Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Mótmæli Almenningur mótmælir Icesave- samningnum á Austurvelli. Í SEXTÁNDU grein Icesave-samningsins er tekið á því hvaða aðstæður kalli á umræður um breytingar á samningnum. Hvergi er vís- að til Brussel viðmiðanna. Segir þar að kom- ist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að því að skuldaþoli Íslands hafi hrakað til muna miðað við mat sjóðsins frá 19. nóvember eigi þessi grein við. Hljóðar hún orðrétt svo: „Lánveit- andi fellst á að, ef aðstæður samkvæmt þess- ari grein (16. gr.) koma upp og íslenska ríkið óskar eftir því, verði efnt til fundar og staðan rædd og íhugað hvort, og þá hvernig, breyta skuli samningi þessum til að hann end- urspegli þá breytingu á aðstæðum sem um er að ræða.“ Eins og sjá má er í samningnum ekki tekið fram að breskum eða hollenskum yfirvöldum sé skylt að breyta samningnum við slíkar að- stæður. Í greinargerð með Icesave- frumvarpinu er skilningur íslenskra stjórn- valda á þessu ákvæði hins vegar tíundaður. „Íslensk stjórnvöld byggja á því að tekið yrði fullt tillit til aðstæðna Íslands og getu ríkisins til að standa undir skuldbindingum, sbr. um- sömdu viðmiðin sem samþykkt voru í Brussel í nóvember 2008.“ Viðmiðin, sem hér er vísað til, voru sam- þykkt á undirbúningsfundum í Brussel hinn fjórða nóvember sl. Annað þriggja viðmiða kveður á um að í samningaviðræðum Íslend- inga, Hollendinga og Breta skuli taka tillit „erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ís- land er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.“ bjarni@mbl.is Erfið og fordæmalaus staða Morgunblaðið/Kristinn isins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.“ Fordæmislausar aðstæður Lögfræðingur hefur þetta um við- miðin að segja: „Viðmiðin fólu í sér í fyrsta lagi að íslensk stjórnvöld við- urkenna að tilskipun 94/19/EB gildi á Íslandi með sama hætti og í aðild- arríkjum ESB en jafnframt og í öðru lagi var lögð áhersla á að samnings- aðilar mundu taka tillit til „hinna erf- iðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt“. Þá var þess getið að sam- komulagið greiddi fyrir skjótri nið- urstöðu samningaviðræðna Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Af hálfu Íslands var litið svo á að með hinum sameiginlegu viðmiðum væri komin upp ný staða í samn- ingaviðræðunum við Breta og Hollendinga og meira tillit yrði tekið til hinna fordæm- islausu aðstæðna á Íslandi en gert hafði verið fram að því, svo sem í samkomulaginu frá 11. októ- ber. Til að tryggja að þetta gengi eft- ir var í þriðja lagi lögð sérstök áhersla á að stofnanir ESB og EES tækju áframhaldandi þátt í samn- ingaferlinu sem færi fram í samráði við þær. Þær væru því í hlutverki nokkurs konar milligönguaðila ef á þyrfti að halda.“ Beitt ótrúlegum þrýstingi Fyrir liggur að Ísland var beitt ótrúlegum þrýstingi og virtist eiga fárra kosta völ nema að gangast við ábyrgð, sem lagaleg óvissa er um, til þess að fjárhagsaðstoð fengist. Allt til þess að forða ESB frá áhlaupi á fjármálakerfið vegna ófullnægjandi tilskipunar um innstæðutryggingar. Viðmælandi orðar það svo: „Það mátti alls ekki hola þann varnarmúr sem innstæðutryggingakerfið átti að vera og skapa þannig hættu á að hann molnaði niður með áhlaupi á kerfið.