Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 42

Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 NÝUPPGÖTVAÐ handrit að tón- verki eftir franska tónskáldið Gabr- iel Fauré var selt fyrir andvirði 4,2 milljóna íslenskra króna á uppboði í Sothebys í London í vikunni. Verk- inu, sem er píanódúett, er lýst sem stórbrotnu og mjög rytmísku og er það talið vera samið um 1870. „Það er sérstaklega spennandi að geta opinberað almenningi dúett sem er svo glæsileg tónsmíð, fyrsta sinni eftir að hann var saminn fyrir rúmri öld,“ sagði dr. Simon Maguire yfirmaður nótnahandritadeildar uppboðsfyrirtækisins við söluna. Beethoven dýrastur Handrit Beethovens að eigin verki var einnig boðið upp hjá Sothebys á uppboðinu, en þar var um að ræða stef og hugmyndir að nokkrum verkum, þar á meðal að Blásara- oktett opus 103. Það er elsta handrit Beethovens sem boðið hefur verið upp á síðari árum, og var það slegið á andvirði tæpra 35 milljóna ís- lenskra króna. Fleiri fornmunir tónlistarsög- unnar voru boðnir upp þennan dag í Sothebys, fyrsta nótnaheftið að pí- anótónlist, sem prentað var á Bret- landseyjum, og elsta nótnabókin prentuð á grafískan máta utan Ítal- íu, frá 17. öld, voru þar á meðal. Í henni voru verk eftir ensku endur- reisnarmeistarana William Byrd, John Bull og Orlando Gibbons, auk áður óþekktra verka sem ekki hafa verið borin kennsl á enn. Bókin sú arna var seld á andvirði 13 milljóna króna. Auk dýrgripa í nótum fór einnig á uppboðinu sendibréf ritað af ítalska geldingnum Farinelli sem uppi var á 18. öld, en í bréfinu lýsir hann brott- hvarfi sínu úr óperuheiminum. Þetta mun vera fyrsta bréfið eftir Farinelli sem sést hefur á uppboði, og fór það á liðlega 2,2 milljónir króna. begga@mbl.is Tónskáldin dýr eftir dauðann Rissbók eftir Beethoven slegin á 35 milljónir Gabriel Fauré Nýr stórbrotinn dúett. PULP Machineries, sýning hollenska listamannsins Klaas Kloosterboer í Suð- suðvestri hefur verið framlengd til 21. júní. Sýningin er sam- starfsverkefni við Gallerí van Gelder í Amsterdam og var opnuð 16 maí sem einn dagskrárliða Listahátíðar í Reykja- vík. Klaas Kloosterboer er vel þekktur í Hollandi fyrir verk sín sem oft taka á sig þrívíð form. Hann notar hefðbundin efni svo sem málningu og striga í listsköpun sinni en hlutgerir efniviðinn með því að rífa í sundur og endurbyggja málverks- skúlptúra. Í huga Kloosterboer er listsköpun ávallt spurning um að leggja undir sig rými. Myndlist Kloosterboer enn í Suðsuðvestri Eitt verka Klaas Kloosterboer Í DAG tekur lista- konan Guðrún Gunn- arsdóttir á móti gestum og leiðir um sýningu sína Hug- hrif sem nú stendur yfir í Galleríi Ágúst, Baldursgötu 12. Guðrún verður á staðnum milli kl. 14-16 og eru all- ir velkomnir í léttar veitingar, spjall og hugguleg- heit. Sýningin Hughrif samanstendur af nýjum verkum Guðrúnar en hún er þekktust fyrir þrí- víddarteikningar sínar úr málmi. Hér tekst Guð- rún á við nýjan efnivið, svo sem plast og gúmmí, trjágreinar og hrosshár, með hrífandi árangri. Allir eru velkomnir í sýningarspjallið, en sýn- ingin stendur til 27. júní. Myndlist Guðrún býður gestum leiðsögn Verk Guðrúnar Gunnarsdóttur MYNDLISTIN og tungutakið er yfir- skrift málþings sem haldið verður í Listasafni Íslands í dag frá kl. 11 - 13. Þar leiða saman hesta sína Gunnar J. Árnason, listheimspekingur, Ragna Sigurð- ardóttir, listamaður og gagnrýnandi og Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur, og fjalla um efnið í tengslum við sýningu þeirra Hrafnkels Sigurðssonar og Kristjáns Guðmundssonar. Báð- ir hafa skapað sér sterkt og persónulegt mynd- mál, sem lýtur að mörgu leyti svipuðum lög- málum og formgerð tungumálsins, enda eru þeir í hópi okkar fremstu hugmyndlistarmanna. Myndlist Ræða orðfæri myndlistarinnar Kristján og Hrafnkell í safninu Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA er verk fyrir fimm konu- stelpur, sjálfstætt framhald af The Mysteries of Love, verki sem við gerðum árið 2006 og höfum sýnt víða í Evrópu, þar á meðal á Íslandi,“ seg- ir Erna Ómarsdóttir danshöfundur og dansari um Teach us to outgrow our madness, dansleikhúsverk sem verður sýnt í Þjóðleikhúsinu þann 19. júní. Erna hefur á síðustu árum hlotið mikið lof fyrir vinnu sína með heims- þekktum dans- og leikstjórum og síð- ustu árin einnig fyrir eigin verk sem hún hefur sýnt víða. Hún og hinir flytjendurnir eru stödd í London, þar sem þau sýndu Teach us … í gær- kvöldi og aftur í kvöld. „Fyrra verkið fjallar um ungar stelpur, eiginlega um unglingaveiki, og