Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
FRÁBÆRT KAUPTÆKIFÆRI – ESJUMELUR, KJALANESI
Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI
Gott 452 fm iðnaðarhúsnæði á einni hæð auk
tveggja millilofta sem er í báðum endum hússins.
Milliloftin eru ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins.
Fm tala hússins er því meiri en segir hér að ofan.
Eignin skiptist í stóran sal og starfsmannaað-
stöðu. Kaffistofa er á léttu millilofti í vesturenda
hússins en milliloft í austurenda. Lofthæð er frá ca
4 m og upp í ca 7 m. Stórar innkeyrsludyr er á
vesturenda hússins með ca 4 m lofthæð en að
auki er ein með ca 3 m lofthæð og tvær aðrar
minni. Í dag er rekin gluggasmiðja í húsinu. Lóð er
3000 fm og því gott athafnasvæði í kringum húsið.
Byggingareitur er 1.200 fm og því hægt að byggja
við húsið ca 750 fm, ef ekki meira miðað við það
sem aðrir hafa gert á þessu svæði.
Verð 52,5 millj.
Nánari upplýsingar veita Elías 898-2007
og Reynir 895-8321.
Elías
Haraldsson
lögg. fasteignasali
Reynir
Björnsson
lögg. fasteignasali
BORGARTÚN 29
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
REYNIR BJÖRNSSON
ELÍAS HARALDSSON
L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R
FREYJUGATA 43 – REYKJAVÍK
Þetta er eitt sögulegasta hús íslenskrar
byggingarlistar en eignin er fyrsta húsið
sem Einar Sveinsson arkitekt og húsa-
meistari Reykjavíkur til margra ára
teiknaði að loknu námi sínu. Húsið er
kórrétt byggt eftir formúlu fúnksjónalis-
mans en fáir ef einhver hafa til jafns við
hann haft áhrif á útlit borgarinnar, bæði
einstakar byggingar og skipulag.
Húsið er 346 fm.
Nánari upplýsingar veitir Jason Guðmundsson,
lögfr. og lögg. fasteignasali 899 3700
Jason Guðmundsson, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali
| Síðumúla 13 | www.miklaborg.is569 - 7000
Reykjavík
Sími 588 9090
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Góð 147 fm íbúð á 6.
og efstu hæð í lyftu-
húsi með einstaklega
fallegu útsýni yfir sjó-
inn. Tvennar svalir eru
á íbúðinni. Glæsilegt
útsýni til norðurs yfir
Akrafjall og Esju. En
frá svölum í suðri, sem
eru eins og aukaher-
bergi við íbúð má sjá fjallahringinn til suðurs. Einungis ein önnur íbúð
er á sömu hæð og stigagangur er lokaður. Bílastæði í bílskýli fylgir
og rúmgóð geymsla í kjallara.
Verð 57 milljónir.
OPIÐ HÚS
sunnudaginn 12. júlí frá kl. 15-17
Eiðistorg 5, 6.hæð, íbúð 602
SAMGÖNGU-
RÁÐHERRANN þarf
að forgangsraða verk-
efnum. Eftir honum
er haft að Vaðlaheið-
argöng og samgöngu-
miðstöð í Vatnsmýri
komi fyrst í forgangs-
röðinni vegna þess að
gögn um þessi mann-
virki „séu svo gott
sem tilbúin“.
Getur verið að þetta
sé eina röksemdin fyrir því að ráð-
herrann vill skipa málum með þess-
um hætti? Þegar um takmörkuð
fjárráð er að ræða og aðeins hægt
að framkvæma hluta þess sem
menn vilja þarf að forgangsraða
eins og ráðherrann er að gera. For-
gangsröðunin á að fara fram með
þeim hætti að fyrst er stillt upp
þeim markmiðum sem stefnt er að.
Þá þeim verkefnum (valkostum)
sem til greina koma. Næst eru skil-
greindar þær forsendur sem skipta
máli, s.s. kostnaður, stefnumörkun
(t.d. fjölgun starfa), áhætta, ávinn-
ingur, tímarammi, umhverfisáhrif
o.s.frv. Síðan er hverri forsendu
gefið vægi m.t.t. hvað hún er mik-
ilvæg fyrir þau markmið sem stefnt
er að og metið tölulega hversu vel
viðkomandi verkefni uppfylllir
hverja forsendu. Það
verkefni sem fær hæst
samanlagt heildarskor
er það verkefni sem
best styður markmiðin
og á því að skipa for-
gang, það sem kemur
næst í skori kemur
næst og svo koll af
kolli.