“ Þegar Ísland hóf þátttöku í áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá var sett í níunda tölulið viljayfirlýsing- arinnar, eins og margoft hefur kom- ið fram, að Íslendingar skyldu ganga frá skuldbindingum sínum út af Icesave-innstæðunum. Þar sem Evrópusambandið ræður yfir nálægt 30% atkvæða í stjórn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins gat ESB beitt sér af fullum þunga og með stuðningi Norðurlandanna áður en „Letter of Intent“ var samþykkt af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sam- einuð höfðu ESB og Norðurlöndin það mikið vald að ríkin gátu komið í veg fyrir að málið færi fyrir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, því vinnureglan er sú að þar séu mál aldrei tekin fyrir nema víst þyki að þau verði samþykkt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gekk fulltrúi Svía harðast fram gegn Ís- landi á þessum vettvangi. Ein að sjö árum liðnum? Á það er bent, að eftir sjö ár, þeg- ar fyrsti gjalddagi Icesave- samninganna rennur upp, þá verður prógrammi Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins á Íslandi lokið. Lán Alþjóðagjald- eyrissjóðsins eigi að greiða til baka á árunum 2012 til 2015. Íslendingar verði því ekki í skjóli AGS þegar af- borganir hefjist af lánum til Breta og Hollendinga. Því spyrja lögfróðir menn hvort ESB verði ekki líka „stikkfrí“, því lánasamningarnir hafi verið færðir í einkaréttarlegan bún- ing. Ákvæðin um lögsögu og lagaval geri það að verkum að lánasamning- arnir verði túlkaðir af Bretum – sömu þjóð og beitti hryðjuverkalög- um gegn íslenskum hagsmunum og setti Landsbanka Íslands á lista yfir hryðjuverkamenn. Víst er það rétt, að þegar ríki semja um lántökur eða Seðlabanki, þá flokkast það undir viðskiptasamn- inga – en þetta er enginn venjulegur lánasamningur fyrir íslenska ríkið, að mati viðmælenda. Það orki að minnsta kosti mjög tvímælis hvort um venjulegan lánasamning sé að ræða. Samningarnir séu ekki um efni sem samið er um í venjulegum lána- eða viðskiptasamningum. Ís- lenska ríkið sé að taka á sig ábyrgð fyrir Tryggingasjóðinn sem er einkaréttarlegur aðili – ábyrgð sem lagaleg óvissa ríkir um innan ESB. Ríkið gangist í ótilgreinda ábyrgð sem sjálfskuldarábyrgðarmaður fyr- ir láni, ásamt vöxtum og kostnaði, enda þurfi að taka úr sambandi lög nr. 121/1997 um ríkisábyrgð sbr. 2. gr. frumvarpsins. Þá séu ákvæði laga 121/1997 um ríkisábyrgð tekin úr sambandi, að undanskilinni 5. grein, sem lýtur fyrst og fremst að bókhaldi. Annars feli lögin sem vikið er frá í sér öll þau skilyrði sem ábyrgðarþegi ríkisábyrgðar þurfi að uppfylla, svo sem mat á greiðsluhæfi skuldara, viðunandi tryggingar, há- mark veðsetningarhlutfalls og áhættugjald. Engu að síður sé því haldið fram að lánasamningurinn sé ekki frá- brugðinn öðrum lánasamningum sem ríkið gerir. Hvað um afsal friðhelgi? Því hefur verið haldið fram að Ís- lendingar þurfi ekki að hafa áhyggj- ur af afsali friðhelgi, sem kveðið er á um í síðustu grein samninganna um Icesave. En þegar ákvæðið er borið saman við ákvæði annarra lána- samninga ríkisins, svo sem nýund- irritaðra samninga við Norð- urlöndin, kemur annað í ljós. Slík ákvæði eru ekki eins víðtæk og segir lögfræðingur, sem rætt var við og er vel inni í slíkum lánamálum, að hann hafi aldrei séð jafnvíðtækt ákvæði í nokkrum lánasamningi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þess rækilega gætt í