við erum aftur að hugsa um horm- ónasveiflur, þegar líkaminn fer allur í rugl. Þetta skiptið erum við meira með tíðahvörf miðaldra kvenna í huga. Við flökkum þó á milli, erum litlar stelpur, unglingar og fullorðnar konur. Fimm konur sem eru eins og systur, búa í nánu sambýli. Við vinnum líka með trans og tengjum hann við hormónabreyt- ingar, afl sem kemur inn í líkamann og byrjar að stjórna án þess að mað- ur ráði við neitt sjálfur. Svo eru líka einhver áhrif úr b- hryllingsmyndum,“ segir Erna og hlær. Dans og söngur getur bjargað „Þetta er einskonar dansleikhús með konsertívafi. Við syngjum líka. Ég hef alltaf gaman af að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst alltaf að fólk eigi að gera meira af því að syngja og dansa, því það gerir mann svo glaðan. Það getur bjargað mörg- um – og kemur manni að minnsta kosti í gott skap.“ Erna er látlaust á ferðinni og seg- ist eiginlega búa í ferðatösku. „Það fylgir vinnunni. Ég er með nokkur verk á dagskránni og þegar við erum að vinna er það oft í Frakklandi, á Ítalíu, í Þýskalandi eða Belgíu. Þegar maður er í lausamennsku, þá þarf að vinna svona. Ég fer til Ástralíu í ágúst, að sýna verk í Melbourne. En ég er mest að vinna í Evrópu.“ Síðustu árin hefur Erna einbeitt sér að því að semja sín eigin verk, í samvinnu við aðra listamenn. „Ég vann meira með leikstjórum og danshöfundum áður, en í augna- blikinu er ég í meira stuði til að gera mín eigin verk og nýt þess,“ segir hún. Dansleikhúsverk undir stjórn Ernu Ómarsdóttur verður sýnt í Þjóðleikhúsinu „Líkaminn fer allur í rugl“ Ljósmynd/Roberto Flores Moncada Tíðahvörf Erna og hinir dansararnir vinna með sambýli kvenna, hormónasveiflur og trans í verkinu. „ÞAÐ er engin bylting hér, þetta verður með svipuðu sniði og und- anfarin ár, létt og skemmtilegt,“ segir Sigurður Flosason saxófón- leikari sem í dag ýtir úr vör Sum- ardjassi á Jómfrúnni í fjórtánda sinn. Fyrstu tónleikarnir í þessari feikivinsælu tónleikaröð hefjast kl. 15, með tónleikum BT Power-tríós, en þar er á ferðinni Björn Thorodd- sen og liðsmenn hans Jón Rafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur og þeir ætla að spila tónlist undir formerkjunum Frá Shadows til Sextetts Óla Gauks. Borgarbúar hafa kunnað vel að meta sumardjassinn á Jómfrúnni, og stemningin sem skapast í bakgarð- inum í Lækjargötunni á góðviðr- isdögum er einstök. „Þetta er ákaflega gaman og skemmtilegt að spila úti þegar allir eru jákvæðir og glaðir. En það getur líka verið erfitt að spila utandyra og þar er ekki hægt að spila hvað sem er, til dæmis ekki mjög veika tónlist. Þessa notalegu útistemningu þekkja margir til dæmis frá Djasshátíðinni í Kaupmannahöfn.“ Sjö tónleikar verða á dagskrá Jómfrúarinnar í sumar og verða þeir síðustu því 25. júlí. „Þarna verður allur skalinn í tónlist og djasstónlist- armönnum; ungir sem aldnir og fjöl- breytt tónlist. Ég nefni sérstaklega tónleika í minningu Andrésar Ing- ólfssonar saxófónleikara, sem Reyn- ir Sigurðsson slagverksleikari sér um. Þar spilar hann með mönnum úr yngri deildinni.“ Sigurður segir auð- velt að fá fólk til að spila, og færri komist að en vilji. Að viku liðinni spilar Smásveit Reykjavíkur, rytmadeildin úr Stór- sveitinni með Sigurði og á dag- skránni verða djassstandardar. Frítt er inn á alla tónleikana. begga@mbl.is Jómfrúin fer í djassham Morgunblaðið/ÞÖK Dömsk stemning Þeir kunna að skapa rífandi sumarstemningu, Jakob veit- ingamaður á Jómfrúnni og Sigurður, sem skipuleggur sumardjassinn þar. BT Power tríó hefur Sumardjass á Jómfrúnni í dag kl. 15 Mig langar til þess að setja upp grill og kalla það Kreppugrillið. Fólk mætir þá bara með kjötið sjálft og hendir á. 44 » Í verkinu Teach us to outgrow our madness stíga fimm hárprúðar verur dans, syngja og prjóna saman mar- traðir og drauma í sýningu sem er sögð tryllt og frels- andi í senn. Verkið hefur fengið lofsamlega dóma. Í L’Humanité var talað um „óðagot með fullkominni stjórn“, og í France Info er það sagt „ofsafengin og frelsandi leikhúsupplifun.“ Erna Ómarsdóttir er listrænn stjórnandi og átti hug- myndina en verkið er skapað og sýnt af þeim Valgerði Rúnarsdóttur, Sissel Merete Bjorkli, Ernu, Riina Huht- anen og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Auk þeirra dansar Lovísa Gunnarsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir tók þátt í sköpuninni. Tónlist og textar eru eftir Lieven Dousseleare og Valdimar Jóhannesson. Prjóna saman martraðir og drauma Erna Ómarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.