Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
✝
Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur og afi,
HJALTI E. HAFSTEINSSON
bifreiðarstjóri,
lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 6. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 14. júlí kl. 13.00.
Þórdís E. Sigurðardóttir,
Rannveig Einarsdóttir, Jón S. Þorbergsson,
Sigurður Hrannar Hjaltason, Herdís Anna Ingimarsdóttir,
Pálmi Gunnlaugur Hjaltason,
Hafsteinn Eyjólfsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RUNÓLFUR SÆMUNDSSON,
Skólavörðustíg 20,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
15. júlí kl. 15.00.
Daði Runólfsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
Halldór Björn Runólfsson, Margrét Árnadóttir Auðuns,
Anna Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Borgarbraut 65A,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðjudaginn
14. júlí kl. 11.00.
Jarðsett verður í Hólmavíkurkirkjugarði sama dag.
Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir
njóta þess.
Sæunn Andrésdóttir,
Guðrún Andrésdóttir,
Konráð Andrésson, Margrét Björnsdóttir,
Guðleif Andrésdóttir, Ottó Jónsson,
Anna María Andrésdóttir,
Arnheiður G. Andrésdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, bróðir og mágur,
JÓHANN BRIEM
fyrrv. framkvæmdastjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 5. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
14. júlí kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á MS-félagið.
Ásta Kristín Briem,
Páll Jóhann Briem,
Haraldur Páll Briem, Vera Nily,
Birna Jóna Jóhannsdóttir, Þór Kristjánsson,
Kristín Briem, Sigurjón H. Ólafsson,
Sigrún Briem, Jón Viðar Arnórsson,
Jóhanna Björk Briem, Guðmundur Þorbjörnsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RANNVEIG JÓNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn
16. júlí kl. 13.00.
Guðlaugur Bergmundsson, María K. Jónsdóttir,
Jón Bergmundsson, Guðrún Þ. Ingimundardóttir,
Hlöðver Bergmundsson, Jóhanna S. Óskarsdóttir,
Ingibjörg Bergmundsdóttir, Harald B. Alfreðsson,
Katrín Björk Bergmundsdóttir, Egill Grímsson,
Sigrún Berglind Bergmundsdóttir, Helgi B. Thoroddsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Svavar Júlíussonfæddist í Sól-
heimatungu við
Laugarásveg í
Reykjavík 23. apríl
1935. Hann lést á
heimili sínu, Lyng-
bergi 11 í Hafn-
arfirði, 29. júní sl.
Foreldrar hans voru
Magnea Vilborg Guð-
jónsdóttir, f. 6.10.
1903, d. 2.11. 1960 og
Júlíus Jónsson skó-
smiður, f. 13.7. 1892,
d. 6.7. 1964. Systkini
Svavars eru Valgerður, f. 1925,
maki Haukur Ottesen, f. 1922,
Jón, prentari, f. 1928, d. 1988,
maki Guðný Valgeirsdóttir, f.
1930, d. 2008, og Selma, f. 1937,
maki Óskar Indriðason, f. 1930.
Fyrri kona Svavars var Unnur
Seinni kona Svavars og lífs-
förunautur er Helga Þórðardóttir,
f. 30.10. 1940. Dóttir þeirra er
Magnea Vilborg, f. 2.8. 1961, maki
Ólafur Arnfjörð Guðmundsson.
Börn þeirra eru a) Sigríður Arn-
fjörð, unnusti Hjörtur Logi Val-
garðsson, og b) Svavar Arnfjörð.
Dóttir Magneu og Sigurðar Ólafs-
sonar er Helga Rán, unnusti Einar
Oddsson. Stjúpbörn Magneu eru
María Unnur, maki Sigurður Rún-
ar Nóason, dætur þeirra Viktoría
og Karólína Sjöfn og Gunnar
Helgi, f. 1974, d. 1994.
Svavar varð búfræðingur frá
Hólum í Hjaltadal 1952. Sölustjóri
í SAVA, Sameinuðu verksmiðju-
afgreiðslunni. Kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Tálknafjarðar og
Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga
í 20 ár. Skókaupmaður í Skóhöll-
inni í Hafnarfirði og ECCO skó-
búðinni á Laugavegi í 20 ár.
Útför Svavars fór fram í kyrr-
þey.
K. Sveinsdóttir. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: 1) Hólmfríður
Sigríður, f. 10.1.
1953, maki Ingimar
Ingimarsson. Börn
þeirra: a) Ingimar,
maki Ásta Andr-
ésdóttir, b) Brynhild-
ur, dóttir hennar er
Alessandra, og c)
Róbert. 2) Svein-
björg Júlía, f. 18.5.
1954, maki Leifur
Steinn Elísson. Bön
þeirra: a) Elfa Dögg,
maki Ómar Jónsson, börn þeirra
Dagur Steinn, Arna Ösp og Jökull
Bjarki. b) Unnur Mjöll, maki Einar
Gústafsson, dætur þeirra Júlía Lóa
og Diljá Sóley. c) Sindri Snær. d)
Silja Ýr. 3) Hlynur Ómar, f. 27.8.
