þýskalandi með foreldrum sínum til Íslands þriggja ára gömul. Hún gekk í barnaskóla á Akureyri, en byrjaði ung að vinna fyrir sér. Í janúar 1949 fór hún að Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þar bjó Finnbogi Stefánsson sem varð síðar eiginmaður hennar. Fríða bjó á Þorsteinsstöðum til ársins 1994, en flutti þá á Sauðárkrók og bjó síð- ast á Dvalarheimili aldraðra. Þar undi hún hag sínum vel, stundaði fé- lagsstarf og listiðn af krafti og söng með kór aldraðra. Útför Fríðu fer fram frá Mæli- fellskirkju í Skagafirði í dag, 13. júní, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar f. 15. janúar 1976, dóttir þeirra er Krist- ín Björk; Sandra Björk á þrjú börn, Daníel Ágúst, Ásdísi Birtu og Örvar Reyr. Finnborg Elsa, f. 29. mars 1978, gift Bene- dikt Elvari Jónssyni, f. 14. okt. 1971, þau eiga fjögur börn, Eyj- ólf Böðvar, Elvar Kristin, Eið Helga og Ellen Elsí. Heimir Logi, f. 12. mars 1986, sambýliskona Guð- björg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, f. 9. október 1984. Sambýlismaður Kristínar frá 1994 var Kristinn Val- berg Gamalíelsson, f. 30. maí 1945, d. 8. maí 1998. 2) Berta Margrét, f. 7. nóv. 1954, sambýlismaður Sig- tryggur Gíslason, f. 5. júní 1954, þau slitu samvistir. Dætur þeirra eru: María Fríða, f. 27. febrúar 1982, dóttir hennar er Sóley Dögg Mar- íudóttir. Heiða Guðbjörg, f. 5. okbó- ber 1987. 3) Böðvar Hreinn, f. 24. maí 1957, kvæntur Guðbjörgu Guð- mannsdóttur, f. 28. nóvember 1963. Börn þeirra eru: Guðmann Þór, f. 10. apríl 1981, kvæntur Dagnýju Rut Magnúsdóttur, f. 11. janúar 1986, sonur þeirra er Anton Orri; Elsku mamma. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Stundum er léttir að fá að fara, en erfitt fyrir okkur sem eftir sitjum. Ég er þegar farin að sakna þess að heyra ekki frá þér á hverjum degi, jafnvel oft á dag og gleymi iðulega að þú ert ekki hér, nema í huga okkar. Þú varst alltaf glöð og hafðir mjög létta lund sem varð þér til happs á þínum erfiðu stundum. Lífið lék ekki við þig en þú gerðir úr því það besta sem völ var á hverju sinni. Öll sumur sem ég man eftir varst þú með börn í sveit og aðstoðaðir af öllum mætti. Þú varst alltaf fyrst til að hjálpa öll- um og þar á meðal þínum börnum. Nú í þínum erfiðu veikindum sagðir þú oft: „Slæmt að vera þessi aumingi og ekki geta hjálpað til.“ Margar stundirnar varst þú hjá okkur að hjálpa okkur með barnabörnin þín og þegar erfiðleikarnir steðjuðu að hjá okkur varst þú alltaf tilbúin að koma. Öllum börnunum þínum hjálpaðir þú og aðstoðaðir. Allar veitingar voru af slíkum myndar- skap að það var og verður erfitt að slá þér við í þeim efnum sem og öðru sem að heimilinu sneri og allt var það framkvæmt af einmuna mynd- arskap. Þú varst búin að vera sjúklingur til margra ára en lést það ekki aftra þér frá að vera með í hvers kyns fé- lagsskap og fyrst var það kvenfélag- ið í þínum hreppi og kirkjukórinn ásamt ýmsu öðru. Eftir að þú fluttist á Sauðárkrók fórst þú á skemmtanir með eldri borgurum, má nefna þar brids, kórsöng, postulínsmálun, dans og svo margt fleira. Veturinn í vetur var búinn að vera þér erfiður fyrir margra hluta sakir, sjúkdómurinn herjaði meira og meira á þig og svo var líkaminn orð- inn ansi þreyttur og gafst upp að