Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
einfaldlega betri kostur
Komdu og njóttu
góðra veitinga
Ekta danskt
smurbrauð
m/rækjum og kaffi
499,-
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19
s: 522 4500 www.ILVA.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„ÉG tel ekki sjálfgefið að þarna eigi
að endurbyggja hótel í þeirri mynd
sem er í dag,“ segir Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra þegar leit-
að er eftir afstöðu hennar til upp-
byggingar Hótel Valhallar að nýju
eftir brunann í fyrradag.
„Mér var brugðið, eins og öðrum,
þegar mér bárust þessar fréttir síð-
degis í gær [fyrradag]. Þingvellir
eru þjóðgarður og helgur staður í
sögu þjóðarinnar, einstakur að
mörgu leyti. Valhöll hefur verið stór
hluti af sögunni í þjóðgarðinum,“
segir Jóhanna.
Þjóðgarðurinn heyrir undir for-
sætisráðuneytið. Fulltrúar ráðu-
neytisins fylgdust með á Þingvöllum
í fyrradag og Jóhanna segir að geng-
ið verði vel frá svæðinu og fyllsta ör-
yggis gætt. Í gær var fyrirhugað að
hefja niðurrif þess hluta húsanna
sem eftir stendur. Jóhanna hafði
hug á því að skoða aðstæður.
Hótel verði ekki í þinghelginni
Björn Bjarnason, fyrrverandi al-
þingismaður og ráðherra, sem verið
hefur formaður Þingvallanefndar
frá árinu 1992, telur að ef vilji standi
til almenns hótelreksturs í þjóðgarð-
inum eigi hann alfarið að vera í
höndum einkaaðila og ætlaður stað-
ur í Skógarhólum en ekki í þinghelg-
inni sjálfri. Kemur þetta fram á vef
Björns, bjorn.is.
Í stefnumörkun sem gerð var
vegna skráningar Þingvalla á
Heimsminjaskrá UNESCO kemur
fram að endurskoða þurfi forsendur
hótelreksturs í Valhöll. Dregið verði
úr hótelrekstri en áfram unnt að fá
keyptar veitingar auk þess sem hug-
að verði að aðstöðu fyrir Alþingi og
ríkisstjórn til funda sem og aðra sem
kjósa að efna þar til málþinga eða
mannamóta.
Fyrirhugað er að kjósa nýja Þing-
vallanefnd næstu daga. Jóhanna
segir að farið verði yfir málið með
nefndinni og fleiri kallaðir til. Meðal
annars þurfi að taka afstöðu til
þeirra hugmynda sem uppi voru í
Þingvallanefnd. „Mikilvægt er að
vanda þetta mjög,“ segir Jóhanna og
leggur áherslu á að ekki verði teknar
fljótfærnislegar ákvarðanir um upp-
byggingu og bætir því við að pen-
ingar vaxi ekki á trjánum þessa dag-
ana.
Morgunblaðið/Ómar
Vatnsöflun Slökkviliðsmenn dældu vatni úr Öxará og Þingvallavatni þegar þeir reyndu að slökkva eldinn í Valhöll.
Uppbygging óljós
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki sjálfgefið
að hótel verði byggt upp að nýju á Valhallarreitnum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason og
Sigtrygg Sigtryggsson
EKKI virðist vera nægur stuðn-
ingur við tillögur formanns og
varaformanns Sjálfstæðisflokksins
um tvöfalda þjóðaratkvæða-
greiðslu um umsókn og aðild að
Evrópusambandinu. Verði hún
felld kemur tillaga ríkisstjórn-
arinnar um aðildarumsókn til at-
kvæða. Heimildarmenn Morg-
unblaðsins reikna með að hún
verði samþykkt, annaðhvort þann-
ig að meirihluti þingmanna greiði
henni atkvæði eða nægilega marg-
ir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna
til að hún nái samþykki.
Umræður hófust í gærmorgun um
Evrópusambandsaðild. Er það
önnur umræða og voru margir
þingmenn á mælendaskrá.
Til umræðu er stjórnartillaga með
lítils háttar breytingartillögu
stjórnarmeirihlutans í utanrík-
ismálanefnd. Þá liggur fyrir tillaga
Bjarna Benediktssonar og Þor-
gerðar Katrínar Gunnarsdóttur,
formanns og varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins, um tvöfalda þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þá yrði það
lagt fyrir þjóðina innan þriggja
mánaða hvort sækja ætti um aðild.
Fram hefur komið að þingmenn úr
öllum stjórnmálaflokkunum utan
Samfylkingarinnar eru fylgjandi
slíkri atkvæðagreiðslu. Ljóst virð-
ist þó að ekki náist meirihluti fyrir
tillögunni.
Ljóst er að allir 20 þingmenn
Samfylkingarinnar styðja tillögu
stjórnarinnar um að sækja um að-
ild. Siv Friðleifsdóttir og Guð-
mundur Steingrímsson, þingmenn
Framsóknarflokksins, hafa lýst því
yfir á þingi að þau styðji tillöguna.
Líklegt er talið, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins, að tveir
þingmenn Borgarahreyfingarinnar
muni styðja hana.
Spurning er hvað þeir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, sem hafa
hallast að Evrópuaðild, gera að
felldri tillögu um tvöfalda þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Útlit er fyrir
að þeir muni flestir greiða atkvæði
gegn stjórnartillögunni, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
sem styður aðild að ESB vill þó
ekki gefa upp hvað hún gerir fyrr
en umræðan hafi farið fram í
þinginu.
