Morgunblaðið - 12.07.2009, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
15. júlí 1979: „Þá er ekki síður at-
hyglisvert, að svokallaðir „verka-
lýðsflokkar“ eru komnir í hár sam-
an út af því, hvort réttara sé að
hækka skatta eða tolla, sem að
sjálfsögðu kemur að síðustu út á
eitt. Hvort tveggja yrði sótt í vasa
skattborgarans.
Þá verður olíuvandinn meiri með
hverjum deginum sem líður og tal-
ið, að um 10 milljarða útgjöld sé að
ræða, ef greiða eigi olíuna á fiski-
skipin niður til áramóta, en við
ákvörðun fiskverðs var útgerð-
armönnum heitið, að þeir þyrftu
ekki að greiða hærra olíuverð en þá
gilti.
Eins og fram kemur hjá Sighvati
Björgvinssyni, formanni þingflokks
Alþýðuflokksins, í Morgunblaðinu í
gær stefnir nú í það, að verðbólgan
verði komin yfir 50% í árslok, ef
ekkert verður að gert. Af ummæl-
um hans verður ekki annað ráðið en
að enn megi búast við harðvítugri
deilu innan ríkisstjórnarinnar um
það, til hvaða ráðstafana eigi að
grípa í efnahagsmálum og enn sem
fyrr er haft við orð að nauðsynlegt
sé að marka „frambúðarstefnu“.“
. . . . . . . . . .
16. júlí 1989: „Við Íslendingar höf-
um best kynnst því vegna hvalveiða
hve skipulega náttúruverndarmenn
geta gengið til verks. Það er ekki
fyrr en fyrst núna þegar tekist hef-
ur að laga stefnu Íslands í hvala-
málum að óskum Alþjóðahval-
veiðiráðsins og eftir að lýst hefur
veri yfir því að hvalveiðum verði
hætt frá og með árinu í ár, nema
hvalveiðiráðið ákveði annað, að
spennan vegna þessa máls fellur.
Ætti að vera kappsmál okkar að
halda þannig á málum að við eigum
samleið með þeim sem vilja vernda
lífið í sjónum og koma í veg fyrir
mengun hans. Því miður sjást þess
merki til dæmis í Bandaríkjunum,
að almenningur óttast sjávarafurðir
vegna hræðslu við mengun sjávar.“
Úr gömlum l e iðurum
Sjávar-útvegurhefur alltaf
verið ein af meg-
inundirstöðum ís-
lensks atvinnulífs
þótt lítið hafi verið gert úr
þætti hans í góðærinu. Eftir
bankahrunið eykst mikilvægi
þessa undirstöðuatvinnuveg-
ar á ný. Íslendingar þurfa sár-
lega á gjaldeyristekjum að
halda, en um leið verður að
gæta þess að umgengnin við
auðlindir hafsins verði með
ábyrgum hætti og tryggi arð-
bæra nýtingu hennar til fram-
tíðar.
Jón Bjarnason sjáv-
arútvegsráðherra tilkynnti í
gær ákvörðun um leyfilegan
hámarksafla fyrir næsta fisk-
veiðiár og eru viðbrögð úr
sjávarútvegi mildari en oft áð-
ur. Þar fer hann að mörgu
leyti nálægt ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar. Aflamark í
þorski minnkar um 12.500
tonn og verður 150 þúsund
tonn. Það er í samræmi við
ráðgjöf Hafró, en gagnrýnt er
að ekki skuli úthlutað 160
tonnum af þorskkvóta eins og
gert var í fyrra. Upprunalega
var úthlutað 130 þúsund tonn-
um af þorski í fyrra, en Einar
K. Guðfinnsson bætti síðar 30
þúsund tonnum við. Núver-
andi sjávarútvegsráðherra
taldi sig greinilega ekki bund-
inn af fyrirheitum forvera
síns um að ekki yrði farið und-
ir þann kvóta – 160 þúsund
tonn – næstu tvö fiskveiðiár.
Mesti niðurskurðurinn er í
ýsu. Kvóti yfirstandandi árs
er 93 þúsund tonn, en verður
63 þúsund tonn á næsta ári.
Það er næstum því þriðj-
ungsniðurskurður. Hafró vildi
hins vegar ganga enn lengra
og fara niður í 57 þúsund
tonn. Þá virðir Jón ekki held-
ur ráðleggingar
Hafró um ufsa-
kvóta. Stofnunin
lagði til að kvótinn
yrði 35 þúsund
tonn, en ákveðið
var að úthluta 50 þúsund
tonnum. Þetta gerði ráðherra
m.a. með vísun í að sjómenn
hefðu aðra sýn en fiskifræð-
ingar á stofnmat ufsans.
Ráðgjöf Hafró mun alltaf
verða umdeild og óhjá-
kvæmilegt er og eðlilegt að
sjómenn telji að þeir þekki
hafið og fiskinn allt eins vel og
fræðimennirnir. Það segir
hins vegar sína sögu að þeir
sjá ávallt fleiri fiska í sjónum
en Hafró, aldrei færri.
Ákvarðanir um að draga úr
kvóta eru dýrar. Friðrik J.
Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir í
Morgunblaðinu í gær að ætla
megi að minnkun þorskkvót-
ans um rúmlega tíu þúsund
tonn leiði til tugmilljarða
króna lækkunar tekna. Ekki
má hins vegar gleyma að því
myndi fylgja miklu meira tap
að eyðileggja fiskimiðin.
Skynsamlegt fyrirkomulag
fiskveiða snýst hins vegar
ekki aðeins um úthlutun
kvóta. Reyna þarf að gæta
þess eftir megni að sjómenn
lendi ekki í vandræðum vegna
meðafla tegunda, sem þeir
hafa ekki heimildir fyrir, en
nú er einmitt verið að skoða
breytingar á stjórnun veiða á
skötusel af þessari ástæðu.
Einnig þarf að stuðla að því að
auðlindin skili sem mestum
verðmætum. Nú á að reyna að
knýja fram frekari fullvinnslu
afla á Íslandi. Vitaskuld er
nauðsynlegt að leita allra
leiða til að auka atvinnu, en
enginn hefur hag af óarðbærri
atvinnusköpun.
Vernd fiskimiðanna
má ekki víkja fyrir
gjaldeyrisþörfinni }
Þorskur í sjó
Þ
að sem gerir mannlega tilveru erf-
iða viðureignar en jafnframt það
sem gerir hana áhugaverða og
spennandi er að hún er háð
óvissu á öllum sviðum. Óvissu-
þáttinn, eins ráðandi og hann nú er, reynum
við hins vegar yfirleitt að forðast að hugsa
um enda er hann áminning um að við höfum
takmarkað vald yfir lífi okkar og framvindu
þess. Vissulega getum við reynt að hafa áhrif
á í hvaða farveg við viljum beina jarðvist okk-
ar en gangur veruleikans er okkur á hinn
bóginn hulinn og ekkert annað stendur til
boða en að krossa fingur og vona það besta
dag hvern. Óvissan í daglegu lífi er hins veg-
ar sjaldan yfirþyrmandi (sem betur fer), það
t.d. skiptir mig ekki öllu máli hvort einhver
býður mér óvænt í hádegisverð á morgun eða
hvort bók sem mig langar í verði uppseld eða ekki.
Stærri fyrirbrigði geta á hinn bóginn verið öllu óþægi-
legri. Ég á mér t.d. ýmsa drauma en hvort þeir rætast
að lokum er háð fullkominni óvissu – ég ræð því ekki þó
að ég reyni að sjálfsögðu að hafa á það áhrif.
Sennilega er það manninum áskapað að leiða hugann
að öðru en óvissu veruleikans. Því miður gerumst við í
kjölfarið iðulega sek um að sýna þessu grundvall-
aratriði, óvissunni, algjört virðingarleysi. Sagan sýnir
að stórir og ófyrirsjáanlegir atburðir gerast og þeir
breyta heiminum. Alltof oft gerumst við sek um að lát-
ast vita hitt eða þetta sem við höfum ekki og getum
ekki haft minnstu hugmynd um. Slíkt getur
haft skelfilegar afleiðingar. Í bók sinni The
Black Swan fjallar Nicholas Nassim Taleb
um óvissu og stórbrotin áhrif hins ófyr-
irséða. Hann beinir máli sínu m.a. að hinum
ýmsu sérfræðingum sem stöðugt komu fram
í fjölmiðlum og fullyrtu að áhættugreiningar
þeirra sýndu að engin hætta væri á að
bankakerfi Vesturlanda riðaði til falls. Og
það vissu þeir. Það sama á að einhverju leyti
við um íslenska sérfræðinga og stjórnendur í
bönkum – að minnsta kosti staðhæfðu þeir
einatt í fjölmiðlum að allt væri hér í himna-
lagi þegar efasemdir um íslenska bankakerf-
ið fóru vaxandi erlendis. Þeir vissu hins veg-
ar ekkert hvað átti eftir að gerast.
Alþingi Íslendinga stendur nú frammi fyr-
ir að taka risa-ákvörðun um mál sem háð er
algjörri óvissu á nánast öllum sviðum. Því dýpra sem
kafað er í Icesave-málið því vandasamara er að komast
að niðurstöðu. Fyrir liggur að vextirnir verða fastir
5,5%. Bókstaflega allt annað er háð þvílíkri óvissu að
hverjum hugsandi manni sundlar við tilhugsunina um
mögulegar afleiðingar fyrir framtíð þjóðarinnar. Því
miður er það svo að fyrrnefnd bók Talebs eykur mönn-
um hvorki trú né bjartsýni í þessum efnum.
Hvernig er komið fyrir þjóð sem siðlausir og óhæfir
peninga- og stjórnmálamenn hafa dæmt slíka stöðu og
stendur frammi fyrir valkostum hinnar algjöru óvissu?
haa@mbl.is
Halldór
Armand
Pistill
Angist þjóðar og óvissa
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Í
VIKUNNI var greint frá því
að tæplega fjórðungur ís-
lenskra kvenna í nánu sam-
bandi hafi orðið fyrir ein-
hvers konar ofbeldi af hálfu
maka síns. Þar er um vandamál að
ræða sem ekki má gera lítið úr, og í
siðuðum samfélögum ætti raunar
ekki að líðast. En þegar kemur að
umræðu um heimilisofbeldi gleymist,
að karlmenn eru ekki ávallt í hlut-
verki árásarmanns.
„Ofbeldi gegn körlum er vafalaust
falið vandamál og hefur verið, og er
enn, gert hlægilegt eða um það fjallað
eins og það sé ekki til í alvörunni,“
segir Ingólfur V. Gíslason, lektor í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands. Hann
segir það hins vegar mun minna hafa
verið rannsakað og því séu því sem
næst engin úrræði þeim til handa. „Á
heildina litið er staðan enn sú að körl-
unum er sagt – beint og óbeint – að
þetta sé vandamál sem þeir verði
sjálfir að takast á við.“
Skilgreina ofbeldi ekki eins
Í niðurstöðum rannsóknar Erlu
Kolbrúnu Svavarsdóttur og Brynju
Örlygsdóttur má sjá að rúmlega átján
prósent þeirra kvenna sem tóku þátt
höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af
hálfu maka síns, 3,3% líkamlegu og
1,3% kynferðislegu ofbeldi.
Samkvæmt þeim rannsóknum sem
komið hafa fram er mun algengara að
karlmenn séu beittir andlegu ofbeldi
en líkamlegu. Hvort það sé í jafn
miklum mæli og konur er hins vegar
vandi um að spá. Kynin skilgreina
nefnilega ofbeldi ekki á sama hátt.
Það sást einna best á niðurstöðum
könnunar dómsmálaráðuneytis frá
árinu 1996. Þar sögðust mun fleiri
konur hafa beitt karla sínu ofbeldi en
karlar sögðust hafa orðið fyrir. „Þær
athuganir sem ég man eftir á andlegu
ofbeldi benda til að ekki sé mikill
munur á því sem kynin verða fyrir en
hins vegar munur á því hvernig þau
túlka það. Almennt séð gildir auðvit-
að að það er upplifun þolanda sem
ræður því hvort um ofbeldi er að
ræða. Hins vegar er alveg hugsanlegt
að karlar frekar en konur reyni að
dylja það að orð eða tákn særi þá. Það
er jú ekki „karlmannlegt“ að taka
slíkt inn á sig,“ segir Ingólfur.
Upplifa sömu afleiðingar
Afleiðingar heimilisofbeldis á karl-
menn eru nánast óþekktar, enda lítið
vita um umfang og þar afleiðandi
þörfina fyrir aðstoð. Ingólfur telur að
afleiðingarnar séu ekki ólíkar milli
kynja. „Þeim mun lengur sem ofbeld-
ið varir þeim mun líklegra er að raun-
veruleikaskynið brenglist þannig að
þolanda, karli eða konu, finnist hann
eiga ofbeldið að einhverju leiti skilið.
Það er hluti afleiðinganna, sem ekki
virðast vera mikið öðruvísi hjá körl-
um en konum, skert sjálfsálit, brengl-
uð raunveruleikasýn, ótti og mann-
fælni.“
Í aðgerðaráætlun ríkisstjórn-
arinnar vegna heimilisofbeldis er gert
ráð fyrir verkefni sem sérstaklega
beinist að því að skoða það ofbeldi
sem karlar verða fyrir af hendi maka.
Það verkefni er hins vegar ekki kom-
ið í gang.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Heimilisofbeldi Það getur meira að segja reynst þrautin þyngri að finna
sviðsettar myndir af heimilisofbeldi þar sem konan er í hluti geranda.
Heimilisofbeldi gegn
körlum óþekkt stærð
Ofbeldi í nánum samböndum
hefur verið töluvert rannsakað á
undanförnum árum. Einblínt hef-
ur verið á konur sem fórnarlömb
og eftir sem áður er ofbeldi
gagnvart körlum falið vandamál.
Hvernig er andlegt
ofbeldi skilgreint?
Almennt má segja að andlegt
ofbeldi feli í sér niðurlægjandi
hegðun sem hefur það að mark-
miði að ná stjórn á eða völdum yf-
ir maka, eða leiðir til slíkra yf-
irráða.
Hvaða þættir má nefna
sem andlegt ofbeldi?
Niðurlægjandi athugasemdir,
ógnanir og hótanir, stöðugt eft-
irlit, s.s. með því að skoða farsíma
og tölvupóst. Einnig að neita þátt-
töku í heimilisstörfum, ásakanir
um geðveiki, svívirðingar, þvinga-
nir til ákveðinna athafna og sífelld
gagnrýni.
Hversu útbreytt
er andlegt ofbeldi?
Umdeilt er hversu útbreitt það
er og fer eftir hvaða skilgreining
er notuð. Samkvæmt nið-
urstöðum rannsókna eru und-
antekningarlítið þær konur sem
beittar eru líkamlegu ofbeldi einn-
ig beittar andlegu ofbeldi.
(Heimild: Ofbeldi í nánum sam-
böndum (2008))
S&S
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/