lokum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað verið að mestu hjá þér þennan hálfan mánuð sem þú lást á sjúkradeildinni mjög veik og aðstoð- að þig. Aldrei kvartaðir þú, varst þakklát fyrir allt sem gert var. Gott var að sofa hjá þér seinustu nóttina sem þú varst hér á meðal okkar. Takk, mamma, og Guð blessi þig, þín er sárt saknað. Að lokum langar mig til að láta fylgja ljóð sem Kristján frá Skálá orti fyrir mig á sjötíu og fimm ára af- mælinu þínu. Þú lést ekki hlaða þér hásæti neitt, en hugðir að annarra þörfum. Og lífið sem sjaldan er „óskabarn eitt“ það úthlutar misjöfnum störfum. En hvert væri maðurinn kominn á skrið, ef kærleik og hlýju ei fengi? Fjársjóð þú átt þar við himnanna hlið, með hækkandi mennskunnar gengi. Megi þér ellin svo auðveld sem má, að endingu skapa þér haginn. Og minninga kertin þín marglit að sjá, á merkis- og afmælisdaginn. Hljóttu svo þakklætið heita frá mér, hugljúfar minningar streyma. Um vináttu þína sem verðug þess er, að virða og muna og geyma. Að endingu langar mig til að þakka deild 6 og starfsfólki sjúkra- deildar á Heilbrigðisstofnun Sauðár- króks fyrir góða umönnun í hennar erfiðu veikindum. Sólborg og Kári, nágrannar hennar, fá sérstakar þakkir en með henni og Sólborgu myndaðist einstakur vinskapur sem var ómetanlegur fyrir mömmu. Mörgum fleiri sem komu að heim- sækja hana og gerðu henni lífið létt- ara, langar mig til að þakka. Guð blessi ykkur öll. Far þú í friði, Stefanía Fjóla og fjölskylda. Elsku amma, þá er jarðvist þinni lokið og kveðjum við þig í dag með trega og eftirsjá, en elsku amma, þér líður betur laus við allan sársaukann sem hrjáði þig mikið undir það síð- asta, og ertu nú komin í faðm afa Finnboga og mömmu aftur og er öruggt að það hefur verið mikil gleðistund hjá ykkur. Alltaf var svo yndislegt að heim- sækja þig á Sauðárkrókinn, þú tókst alltaf á móti okkur opnum örmum og með bros á vör, og munum við ávallt minnast þín þannig. Kæra amma við munum ávallt geyma minningu þína í hjörtum okk- ar. Guð blessi þig og varðveiti, elsku amma. Far þú í friði. Þín Guðjón og Sandra. Elsku amma Fríða. Þín er og verður sárt saknað og erum við í raun ennþá að átta okkur á því að þú sért farin. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín og Aroni Snæ fannst alltaf jafn gaman að sjá þig. Hann al- veg ljómaði allur og alltaf spjallaði hann helling við þig og þér fannst það svo skemmtilegt. Við eigum eftir að segja honum margar góðar sögur um þig og sýna honum myndir af þér svo hann muni eftir þér eins og við öll munum gera. Þú varst alltaf svo góð við okkur og vildir allt fyrir okk- ur gera og erum við þér mjög þakk- lát fyrir það. Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Hvíldu í friði. Þín, Rúnar, Þuríður og Aron Snær. Fríðu á Þorsteinsstöðum höfum við þekkt í hartnær hálfa öld. Afa- bróðir okkar, Böðvar Emilsson, bjó hjá þeim Finnboga, manni Fríðu, og sinnti búi og börnum með þeim. Fríða reyndist honum ætíð vel og ríkti gagnkvæm vinátta milli þeirra. Í gamla torfbænum á Þorsteins- stöðum var gestrisni og glaðværð í fyrirrúmi. Þar var gott að koma enda öllum gestum tekið af alúð og umhyggju. Gestagangur var mikill og minnisstætt er þegar gestir voru svo margir að sofið var undir