Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 37

Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 37
Minningar 37 MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 AÐVENTKIRKJAN Í REYKJAVÍK | Sam- koma í dag, laugardag, hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn og fullorðna kl. 10. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 11. Brynjar Ólafsson prédikar. AÐVENTKIRKJAN Í VESTMANNAEYJUM | Samkoma í dag, laugardag, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 11.30. Jóhann Þorvaldsson prédikar. AÐVENTSÖFNUÐURINN Á SUÐ- URNESJUM | Samkoma í Reykjanesbæ í dag, laugardag, kl. 11. Farið verður yfir biblíulexíuna. AÐVENTSÖFNUÐURINN Í ÁRNESI | Sam- koma á Selfossi í dag, laugardag, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna kl. 10. Guðsþjónusta kl. 10.45. Eric Guðmundsson prédikar. AÐVENTSÖFNUÐURINN Í HAFNARFIRÐI | Samkoma í Loftsalnum í dag, laug- ardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíu- fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Einnig er boðið upp á biblíu- fræðslu á ensku. AKRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Skagakonan, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar í sumarleyfi sóknarprests. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón hafa Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni og sr. Þór Hauks- son. Barn borið til skírnar. Eftir guðsþjón- ustuna er boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti. ÁSKIRKJA | Sumarferð Safnaðarfélags Ásprestakalls verður farin sunnudaginn 14. júní frá Áskirkju kl. 10, og ekið að Sólheimum í Grímsnesi. Hádegisverður kl. 12 og guðsþjónusta í Sólheimakirkju kl. 14. Sr. Sigurður Jónsson sókn- arprestur Áskirkju prédikar og sr. Birgir Thomsen staðarprestur á Sólheimum þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju leiða söng, organisti Magnús Ragn- arsson. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur um kl. 18. Sjá askirkja.is. BREIÐHOLTSKIRKJA | Göngumessa. Gengið frá Breiðholtskirkju kl. 10 til messu í Fella- og Hólakirkju kl. 11. Hressing eftir messu og ökuferð til baka. DALAPRESTAKALL | Messa kl. 11. Org- anisti Skarphéðinn Þór Hjartarson og Kirkjukór Bústaðakirkju syngur, prestur sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl 11. Prest- ur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Helga Þórdís Guðmundsdóttir, félagar úr kór Digraneskirkju leiða almennan söng. Sjá digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar, sr. Þorvaldur Víð- isson þjónar fyrir altari, Dómkórinn syng- ur, organisti er Marteinn Friðriksson. Í messunni verður barn borið til skírnar. Hádegisbænir á miðvikudögum. Kvöld- kirkjan á fimmtudögum. EGILSSTAÐAKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14. Vígslubiskup, hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Haldið uppá 35 ára afmæli kirkjunnar og lok framkvæmda í henni. Vígsla safnaðarheimilis að messu lokinni og kaffiveitingar að Hörgsási 4. 15. júní (mánud.). Kyrrðarstund kl. 18. FELLA- og Hólakirkja | Göngumessur í Breiðholti. Gengið frá Breiðholtskirkju kl. 10 og um Elliðaárdal að Fella- og Hóla- kirkju. Guðsþjónusta þar kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti Guðný Einarsdóttir. Veitingar á eftir. Rútuferð fyrir þá sem þurfa að komast til baka í Breiðholtskirkju og sækja bíla sína. FRÍKIRKJAN Kefas | Í dag verður vitn- isburðarstund kl. 16.30. Á samkomunni verður einnig lofgjörð og fyrirbænir fyrir þá sem vilja. Kaffi og samvera að sam- komu lokinni. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Börn borin til skírnar. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari, tónlistina leiða tónlist- arstjórarnir Anna Sigga og Carl Möller ásamt kór Fríkirkjunnar. GARÐAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20 í kyrrðinni á Garðaholti. Sr. Friðrik J. Hjart- ar prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Jóhann Baldvinsson. Félagar úr Kór Ví- dalínskirkju leiða sönginn. Rúta fer frá Ví- dalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsin kl. 19.35 og frá Hleinum kl. 19.40. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kammersveit frá Boston: New England Youth Camber Ensemble, leikur í mess- unni, stjórnandi er Connie Riitenhouse Drexler. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Hákon Leifsson og kór Grafarvogskirkju syngur. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur, organisti er Bjarni Jón- atansson og prestur er sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi á eftir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Djáknamessa kl. 14. Svala Sigríður Thomsen djákni messar, söngstjóri er Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, org- anisti Hörður Áskelsson. Sögustund fyrir börnin. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Org- anisti Douglas A. Brotchie og prestur er Tómas Sveinsson. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sam- koma kl. 17. Hermannavìgsla. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma sunnudag kl. 20. Umsjón hafa Pál- ína H. Imsland og Hilmar Símonarson. Trond Are Schelander predikar. Sam- herjar verða teknir inn. Bæn þriðjudag kl. 20. Kaffisala 17. júní kl. 14-18. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Gunnar Jóhannesson. Organisti er Jón Bjarnason. Tónleikar kl. 14. Örnólfur Kristjánsson og Jón Bjarnason leika saman á selló og orgel. Aðgangur ókeyp- is. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Al- þjóðakirkjan í kaffisalnum kl. 13. Ræðu- maður er Helgi Guðnason. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðukona er Guðný Erla Guðnadóttir. Ath. barnakirkjan er komin í sumarfrí. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir, Friðrik Schram predikar. Sjá kristur.is KAÞÓLSKA KIRKJAN | Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið og prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingva- son. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, fé- lagar úr kór Kópavogskirkju leiða safn- aðarsöng, organisti er Lenka Mátéová. Kaffi á eftir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Org- anisti Aron Axel Cortes. Kammerkór Langholtskirkju syngur ættjarðarlög. Kaffisopi eftir messu. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Lindakirkju leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Keith Reed. Sig- ursveinn Þór Árnason syngur einsöng. Sr. Guðni Már Harðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðsþjónustunni verður út- varpað á Rás 1. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org- anisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag eftir messu á Torginu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Ytri- Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Gunn- hildar Höllu Baldursdóttur organista. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Lesmessa kl. 11 í umsjón sr. Péturs Þorsteinssonar. Sjá ohadisofnudurinn.is SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðs- þjónusta kl. 14. Almennur safn- aðarsöngur undir stjórn Sigrúnar Stein- grímsdóttur. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. Ræðumaður Margrét Jóhannesdóttir. Lofgjörð og fyrirbæn. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar ásamt Eygló J. Gunnarsdóttur djákna, stúlkur úr unglingakór Selfosskirkju leiða söng og organisti er Glúmur Gylfason. Sjá selfosskirkja.is. SELJAKIRKJA | Göngumessur Breiðholts- safnaða kl. 10. Gengið frá Breiðholts- kirkju til messu í Fella- og Hólakirkju kl. 11. Kvöldmessa í Seljakirkju kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar, kór Selja- kirkju leiðir safnaðarsönginn. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11, í umsjón sr. Hans Markúsar Haf- steinssonar héraðsprests, ritning- arlestur, útlegging orðsins og bænagjörð. Sjávarborgarkirkja | Messa kl. 16. Fé- lagar úr kirkjukór Sauðárkróks leiða sálmasöng, organisti Rögnvaldur Val- bergsson. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Heimsókn Áskirkjusafnaðar að Sól- heimum. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari. Organistar eru Ester Ólafsdóttir og Magn- ús Ragnarsson. Kórfélagar úr kirkjukór Áskirkju leiða al- mennan safnaðarsöng og syngja kórverk. Ritningarlestra lesa Margrét Svav- arsdóttir og Guðmundur Karl Frið- jónsson. STRANDARKIRKJA | Messa kl. 14. Org- anisti Hannes Baldursson, kór Þorláks- kirkju og prestar María Ágústsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason. Sjá kirkjan.is/ strandarkirkja VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgi- stund kl. 20. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur, prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson. ÞINGVALLAKIRKJA | Fermingarmessa kl. 14. Ferming og barn borið til skírnar. Ið- unn og Bergþóra Rúnarsdætur leika á fiðlu og klarinett, organisti er Guðmundur Vilhjálmsson og prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Messur á 17. júní AKRANESKIRKJA | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 13. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar, ræðumaður er Sigurmon Hart- mann Sigurðsson nýstúdent. Kaffisala kirkjunefndar í Safnaðarheimilinu Vina- minni kl. 14.30 til 17. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Þjóðarhátíðarmessa 17. júní kl. 11 f.h. Fermd verður Brynhildur Ásgeirsdóttir Skrauthólum 2, Kjalarnesi. Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 13. Skátar standa heiðurs- vörð, skrúðganga frá kirkju, að guðsþjón- ustu lokinni, á hátíðarsvæði í Tjarnargarði. SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Messa kl. 11. Kirkjukórinn leiðir söng, organisti Rögn- valdur Valbergsson, prestur sr. Sigríður Gunnarsdóttir. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl. 12.30. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Gunnhildar Höllu Baldursdóttur org- anista. ÞINGVALLAKIRKJA | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Forseti kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein, predikar, Margrét Bóasdóttir syngur stólvers, organisti Guðmundur Vil- hjálmsson og prestur er sr. Kristján Valur Ingólfsson. Orð dagsins: Ríki mað- urinn og Lasarus. (Lúk. 16) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Húsafellskirkja, Borgarfjarðarsýslu Hér kveð ég þig vinur, því komin er nótt með kyrrð eftir strangan dag. Hún breiðir út faðminn í blíðu og mildi og boðar þér nýjan hag. Leiðir þig frjálsan til ljóssins sala svo langt frá angri og sorg. Og ferðalúnum finnur þér hæli í friðarins helgu borg. (Kristján Hjartarson) Nú hefur Halli lagt af stað í ferð- ina stóru, sáttur við allt og alla. Mig langar til að þakka honum sam- veruna og minnist ég þess með gleði hve margar stundir við áttum sam- an. Alla bíltúrana inn í Fljótshlíð, út með ströndinni og um bæinn okkar. Halli hafði mjög gaman af góðum sögulestri og var í bókasafni Blindrafélagsins, fékk þaðan snæld- ur sendar heim. Hann unni líka góðri tónlist og átti mikið safn geisladiska. Mest hélt hann upp á harmonikkulög og karlakórssöng. Halli fylgdist mjög vel með fram- Þórhallur Guðnason ✝ Þórhallur Guðna-son fæddist í Stöðlakoti í Fljótshlið 12. september 1933. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 30. maí 2009 og fór útför hans fram frá Selfoss- kirkju 6. júní. kvæmdum Selfoss- bæjar og var tíður gestur í Áhaldahúsi bæjarins á árum áður meðan pabbi hans var þar, og þar átti hann marga kunningja. Halli minn, takk fyrir samveruna og mig langar til að kveðja þig með þess- um erindum Þórunnar Sigurðardóttur sem við lásum svo oft og þér þótti svo falleg. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég óska þér Halli minn blessunar í nýjum heimkynnum. Kveðja, Guðbjörg Ólafsdóttir. Elsku amma; það er erfitt að trúa því að þú sért horfin á brott frá okkur. Það er svo stutt síðan við sátum saman og þú spurðir út í framtíðina hjá okkur – hvernig gengi og hvert við ætluðum. Einhvern veginn hvarflaði ekki að manni að þú yrðir ekki til staðar í þeirri framtíð. Í minningunni virðist líka svo ósköp stutt síðan heimili ykkar afa var griðastaður okkar allra. Þar voru brosin göldruð fram með sælgætis- mola og tárin hrakin á brott með blautum þvottapoka. Hvergi í heim- inum mátti finna ötulli stuðnings- mann en þig. Þú hafðir þá einlægu trú að við værum til alls megnug. Hjá þér var manni ekki bent á að maður hefði bætt á sig, hjá þér var manni ekki sagt að fara varlega í kökurnar og hjá þér var maður ekki skammaður fyrir að líta upp úr skólabókum. Hjá þér var maður fullkominn eins og maður var og átti bara eftir að verða betri. Með brotthvarfi þínu er höggvið Guðmunda Gunnarsdóttir ✝ Guðmunda Gunn-arsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 30. júlí 1920. Hún and- aðist á Hjúkr- unarheimili Dval- arheimilisins Áss í Hveragerði 25. maí 2009 og fór útför hennar fram frá Sel- fosskirkju 6. júní. djúpt skarð í líf okkar allra. Eitt er þó víst að minning þín mun lifa með okkur. Við vitum að þú munt vaka yfir okkur og í þeirri vöku muntu sjá að ansi mörgum áföngum verður náð með þig og afa efst í huga, okkar sterku stuðningsmenn. Hvíl í friði amma mín. Farin ert þú fegurst blóma, fangbrögðin við sorg ég tek. Heitast mun í huga ljóma, til hinstu stundar skorti ei þrek. Skammvinnt efnið skýldi mörgum, skorið til af tímans hjör. Hugur lyfti hundrað björgum, heiðskýr minnti á æskufjör. Ótalmarga einatt gladdir, einlæg, blíð og skemmtileg. Á stundinni er stolt þú kvaddir stóðst þú upp og gekkst þinn veg. (Sindri Þór Hilmarsson.) Sandra Dögg og Sindri Þór Hilmarsbörn. Nú hefur okkar ástkæra stóra syst- ir kvatt þennan heim. Hún var okkar fyrirmynd sem við litum upp til og stoð og stytta í einu og öllu, sterk kona sem vildi allt fyrir okkur gera. Hugsaði frekar um aðra en sjálfa sig, vinnusöm baráttukona sem stóð í framvarðarlínu verkalýðsbaráttunn- ar í sinni heimabyggð um miðja síð- ustu öld. Hennar hugsjón var jafn- rétti fyrir alla og þannig hugsaði hún til okkar og annarra ættmenna sinna, vildi sjá veg okkar allra sem bestan og mestan. Því kemur upp í hugann mál- tækið „sælla er að gefa en þiggja“ þegar við hugsum til Lillu systur okk- ar, eins og hún var kölluð af okkur systkinum. Þannig vildi hún frekar gefa frá sér alla sína krafta en þiggja frá öðrum aðstoð. Lilla systir okkar var stolt kona sem kvartaði ekki þótt á móti blési, heldur hélt ótrauð áfram, hvort sem var fyrir fjölskyldu og vini eða barátta fyrir hagsmunum verka- fólks. Það er einkennileg tilfinning að vita til þess núna að Lilla er farin frá okk- ur, hún sem var okkur svo kær og ná- læg. Kannski var hún hvíldinni fegin því líkamlega var hún orðin þreytt en hugur og hugsun var þó skýr til síð- asta dags. Við kveðjum hana nú með söknuði og þökkum svo mikið fyrir allt það sem hún gaf okkur. Hafsteinn Stefánsson, eiginmaður hennar, lést fyrir tæpum 10 árum. Hann var hagyrðingur góður. Okkur langar að enda þessi kveðjuorð með tilvitnun í eitt ljóða hans: Við leggjum af stað út í lífið leitandi systur og bræður. Og við erum dæmd til að deyja en dómarinn stundinni ræður. Við bjástrum í biðsal dauðans og bíðum þar sólarlagsins. Ljúft er að leggjast til hvílu að lokinni vinnu dagsins. Svava og Þórunn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.