Morgunblaðið - 12.07.2009, Page 27
Ég sé ýmsa kosti í mínum börn-
um sem þau hafa erft frá móðurafa
sínum. Þar er hugmyndaauðgi svo
mikilvæg, að hafa skoðanir og
fylgja þeim eftir, standa með sjálf-
um sér og vera heiðarlegur í einu
og öllu. Fyrir þessa kosti erum við
þakklát. Eiginleikar erfast, en þá
þarf líka að rækta. Það er þar sem
við lítum fram á veginn.
Mínar bestu þakkir fyrir sam-
fylgdina. Við söknum þín, en varð-
veitum minninguna.
Leifur Steinn Elísson.
Þegar við kveðjum fólk sem er
okkur náið reikar hugurinn um
minningarnar sem ylja á sorgar-
og saknaðarstund. Okkur eldri
systurnar í barnahópi Sveinbjarg-
ar Júlíu langar að minnast afa með
nokkrum orðum. Upp í hugann
koma minnisstæðar ferðir í amer-
íska kagganum hjá Svavari afa og
Helgu, það var ævintýraför að
sökkva sér í rauða plussáklæðið og
njóta ferðarinnar. Afi bauð okkur
stundum í ísbíltúr sem er nú alltaf
gaman. Einnig minnumst við helg-
arheimsókna til afa og Helgu í
Álfaskeiðið, þá var fyrsta verkið að
kíkja í nammiskúffuna sem var
alltaf búið að fylla á fyrir okkur.
Afi og Helga bjuggu lengi á Pat-
reksfirði og eru minningabrot það-
an við leik og gróðursetningu á
radísum. Við fengum hvert okkar
tækifæri til að kynnast afa svolítið
þegar við eltumst, Elfa Dögg við
vinnu í Skóhöllinni og Unnur Mjöll
með sameiginlegum áhuga á list-
um. Mörgum sumrum og jólaleyf-
um eyddi Elfa Dögg við vinnu í
verslun þeirra afa og Helgu í
Hafnarfirði. Þar gafst tækifæri til
að kynnast annarri hlið á afa sem
var slunginn viðskiptamaður. Á
þessum tíma lærði Elfa allt um
skó, sá áhugi hefur haldist alla tíð.
Unnur Mjöll fór stundum með afa
og Helgu á listasýningar og kaffi-
hús sem þau höfðu öll ánægju af.
Þá var oft rökrætt um samtímalist
og umræðurnar fjörugar. Afi var
mjög gjafmildur og sýndi börnum
okkar áhuga, hans verður saknað í
afmælisveislum og á tímamótum í
lífi okkar. Minning Svavars afa
mun lifa í hjörtum okkar. Elsku
Helga, Magga, Óli, Helga Rán,
Sigríður og Svavar, missir ykkar
er mikill, megið þið finna styrk í
sorginni.
Elfa Dögg S. Leifsdóttir og
Unnur Mjöll S. Leifsdóttir.
Ástkær bróðir minn hefur kvatt
þessa jarðvist. Við hittumst öll aft-
ur á öðru tilverustigi. Í 72 ár hef
ég fengið að vera í samvistum við
hann. Ég þakka af alhug fyrir
hverja stund. Þegar ég fæddist var
Svavar tæplega tveggja ára og
þriggja mánaða. Hann stillti sér
upp við vöggu mína og varði og
gætti systur sinnar. Það hefur
hann gert öll þessi ár. Hann fædd-
ist í Sólheimatungu við Laugarás-
veg. Hann var kvaddur í Áskirkju,
sem er hinum megin götunnar.
Hann ólst upp í Sólheimatungu og
á skósmíðaverkstæði föður okkar í
Aðalstræti. Þar var mikil menning-
armiðstöð svo segja má að hann
hafi drukkið í sig alheimsvisku frá
bernsku. Hann var alla tíð mjög
fróðleiksfús og með afburða náms-
gáfur. Hann tamdi fyrsta hestinn
12 ára gamall og reið honum einn
til Þingvalla. 16 ára gamall fékk
hann undanþágu til að hefja nám í
bændaskólanum að Hólum. Hann
útskrifaðist þaðan með hæstu ein-
kunn sem hafði verið tekin í skól-
anum. Það liðu tugir ára áður en
því var hnekkt. Á námsárunum
kynntist hann fyrri konu sinni
Unni Kolbrúnu. Bæði voru mjög
ung og komu frá afar ólíku um-
hverfi. Hann var því aðeins 21 árs
þegar þau skildu að samvistum
með þrjú ung börn. Þetta var hon-
um mjög erfitt æviskeið en eftir
standa glæsileg 3 börn og fagur
ættbogi frá þeim.