Hvað undirbúnings-
gögnin eru langt á veg
komin getur vissulega
verið hluti af ákvörðun
ráðherrans. Samt hlýtur
að vera rangt eftir ráðherranum
haft að tuga milljarða ákvörðun sé
tekin á einni forsendu! Ef ráð-
herrann á hinn bóginn telur að
Vaðlaheiðargöng skipi forgang
vegna þess að þau eru í hans kjör-
dæmi á hann bara að segja það
hreint út.
Forgangsröðun 101
Eftir Þórð Víking
Friðgeirsson
» Forgangsröðunin á
að fara fram með
þeim hætti að fyrst er
stillt upp þeim mark-
miðum sem stefnt er að.
Höfundur er verkfræðingur og lektor
við Tækni- og verkfræðideild HR.
Þórður Víkingur
Friðgeirsson
VEIÐISKAPUR er
sport, beitan er valin
af innsæi, fiskurinn
þreyttur og síðan
dreginn að landi. Þar
fær hann síðan náð-
arhöggið. Við vorum
skuldlaus þjóð og því
nokkuð sjálfstæð. Í
dag erum við skuldug
og ósjálfstæð þjóð.
Við bitum á agnið, af-
brot okkar var að láta
glepjast en núna situr öngullinn
fastur og það er sárt. Það er verið
að þreyta okkur núna. Stýrivext-
irnir lækka ekki neitt af ráði. Af-
leiðingin er að fleiri fyrirtæki
komast í þrot. Atvinnulausum
fjölgar. Þar með er kominn ásætt-
anlegur grundvöllur fyrir launa-
lækkunum. Af þeim sökum
minnka tekjur ríkisins verulega,
bæði beinir og óbeinir skattar
minnka. Þar með er einnig kominn
grundvöllur fyrir launalækkun op-
inberra starfsmanna og síðan
verulegur niðurskurður hjá hinu
opinbera.
Til að tryggja þetta ástand til
frambúðar munum við samþykkja
Icesave samninginn í sumar.Við
verðum að framleiða eins mikið af
vörum sem gefa gjaldeyri og við
getum. Ál og fisk. Það viljum við
gera til að standa í
skilum. Það vilja líka
þeir að við gerum sem
voru svo góðhjartaðir
að lána okkur til að
bjarga okkur frá
vandræðunum, sem
öngullinn veldur okk-
ur. Því vinnur veiði-
maðurinn ötull að því
að hámarka afrakstur
veiði sinnar.
Fljótlega mun þjóð-
in framleiða eins mik-
ið og hún getur. Þjóð-
inni mun verða greitt
eins lágt kaup og framast er unnt
til að halda framleiðslukostn-
aðinum niðri. Það mun hámarka
afraksturinn úr verksmiðjunni Ís-
landi. Það mun gera okkur kleift
að greiða niður lánin og taka ný. Í
stað þess að hagnaður okkar,
vegna vinnu okkar, fari í okkar
vasa mun hann streyma óhindrað í
vasa lánardrottna okkar.
Nú er okkur bent á að með auk-
inni stóriðju muni okkur ganga
betur að greiða skuldir okkar.
OECD er búið að gefa línuna. Til
stóriðju þarf lán. Lánveitendurnir
skella okkur í ruslflokk lánshæf-
ismatsins til að stilla af vaxtabyrði
okkar, sér í hag. Síðan mun hver
stóriðjan af annarri fylgja í kjöl-
farið og við höfum ekkert um mál-
ið að segja. Lánardrottnarnir
stjórna og stýra, þannig er það
hjá gjadþrota heimilum og eins er
það hjá gjaldþrota þjóðum.
Eina spurningin sem út af
stendur er hvort eða hvenær þeim
þóknast að veita okkur náð-
arhöggið. Sennilega munu þeir
ekki gera það. Mun arðvænlegra
er að setja okkur í kvíar til há-
marks nytja. Að velta því fyrir sér
hvað Davíð, Ingibjörg Sólrún eða
Geir gerðu er tímasóun. Jafn
glórulaust er að velta sér upp úr
því hvað Jóhönnu dettur í hug.
Önglar hafa þá náttúru að sitja
fastir. Veiðimaðurinn á næsta leik.
