Morgunblaðið - 12.07.2009, Síða 32
32 MenningGENGISVÍSITALA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
Þrátt fyrir að liðsmenn Skítamórals séu einungis rétt rúmlega þrítugir fagnar hljómsveitin 20 ára
starfsafmæli sínu í vetur. Á toppi síns ferils voru böll sveitarinnar svo vinsæl að dæmi eru um að
þjóðvegurinn hafi hreinlega stíflast að balli loknu eins og gerðist eftir ball í Hreðavatnsskála árið
1999. Í tilefni þess að sveitin gaf nýverið út lagið Sönn skoðum við feril sveitarinnar frá upphafi.
Gengisvísitala
Skítamórals
Skítamórall ætlarað fagna 20 ára
afmæli sínu í haust
með órafmögnuðum
tónleikum þar
sem fjöldi gesta-
leikara kemur við
sögu. Lögin verða
útsett fyrir strengi og
blásturshljóðfæri og
tónleikarnir hljóðrit-
aðir. Stefnt er á að
gefa út tónleikaplötu
fyrir næstu jól.
6
Þeir Arngrímur Fannar Haraldsson, Gunnar Ólason, Herbert Viðars-son og Jóhann Bachmann voru einungis 14 ára þegar sveitin var stofnuð
á Selfossi í desember
1989. Fyrsta æfingar-
húsnæðið var í kjallara
gagnfræðaskólans á
Selfossi þar sem þeir æfðu
þungarokkslög. Hálfbróðir
Adda Fannars, Einar
Bárðarson, stakk upp
á nafninu Skítamórall.
Lög Led Zeppelin, Uriah
Heep og Deep Purple
voru æfð.
Fyrsta breiðskífan Súperer unnin í flýti og gefin út
af liðsmönnum sjálfum. Árni
Matt hér á Morgunblaðinu
var ekki hrifinn. Segir
m.a. í dómi hans; „Tónlist
Skítamórals gengur örug-
glega prýðilega í ballgesti,
sem gera ekki
kröfur um listræna spennu, stígandi og átök. Utan þeirrar
umgjarðar eru þau sérkennilega gamaldags og úr takti við það
sem hæst ber. Þannig hefur lítið borið á frumsaminni íslenskri
tónlist í útvarpi í sumar og bendir ekki til þess að það sé mikið á
seyði. Súper Skítamórals er ekki til þess fallin að breyta því.“
Einar Ágúst gekktil liðs við sveitina
í kringum útgáfu plöt-
unnar Tjútt. Hann kom
inn sem ásláttarleikari,
gítarleikari og söngvari
en með tíð og tíma stal
hann sviðsljósinu meira
og meira af Gunna Óla.
Á fjórðu plötu sveitar-
innar var Einar Ágúst
orðinn mun fyrirferðar-
meiri í fjölmiðlum en
Gunni.
321
Lagið Farin kemurút og lagahöfundur
þess Einar Bárðarson
tekur við umboðs-
mennsku sveitarinnar. Á
stuttu tímabili var sveitin
óneitanlega vinsælasta
poppsveit landsins. Platan
Nákvæmlega kristallaði
vinsældir þeirra með því
að fara yfir gullmúrinn.
Platan er enn í dag sú
eina sem sveitin hefur selt
í yfir 5000 eintökum.
4
Skítamórall hættir skyndilega á toppi ferils síns. Aðdáendururðu miður sín en þungarokkararnir fögnuðu. Samkvæmt
liðsmönnum var
komin gífurleg þreyta
innan sveitarinn-
ar eftir stöðuga
spilamennsku í fimm
ár. Einnig virðist vera
sem töluverð spenna
hafi verið á milli liðs-
manna á þessum tíma
en enginn þeirra hefur
viljað tjáð sig ítarlega
um málið.
5
Gr
af
ík
:M
or
gu
nb
la
ði
ð/
El
ín
Es
th
er
‘89 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘08‘07 ‘09
Goðsögn
Fræg að
endemum
Alræmd
Illa þokkuð
Óþekkt
700
eintök
1.000
eintök
7.500
eintök
3.000
eintök 2.500
eintök 2.000
eintök
Mars’ 92: Komast í úrslit
Músíktilrauna en lúta í lægra
haldi fyrir Kolrössu Krók-
ríðandi. Hætta skömmu eftir
það á meðan Addi og Hebbi
ferðast um heiminn.
Okt´94: Hljómsveitin
tekur upp þráðinn á ný
og breytir um stefnu.
Snemma ´95: Taka upp sitt fyrsta lag
í hljóðveri. En það var þeirra útgáfa af
Tannpínupúkanum sem kom fyrst út
á barnaplötu Gláms og Skráms.
Sumar ´95: Fá sitt fyrsta
alvöru breik þegar Sálin
býður þeim að spila með
sér á böllum í pásum.
Ágúst ´95: Er ein
af aðalsveitunum á
Fjölskyldumótinu í
Galtalækjarskógi.
