Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 14
14 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Fjölskyldan Xavier ásamt Svanlaugu Rós og syninum Dimasi Þór. Þau Svanlaug kynntust á þorrablóti í Barcelona fyrir fimm árum. Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Þ ótt Xavier Rodriguez Gallego tali og skilji íslensku, hefur hann ekki hugmynd um hvað Íslendingar meina þegar þeir segja „jæja“. Og honum finnst Íslendingar segja voða mikið jæja. Merkilegt. Jæja, en hvað um það, vindum okkur í spjallið. Fyrst þetta: Xav- ier, eða Xavi eins og hann er kallaður og Ís- lendingar bera fram sem Saví, er spænskur í húð og hár, fæddur og uppalinn í Barcelona og hefur búið á Íslandi í fjögur ár. Hvað skyldi hafa dregið hann að landinu kalda? „Þegar ég var sextán ára hélt ég mikið upp á Björk og Sykurmolana.Bróðir minn og kær- asta hans voru líka mjög hrifin og við leituðum uppi plötur með íslenskum tónlistarmönnum í safnarabúðum. Vinir okkar, sem líka voru í tónlistarpælingum, höfðu engan áhuga. Mig langaði að vita meira um landið norðan sólar þaðan sem svona falleg og góð tónlist var sprottin og byrjaði að lesa Snorra-Eddu, Ís- lendingasögurnar og Egilssögu Skallagríms- sonar, sem til voru í prýðilegri spænskri þýð- ingu. Á þessum tíma voru upplýsingar um Ísland frekar óaðgengilegar á Spáni. Mér er minnisstætt þegar mágkona mín keypti tíma- rit með myndum frá Íslandi, klippti þær út og hengdi á alla veggi í herberginu sínu. Á þess- um tíma var ég þó ekkert að hugsa um að koma hingað, fjölskylda mín var í Barcelona og þar ætlaði ég að mennta mig,“ segir Xav- ier, sem bjó ásamt foreldrum, bróður og föð- urafa og -ömmu í húsi fjölskyldunnar í Gràcia- hverfinu. Ekki í kot vísað „Móðuramma mín og -afi bjuggu líka í hverfinu þannig að ömmur mínar og afar skiptust á um að hafa eftirlit með okkur bræðrunum þegar foreldrar okkar voru í vinnunni. Þetta var eins og lítill bær, þar sem allir þekktu alla og gott umhverfi fyrir okkur krakkana, sem lékum okkur mest á stóru torgi í hverfinu.“ Fjárhagslega hafði fjölskyldan það gott, foreldrar hans áttu líka hvort sitt húsið á Costa Brava og þar dvaldi fjölskyldan í flest- um fríum. „Mamma og pabbi eru svolítið sér- stök, allt sem þau eiga, eiga þau hvort í sínu lagi,“ útskýrir Xavier. „Spurðu mig ekki hvers vegna,“ bætir hann við. Honum yrði því tæpast í kot vísað ákvæði hann að taka sig upp og flytjast suður á bóg- inn ásamt konu sinni, Svanlaugu Rós Ásgeirs- dóttur og syninum Dimas Þór, eins og hálfs árs. En slíkt er ekki á döfinni, eins og sakir standa að minnsta kosti. Atvinnuleysi á Spáni segir hann 17%, sem er töluvert meira en á Ís- landi. Svo öfugsnúið sem það er, hefur hann þó aldrei haft meira að gera frá því hann flutt- ist hingað en eftir bankahrunið. En stöldrum aðeins við á Spáni áður en sögunni vindur til Íslands. Eftir hefðbundna skólagöngu hóf Xavier lögfræðinám í Autónoma-háskólanum í Barce- lona með latínu og grísku sem aukafög fyrsta árið. Þótt hann hefði óbilandi áhuga á leiklist og verið virkur sem leikari og leikstjóri í áhugaleikfélögum, hugsaði hann með sér að leiklistarnámið mætti bíða þar til eftir lögfræðina, sem væri öllu praktískari. „Og gæfi mér ef til vill stundum kost á leik- rænum tilþrifum,“ segir hann kankvíslega. Hann kaus að mennta sig í umhverf- islögum og stundaði í því skyni síðasta árið samtímis nám í Popeu Fabra-háskólanum og útskrifaðist úr báðum háskólunum árið 2004, annars vegar með kandídatspróf í lögfræði og hins vegar sem umhverfislögfræðingur. „Áhugi minn á umhverfislögfræði sem sérgrein kviknaði þegar sérfræðingur í umhverfismálum réði mig til að semja vatnssparnaðarlög fyrir Sant Cugat Del Vallès, 70 þúsund manna bæ, þegar ég var á þriðja ári í lög- fræði. Þetta var ríkt bæjarfélag og því mikið um stóra garða og sund- laugar og gríðarlega mikil vatnsnotkun. Spánverjar eiga ekki eins mikið vatn og til dæmis Norðurlöndin, sem standa okkur þó framar í sparnaði og endurnýtingu vatns og um- hverfisvernd,“ segir Xavier. Örlagaríkt þorrablót á Spáni Málfærsluréttindin fékk hann svo vorið 2005. En Xavier langaði að læra meira og meira, helst erlendis. Þar sem hann hafði á háskólaárunum gert sér það til dundurs að læra íslensku, blasti Ísland við sem fyrirheitna landið. Hann skoðaði skólavef Háskóla Íslands og leist vel á meist- aranám í alþjóða- og umhverfislögum. „Mig langaði líka að vita hvort landið væri eins og þessi Snorri [innsk. Sturluson] var að segja og bara hvernig Íslendingar væru,“ segir Xavier og rekur nánar tilhögun íslenskunáms- ins: „Ég keypti mér litla spænsk/íslenska orða- bók, kynntist íslenskum sellóleikara, sem kynnti mig fyrir íslenskum sjómanni, sem vildi læra spænsku. Úr þessu varð indælt samband, við hitt- umst reglulega og skiptumst á bók- um. Einnig komst ég í samband á netinu við íslenska stúlku, búsetta í Barcelona, sem langaði að Kamelljónið frá Katal Umhverfislögfræðingurinn Xavier Rodriguez Gallego er með fimm háskólagráður. Frá því hann fluttist til Íslands fyrir fjór- um árum hefur hann m.a. keyrt út hamborgara, starfað sem húsamálari, uppvaskari, þjónn og kennari. Hann er núna verk- efnisstjóri Nýbúaútvarpsins með meiru, en hefur fengið æ fleiri verkefni við lögfræðilega ráðgjöf eftir að kreppan skall á. læra katalónsku. Hún tók mér fremur fálega, til- kynnti mér að hún ætti kærasta til sjö ára og auðheyrt var á öllu að hún taldi mig annað hvort dæmigerðan suðrænan daðrara, eða einhvern „krípí“ náunga. Eftir að mér tókst að sannfæra hana um að ég væri hvorugt, fórum við að skiptast á nokkrum línum í tölvupósti, hún á ís- lensku, ég á katalónsku. Þegar við hittumst á þorrablóti Íslendinga 2004 ætlaði spænskur kærasti hennar ekki að trúa að hún hefði verið að senda pósta til annars manns. Þótt honum virtist þykja þetta tiltæki kærustunnar óviðeigandi, tókust uppúr þessu með okkur góð kynni.“ Xavier mætti því galvaskur til leiks á næsta þorrablót, sem reyndist mikill örlagavaldur. Þar bar nefnilega fundum þeirra Svanlaugar fyrst saman, en hún vann hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna þar syðra. „Hún spurði bara hvað ég, svona stakur Spánverji, væri að gera þarna, annað fór okkur ekki á milli í það skiptið. Og frekar fátt þegar við hittumst nokkrum sinnum í boðum hjá tölvu- pósts-vinkonu minni og kærastanum hennar,“ rifjar hann upp. Spurður hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn, svarar hann dræmt: „Ekki hún, ég kannski . . .“ Kennitalan er lykillinn Það voru semsé ekki ástamálin, sem löðuðu Xavier fyrst til Íslands í júlí árið 2005. Hjá honum sat námið í fyrirrúmi, en áður en hann settist á skólabekk notaði hann tækifærið til að ferðast um landið. Hann hreifst af kyrrð- inni og orkunni í náttúrunni, sem honum fannst alls staðar umlykja sig, líka í Reykja- vík. „Svo ekki sé minnst á þá reynslu að fara út úr borginni; sjá hvalina, fossana og jöklana . . .,“ segir hann hrifinn. Eftir smá vesen við að útvega sér leigu- húsnæði tók alvara lífsins við, þ.e. meist- aranámið í alþjóða- og umhverfislögum, sem hann hugðist ljúka að vori. „Ég var áhugasamur um námið, sem var full vinna fyrir mig, enda óvanur því að kennt væri á ensku. Ég sótti líka íslenskunámskeið hjá Mími og gerði eiginlega lítið annað en að » Xavier Rodriguez fæddist 10. júlí 1976 í Barcelona. » Hann er í sambúð með Svanlaugu Rós Ásgeirsdóttur, nema í stjórnun og stefnumótun í HÍ. Sonur þeirra er Dimas Þór, rúm- lega eins og hálfs árs. » Xavier lauk kandídatsprófi í lögfræði í Barcelona 2004, út- skrifaðist sama ár frá öðrum spænskum háskóla sem umhverf- islögfræðingur og fékk málfærsluréttindi 2005. » Lauk mastersprófi í alþjóða- og umhverfislögum frá HÍ 2006 og í öryggismálum frá viðskiptaháskóla á Spáni 2008. Í vor út- skrifaðist hann með kennsluréttindi frá KHÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.