Svavar var sölustjóri hjá Sam-
einuðu Verksmiðjuafgreiðslunni og
þar kynntist hann seinni konu
sinni Helgu. Þau hafa unnið hlið
við hlið síðan og staðið fast saman
í blíðu og stríðu eða í 52 ár. Einka-
barn þeirra er Magnea Vilborg.
Þessi litla fjölskylda fluttist til
Tálknafjarðar þar sem hann gerð-
ist fljótlega kaupfélagsstjóri.
Seinna gerðist Svavar kaupfélags-
stjóri á Patreksfirði. Ég hef heyrt
að þetta tímabil sé oft nefnt gull-
aldartímabilið á Patreksfirði.
Eftir 20 ár fluttu þau í Hafn-
arfjörð. Það hafði verið lengi ósk
Svavars að setja upp skóverslun.
Fyrst ráku þau hjónin Skóhöllina í
Hafnarfirði en síðan Ecco-skó-
verslunina á Laugavegi. Svavar
gekkst undir hjartaskurð. Oft er
sagt að ekkert sé svo illt að ekki
boði nokkuð gott. Vegna veikinda
Svavars var hann meira heima við
og gaf það kost á að samvera við
yngsta barnabarnið og nafna hans
varð meiri og fengu þessir sál-
arbræður að njóta hvor annars á
dásamlegan og undraverðan hátt.
Það er mikil hamingja að Svavar
fékk að njóta þess að fylgja nafna
sínum til fermingar í vor. Svavar
elskaði ættboga sinn allan. Guð
blessi þau öll og styðji. Vallý systir
okkar hefur verið Svavari og mér
sem önnur móðir alla tíð. Hann
átti alltaf skjól á heimili hennar og
Hauks. Kærleikur þeirra á milli
hefur verið náinn og sterkur. Fjöl-
skylda Helgu hefur verið mjög ná-
in og virk vinátta hefur einkennt
samskipti þeirra. Svavar uppgötv-
aðist með illvígt mein í febrúar.
Hann naut umönnunar Helgu alla
tíð en síðustu vikurnar voru ákaf-
lega erfiðar. Helga lét útbúa líkn-
ardeild á heimili þeirra. Hjúkr-
unarteymið sem kom heim var eins
og líknarenglar. Helga vakti yfir
honum nótt og dag fram að síðasta
andartaki með aðstoð dóttur sinn-
ar og tengdasonar. Ég bið Guð um
að blessa ástvini hans alla.
Selma
Vinur minn til margra ára, Svav-
ar, er genginn. Hann var fæddur
sama dag og sama ár og ég. Bæði
naut, þrjósk en heiðarleg.
Við Axel, maðurinn minn, kynnt-
umst Svavari og Helgu í síðustu
kreppu.
Þau komu að vestan þar sem
hann var kaupfélagsstjóri á Pat-
reksfirði og síðar í Tálknafirði.
Þegar þau hjónin fluttu aftur til
Reykjavíkur, keyptu þau skóversl-
unina Skóhöllina í Hafnarfirði.
Þá hófust kynni okkar. Við með
skóbúð í Vestmannaeyjum, og þau
og nokkrir kaupmenn í kringum
landið hófum samvinnu við Euro-
skó í Noregi. Til að kaupa sameig-
inlega inn, fá lægri frakt og minni
innkaup fyrir hverja verslun.
Við fórum tvisvar á ári til Moss í
Noregi. Góður hópur, kynntumst
vel og áttum góðar stundir saman.
Við fórum einu sinni á ári í
heimsókn í hvert bæjarfélag, eina
helgi, skoðuðum plássin og
skemmtum okkur stórkostlega.