Snemma ´96: Sveitin hljóðritar
í einum grænum fyrstu plötu
sína Súper. Árni Matt gefur
plötunni falleinkunn í Morgun-
blaðinu en sveitin eykur þó
hróður sinn á ballmarkaðnum.
Snemma ´97: Önnur
plata sveitarinnar,
Tjútt, kemur út. Ný
útgáfa lagsins Sæla
verður vinsælt í útvarpi.
Skjóttu mig og Gypsy
Kings syrpan fylgja í
kjölfarið.
Haust ´97: Einar Ágúst gengur
til liðs við sveitina sem ásláttar-
leikari, gítarleikari og söngvari.
Vor ‘98: Skítamórall
sleppir út laginu Farin
eftir Einar Bárðar
og verður í kjölfarið
vinsælasta hljómsveit
landsins.
Vor 2000: Einar Ágúst og
Telma fara í Eurovision með
lagið Tell Me. Einar vekur
athygli fyrir að koma fram í
pilsi. Lagið endar í 12. sæti.
Vor 2000: Skífan
kaupir útgáfuréttinn
að öllum plötum
Skítamórals. Gefa
út lögin Ennþá og
Með þér á safnplötu
Skífunnar sem voru
rándýr í vinnslu.
Vor 2000:
Skítamórall
verðlaunuð fyrir
Myndband ársins á
Hlustendaverð-
launum FM957.
Haust 2000: Þrátt
fyrir gífurlega vel-
gengni hættir hljóm-
sveitin skyndilega.
Þreyta á meðal liðs-
manna olli slitunum.
Vor 2001: Jóhann Bachmann fer í
Írafár og nælir sér í söngkonuna Birgittu
Haukdal.
Vor 2001:
Gunni Óla fer ásamt
Kristjáni Gíslasyni
í Eurovision með
lagið Angel. Dúettinn
kallaði sig Two
Tricky og þeir enda í
23. sæti.
Vor 2001:
Gunni Óla stofnar
hljómsveitina Plast.
Addi Fannar og
Hebbi skipta um gír
í koverlagasveitinni
Boogie Knights.
Vor 2003: Skítamórall kemur
saman aftur og tekur lagið á
Hlustendaverðlaunum FM957.
Talað um glæsilega endurkomu.
Haust 2003: Sveitin gefur út
safnplötu er inniheldur öll vin-
sælustu lögin. Nær ekki gullsölu.
2004: Einar Ágúst hættir í
Skítamóral fyrir fullt og allt.
Segir frá dópneyslu sinni í
opinskáu viðtali við DV og hyggur
á sólóferil.
2005: Hljómsveitin gefur út
fimmtu breiðskífu sína, Má ég
sjá, sem fer lítið fyrir.
2008: Skítamórall gefur út
ádeilulagið Allt fyrir peninginn
korteri fyrir bankahrun. Textinn
þykir ekki við hæfi eftir fall
íslensk efnahagslífs og lagið fær
enga spilun.
2009: Gunnar Þór fyrrum
gítarleikari Sóldaggar gengur
til liðs við sveitina. Gunni Óla
leggur frá sér gítarinn og ein-
beitir sér alfarið að söngnum.
2009: Sveitin gefur út lagið
Sönn á safnplötunni Sumar
á Íslandi og fær sæmilega
útvarpsspilun.
Haust 2009: Sveitin hyggur
á að halda og hljóðrita
órafmagnaða tónleika til þess
að fagna 20 ára afmælinu.
Plata kemur út í haust.
Des´89: Hljómsveitin
stofnuð á Selfossi sem
þungarokkssveit. Einar
Bárðar stingur upp á
nafninu.
Sumar ´98: Langvin-
sælasta plata sveitarinnar,
Nákvæmlega, kemur út
og fer í gull.
Sumar ´98: Liðsmenn gera samning við
Heklu bílaumboð og fá allir glæsibifreiðir í
kjölfarið. Númeraplötur þeirra vöktu athygli en
þær voru Skímó 1, Skímó 2 og svo framvegis.
Haust ´98: Heimildar-
mynd um Skítamóral
sýnd á Stöð 2 við góðar
undirtektir.
Vetur ´98: Mikael Torfason skrifar bók
um hljómsveitina sem er full af glans-
myndum í stíl við erlendar strákasveitir.
Glamúrtímabil Skítamórals nær hámarki.
Vor ´99: Skítamórall
valinn hljómsveit
ársins á Hlustenda-
verðlaunum FM957.
Sumar ´99: Fjórða breiðskífa
sveitarinnar kemur út en hún var
samnefnd sveitinni. Langdýrasta
plata sveitarinnar sem skilaði af
sér slögurunum Fljúgum áfram,
Hey, Einn með þér og Svífum.
Nær ekki gullsölu.
= Hljómsveitin starfar ekki
1
2
3
4
5
6