Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 16
16 Kvikmyndir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
You ain’t seen nothin’ yet
B-B-B-Baby, you just ain’t seen
nothin’ yet
Here’s something that you never
gonna forget …“
Randy Bachman, Bachman Tur-
ner Overdrive (Not Fragile ’74)
S
vo mörg voru þau orð kan-
adíska rokkarans, sem
áttu eftir að verða enn
fleygari aldarþriðjungi
síðar og kaldhæðnislegur
samnefnari fyrir versta fleipur, óráð-
síu, fjárglæfrastarfsemi, sukk og
svínarí sem dunið hefur yfir land og
þjóð. Skilið hana eftir hnípna og
blanka, á barmi örvæntingar af mátt-
vana reiði út í kvalara sína. Mönnum
(vonandi) til einhvers hugarléttis
verða rifjuð upp nokkur eftirlætis
dæmi um hvernig Hollywood hefur
tekið á hinum ólíkustu loddurum og
svikahröppum og þar er engin elsku
mamma á ferð. Þessi óþurftarfén-
aður telur allt frá sölumönnum Kína-
lífselixírs, snákaolíu og öðru gagns-
lausu gumsi við öllum meinum, til
harðsvíraðra svindlara sem hafa
prettað blásaklausan almúgann, sett
stór og smá fyrirtæki í þrot, þó ekki
heilu þjóðfélögin, eins og virðist vera
að gerast hér í öðrum hvorum frétta-
tíma. Myrt með köldu blóði ef aðra
leið er ekki að finna að gullinu. Við
skulum samt rétt vona að þó að blóðið
svelli, sjáum við réttætinu fullnægt
hérlendis frammi fyrir dómstólunum
og ekki verði gripið til svæsnari sókn-
arvopna en búsáhalda, mjólkurafurða
með súrkeim og málningarglundurs
(mæli með íslenskri framleiðslu.)
Tjara og fiður
Ungir sem aldnir lesendur meist-
ara Marks Twain minnast útreið-
arinnar sem þeir fengu, klækjaref-
irnir „Hertoginn“ og „Kóngurinn“, í
klassíkinni Stikilsberja Finni, þegar
upp komst um lævíslegt ráðabrugg
þeirra til að sölsa undir sig arf sem
þeir áttu ekkert tilkall til. Sá rauð-
hærði og raungóði Stikilsberja Finn-
ur sá til þess að skrattakollarnir voru
gripnir glóðvolgir, beraðir, makaðir
tjöru frá toppi til táar og að því loknu
velt upp úr fiðri. Þetta þótti ungum
lesenda ærið krassandi hirting í
„den“ og mátulega niðurlægjandi
fyrir skúrkana, þar sem þeir höfðu
ekki gerst mannsbanar.
Að sjálfsögðu birtist refsingin í
allri sinni groddalegu dýrð í þeim
kvikmyndagerðum bókarinnar sem
ég hef séð. Fyrst og fremst The Ad-
ventures of Hucleberry Finn (’39),
gerð af Richard Thorpe, með korn-
ungum Mickey Rooney í titilhlut-
verkinu. Hucleberry Finn (’74), er
minnisstæðust fyrir leik Harveuys
Korman og Davids Wayne í hlut-
verkum svikahrappanna og sama er
að segja um The Adventures of Huck
Finn (’93), með liðónýtum Finni í
höndunum á Elijah Wood, en kóngsi
og hertoginn hinir staffírugustu,
túlkaðir af gæðaleikurunum Jason
Robards Jr., og Robbie Coltrane.
Þar fyrir utan hafa verið gerðir
tugir kvikmynda, sjónvarpsmynda og
-þátta um Finn og félaga hans við
Mississippi-móðuna miklu, það er
jafnvel til rússnesk útgáfa, en ekki er
vitað hvort þar er gripið til tjöru.
Sú tjöru-og-fiður mynd sem skarar
fram úr í minningabankanum er tví-
mælalaust hin stórskemmtilega en
hálf-gleymda The Flim-Flam Man
(’67). Nánast klassísk gamanmynd
um Mordecai Jones (George C.