borð- stofuborðinu. Árið 1967 flutti Fríða glaðværðina og gestrisnina með sér í nýtt hús. Í því var baðherbergi sem var nýmæli. Minnumst við systkinin gleðistunda við eldhúsborðið þar sem slegið var í spil, hlegið dátt og aldrei spurt um hvort væri nú ekki orðið áliðið. Hjónasæng og púkk voru vinsælustu spilin. Í hjónasænginni elskaði mað- ur konu „af öllu hjarta, yfirmáta of- urheitt, harla lítið eða ekki neitt“. Fríðu féll aldrei verk úr hendi. Meðfram uppeldi á fjórum börnum sinnti hún annarra manna börnum sem dvöldu hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Nutum við öll góðs af því systkinin og erum við Fríðu og öllu hennar fólki ævinlega þakklát fyrir alla þeirra umhyggjusemi. Fríða annaðist öll inniverk og sinnti útiverkum einnig. Bakaði ljúffeng vínarbrauð, sem voru engu öðru lík, og sinnti trjárækt. Þær voru ekki margar stundirnar sem hún átti til aflögu fyrir sjálfa sig. Þó naut hún þess að syngja í kirkjukórnum og síðar, eftir að hún flutti á Krókinn, söng hún með kór eldri borgara. Hún naut þar samvista við jafnaldra í félagsstarfi, í spilamennsku og mál- aralist tók hún þátt af lífi og sál. Afar dýrmætt reyndist Fríðu að ná sambandi við elsta barn sitt, Vio- let Elizabeth, sem hún átti með breskum manni í sínu fyrra hjóna- bandi. Að leiðarlokum færum við systk- inin, ásamt móður okkar Fanneyju, börnum Fríðu, þeim Bertu Mar- gréti, Böðvari Hreini og Stefaníu Fjólu, innilegar samúðarkveðjur. Elsta dóttir hennar, Kristín Emma, lést árið 2003. Öðrum afkomendum Fríðu vottum við einnig samúð okk- ar. Megi minningin lifa um góða konu sem ætíð lagði sig fram um að gera öðrum til hæfis. Gróa, Þórarinn og Tryggvi Friðjónsbörn. Elsku langamma, við kveðjum þig í dag með trega og eftirsjá, en vitum að þér líður betur og ert hvíldinni fegin eftir erfið veikindi. Við ætlum að kveðja þig með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín langömmubörn Daníel Ágúst, Ásdís Birta, Örv- ar Reyr og Kristín Björk. Fríða Emma Eðvarðsdóttir Í dag kveðjum við ástkæran afa okkar. Eftir sitja góðar minn- ingar og stundir sem við eigum ávallt eftir að geyma í hjarta okk- ar. Mikil eftirvænting fylgdi því hver jól að fá ömmu og þig til okkar á jóla- dag. Þér fannst alltaf svo gaman að klæða þig upp á og fara í fín föt og borða góðan mat, fyrir þér var allur Sigurjón Ágúst Ingason ✝ Sigurjón ÁgústIngason fæddist í Vaðnesi í Grímsnesi 28. maí 1927. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. maí 2009 og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 5. júní. matur veislumatur. Þú naust þín í botn að vera í góðum veislum, og hvað þá þegar þú gast haft alla fjöl- skylduna þína í kring- um þig. Þorláksmessa varð því einn af þínum uppáhaldsdögum þar sem öll stórfjölskyldan hittist, borðaði skötu saman og skiptist á pökkum. Þú varst alltaf svo stoltur af börnunum þínum og Soffíu ömmu. Hverjir þeir sem duttu á spjall við þig (sem voru ekki ófáir) fengu að sjá mynd af ömmu sem þú geymdir í veskinu þínu, og fengu að heyra hversu yndisleg kona hún er. Við kveðjum þig með kvæði sem þú kenndir pabba sem krakka, og pabbi kenndi okkur svo síðar meir: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Þú ert hetjan okkar. Þín barnabörn Sigurjón, Ragnheiður, Helga Kristín og Margrét Geirsbörn. Margrét Petrína Jóhannesdóttir ✝ Margrét PetrínaJóhannesdóttir fæddist á Hellissandi 1. júní 1922. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 28. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Kap- ellu Hafnarfjarðar 5. júní. það hefði tekið á taug- arnar að fylgjast með aðflugi vélarinnar þar sem hún hristist til og frá, upp og niður og út til hliðanna. Fyrst bjuggum við hjá Möggu og Einari á Fögruvöllum og svo nokkru síðar við Naustbúð 10 þar til for- eldrar mínir eignuðust húsið á Snæfellsási 15. Heimili Möggu og Ein- ars stóð mér alltaf opið og ég hallast að því að ég hafi eytt álíka tíma heima hjá þeim og á heimili foreldra minna. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég áttaði mig á því að það var ýmislegt sem ég mátti gera hjá Möggu og Einari sem ekki var leyfilegt heima, t.d. að fá mér smáblund yfir miðjan daginn, annað- hvort í rúminu þeirra eða inni í skáp hjá kisu. Svo voru engar myndir bannaðar börnum í sjónvarpinu hjá Möggu og Einari og það þótti mér nú ekki slæmt og ég tel að enginn skaði hafi hlotist af. Ég tel mig vera einstaklega lán- saman og er í hjarta mínu fullur þakk- lætis fyrir þá náð og þá blessun að eiga Möggu og Einar að. Ekki hef ég fram á þennan dag hitt manneskju sem hefur verið eins nægjusöm og hún Magga mín, ef hún veitti sér eitt- hvað það þá var það oftast eitthvað sem var öðrum ætlað, lopi til að prjóna sokka til að gefa, eða eitthvert góðgæti til að eiga ef góðan gest bæri að garði. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar Magga gaf mér 20 krónur þegar ég var fjögurra ára og ég fór út í Kaupfélag og keypti eina Spur Cola, eitt lakkrísrör og eitt Prins Póló, fór svo bak við Kaupfélagið, prílaði upp á grindverkið, saup á Spurinu í gegnum lakkrísrörið og át Prins Pólóið, hlust- aði á brimið brotna í fjörunni og horfði yfir Breiðafjörðinn yfir á Barðaströndina. Á þessari stundu fannst mér að ég gæti boðið heimin- um birginn og ég ætti hann allan. Ég minnist þess hvað það var gott að koma inn til þeirra þegar það var kalt úti og komið myrkur að setjast inn í herbergi þar sem var risastórt Philips-lampaútvarpstæki og eina ljósið í herberginu kom frá ljósi sem var í því og lömpunum í útvarpinu. Ég sá það ekki fyrir, Magga mín, þegar ég kom til þín fyrir skömmu með nýja myndasímann til þín að það yrði okkar síðasta spjall sem við ætt- um saman. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þakka þér fyrir tímann sem við áttum saman og allt sem þú gafst mér. Þinn frændi, Rúnar. Mig langar að minn- ast hennar Möggu frænku minnar í nokkrum orðum. Af mörgu er að taka en sennilega er best að byrja á byrjun- inni og stikla á því helsta sem kemur upp í hugann. Sagan hefst á því að ég flyst vestur á Hellissand í kringum áramótin 1965-66, sex mánaða gamall, ásamt foreldrum mínum. Við flugum vestur í einkavél sem Kolli mágur mömmu flaug og lentum á gamla flugvellinum sem stendur út við Gufuskála. Einar maður Möggu tók á móti okkur á flug- vellinum. Einar sagði mér frá aðstæðum þessa dags þegar ég var orðinn eldri, það viðraði víst ekki sérlega vel til flugferða þennan dag. Hann sagði að Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.