Morgunblaðið - 12.07.2009, Síða 19
Ein langlífasta rokk-
hljómsveit heims, The
Rolling Stones, tróð
fyrst upp í Mar-
quee-klúbbnum við
Oxford-stræti í
London 12. júlí
1962. Að-
alstuðboltar og
stofnendur sveitarinnar,
Mick Jagger og Keith Rich-
ards, eru enn að og virðast
jafn fráir á fæti og forðum,
þótt báðir séu eins rúnum
ristir og eðlilegt getur talist
fyrir menn á sjötugsaldri.
Þótt þeir trylli kannski ekki
ungmenni á viðlíka hátt og
framan af á ferlinum á
hljómsveitin ennþá gríð-
arlegum vinsældum að
fagna.
Jagger og Richards, sem
þekktust frá fornu fari, hitt-
ust á förnum vegi í London
1960 og ákváðu að stilla sam-
an strengi sína. Jagger
stundaði nám í London
School of Economics og
Richards var í listaskóla.
Fljótlega tók tónlistin
völdin í lífi beggja og þeir stofnuðu
hljómsveitina The Little Boy Blue
and the Blue Boys ásamt gítarleik-
aranum Dick Taylor, sem síðar gekk
til liðs við The Pretty Things. Mick
Avory, sem átti eftir að gera garðinn
frægan með The Kinks, fengu þeir
svo til að berja húðirnar.
Þáttur Brians Jones
Þeir félagar fóru annað slagið að
„jamma“, eða spila af fingrum fram
eins og það kallast, með Blues Incor-
porated, sem var vinsæl hljómsveit í
þá daga. Í hljómsveitinni var fjölhæf-
ur tónlistarmaður, Brian Jones að
nafni, sem var öllum hnútum kunn-
ugur í tónlistarlífi Lundúnaborgar.
Hann prófaði að spila með á fyrstu
æfingum nýgræðinganna í brans-
anum og stakk upp á að þeir kölluðu
sig The Rolling Stones til heiðurs lag-
inu Rollin’ Stone með Muddy Waters.
Þá fékk hann píanóleikarann Ian
Stewart til liðs við sveitina og Tony
Chapman til að grípa í kjuðana.
Hljómsveitin var því skipuð þeim
Brian Jones, Mick Jagger, Keith
Richards, Ian Stewart, Dick Taylor
og Tony Chapman þegar hún hljóp í
skarðið á tónleikum í Marquee-
klúbbnum. Þeim varð til happs að
kapparnir í Blues Incorporated höfðu
óvart bókað sig á stefnumót við út-
varpsstöð á sama tíma og þeir áttu að
koma fram á „mikilvægasta vettvangi
evrópskrar poppsögu“ eins og segir á
vef Marquee-klúbbsins, sem enn er
við lýði í Soho-hverfinu.
Nýir menn
Litlar mannabreytingar hafa orðið
í hljómsveitinni í
áranna rás. Stewart
hætti þó fljótlega í
framvarðarsveitinni, en
starfaði þó áfram sem
hljómborðsleikari og skipu-
leggjandi tónleikaferða til
dauðadags 1985. Bassa-
leikarinn Bill Wyman
mætti til leiks skömmu
eftir frumraunina í Mar-
quee-klúbbnum, en hætti
1992. Charlie Watts festi
sig í sessi sem trommuleik-
ari sveitarinnar 1963.
Brian Jones drukknaði
við grunsamlegar að-
stæður 1969, en talið er
að eiturlyfjanotkun
hafi átt þar hlut að
máli. Raunar var eit-
urlyfjanotkun liðs-
manna sveitarinnar
á árunum áður á
almannavitorði og
kom sumum í
klandur.
Tónlist The
Rolling Stones,
sem í grunninn
var rokk í bland
við blús, þótti kröftug og óhefluð og
féll í kramið hjá uppreisnargjarnri
æskunni. Plötur þeirra hafa selst í
240 milljónum eintaka. Jagger, Rich-
ards og Watts ásamt Ronnie Wood,
sem bættist í hópinn 1974, láta engan
bilbug á sér sjá.
Á þessum degi
Reuters
The Rolling Stones Ronnie Wood, Charlie Watts, Keith Richards og Mick
Jagger láta engan bilbug á sér finna.
19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
þessa eftirgjöf erlendra kröfuhafa
og skuldirnar voru ekki lengur póli-
tískt ágreiningsmál heima fyrir. Er-
lendir fjárfestar, sem höfðu haldið
að sér höndum við fjárfestingar í
Mexíkó af ótta við að fé þeirra festist
þar, litu á samkomulagið sem loka-
stig þessa ferlis og voru tilbúnir til
að hefja nýjar fjárfestingar. Vaxta-
stigið, sem Mexíkó hafði neyðst til
að halda uppi til að koma í veg fyrir
að fjármagn flæddi úr landinu, hríð-
lækkaði og þar sem ríkið þurfti ekki
lengur að greiða háa vexti af lánum
réttist fjárlagahallinn fljótt af. Efna-
hagsleg staða Mexíkó gjörbreyttist
á einu ári eftir að Bradysamning-
urinn varð að veruleika.“ (Bls. 34-
35).