samningagerðinni vegna norrænu lánanna að friðhelg- isákvæðið væri í fullu samræmi við það sem hefðbundið er. Því var hafn- að í Seðlabankanum í fyrradag að veita Morgunblaðinu aðgang að lánasamningnum við Norðurlöndin. Indriði H. Þorláksson, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, hefur sagt að það sé hefðbundið í lána- samningum milli ríkja að eigandi skuldarinnar geti gert fjárnám í eig- um skuldarans standi hann ekki í skilum. Slíkt ákvæði er að finna í Ice- save-samningunum sem bíða nú staðfestingar Alþingis. „Þess konar ákvæði geta menn fundið í flestum ef ekki öllum lánasamningum milli ríkja, og raunar væru samningarnir lítils virði annars,“ sagði Indriði í samtali við Morgunblaðið. Fráleit túlkun Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra virðist hinsvegar and- æfa því að slíkt ákvæði sé í samning- unum um Icesave, þegar hann segir í viðtali í Fréttablaðinu það alveg frá- leita túlkun að eignir ríkisins al- mennt eða auðlindir séu að veði. „Þetta er bara hefðbundið ákvæði,“ sagði hann. Lögfræðingur sem rætt var við segir það rétt að eignirnar séu ekki að veði, en þær standi til tryggingar og máli sínu til stuðnings vísar hann í gr. 12.1.11 í breska samningnum: „Breytingar á íslensk- um lögum: Breyting sem verður á ís- lenskum lögum og hefur eða myndi hafa veruleg neikvæð áhrif á getu Tryggingasjóðs innstæðueigenda eða íslenska ríkisins til að inna greiðslur sínar, hvors um sig, af hendi eða standa við aðrar skuld- bindingar samkvæmt fjármálaskjöl- unum sem þau eru aðilar að.“ Þetta segir hann þýða að ekki sé hægt að skapa friðhelgi með lagasetningu um eigur ríkisins sem séu nauðsynlegar til að ríkið sé í raun fullvalda. Hann segir jafnframt: „Þegar ríki semja um lántökur eða Seðlabanki, þá flokkast það undir viðskiptasamn- inga, þannig að ríki afsala sér frið- helgi upp að ákveðnu marki, svo hægt sé að sækja mál fyrir dóm- stólum. En í Icesave-samningunum fer það út fyrir þau mörk, sem hefð- bundin geta talist í slíkum samn- ingnum.“ Slíka samninga má til dæmis skoða hjá fréttaveitunni Blo- omberg. Nefnir hann sem dæmi að í samningnum á meðan afsalað sé kröfunni um að friðhelgi gildi, þá geti lánveitendur sótt málið í hvaða lögsögu sem þeir kjósa og einnig höfðað mál samtímis í mörgum lög- sögum, á meðan Íslendingar geti að- eins sótt mál í breskri lögsögu. Hætta komi til greiðslufalls Margir telja að raunveruleg hætta sé á að Ísland geti ekki staðið undir skuldbindingunni um Icesave, eins og bent hefur verið á í fjölmiðlum. „Ekkert má út af bregða,“ segir einn þeirra sem tóku þátt í störfum samninganefndarinnar. „Það má ekki verða aflabrestur á næstu ár- um. Ef til þess kemur að ríkissjóður standi ekki undir afborgunum, þá er íslenska ríkið í svipuðum sporum og einkaréttarlegur aðili í skuld sinni við Breta og Hollendinga.“ Ef Ísland lendir í vanefndum, þá hefur því verið velt upp, að Bretar og Hollendingar þurfi að sækja fulln- ustu til Íslands eða fá viðurkenningu fyrir dómi á Íslandi. En lögfræð- ingur sem talað var við, taldi að þannig gengi það aðeins fyrir sig í „fræðilega heiminum“. (Breska og hollenska ríkið munu ekki senda með pósti beiðni um viðurkenningu á dómi – og láta birta greiðsluáskorun fyrir forsætisráðherra með stefnu- votti.) Komi til greiðslufalls sé raun- veruleg hætta á að atburðirnir frá því