Scott), reyndan og roskinn bragðaref
sem ætlar sér aldrei um of á flæking
sínum um Suðurríkin, þar sem hver
auðtrúa sál verður að gæta síns
lausafjár eins og sjáaldurs auga síns
þar sem karl er á ferð, oftast sem
laumufarþegi í járnbrautarlestum.
Karlinn er meistaraloddari, hraðlyg-
inn, útsjónarsamur og háll sem áll
hefur hann sannfærandi orðatiltæki
jafnan á takteinum, eins og „Þú getur
ekki gabbað heiðarlegan mann.“
Suðurríkjabúarnir falla umvörp-
um fyrir sjarma og slægvisku
hrappsins en oftast sökum þess að
þeir ætla sjálfir að féfletta Jones,
sem kann sitt fag utanbókar. Þar sem
Jomes er tekinn að reskjast ákveður
hann að fá í lið með sér liðhlaupann
Curley (Michael Sarzzin), ungan og
frískan strák en ekki al-samvisku-
lausan, en sá gamli er fljótur
að leggja honum lífs-
reglurnar, „Þú get-
ur selt mönnum alla
skapaða hluti, ef þeir halda að þeir
séu stolnir.“
Jones getur verið óforskammaður,
svífst einskis ef hagnaðarvonin er góð
og tjöru- og fiðurbað verður ekki
umflúið. Blekkingaslóðin endar að
lokum í dýflissunni og Curley lofar
stúlkunni sinni (Sue Lyon), bót og
betrun þegar hann sleppur út.
Fjölmörg fyndin og eftirminnileg
atriði standa enn ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum, t.d. þegar gamli skálk-
urinn á síðasta orðið þegar hann
kemst undan á flótta á gamla Ford,
með enn einu kænskubragðinu.
Skellir ökutækinu upp á járnbraut-
arteina, hleypir vindi úr dekkjum;
felgurnar smellpassa þá á teinana, og
hverfur löggæslumönnum eins og
byssubrenndur út á óravíddir slétt-
unnar.
Það leggst allt á eitt að gera The
Flim-Flam Man ógleymanlega. Til að
byrja með er leikstjórinn enginn ann-
ar en Irwin Kershner, fjölhæfur og
bráðflinkur leikstjóri sem vann m.a.
það einstæða afrek einn sinna starfs-
bræðra, að leikstýra bæði Star Wars-
mynd (einni þeirri bestu, The Empire
Strikes Back), og James Bond-mynd
(Never Say Never Again.) Kvik-
myndatöku annaðist Charles Lang,
sautjánfaldur óskarstilnefningahafi,
sem hann vann fyrir Vopnin kvödd.
Og á að baki listaverk eins og hina
svart/hvítu Some Like it Hot, eftir
Billy Wilder. Nafn handritshöfund-
arins William Rose er einnig skráð
feitu letri í söguna fyrir snilli á borð
við The Ladykillers – þá upp-
runalegu, frá ’55, vel að merkja. Tón-
listin var ekki í síður færum höndum
meistara Jerrys Goldsmith og leik-
ararnir voru flestir á réttu róli.
Scott er óborganlegur sem hrapp-
ur af gamla skólanum. Gervið lætur
hann eldast um helming og honum
tekst að gera þennan siðspillta skálk
furðu heillandi í klókindum sínum og
krimmavisku. Hann er jú að spila á
lesti mannskepnunnar, taumlausa
græðgi og siðblindu.
Sarzzin (They Shoot Horses, Don’t
They), naut á þessum tíma skamm-
vinnrar frægðar og er leikur hans
helsta ástæða þess að myndin varð
ekki samstundis sígild. Sue
Lyon er borubrattari sem
sveitastúlkan sem kemur liðhlaup-
anum á réttan kjöl. Lyon, sem var á
þessum tíma spáð frægð og
frama eftir minnisstæða tilburði
í titilhlutverki Lolitu, eftir
Stanley Kubrick, átti þó eftir að
falla, líkt og Sarazzin, í
gleymsku og dá. Lenti í slagtogi
við morðingja sem hún giftist þeg-
ar gripurinn slapp út, þau skildu og
svo fór um ein fern hjónabönd smá-
stirnisins til viðbótar.
