Morgunblaðið - 12.07.2009, Síða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
ostur
Ríkur af mysupróteinum
Bra
gðg
óð
nýju
ng
9%
aðeins
Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn,
fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins.
Þegar Roger Federer vann opna
franska meistaramótið í vor skipaði
hann sér á bekk með fimm öðrum
karlkyns tennisleikurum sem unnið
hafa öll stórmótin fjögur á ferlinum.
Hinir eru Fred Perry og Don Budge á
fjórða áratugnum, Rod Laver og Roy
Emerson á þeim sjöunda og Andre
Agassi á tíunda áratugnum.
Eitt á Federer þó eftir: Að vinna
mótin fjögur á sama almanaksárinu.
Það afrek hafa aðeins tveir menn
unnið, téðir Budge (1938) og Laver,
sem lét sér raunar ekki nægja að
gera það einu sinni, heldur tvisvar
(1962 og 1969).
Á ferli sem
spannaði fimm-
tán tímabil, 1988
til 2002, vann
Pete Sampras
fjórtán stórmót.
Honum tókst aft-
ur á móti aldrei
að vinna opna
franska meist-
aramótið.
Þriðji á listanum er Ástralinn Roy
Emerson sem vann tólf stórmót á
sjöunda áratug síðustu aldar. Það
þykir þó skyggja á afrek hans að at-
vinnumenn máttu ekki taka þátt í
fjórum stærstu mótunum frá 1963-
67 og Emerson glímdi fyrir vikið
ekki við þá bestu á því tímabili.
Emerson vann einnig sextán titla í
tvíliðaleik og er samanlagður árang-
ur hans, 28 titlar á stórmótum, met.
Pete Sampras
Svíinn Björn
Borg vann ellefu
stórmót á sínum
ferli. Wimbledon-
mótið fimm sinn-
um og opna
franska sex sinn-
um. Borg kunni
aftur á móti ekki
eins vel við sig
utan Evrópu og
tókst hvorki að bera sigur úr býtum
á opna ástralska né opna banda-
ríska meistaramótinu.
Ástralinn Rod Laver fór líka með
sigur af hólmi á ellefu stórmótum á
sjöunda áratugnum. Ýmsir hafa fært
fyrir því rök að hann sé í raun besti
tennisleikari allra tíma og væri lík-
lega sá sigursælasti hefði hann
mátt taka þátt á helstu mótum
heims allan sinn feril. Laver gerðist
atvinnumaður í greininni 1963 og
gat fyrir vikið ekki keppt á
alslemmumóti aftur fyrr en 1968.
Björn Borg
Af öðrum góðum
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Þ
eir voru þar allir, Pete Sampras, Björn
Borg og Rod Laver. Þrjár kynslóðir af
séníum. Enginn vildi missa af augna-
blikinu þegar sigursælasti tennisleik-
ari sögunnar yrði krýndur. Sviðið var
aðalvöllurinn á Wimbledon fyrir réttri viku og ef-
laust hefur áskorandinn, Andy Roddick, haft aðrar
hugmyndir. Alltént þvældist hann fyrir meist-
aranum í fjórar klukkustundir og sextán mínútur –
þrusaði öllu í hann nema gamla góða eldhúsvask-
inum, eins og menn segja þar syðra. En handritið
lá þegar fyrir. Á þessum merkisdegi yrði aðeins
einn sigurvegari – Roger Federer.
Sigurinn á Wimbledon nú var hvorki meira né
minna en fimmtándi sigur svissneska seiðmannsins
á alslemmu-móti en svo eru fjögur stærstu mótin í
tennisheiminum nefnd, Wimbledon ásamt opna
franska, ástralska og bandaríska meistaramótinu.
Í kaupbæti endurheimti Federer efsta sætið á
heimslista tennisleikara sem hann tapaði til Rafa-
els Nadals fyrir tæpu ári. Þar á undan hafði kapp-
inn vermt toppsætið í 237 vikur í röð – sem er met.