1955, sonur hans er Unnar Freyr.
Pabbi var mjög ungur búinn að
eignast þrjú börn, Fríðu, mig og
Hlyn. Tuttugu og eins árs var
hann orðinn þriggja barna faðir.
Foreldrar okkar skildu svo þegar
við vorum innan við 5 ára gömul
og samskipti við pabba voru frekar
lítil framan af. Hann flutti til
Tálknafjarðar og síðar Patreks-
fjarðar, ásamt Helgu seinni konu
sinni og Möggu systur sem þau
áttu saman. Hann tók að sér að
vera kaupfélagsstjóri á þessum
stöðum og dvaldi þar um árabil.
Ég átti því láni að fagna að vera
hjá honum og Helgu í þrjú sumur
og kynntist ég þá pabba á nýjan
hátt. Hann og Helga sýndu mér
hlýju og voru mér góð. Ég fékk
það hlutverk að gæta Möggu syst-
ur. Það var mikil upplifun og æv-
intýri að vera hjá þeim, taka þátt
amstri dagsins og fá að kynnast
pabba í hans nærumhverfi. Þarna
sá ég kraftmikinn kaupsýslumann,
sem ekki féll verk úr hendi. Hann
var afar hugmyndaríkur og gerði
margt til þess að gleðja okkur og
stytta stundir. Sem dæmi vil ég
nefna fyrstu óvissuferðina um
Tálknafjörð og nágrenni. Lagt var
af stað upp í fjallshlíð með nesti og
sundföt. Allt í einu erum við komin
að heitri laug, sem kallaður var
pollurinn. Allir í pollinn og svo
hlaupa niður bratta hlíðina í sjóinn
til að kæla sig. Hvílíkt sport sem
þetta var og algjörlega ný upp-
lifun, ævintýri líkast.
Pabbi hafði gaman af að koma
okkur á óvart. Á tólf ára afmælinu
mínu stóð splunkunýtt tvíhjól í
anddyrinu. Pabbi og Helga höfðu
keypt það handa mér. Á haustin
var berjaferð ófrávíkjanleg. Að-
albláber skyldu það vera. Þá minn-
ist ég þess hve bjartsýnn pabbi
var að leggja af stað með okkur í
mánaðar ferðalag. Þá var hring-
vegurinn ekki kominn, þannig að
fyrst var farið um Vestfirði og svo
suður fyrir og þaðan norður í land.
Gáski, fjör og glettni einkenndi
þessa sumarleyfisferð, sem var
mjög skemmtileg og eftirminnileg.
Þá var víða komið við og hitti ég
marga ættingja úr föðurætt sem
ég hefði annars ef til vill aldrei
kynnst.
Elsku pabbi, það var gaman að
þessum stundum í æsku, sem ég
geymi í minningunni.
Pabbi upplifði síðar margar góð-
ar stundir í uppvexti barna okkar
Leifs Steins með okkur, við skírn-
ir, afmæli, fermingar, brúðkaup
o.fl. Einn góðu kosta pabba var
hvað hann var oft næmur á aðra
og þarfir þeirra. Alltaf hittu gjafir
hans í mark. Tilhlökkun til jólanna
er alltaf sérstök. Um hádegisbil á
aðfangadag brást ekki að pabbi
kæmi og fóru fram gjafaskipti og
tilfinningaleg nánd.
Elsku pabbi, takk fyrir þær
stundir sem við og fjölskylda mín
áttum með þér um dagana. Þær
stundir hefðu að sjálfsögðu mátt
vera miklu, miklu fleiri, en það var
ekki magnið sem skipti máli í sam-
skiptum okkar heldur gæðin.
Elsku Helga, Magga og fjöl-
skylda. Ykkar missir er mikill.
Megi lífið brosa við ykkur á ný.
Sveinbjörg Júlía (Böggý).
Um það leyti sem sólin sendi
fyrstu geisla sína yfir Hafnarfjörð
að morgni 29. júní hneig til viðar í
síðasta sinn lífssól tengdaföður
míns, Svavars Júlíussonar. Hann
skildi við þetta líf í faðmi fjöl-
skyldu sinnar á heimili sínu umvaf-
inn ást og umhyggju sem hann
endurgalt í lifanda lífi svo marg-
falt. Seint munu mér líða úr minni
þessir síðustu dagar þar sem hann
háði baráttu við illvígan sjúkdóm
sem að lokum hafði betur. Á þess-
um dögum sýndi hann sama æðru-
leysi og hann gerði í gegnum lífið
og þótt kvalinn væri á líkama var
hugsun hans fyrst og síðast hjá
okkur hinum, að okkur liði ekki
illa þegar svona var komið.
Kynni mín af tengdaforeldrum
mínum, Svavari Júlíussyni og
Helgu Þórðardóttur, hófust fyrir
20 árum þegar ég hóf sambúð með
dóttur þeirra, Magneu Vilborgu.