Svavar var alltaf hrókur alls
fagnaðar. Hann skipti æði oft um
skoðun, enda sannur framsóknar-
maður.
Svo skemmtilega vildi til að
Magnúsína, kaupmaður í Keflavík,
átti líka sama afmælisdag og við,
en nokkru yngri. Var mikið grín
gert að þessum þremur nautum.
Eftir nokkur ár var aftur hægt
að versla meira, kreppan hvarf og
hver hugsaði um sig.
Helga og Svavar urðu góðir vin-
ir okkar. Þau settu upp skóbúð í
Bæjarhrauninu í Hafnarfirði og
um árabil áttu þau Ecco-skóbúðina
á Laugaveginum.
Loks seldu þau verslunina og
settust í helgan stein. Ekki alls
fyrir löngu keyptu þau sér ein-
býlishús í Setbergslandinu í Hafn-
arfirði og voru þau afskaplega
ánægð með sig og sína.
Þau áttu húsbíl sem þau fóru um
landið á og kunnu svo sannarlega
að njóta lífsins.
Og nú er hann allur, hefði átt að
fá minnst 10 ár í viðbót. Svona er
lífið.
Ég sakna þessa góða drengs.
Hann var sannur vinur vina sinna.
Ég bið Helgu og fjölskyldum
þeirra blessunar.
Góði guð vaki yfir þeim. Hann
hvíli í friði.
Sigurbjörg Axelsdóttir.
Kær vinur og æskufélagi, Svav-
ar Júlíusson, er látinn, en vinátta
okkar hófst í tíu ára bekk í Laug-
arnesskóla fyrir tæpum 65 árum
síðan.
Svavar var hár vexti og líkam-
lega sterkbyggður, kappsamur
eldhugi og skarpgreindur og fljót-
ur að átta sig á aðalatriðum hvers
máls. Foreldrar hans höfðu skilið
er við kynntumst og var hann mest
hjá föður sínum, Júlíusi skósmið,
sem var með verkstæði á bak við
Markaðinn í Aðalstræti og voru
ófáar ferðir okkar þangað. Júlíus
var mikill hestamaður og sótti til
hans fjöldi þekktra hestamanna og
gátum við Svavar oft fylgst með
heimspekilegum umræðum á verk-
stæðinu, en tíðum var skotist yfir
á Hótel Skjaldbreið eftir kaffi og
bakatil í Björnsbakarí eftir bakk-
elsi. Svavar kynntist hestamennsk-
unni hjá föður sínum og var hann
hvert sumar í sveit, fyrst hjá Jóni
bónda á Garðsauka við Hvolsvöll
og síðan hjá Haraldi Thorarensen
á Móeiðarhvoli. Þar var ég sam-
tíma Svavari í tvö sumur er við
vorum 14 og 15 ára gamlir og sá
Svavar um allan heyskap og mjalt-
ir með aðstoð frá mér og kaupa-
konu, en bóndinn tók ekki þátt
vegna fötlunar.
Er Laugarnesskóla lauk fóru
flest skólasystkinin í landspróf en
Svavar hélt á Búnaðarskólann á
Hólum þar sem hann útskrifaðist
sem búfræðingur 17 ára gamall
eftir tveggja ára nám, yngstur en
fremstur sinna skólasystkina. Þar
hitti hann fyrri eiginkonu sína og
hélt með henni vestur á land og
starfaði við byggingarframkvæmd-
ir á Straumnesfjalli. Eignuðust
þau fljótlega þrjú mannvænleg
börn en eftir að þau fluttu til
Reykjavíkur slitnaði upp úr hjóna-
bandi þeirra. Svavar hafði þá ráð-
ist til starfa hjá Sameinuðu verk-
smiðjuafgreiðslunni SAVA á
Bræðraborgarstíg 7 sem lager-
stjóri, en þar voru til húsa sjö
saumastofur og verksmiðjur. Þá-
verandi sölustjóri, Oliver Steinn,
sneri aftur í bóksöluna og tók
Svavar við starfi sölustjóra aðeins
21 árs gamall, en tveir sölumenn
voru fyrir í fullu starfi. Þar starf-
aði ung stúlka Helga Þórðardóttir
og tókust með þeim ástir og
bjuggu þau saman í yfir 50 ár. Eft-
ir nokkurra ára starf í SAVA
fluttu þau til Tálknafjarðar með
einkadóttur sína þar sem Svavar
starfaði hjá Alberti kaupfélags-
stjóra. Eftir lát hans árið 1967 tók
Svavar við starfi kaupfélagsstjóra
þar til þau hjón fluttu suður árið
1982.