Þannig sýnir Krugman hvernig
erlent fjármagn getur bæði stuðlað
að auknum vexti, en jafnframt valdið
erfiðri skuldastöðu ef erlend fjár-
festing er of mikil. Í ljósi Icesave-
skuldbindinga er líka forvitnilegt að
sjá hvernig ríki geta risið upp úr
öskustónni á undraskömmum tíma
með réttum viðbrögðum við gríð-
arlegum skuldavanda. Enn eru því
margar dyr opnar fyrir Íslendinga í
efnahagslegu tilliti ef aðeins hug-
myndaauðginni er leyft að reika og
prófað er að taka í hurðarhúnana til
að sjá hvaða dyr séu opnar.
Bókin á fullt erindi við íslenska
þjóð og má sjá áhugaverða kafla þar
sem Krugman varar við aðstæðum
sem hann rekur úr efnahagssögu
heimsins sem margar hverjar minna
á það sem er að gerast á Íslandi
þessa daga. Þar með talið rekur
hann spillingu vegna haftastefnu í
Argentínu á fjórða áratug síðustu
aldar, erlendar lántökur í Mexíkó á
síðasta áratug, týnda áratuginn í
Japan og verðbólur Alans Greensp-
ans en síðast en ekki síst virðist sem
Krugman trúi á að hægt sé að nálg-
ast hinn svokallaða „ókeypis hádeg-
isverð“, nokkuð sem er þvert á það
sem þorri hagfræðinga hefur haldið
fram.
Aftur til kreppuhagfræði: Krísan 2008 eftir
Paul Krugman í þýðingu Elínar Guðmunds-
dóttur er gefin út af Urði bókafélagi 2009.
Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı www.reykjavik.is/fer
Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar auglýsir til
leigu hagabeit og hesthús í landi Víðiness á Kjalarnesi.
Landið er um 63 hektarar og hesthúsið ásamt hlöðu er
um 430 m2. Landið þarfnast áburðar og húsin viðhalds.
Til frekari upplýsinga vísast á vefslóðina www.reykjavik.is/fer,
þar er að finna samningsdrög og loftmynd. Sendið
fyrirspurnir á netfangið olafur.i.halldorsson@reykjavik.is
Hagabeit og hesthús
Til leigu
Það hefur þurft sendibíl eða stóra kerru til flutninganna á 6 metra
löngum sperrum 2” x 9”
Hafi einhver séð til þjófanna þá vinsamlega sendið upplýsingar á
siggi@pmt.is eða í síma 6981539.
LÁNALÍNUR
LOKAST
Það er lýsing á því hvað gerðist
þegar lánalínur lokuðust í Arg-
entínu í lok síðasta áratugar í
bók Krugmans og er hún þörf
áminning um hvernig ástand
hagkerfisins getur verið vont,
en samt versnað og minnir jafn-
framt illþyrmilega á síðasta
haust á Íslandi. „Gerum ráð fyr-
ir að lánafulltrúi í New York fari
á taugum vegna fréttanna frá
Rómönsku-Ameríku og ákveði
að draga úr áhættu sinni – og
að það taki því ekki að útskýra
fyrir yfirmanninum það sem Ro-
nald Reagan sagði eitt sinn:
„Þetta eru allt mismunandi
lönd.“ Hann segir argentínskum
viðskiptavini að umsamin lánal-
ína verði ekki framlengd og að
hann verði að greiða upp úti-
standandi lán. Viðskiptavin-
urinn tekur nauðsynlega upp-
hæð í pesóum út úr bankanum
sínum í Argentínu, skiptir þeim
vandræðalaust í dollara vegna
þess að seðlabankinn á nóg af
dollurum. En bankinn í Argent-
ínu þarf að bæta við lausafjár-
forða sinn og innheimtir lán hjá
argentínskum kaupsýslumanni.
Þar hefjast vandræðin. Til að
greiða lánið verður kaupsýslu-
maðurinn að ná í pesóa sem
hann tekur líklega út úr öðrum
banka í Argentínu – sem þá þarf
að gjaldfella nokkur lán sem
leiðir til frekari úttekta úr bönk-
um og samdráttar í framboði
lánsfjár. Upphafleg viðbrögð er-
lendrar lánastofnunar hafa með
öðrum orðum margfeldisáhrif í
Argentínu: Sérhver dollari sem
ekki fæst að láni í New York
veldur því að lán upp á marga
pesóa eru gjaldfelld í Buenos Ai-
res.
Viðskiptalífið fer að hökta og
lánalínur lokast.“
12. JÚLÍ 1962 STEIG ROKKHLJÓM-
SVEITIN THE ROLLING STONES
FYRST Á SVIÐ
Erkirokk-
arinn Mick
Jagger
verður 66
ára
sunnudag-
inn 26.
júlí.