Þau hjónin tóku mér opnum örm-
um og buðu mig velkominn í fjöl-
skylduna og á sinn hátt sýndu þau
mér og okkur öllum einskæran
hlýhug og væntumþykju. Þegar
börnin okkar komu, fyrst Sigríður
og síðar Svavar, varð til stórfjöl-
skylda og eftir að við fluttum árið
1995 til Hafnarfjarðar urðu sam-
skipti okkar á daglegum vettvangi
og ætíð var haft eitthvert samband
daglega. Afi barnanna okkar varð
fljótlega mikilvægur þáttur í lífi og
leik þeirra, bíltúr í leikskólann,
skólann, íþróttaæfingu, ávallt var
hann reiðubúinn að fórna tíma sín-
um fyrir þau og þannig hafði hann
á sama hátt reynst Helgu Rán,
dóttur Magneu, á æskuárum henn-
ar. Hann fylgdist með uppeldi
þeirra og árangri í námi og íþrótt-
um, heimili þeirra hjóna varð ann-
að heimili barnanna. Á hverjum
þriðjudegi til margra ára sótti
hann börn okkar í skólann og þá
var farið heim til afa og ömmu og
deginum varið þar. Leiðsögn
þeirra hjóna til barnanna var gerð
með þeim hætti að hún mun reyn-
ast þeim mikils virði um ókomin
ár. Við hlið hans stóð kona hans,
Helga Þórðardóttir, og í 52 ár
nutu þau samvista hvort við annað
og svo var í leik og starfi. Þau
störfuðu saman allt frá því að hafa
kynnst í fyrirtækinu Sava í
Reykjavík og þegar Svavar var
ráðinn kaupfélagsstjóri fyrst í
Tálknafirði og síðar á Patreksfirði
en þá starfaði Helga þar á skrif-
stofu og síðar þegar þau fluttu til
Hafnarfjarðar og stofnuðu til
rekstrar á skóverslun sem þau
ráku í áratugi. Þau voru því saman
frá morgni til kvölds í öll þessi ár
og nutu þess bæði að hafa jafn
mikil og rík samskipti sín á milli
svo einstakt má telja. Þó svo að við
sem eftir sitjum sjáum nú á bak
einstökum manni þá mun minning
hans lifa meðal okkar um ókomin
ár og það er ég viss um að við
munum halda afadag á þriðjudegi
um ókomin ár.
Blessuð sé minning tengdaföður
míns og vinar, Svavars Júlíusson-
ar.
Ólafur Arnfjörð Guðmundsson.
Mig langar við fráfall tengda-
föður míns, Svavars Júlíussonar,
að staldra við, líta til baka og líka
fram á veginn, minnast skemmti-
legra atvika og góðra stunda.
Fyrst hitti ég Svavar, þegar ég var
boðinn með kærustunni, dóttur
hans í veislu í tilefni af fertugs-
afmæli hans. Það skipti ekki tog-
um að við náðum strax mjög vel
saman, ég þá síðskeggjaður og
hippalegur. Sem betur fer vorum
við að mestu ósammála um málefni
líðandi stundar á áttunda tug síð-
ustu aldar. Þess vegna var svo
gaman að ræða málin. Svavar var
rökfastur og virtist hafa lag á því
að tileinka sér upplýsingar sem
voru sannar og einhvers virði í
umræðunni. Við ræddum hagfræði,
þjóðfélagsmál og skemmtum okkur
yfir því sem við þá töldum fáfræði
annarra, en hefur meira í seinni tíð
sýnt sig hafa verið hagsmunagæsla
og eigin hagsmunasemi einstakra
manna. Svavar las erlend tímarit
af áfergju og hafði vitneskju um
ýmsar hugmyndir og nýjungar
sem ekki rötuðu í íslenska fjöl-
miðla og fræddi mig.
Svavar og Helga hafa alla tíð
sýnt mér og minni fjölskyldu rækt-
arsemi. Þau hafa alltaf haft áhuga
á lífi okkar og störfum, þroska-
ferli, menntun og áhugamálum
barnanna. Stundum var langt á
milli okkar landfræðilega. Eitt
sinn vorum við í stuttu sumarleyfi
og stödd bíllaus í Dölunum. Svavar
virtist hafa fundið það á sér,
hringdi og bauð okkar að koma
vestur á Patró og þau létu sig ekki
muna um að sækja okkur og skila
síðan aftur. Þau óku samtals í um
20 klukkutíma af þessu tilefni. Það
fór afar vel um okkur í nýja bíln-
um þeirra og ekki síður á heimili
þeirra. Þá sáu þau í fyrsta sinn
eitt barna okkar á öðru ári. Telpan
leitaði strax í fang afa síns og þá
heyrði ég Svavar segja að þarna
sýndi sig frumuskilningurinn. Ég
hef síðar oft hugleitt þetta hugtak
og séð það víðar í virkni. Svavar
átti það til að hringja til þess að
frétta af dóttur sinni og barna-
börnum. Þegar ég svaraði ræddum
við stundum saman svo lengi að
hann bað bara að heilsa hinum.
Okkar samband var þannig.
Svavar Júlíusson