Gæti hæglega unnið tuttugu titla
Erfitt er að bera tennisleikara saman, einkum
milli tímaskeiða, en margir sérfræðingar um
íþróttina hafa haldið því fram undanfarin ár að
Federer sé sá besti frá upphafi. Nú styður töl-
fræðin það sjónarmið.
Pete Sampras, sem deildi metinu með Federer,
er alltént ekki í vafa en eftir Wimbledon ítrekaði
hann þá afstöðu sína að Federer, sem verður 28
ára eftir tæpan mánuð, væri bestur. „Roger er frá-
bær leikmaður og ekki síðri manneskja. Hann er
nagli.“
Sjálfur gerði kappinn ekki mikið úr afreki sínu
eftir úrslitaleikinn. Það var eins og hann áttaði sig
ekki ennþá á þýðingu þess. „Ég er undrandi á þess-
um árangri, eigi ég að segja alveg eins og er,“ sagði
hann.
Federer var gömlu hetjunum í stúkunni þakk-
látur fyrir að deila deginum með sér. „Í eina tíð fór
ég á taugum ef vinir mínir komu að horfa á mig
spila, hvað þá foreldrar mínir. Nú læt ég mér
hvergi bregða fyrir framan alla þessa merku meist-
ara. Mikið vatn hefur runnið til sjávar.“
Þar á hann sannarlega kollgátuna.
Meistarinn vottaði Sampras sérstaklega virð-
ingu sína enda á Bandaríkjamaðurinn ennþá fleiri
Wimbledon-titla í sínu safni, sjö talsins. Federer á
sex. Árangur Sampras er met sem hann deilir með
William nokkrum Renshaw sem var upp á sitt
besta á árunum 1880-90.
Hermt er að önnur goðsögn, Jimmy Connors,
hafi lamið tennisboltann af alelfi vegna þess að
hann hafði illan bifur á honum. Hafi helst viljað
senda hann út í hafsauga. Nálgun Rogers Federers
er önnur. Hann mundar spaðann af yfirvegun,
jafnvel listfengi þegar sá gállinn er á honum. Fáir
leikmenn í sögu íþróttarinnar hafa staðið honum á
sporði tæknilega. Og ekki er ástríðan minni, tár
renna ósjaldan í leikslok, í gleði sem sorg.
Vann með því að tapa ekki
En leikur Federers hverfist ekki bara um tækni
og fegurð. Hann er líka fær um að bíta í skjaldar-
rendurnar gerist þess þörf, eins og um liðna helgi.
Hann fann að Roddick yrði ekki rúllað upp. Þá var
ekki annað að gera en bretta upp ermar og halda
einbeitingunni. Á tímabili leit út fyrir að leiknum
myndi aldrei ljúka. En loksins þegar Roddick varð
á í messunni gekk Federer á lagið. Án miskunnar.
Þannig eru meistarar. Eða eins og Simon Barnes,
tennisskýrandi The Times, orðaði það svo
skemmtilega: „Federer beitti þeirri einföldu taktík
að tapa ekki.“
Federer kveðst aldrei hafa leitt hugann að met-
um þegar hann var að vaxa úr grasi (og leir) en við-
urkennir að hann sé sáttur við sinn hlut. „Það þýðir
þó ekki að ég sé hættur. Ég vonast til að koma aft-
ur hingað,“ sagði hann í lok móts á Wimbledon og
uppskar dynjandi lófatak viðstaddra. Federer hef-
ur sloppið blessunarlega vel við meiðsli á ferlinum,
þökk sé dúnmjúkum leikstílnum. Öfugt við Nadal
sem er mun áleitnari í allri sinni framgöngu. Sjálf-
ur gefur hann ekkert upp
um næstu markmið en
Pete Sampras er
spámannslega
vaxinn: „Fjórtán
alslemmutitlar
var mikið á síð-
asta áratug,
sneiði Roger
hjá meiðslum
gæti hann hæg-
lega unnið tutt-
ugu.“
Reuters
Hinn endanlegi spaðaás
Svisslendingurinn Roger Federer er orðinn sigursælasti tennisleikari allra tíma eftir
fimmtánda sigurinn á stórmóti um liðna helgi Hann er bestur að mati Petes Sampras
Meistari Roger Federer segir
Boris Becker og Stefan Edberg
hafa verið fyrirmyndir sínar í
æsku. Nú byggja ungmenni um
heim allan leik sinn á honum.