Niðurstaðan er sú að íslensk
þjóð er komin í kvíar lánardrottna
sinna. Við munum strita og púla
þangað til síðasta lánið er greitt
og það mun taka okkur marga
áratugi. Hver er sinnar gæfu
smiður…
Þeir fiska sem róa
Eftir Gunnar Skúla
Ármannsson » Að velta því fyrir sér
hvað Davíð, Ingi-
björg Sólrún eða Geir
gerðu er tímasóun. Jafn
glórulaust er að velta
sér upp úr því hvað Jó-
hönnu dettur í hug.
Gunnar Skúli
Ármannsson
Höfundur er læknir.
KOSNINGALÖGUM ætti ekki að
breyta nema að vel athuguðu máli.
Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar
lagt fram tillögu
að breytingu á
þeim að illa at-
huguðu máli í
frumvarpi til laga
um persónukjör.
Vegna þess að
breytingarnar
eru óhæfar ætla
ég ekki að ræða
þær að svo komnu
máli því ég er að
vona að þess gerist ekki þörf; frum-
varpið verði dregið til baka.
Ókunn tunga
Breytingatillögurnar eru víða óskilj-
anlegar sökum þess að þær eru sett-
ar fram á tungumáli sem hvergi
þekkist á byggðu bóli svo mér sé
kunnugt. Lafhægt er að nefna mörg
dæmi þessa. Þó ætla ég aðeins að
benda á eitt. Það er úr fjórða lið
þrettándu greinar; breytingar á lög-
um um kosningar til sveitarstjórna.
Þar segir: „Flokkun kjörseðla: Per-
sónuleg atkvæði listans skulu flokk-
uð í bunka eftir nöfnum þeirra fram-
bjóðenda sem tilgreindir eru númer
1 í talnaröð á viðkomandi kjör-
seðlum. Hafi frambjóðandi ekki verið
tilgreindur númer 1 á neinum kjör-
seðli skal hann fá tóman bunka í upp-
hafi.“
Hugtakið tómur bunki er óþekkt í
málinu. Sé þetta tilraun við nýyrða-
smíði er hún misheppnuð því að það
er hvergi til tómur bunki; trúlega er
illmögulegt að skapa hann vegna lög-
mála eðlisfræðinnar.
Munnfleipur
Það hlýtur að vera æskilegt að ís-
lensk lög séu á íslensku. Þau þurfa að
vera íbúunum skiljanleg. Þetta frum-
varp er óskiljanlegt vegna málfarsins
og þess að hugsunin sem það er
smíðað úr er í froðu. Kannski skýrist
það af því að til þess að hafa „yfirum-
sjón með gerð frumvarpsins“, eins og
segir í opinberum gögnum, var val-
inn sami maður og síðustu áratugi
hefur verið látinn krafla svo í kosn-
ingalögum að þau hafa stórlega
versnað í hvert sinn sem hann hefur
klórað í þau. Ég bið dómsmálaráð-
herra, sem leggja mun frumvarpið
fyrir alþingi og mæla mun fyrir því,
að draga það til baka, með þeim rök-
um að það sé ógreinilegt, þvælið og
ekki á íslensku; það er munnfleipur.
Krónutala
Einnig vil ég biðja ráðherrann að
upplýsa hve mikið ráðuneyti, alþingi
og aðrir aðilar, ef einhverjir eru, hafa
greitt fyrir vinnu við gerð frum-
varpsins, til hvaða einstaklinga og
hversu mikið til hvers og eins. Loks
eru hér spurningar sem hafa verið að
þvælast fyrir mér í margar vikur í
kreppunni: Hverjir fóru til Suður-
Ameríku á vegum hins opinbera, allir
með taldir, til þess að hleypa nýju
varðskipi af stokkunum? Hvaða
nauðsyn bar til þess að viðkomandi
héldu í ferðina? Hvað kostaði ferðin
og uppihaldið og hvað var hverjum
og einum greitt í dagpeninga frá
dómsmálaráðuneytinu, Landhelg-
isgæslunni og öðrum opinberum að-
ilum? Hvernig reiknast vinnutap
þeirra hér heima? Ráðherra góður,
ég biðst undan tómum bunka af svör-
um.
ÚLFAR ÞORMÓÐSSON,
rithöfundur.
Tómur bunki
Frá Úlfari Þormóðssyni
Úlfar Þormóðsson
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn