Morgunblaðið - 12.07.2009, Page 31

Morgunblaðið - 12.07.2009, Page 31
Velvakandi 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Grettir LÆKNIRINN ER MEÐ SJÚKLING HJÁ SÉR Í AUGNABLIKINU... GET ÉG TEKIÐ SKILABOÐ? AHA?... ÚT AÐ BORÐA Í KVÖLD?... HVAR?... ÞARF HÚN AÐ VERA FÍN?... KLUKKAN HVAÐ?... ÆTLAR ÞÚ AÐ KOMA MEÐ BLÓM?... HVER ER ÁSETN- INGUR MINN? GÓÐUR RITARI Kalvin & Hobbes ÉG ÆTLA AÐ LÆRA AÐ HJÓLA ÞÓ ÞAÐ VERÐI MITT SÍÐASTA VERK SVONA, LÁTTU VAÐA ERTU DAUÐUR? EKKI ENNÞÁ... BARA MJÖG ILLA MEIDDUR Kalvin & Hobbes HÉR KEMUR SOLLA. ÉG ÆTLA AÐ FLEYGJA Í HANA KÖNGLI Kalvin & Hobbes MARK! SPILUM EINHVERN ANNAN LEIK Hrólfur hræðilegi BÍDDU HRÓLFUR! ÞÚ VARST AÐ BORÐA! ÞÚ ÆTTIR EKKI AÐ FARA AÐ SYNDA FYRR EN EFTIR KLUKKUTÍMA ÉG VEIT... EN ÉG ER TILBÚINN AÐ TAKA ÁHÆTTUNA !! Gæsamamma og Grímur MJÖG FLOTT HJÁ ÞÉR, CLARK! NÚNA SKALT ÞÚ SETJA HANN AFTUR Á SINN STAÐ DAGMAMMAN Í SMALLVILLE Ferdinand Á MIKLATÚNI er jafnan líf og fjör í góðu veðri, því þar gera börn sem full- orðnir sér glaðan dag. Stundum sést til hópa veiðimanna sem æfa sig með stangirnar og víkingahópa sem berjast með miklum látum. Á myndinni má sjá ungmenni úr vinnuskólanum bregða sér í boltaleik. Morgunblaðið/Heiddi Líflegt við Kjarvalsstaði Sóðaskapur í Strætóskýlum ÉG ER ein af þeim sem verð að nota strætó og mér ofbýður svo sóða- skapurinn í strætóskýl- unum, sérstaklega hjá Kringlunni og Lækj- artorgi. Þau er aldrei þrifin, í skýlunum eru glerbrot, sígarettu- stubbar og alls konar drasl og skýlin sjálf allt- af mjög skítugt. Síðan sé ég að fólk hrækir í skýlin þannig ég fæ mig aldrei til að standa inni í þeim. Það er borginni til skammar að bjóða fólki upp á þetta. Strætófarþegi. Lífsleiknikennsla frá sjónarhorni ungmenna Í NOKKUR ár hafa verið stafrækt ungmennaráð í Reykjavík af ÍTR. Þar er vettvangur fyrir ungt fólk til að koma skoðunum sínum á fram- færi. Upp kom umræða á ungmenn- aráðsfundum um ósamræmi í lífs- leiknikennslu í grunnskólum. Því ákváðu tveir starfsmenn úr ung- mennaráði Breiðholts að koma á fót sumarhópi til að vinna að því að safna upplýsingum um lífsleiknikennslu krakka á aldrinum 14-16 ára. Fengnir voru krakkar úr ung- mennaráðum Reykjavíkurborgar og aðrir metnaðarfullir unglingar á aldr- inum 15-17 ára til þess að vinna að þessu verkefni í sumar. Við byrjuðum á því að skoða nám- skrána í lífsleikni og komumst að því að hún er ekkert í líkingu við þá kennslu sem við höfum fengið. Síðan hófumst við handa við að semja spurningar sem voru í samræmi við þær upp- lýsingar sem við vildum ná fram. Við æfðum kynningar á okkur sjálfum og verkefninu og fórum síðan að hitta vinnuskólahópa. Ásamt því að taka krakkanna í viðtöl fórum við með þau í leiki til að hrista hópinn saman, tókum upp stutt myndskeið og leyfðum þeim að spreyta sig á því að gera teiknimyndasög- ur. Með þessu erum við bæði að afla upplýsinga um lífsleiknikennsluna og lífga upp á garðavinnuna. Emilía Agnes Þorsteinsd., Hrafnkell Ásgeirsson og Lóa Björk Björnsd. Týndur páfagaukur DÍSARFUGLINN Mowgli flaug út heiman frá sér í Hæðarseli í Selja- hverfi síðastliðinn sunnudag, 5. júlí. Hún er grá og gul með kamb og app- elsínugular kinnar. Þrátt fyrir aug- lýsingar og mikla leit hefur hún ekki enn skilað sér heim og hennar er sárt saknað. Hún gæti í rauninni verið hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu og viljum við biðja fólk að líta í garðana hjá sér og upp á húsþök. Ef einhver hefur séð til hennar eða jafn- vel bjargað henni inn, vinsamlegast hringið í síma 823-6829 eða 822-5382. Fundarlaun.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Til leigu Einimelur: Höfum til leigu um 400 fm glæsilegt einbýlishús við Einimel. Húsið skiptist í glæsilegar stofur, 4-5 svefnherbergi, tvö baðherbergi o.fl. Bílskúr. Falleg lóð. Á jarðhæð er 2ja herbergja íbúð sem mætti sam- nýta eða leigja út frá sér. Æskilegur leigutími 2-4 ár. Skuggahverfi: 3ja herbergja ca 140 fm íbúð við Vatnsstíg 15 ásamt geymslu og stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin leigist með húsgögnum og öllum húsbúnaði. LAUS NÚ ÞEGAR. Ránargata: Glæsilegt penthouse í miðbæ Reykjavíkur. Ca 175 fm íbúð á tveimur hæðum. Íbúðin leigist með húsgögnum. Granaskjól: Falleg 2ja herbergja íbúð í þríbýlishúsi við Granaskjól. Íbúðin leigist með húsgögnum frá ágúst eða sept. n.k. til janúar 2010. Verð 110.000 kr. á mánuði. Upplýsingar gefur Hilmar Þór Hafsteinsson löggiltur leigumiðlari hjá Eignamiðlun ehf í síma 824-9098 eða Hilmar@eignamidlun.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.