Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 17

Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 17
Nám 17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Í einum af lokaköflum Brennu-Njáls sögu segir frá því er kveðið er upp um manngjöld fyrir Njál og Bergþóru og átti að bæta Njál þrennum mann- gjöldum en Bergþóru tvennum en Snorri goði fór fyrir dómnum. Hvað manngjöld í Brennu-Njáls sögu og miskabætur í Venesúela eiga sameiginlegt getur verið mörgum á huldu en Mayra Alejandra Gonzales Olivarez er hins- vegar með það á hreinu og sér hún talsverðan samhljóm með þessu tvennu eins og kom í ljós í BA-ritgerð hennar í íslensku fyrir erlenda stúd- enta sem hún kláraði nú á dögunum. Ást og lögfræði Það var ástin sem færði Mayru til Íslands en hún kynntist eiginmanni sínum, Sigurjóni Fjeldsted vélaverkfræðing á Spáni þar sem hún lagði stund á meistaranám í lögfræði og í stað þess að fara tilbaka til heimalandsins Venesúela kom Mayra með kærastanum til Íslands í sum- arfrí og sneri ekki aftur. Mayra starfaði svo á leikskóla og eftir um tvö ár langaði Mayru að læra að tala íslensku bet- ur og skrifa hana rétt og því varð úr að hún fór í íslensku í Há- skóla Íslands. „Mér finnst ég læra svo mikið,“ segir Mayra með mikilli áherslu. „Ég er til dæm- is búin að lesa bókina Íslenskur aðall og við vorum að keyra hringinn í kringum landið og keyrðum við sömu leið og skrifað var um í bókinni. Núna skil ég hvað ég er búin að læra mikið um Ísland í íslenskunám- inu. Ég hef ekki bara lært um bókamennta- fræði, menningu og Íslendingasögur heldur svo margt annað og það hjálpar að vera með og vita hvað er í gangi og hvað er að gerast svo maður komist betur inn í samfélagið. Þegar ég fór hringinn sá ég hvað það er gaman að þekkja staðina og söguna. Mér finnst þetta því mjög skemmtilegt nám en það er erfitt stundum. Laxdæla finnst mér til dæmis mjög erfið en Njálssaga er mitt uppáhald.“ Mayra segir það góða leið til að læra íslensku að fara í háskólann. „Kennararnir eru góðir, þú lærir bókmenntafræði, setningafræði og margt fleira og vinnur ýmisleg verkefni. Við gerðum til dæmis leikrit byggt á Þrymskviðu. En ég fór í háskólann fyrst og fremst til að læra íslensku en líka svo ég passaði betur inn í íslenska menn- ingu og þekkti hana betur,“ segir Mayra og nefnir að henni finnist mikilvægt að vita hluti eins og hvaðan götuheitin koma og að hún vilji hafa betri skilning á því sem er að gerast í sjónvarpi, blöðum og almennt í mannlífinu. Það má því segja að djúpur áhugi Mayru á íslenskri menningu hafi ýtt henni út í ís- lenskunám eftir lögfræðinámið. En hvernig datt Mayru í hug að spyrða saman þessa tvo heima í rannsókn á manngjöldum. „Það sem ég skoðaði voru mann- gjöld í Brennu-Njáls sögu og voru það tengslin á milli manngjalda á Íslandi á þessum tíma og miskabóta í Venesúela nútímans sem höfðuðu til mín. Þetta hljómar dálítið furðulega þar sem ég er að bera saman nútímamál og eitthvað sem gerðist fyrir löngu,“ segir Mayra en kannski má einmitt finna kveikjuna í djúpum áhuga hennar annarsvegar á Íslandi en hinsvegar í bakgrunni hennar í lögfræði. Nýtt sjónarhorn „Þegar ég byrja að lesa Brennu-Njáls sögu sé ég hvernig þetta tengist því sem ég lærði í Venesúela, sérstaklega manngjöldin. Af hverju er verið að borga þessar bætur? spyr maður sig. Í miskabótum í Venesúela er líka borgað þegar einhver deyr og þetta er fyrsta tengingin sem ég man eftir. Ég var ekki viss samt með þessi manngjöld af hverju var verið að borga, hvað var verið að bæta. Í Venesúela til dæmis er ólöglegt að meta líf en samt er í einkamálarétti í Venesúela hægt að fá bætur til handa fjölskyld- unni og eru þær misháar eftir því við hvað við- komandi vann og hvernig lífi hann lifði. Til dæmis getur fjölskylda misst þann sem fram- fleytir henni í vinnuslysi, það er þá enginn til að borga skólagöngu fyrir krakkana eða neitt ann- að. Fyrirtækið sem maðurinn vann hjá verður þá að borga bætur til fjölskyldunnar,“ segir Mayra en það er í raun líka verið að bæta til- finningalegt tjón sem þannig séð ætti að vera óháð starfi þess sem lést. „Í Brennu-Njáls sögu eru mörg manngjöld ákveðin, einnig fyrir þræla. Í þeim tilvikum vaknar aftur sú spurning hvað nákvæmlega sé verið að bæta; líklega ekki fyrir tilfinningalegt tjón húsbónda hans. Flestar bæturnar eru þó fyrir frjálsa menn og í þeim til- vikum er samlíkingin við Venesúela ekki svo fjarlæg.