Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 10
10 Þjóðarréttur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Aðilar komu sér saman um að til- skipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í sam- ræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðild- arríkjum Evrópusambandsins. 2. Viðurkenning allra aðila á þess- ari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga- viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauð- synjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt. 3. Stofnanir Evrópu- sambandsins og Evr- ópska efnahagssvæð- Eftir Agnesi Bragadóttur og Pétur Blöndal H efur þjóðarrétti Íslend- inga verið lagt fyrir róða, með Icesave- samningunum, með því að samningarnir eru einkaréttarlegs eðlis? Þetta er stóra spurningin sem lögfróðir menn, sér- fróðir um þjóðarrétt og einkarétt, segja í samtölum við blaðamenn Morgunblaðsins, að sé enn ósvarað. Á island.is segir m.a. um Icesave- samningana: „Samningarnir eru í eðli sínu hefðbundnir lánssamningar sem lúta reglum einkaréttar, en ákveðin ákvæði eru sniðin að hinum sérstöku aðstæðum og þörfum aðila samninganna.“ Með Icesave-samningunum er rík- ið eins og hver annar einkarétt- arlegur aðili eins og leiðir af síðustu greinum samninganna um val á lög- sögu, val á löggjöf og afsal friðhelgi fullveldisins. Skil einkaréttar og þjóðarréttar Lögmaður sem rætt var við sagði: „Í lögfræði eru skýr skil á milli einkaréttar og þjóðarréttar. Grund- vallarreglan í þjóðarrétti (int. law) er að ríki séu formlega jafnsettir þjóð- réttaraðilar og sem slíkir fullvalda jafningjar. Icesave-samningarnir fjalla ekki um efni, sem samið er um í hefðbundnum viðskiptasamningum, en engu að síður kemur fram í samn- ingunum að þeir eru einkaréttarlegs eðlis. Það þýðir að ríkið er sett í einkaréttarlega stöðu líkt og hvert annað fyrirtæki. Þjóðarrétturinn nær því ekki fram að ganga ef samn- ingarnir fara fyrir breska dómstóla.“ Uppi er lagalegur ágrein- ingur um hvernig ábyrgð ís- lenska ríkisins á innstæðum á Icesave-reikningum er. Það hefur víða komið fram að tilskipunin um Tryggingasjóð inn- stæðna er gölluð að því leyti, að í henni er ekki gert ráð fyrir að allt bankakerfið hrynji, eins og átti sér stað á Íslandi. Og hún er óljós, því ekki stendur skýrum stöfum hvar ábyrgðin ligg- ur, ef innstæðutryggingasjóðurinn getur ekki mætt skuldbindingum. Vafinn grefur undan trausti á allri bankastarfsemi á EES-svæðinu, og er það gagnrýnt að ábyrgðin á göllunum og óljósri tilskipun eigi að hvíla nánast óskipt á íslenska ríkinu, eins og gengið sé út frá í Icesave-samning- unum um að Ísland ábyrgist lág- marksinnstæður. Lárus Blöndal hæstarétt- arlögmaður og Stefán Már Stef- ánsson prófessor hafa í nokkrum greinum í Morgunblaðinu gagnrýnt þetta og fleiri hafa verið sömu skoð- unar. Engin tilvísun í viðmið „Þó svo að ESB breyti tilskip- uninni, viðurkenni gallana og lagi regluverkið, þá munu Icesave- samningarnir standa sjálfstæðir, að því gefnu að Alþingi samþykki ábyrgðina. Endurupptaka samning- anna er eingöngu heimil sýni ný út- tekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu Íslands að skuldaþoli þess hafi hrakað til muna miðað við slíkt mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 19. nóvember 2008,“ segir viðmælandi. Því er haldið fram að Íslendingar verði skuldbundnir samkvæmt Ice- save-samningunum, sama hvað ger- ist á alþjóða- eða evrópskum vett- vangi. Engin tilvísun sé í samningunum til viðmiðana frá Brussel frá 4. nóvember 2008, sem áttu að liggja til grundvallar samn- ingunum, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er eitt skjala máls- ins, sem aðeins þingmenn hafa að- gang að undir vökulum augum lög- reglu, tölvupóstur þar sem starfsmaður utanríkisráðuneytisins lýsir þeirri skoðun sinni að ekki hafi nægt tillit verið tekið til þeirra við gerð samninganna. Umsömdu viðmiðin Eftir ECOFIN-fundinn í Brussel 4. nóvember sl. voru haldnir fjöl- margir óformlegir fundir m.a. með fastafulltrúum aðildarríkja ESB og EES í Brussel til að freista þess að liðka fyrir pólitískri niðurstöðu í málinu. Þegar hér var komið sögu var ljóst að tafir voru á afgreiðslu umsóknar Íslands um efnahagsaðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins vegna deilunnar um Icesave- reikningana. Þar með var komin Er Ísland ekki fullvalda jafningi?  HEFUR ÞJÓÐARRÉTTI VERIÐ LAGT FYRIR RÓÐA?  ICESAVE-SAMNING- ARNIR ERU EINKARÉTTARLEGS EÐLIS  „EKKERT MÁ ÚT AF BREGÐA“ Óréttlátt? Regluverkið er frá Evrópusambandinu og Bretar sýndu engan sveigjanleika. Að morgni 14. nóvember náðist niðurstaða um umsamin viðmið (e. agreed guidelines) þar sem reynt var að tryggja ákveðið jafnvægi milli deiluaðila. Viðmiðin voru þessi: 1. „Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evr- ópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbind- ingar Íslands samkvæmt samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/ EB. upp pattstaða sem ógnaði nauðsyn- legum efnahagsaðgerðum stjórn- valda til að koma í veg fyrir fjölda- gjaldþrot heimila og fyrirtækja. Fengust Frakkar, sem for- mennskuríki í ESB, til að beita sér fyrir nokkurs konar sáttafundi í Brussel 13. nóvember með fulltrúum íslenska utanríkisráðuneytisins og aðild lagaþjónustu ráðherraráðsins þar sem reynt var til þrautar að ná samkomulagi um texta sem deiluað- ilar gætu sammælst um sem grund- völl frekari samningaviðræðna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.