Gamalgróin andstaða við að-
ild er meðal þingmanna VG
Þá er spurning um þingmenn
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs. Gamalgróin andstaða er
þar innanbúðar gegn aðild að Evr-
ópusambandinu en ríkisstjórnin
sem flokkurinn á aðild að hefur
það hins vegar á stefnuskrá sinni
að sækja um. Víst þykir að ein-
hverjir úr þeirra hópi muni greiða
atkvæði gegn tillögunni. Afstaða
Ásmundar Einars Daðasonar og
Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur hef-
ur komið fram í umræðunni og vit-
að er að Atli Gíslason, Ögmundur
Jónasson, Jón Bjarnason og Þur-
íður Backman eru einnig þung í
taumi í þessu máli.
Ljóst þykir að sjö til átta þing-
menn VG af fjórtán þurfa að
styðja tillöguna til að hún fái
hreinan meirihluta. Þingmaður
annars flokks sem rætt var við
taldi að forystumenn stjórnarinnar
væru búnir að smala nógu mörg-
um heim til að tryggja nægan
stuðning til að fá tillöguna sam-
þykkta, annaðhvort með hreinum
meirihluta þingmanna eða hjásetu
þeirra tregu.
Hjáseta kann að
ráða úrslitum
um aðild að ESB
Ekki nægur stuðningur á Alþingi við
tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu
Umræður um aðildartillögu að
ESB héldu áfram á Alþingi í gær.
Heimildarmenn blaðsins telja lík-
legt að aðild verði samþykkt með
því að nokkrir þingmenn sitji hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Tveir öflugir dælubílar voru not-
aðir til að dæla vatni úr Öxará á
eldinn í Hótel Valhöll í fyrradag og
tvær sjálfstæðar dælur að auki.
„Það var ekkert annað hægt að
gera, en að reyna að drekkja
þessu,“ segir Snorri Baldursson,
varaslökkviliðsstjóri Brunavarna
Árnessýslu.
Afkastageta dælanna var sam-
tals 13-15 þúsund lítrar á mínútu
og reynt var að nýta hana sem
best. Dælurnar voru á fullu frá því
fyrir klukkan fimm síðdegis og til
ellefu um kvöldið þegar eldurinn
var að koðna niður en áfram dælt á
glæður fram á nótt.
Áætla má að yfir 5 þúsund tonn-
um af vatni úr Öxará hafi verið
veitt yfir eldinn í Hótel Valhöll
þennan dag. Það dugði þó skammt
því húsið var þannig byggt að ekki
var talið mögulegt að bjarga því.
helgi@mbl.is
Fimm þúsund tonn af vatni úr Öxará
DÓMARI í Denia á Spáni hefur úr-
skurðað að þrotabú Landsbankans í
Lúxemborg geti ekki gengið að eign-
um viðskiptavina sem töpuðu fé í við-
skiptum við bankann. Samtökin
Landsbanki Victims Action Group
vænta sömu dómsniðurstöðu í sam-
bærilegum málum á Marbella og
Mallorca.
Vísaði dómari málinu til réttar í
Madríd en kom jafnframt í veg fyrir
að hægt yrði að ganga að eignunum.
Slíkt gæti valdið eigendunum „óbæt-
anlegum skaða“.
Fjallað var um málið í dagblaðinu
Round Town News á Costa Blanca í
gærmorgun og því slegið upp á for-
síðu með mynd af anddyri Lands-
bankans í Austurstræti.
Þar segir að lögfræðingar spænsku
lögmannastofunnar Martinez Echev-
arria Perez og Ferrero telji að hundr-
uð lántakenda hafi verið svikin í við-
skiptunum og undirbúi nú að hefja
málsókn gegn bankanum og ráð-
gjöfum hans sem hafi selt þjónustuna
á röngum forsendum.
En í sem stystu máli gekk samn-
ingurinn út á að losa um fé sem bund-
ið var í fasteignum viðskiptavina.
Gátu þeir þannig fengið fjórðung
áætlaðs verðmætis fasteignarinnar
greiddan út í hönd en afgangurinn
var færður í fjárfestingarsjóðinn Lex
Life.
Fólkið hefur síðan farið afar illa út
úr viðskiptunum, fasteignirnar hafa
lækkað í verði og sjóðurinn gufað
upp.
Segir í Round Town News að við-
skipti af þessu tagi hafi verið bönnuð í
Bretlandi síðan 1990 en viðskiptavinir
voru lokkaðir til þess að bæta lausa-
fjárstöðuna með væntingum um að
fjárfestingin í sjóðnum myndi standa
straum af öllum útgjöldum og jafnvel
útvega þeim aukatekjur.
Lögfræðingurinn Santiago de la
Cruz heldur því fram að viðskiptin
hafi verið svik þar sem fjárfestum
hafi verið lofað arði sem aldrei hafi
verið hægt að standa undir.
John Hemus átti í viðskiptum við
Landsbankann og kveðst hann fagna
niðurstöðunni mjög, enda hafi sam-
tökin nú öflugt vopn í baráttunni við
bankann. baldura@mbl.is
Þrotabú getur ekki gengið
að eignum fólks á Spáni
Morgunblaðið/Kristinn