Á hinn bóginn úir og grúir myndin
af stórkostlegum aukaleikurum á
borð við Slim Pickens, Henry Morg-
an, Jack Albertson, Albert Salmi og
gamli góði Strother Martin lætur sig
ekki vanta. Aldeilis óviðjafnanlegur
mannfagnaður
Óráðsía af ýmsum toga
Annað uppáhald úr röðum hrappa-
mynda er The Grifters (’90), gerð af
breska leikstjóranum Stephen Fre-
ars eftir einni af gæðabókum Jims
Thompson (The Getaway). Ein besta
mynd Frears (The Queen, Dangero-
us Liaisons), fjallar um mæðginin
Roy (John Cusack) og Lily (Anjelica
Huston), sem þekkjast lítið sem ekk-
ert. Bæði stunda þau sömu iðjuna, að
plata fé út úr meinleysingjum. Þegar
Roy mistekst vafasamt ráðabrugg og
er barinn til óbóta kemur Lily honum
til hjálpar, einhvers staðar djúpt und-
ir niðri bærast einskonar móðurtil-
finningar í hennar þrýstna barmi. Af-
skiptasemin kemur henni í bölvun,
sama máli gegnir um Myru (Annette
Bening), vinkonu Roys, sem gest
ekki að „tengdamömmu.“ Kaldhæðin
mynd, skemmtilega óforskömmuð,
vel leikin gerð og skrifuð af innsæi og
þekkingu á hálum heimi forhertra og
lánlausra klækjamanna.
Campell, sonur Georges C. Scott,
fer með aðalhlutverk Joes Ross, ungs
manns á uppleið í The Spanish Priso-
ner (’97), sem er að fullgera snjalla
hugmynd sem á að geta fært honum
drjúgan skilding. Hann vill fá eitt-
hvað fyrir sinn snúð en óttast að yf-
irmaður hans (sá óviðjafnanlegi Ben
Gazzara), losi sig við hann. Hann
kynnist Jimmy Dell (Steve Martin),
efnuðum ókunnugum manni og þeir
stofna með sér félag. Þegar yfirmað-
urinn hyggst hlunnfara Ross leitar
hann hjálpar hjá Dell en kemst að því
að sá er ekki allur þar sem hann er
séður. Alríkislögreglan kemur að
málinu og að lokum er það Ross sem
situr í súpunni svo virðist sem allir
hafi verið að gabba hann og hann á
aðeins eina veikburða von um út-
gönguleið.
Ein besta mynd leikritaskáldsins,
handritahöfundarins og leikstjórans
Davids Mamet er margslungin flétta,
hugvitssamlega byggð upp og skyn-
samlega leyst úr flækjunni. Frábær
skemmtun með úrvalsleikurum.
Vandræði í paradís og víðar
Fégræðgi og losti spinnast oft
saman í illsnúinn örlagavef í myndum
um siðblint og gírugt rakkarapakk.
Slíkar perlur af mönnum er að finna í
Body Heat (’81), bestu og útsmogn-
ustu sögufléttu höfundarins og leik-
stjórans Lawrence Kasdan. Sögu-
sviðið er sólarparadísin Flórída í
bullandi hitabylgju, þar sem Ned
(William Hurt), lítilsigldur löggepill,
hangir inni á loftkældum bar í leit að
kúnna og kvenkyns félagsskap. Hann
þarf ekki lengi að bíða því skyndilega
stendur þokkadísin Matty (Kathleen
Turner), frammi fyrir honum, freist-
ingin uppmáluð. Holdlegur munaður
er frá djöflinum, segir Þórbergur í
Íslenskum aðli, og Kasdan er ekki frá
því þar sem lostafulla Matty hverfur
á braut en Ned finnur hana aftur og
ástin og frygðin blómstra en ljón er í
veginum, sem er Edmund, maður
hennar (Richard Crenna). Hann er
moldríkur og verða skötuhjúin ásátt
um að koma karli fyrir kattarnef og
lifa í bílífi til æviloka. Allt gengur að
óskum þangað til að Ned verður þess
áskynja að hann hefur verið hafður
að ginningarfífli og Matty er gufuð
upp. Þá er best að smyrja og hlaða
hólkinn.