Fljótlega eftir komuna í bæinn
keyptu þau hjónin Skóhöllina í
Hafnarfirði, en eftir að Svavar fór
í gegnum hjartaaðgerð nokkrum
árum seinna seldu þau verslunina.
Er Svavar hafði náð sér hófu þau
hjónin rekstur á ný með stofnun
Ecco búðarinnar við Laugaveg og
blómstraði sá rekstur næstu árin.
Árið 2005 seldu þau hjónin síðan
rekstur Ecco búðarinnar og fóru
að njóta lífsins og ferðast um land-
ið á nýlegum húsbíl sem þau höfðu
eignast. Það var síðan seint á
árinu 2007 að Svavar greindist
með krabbamein og barðist hann
við það með hléum, þar til yfir
lauk nú í júnílok.
Þökkum við Nanna órofa tryggð
og samfylgd í lífinu og sendum við
Helgu, börnum og systrum Svav-
ars og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Bjarnar Ingimarsson.
Það er komið að kveðjustund.
Margs er að minnast og margt ber
að þakka. Svavar var greindur
maður sem hafði hlýtt og gott við-
mót, var glaðsinna og hafði kímni-
gáfu. Það fylgdi því jafnan ferskur
andblær að hitta Svavar, þar sem
gaman var að spjalla við hann um
menn og málefni. Hafði hann gam-
an af því að ræða þjóðfélagsmálin í
sinni víðustu mynd og gaman var
að hlusta á hann segja frá, þar
sem hann hafði góða frásagnar-
gáfu.
Þegar ég var níu ára gömul, bjó
ég hjá þeim hjónum í fjóra mánuði.
Á þessum tíma sýndu þau mér
mikla ást og alúð, þessi samheldna
fyrirmyndarfjölskylda. Þessi tími
átti eftir að vera mér afar dýr-
mætur.
Elsku Helga mín, Magga mín og
aðrir aðstandendur, ég votta ykk-
ur mína dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Svavars Júlíussonar
Elín Bragadóttir.
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Selhellu 3 Hafnarfirði
Sími 517 4400 • www.englasteinar.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, tengda-
sonar, afa og langafa,
GÍSLA S. GÍSLASONAR
hafnarstjóra,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir til Friðbjörns Sigurðssonar læknis,
starfsfólks á deild 11B Landspítalanum við Hringbraut og starfsfólks
á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Guðrún María Jóhannsdóttir,
Jóhann Pétur Gíslason, Sigríður Þorgeirsdóttir,
Gísli Gíslason, Bergrós Guðmundsdóttir,
Guðmundur Rafnkell Gíslason, Guðrún Smáradóttir,
Heimir Berg Gíslason, Sólrún Hansdóttir,
María I. Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
VALGERÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Skógarbæ,
Árskógum 2,
Reykjavík.
Þorsteinn A. Jónsson, Martha Á. Hjálmarsdóttir,
Helgi Jónsson, Jónína Sturludóttir,
Þórður Jónsson, Jytte Fogtmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar elskulegs bróður okkar, mágs og
frænda,
GUÐMUNDAR HALLDÓRS ATLASONAR
flugumsjónarmanns,
Boðagranda 7,
Reykjavík,
sem jarðsunginn var frá Háteigskirkju í Reykjavík mánudaginn 29. júní.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki gjörgæsludeildar
Landspítalans í Fossvogi, Reykjalundar og hjúkrunarheimilisins
Skógarbæjar.
Lárus Atlason, Nanna Guðrún Zoëga,
Atli Helgi Atlason, Ingibjörg Gréta Gísladóttir,
Dóra Elín Atladóttir Johnsen, Birgir Bárðarson
og frændsystkini.