í október endurtaki sig, en þá lá við að greiðslumiðlun stöðvaðist. Því er haldið fram að það hafi í raun ver- ið þrekvirki að Seðlabankanum tókst að halda uppi greiðslumiðlun til og frá landinu. Engin trygging sé fyrir því að það takist öðru sinni, komi til greiðslufalls og gerist það þá sé næsta víst að þvingunum verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hags- munum. Að vísu hefur verið á það bent að eigur Seðlabankans missa ekki frið- helgi með Icesave-samningunum, en bresk lög um friðhelgi ríkja gilda einnig í einkaréttarlegum málum. Nýju bankarnir eru hinsvegar í rík- iseigu og því er ekki talið útilokað að gengið yrði að þeim, samkvæmt sömu heimildum. Fram hefur komið að Íslendingar muni njóta friðhelgi Vínarsáttmál- ans um friðhelgi utanríkisþjónust- unnar, en sú friðhelgi nær ekki yfir eigur ríkisins. Það yrði því ekki gengið að sendiráðum, en á það er þó bent að algengt sé að sendiráð afsali sér friðhelgi þegar þau leigja sér húsnæði, til þess að eiga hægara um vik að ná samningum. agnes@mbl.is, pbl@mbl.is VARAÐ er við ýmsum hættum sem kunna að felast í samningnum um Icesave. Ljóst þykir að aðrir kröfuhafar en forgangs- kröfuhafar muni höfða mál og reyna að fá neyðarlögunum hnekkt á þeim grundvelli að það standist ekki að breyta lögum eftir fall bankanna og gera innstæður að forgangs- kröfum. Ef íslenska ríkið tapar málinu og innstæðueigendur verða ekki lengur í for- gangi kröfuhafaraðar hefur það í för með sér að hundruð milljarða til viðbótar falla á ríkissjóð. „Ef ákvæðum neyðarlaganna verður hnekkt er allt í uppnámi, sagði Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, í viðtali í Morgunblaðinu. „Það þýðir […] að ríkisjóður situr ekki ein- ungis uppi með Icesave-innstæðurnar heldur allar innstæður í íslensku bönk- unum líka. Þær voru allar bakkaðar upp með þeim eignum sem voru færðar á milli á þeirri forsendu að innstæðurnar væru for- gangskröfur.“ bjarni@mbl.is Hætta vegna málshöfðana FRAMSALSÁKVÆÐI Icesave-samnings-ins er svohljóðandi: Tryggingasjóður inn- stæðueigenda og íslenska ríkið fallast, hvort um sig, almennt á að þeim sé birt hvers konar stefna í tengslum við ágrein- ing sem upp kann að koma og að sjá fyrir hvers konar lausnum og úrræðum í því til- liti, þ.m.t. með aðför eða fullnustu í hvaða eignum sem er (óháð notum þeirra eða ætluðum notum) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi. Ef Tryggingasjóður innstæðueigenda, íslenska ríkið eða eignir þeirra eru friðhelgar eða eiga rétt á frið- helgi, í hvaða lögsögu sem er, gagnvart birtingu stefnu eða annarra gagna sem varða hvers konar ágreining, eða eru frið- helgar eða eiga rétt á friðhelgi gagnvart lögsögu, málshöfðun, dómi, fullnustu, fjár- námi (hvort heldur er fyrir dómi, við fram- kvæmd fullnustu eða á annan hátt) eða öðrum lögfræðilegum úrræðum, er hér með fallið frá þeim rétti með óaft- urkræfum hætti, að því marki sem heim- ilt er samkvæmt lögum viðkomandi lög- sögu. Tryggingasjóður innstæðueigenda og íslenska ríkið fallast, hvort um sig, einnig með óafturkræfum hætti á að beita ekki slíkri friðhelgi fyrir sig eða eignir sínar. bjarni@mbl.is Framsal friðhelgi Höfuðstöðvar ESB Breskum og hollenskum stjórnvöldum er ekki skylt að breyta samningnum þótt skuldaþoli Íslands hraki til muna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.