Body Heat er mynd sem er hrein-
lega svitastorkin af kláða í fé og fýsn-
ir, glæpasamlegu ráðabruggi, mann-
drápum, svikamyllum og öðrum
ófögnuði þar sem enginn stendur
uppi með pálmann í höndum. Fyrir
utan aðalleikarana í sínum bestu
hlutverkum á lífsleiðinni ber hér fyrir
sjónir spaugilegan Ted Danson og
sjálfan Mickey Rourke í einu fyrsta
hlutverkinu sem vakti á honum at-
hygli.
Í Night and the City (’50), telur
smábófinn og svikahrappurinn
Harry Fabian (Richard Widmark)
sig hafa fundið pottþétta leið til að
hagnast ríkulega, nokkuð sem þess-
um lítilmótlega Lundúnakrimma hef-
ur mistekist hingað til. Fabian kynn-
ist Gregorius (Stanislaus Zbyszko),
heimskunnum glímumanni sem jafn-
framt er faðir Kristos (Herbert
Lom), sem rekur glímuhöll í borg-
inni. Hinn seinheppni Fabian hyggst
snúa á allt og alla og sitja uppi að lok-
um með fulla vasa fjár, en ekki er allt
gull sem glóir. Útsmognar áætlanir,
vinátta og ástasambönd fara veg allr-
ar veraldar í einni af þekktustu klass-
ík Grikkjans Jules Dassin (Never on
Sunday), á meðan hann vann á Vest-
urlöndum. Widmark er egghvass
sem glæframaðurinn lánlausi og
Gene Tierney er fullkomin skreyting
í svart/hvítu, gjörspilltu andrúmsloft-
inu.
Hollywood tjargar hrappana
Óreiðumenn, lygamerðir og svikahrappar hafa löngum fengið það óþvegið á hvíta tjaldinu
Sæbjörn Valdimarsson
saebjoen@heimsnet.is
Makleg málagjöld
EINS og í bókinni um Stik-
ilsberja-Finn eftir bandaríska
rithöfundinn og háðfuglinn
Mark Twain (1835-1910) fengu
skúrkarnir í samnefndri kvik-
mynd makleg málagjöld. Þeir
voru beraðir, makaðir tjöru frá
toppi til táar og að því loknu
velt upp úr fiðri. Dæmi voru um
að almenningur beggja vegna
Atlantsála viðhefði slíkar að-
farir þegar honum blöskraði,
t.d. máttu opinberir embætt-
ismenn í Pennsylvaniu sæta
áþekkri meðferð 1794 þegar
viskýið hækkaði óhóflega (sjá
teikningu). Áhorfendum efalít-
ið til hugarhægðar hafa óþokkar og svikahrappar hvíta
tjaldsins oft þurft að gjalda syndir sínar dýru verði, þótt
ekki væru þeir allir tjargaðir og fiðraðir. Ýmsum öðrum
hugvitssamlegum aðferðum hefur verið beitt, t.d. í The
Grifter, The Flim-Flam Man, Body Heat, The Spanish
Prisoner o.fl.
‘‘HOLLYWOOD HEFUR TEKIÐ Á HINUMÓLÍKUSTU LODDURUM OG SVIKAHRÖPP-UM OG ÞAR ER ENGIN ELSKU MAMMA ÁFERÐ.
Úrþvætti Richard Wid-
mark er trúverðugur sem
úrþvættið Fabian í Night
and the City (1950).
Mark Twain.