Þrátt fyrir einstaka afrekaskrá er
Roger Federer ekki ósigrandi. Það
hefur helsti keppinautur hans í
seinni tíð, Spánverjinn Rafael Na-
dal, margsannað. Þeir félagar hafa
mæst tuttugu sinnum og Nadal
hefur haft betur í þrettán skipti.
Ekki nóg með það. Þeir hafa glímt
sjö sinnum í úrslitum á stórmóti og
þar hefur Nadal fimm sinnum sigr-
að, þrisvar á opna franska meist-
aramótinu, einu sinni á Wimbledon
og einu sinni á opna ástralska.
Sigrar Federers hafa báðir komið á
Wimbledon. Það segir allt sem
segja þarf um yfirburði þessara
tveggja manna að Nadal er eini
maðurinn sem unnið hefur Federer
í úrslitaleik á stórmóti.
Nadal, sem er aðeins 23 ára, hef-
ur þegar sigrað á sex stórmótum.
Þeir Federer mættust fyrst á
meistaramóti í Miami í mars 2004.
Federer hafði þá nýlega komið sér
makindalega fyrir á toppi heims-
listans en Nadal, þá sautján ára, var
í 34. sæti. Sú gjá kom þó ekki í veg
fyrir að Spánverjinn ynni sannfær-
andi sigur á andstæðingi sínum.
Tónninn var gefinn.
Þeir félagar hafa att kappi í tví-
gang á þessu ári, í úrslitaleik opna
ástralska meistaramótsins, þar
sem Nadal vann, og á meistaramóti
í Madríd, þar sem Federer kom fram
hefndum. Nadal tók ekki þátt í
Wimbledon nú vegna meiðsla.
Nadal er af mörgum talinn besti
tennisleikari sögunnar á leirvöllum
og af ellefu viðureignum þeirra
Federers á því undirlagi hefur
Spánverjinn unnið níu. Staðan er
jöfn á hörðum völlum, 3:3, og Fede-
rer hefur haft betur á grasi, 2:1.
Federer og Nadal eru sannkall-
aðir erkifjendur. Eigi að síður hefur
aldrei andað köldu þeirra á milli og
frægt er þegar Nadal huggaði fé-
laga sinn eftir að hafa lagt hann að
velli á opna ástralska meist-
aramótinu snemma á þessu ári.
Hermt er að Spánverjinn líti á
Federer sem fyrirmynd en ekki síð-
ur viðmið í sínum leik. Framan af
lét Federer samkeppnina sér í léttu
rúmi liggja enda fimm árum eldri
en Nadal og mun sigursælli. Með
hverjum ósigrinum hefur hann þó
þurft að kyngja meira stolti. Sér-
staklega var ósigurinn á Wimble-
don fyrir ári vendipunktur. Þá varð
hann að viðurkenna að viðureignir
þeirra yrðu „sífellt sérstakari“.
Skömmu síðar, þegar Nadal hafði
velt honum úr sessi á toppi heims-
listans, hældi Federer keppinauti
sínum. „Lítið bara á hvað hann
þurfti að afreka til að ná settu
marki. Þetta líkar mér að sjá.“
Metingur þeirra félaga hefur líka
aukið áhuga fólks á tennisíþrótt-
inni. Þannig rataði mynd frá
Wimbledonleiknum í fyrra á forsíðu
Sports Illustrated en svo hátt undir
höfði hefur hið virta tímarit ekki
gert tennis árum saman.
Harðnar á Nadalnum
Reuters
Litríkur Rafael Nadal frá Spáni.