“ Mayra nefnir að fyrir nokkrum árum hafi fólk dáið í götumótmælum í Venesúela en fólk var skotið úti á götu af hermönnum ríkisstjórn- arinnar. Mál var höfðað fyrir erlendum dómstóli og fjölskyldunum voru dæmdar bætur. Hugo Chaves, forseti Venesúela, nýtti sér þetta mál að sögn Mayru til að ná til þessa fjölda sem lenti í þessu máli. Fjölskyldur sem fengu ekki bæt- urnar á sínum tíma, af því að þær voru ekki með í málsókninni, fengu þær að lokum. „Það er ólöglegt að meta líf til fjár í Vene- súela og þess vegna á dómari að meta bæturnar í hvert skipti fyrir sig. Manngjöld í Brennu- Njáls sögu eru svipuð því þar er eins og verið sé að borga fyrir líf þegar í raun er verið að borga fyrir fráfall eða missi. Það er annað sem er merkilegt í þessu, að þegar metið er hvernig á að borga fyrir lífið, hver á að fá hvað, þá er not- ast við matslista, t.d. átti viðkomandi foreldra, eiginkonu eða eiginmann, börn og svo fram- vegis og það er svipaður listi notaður í Grágás og í Venesúela. Munurinn er sá að í listanum í Venesúela er bara tekið fram hverjir fá bæt- urnar en í Grágás er einnig tekið fram hversu há upphæðin á að vera, og svo eru þrælar ekki á listanum í Venesúela. Lög á þessu sviði í Grágás og lögin í Vene- súela eru mjög svipuð hvað þetta varðar og telja upp hvað hver liður er mikils metinn. Fólki finnst þetta dálítið furðulegt enda þúsund ár á milli. Fólk vill hinsvegar alltaf það sama. Ástandið breytist kannski og tíminn er annar, fólk er kannski ekki með þræla en fólk vill samt fá þessar bætur og það breytist ekki. Það hefur verið mikið talað um þetta í Venesúela því þetta hefur verið gert og fyrir þessu er löng rétt- arvenja en fólk spyr sig samt hvernig sé hægt að meta líf. Fjölskyldan bíður tilfinningatjón þegar einhver deyr óvænt, annaðhvort af slys- förum eða er drepinn,“ segir Mayra. Það er ein- mitt tilfinningatjónið sem virðist vera grund- völlurinn fyrir matinu að sögn Mayru enda eru góðir menn í Brennu-Njáls sögu sem og í Vene- súela bættir eins og slæmir og því eru bæturnar ekki byggðar á einstaklingnum sem lést, heldur fremur á tilfinningalegu tjóni þeirra sem þá missa. Þar skipta hlutir eins og virðingarstig fjölskyldunnar líka máli. Vill læra meira Mayra hyggur svo á MA-nám í spænsku og kennsluréttindi í framhaldi af því svo hún geti kennt spænsku á Íslandi. Lögfræðinni hefur hún heldur ekki gleymt og er hún alltaf ein- hvers staðar á sveimi í kollinum. Mayra mælir hinsvegar eindregið með því að fólk fari í ís- lensku í háskólanum til þess að læra íslensku. Til að geta unnið við lögfræðina þá verður mað- ur fyrst að geta talað, skilið og skrifað ís- lensku, segir Mayra og er tungumálið því lyk- illinn að því að geta nýtt sér aðra menntun tilhlýðilega. Þegar því skrefi er náð, þá má skoða framtíðina, segir Mayra. Manngjöld í þúsund ár Sjónarhorn Mayra Alejandra Gonzales Olivarez frá Venesúela elti ástina til Ís- lands og fór í íslenskunám til að kynn- ast betur landi og þjóð. Hún skrifaði BA-ritgerð þar og nýtti sér óvenjulegt sjónarhorn sitt á manngjöld í Brennu- Njáls sögu og í Venesúela. ‘‘ÞAÐ ER ÓLÖGLEGT AÐ METALÍF TIL FJÁR Í VENESÚELA OGÞESS VEGNA Á DÓMARI AÐMETA BÆTURNAR Í HVERT SKIPTI FYRIR SIG. MANN- GJÖLD Í BRENNU-NJÁLS SÖGU ERU SVIPUÐ ÞVÍ ÞAR ER EINS OG VERIÐ SÉ AÐ BORGA FYRIR LÍF ÞEGAR Í RAUN ER VERIÐ AÐ BORGA FYRIR FRÁFALL EÐA MISSI. Morgunblaðið/Heiddi Útsalan hefst á morgun mánudaginn 13. júlí 30-50% afsláttur v/Laugalæk • sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.