Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 33
Menning 33TÓNLIST
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
BRÁK eftir Brynhildi Guðjónsdóttur (Söguloftið)
BANDIÐ BAK VIÐ EYRAÐ (HVÍTISALUR)
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
Fim 23/7 kl. 21:00 Tónleikar
Sun 12/7 kl. 16:00 Ö
Lau 18/7 kl. 16:00
Sun 26/7 kl. 16:00
Lau 8/8 kl. 20:00
Sun 16/8 kl. 16:00
Lau 22/8 kl. 20:00
Sun 30/8 kl. 16:00
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 landnamssetur@landnam.is
bíó að horfa á nýja tónleikamynd
Bjarkar.
Eins og í öðrum verkefnum
Weird Girls treystu stúlkurnar
Kitty algjörlega fyrir framkvæmd-
inni og mættu á tökustað án þess
að vita hvað ætti að mynda eða í
hvernig aðstæður og klæðnað þær
yrðu settar. Tökur tóku einn dag.
Samstarf Weird Girls og Agent
Fresco var að frumkvæði hljóm-
sveitarinnar er heillaðist mjög af
myndbandinu sem hópurinn gerði
við lag Emilíönu Torrini.
„Hljómsveitin er mjög hrifin.
Þeir mættu á tökustað og voru
hoppandi um af gleði.“
Kitty á von á stúlkubarni í lok
ágúst eða byrjun september og
hefur því ákveðið að leggja ekki í
önnur verkefni fyrr en eftir fæð-
inguna. Þrjú verkefni eru þó þegar
á teikniborðinu. „Ætli ég geri ekki
næsta verkefni í desember eða jan-
úar. Það fer bara eftir því hvernig
gengur með barnið.“ biggi@mbl.is
UNDRAVERÐI stúlknahópurinn
Weird Girls sleppti lausu á netið á
föstudag nýju myndbandi sem hóp-
urinn gerði fyrir lag Agent Fresco,
Eyes of a Cloud Catcher. Þetta er
áttunda vídeóverk Weird Girls-
listahópsins en að þessu sinni leik-
stýrir forstýran Kitty von Some-
time sjálf þrátt fyrir að hreyfigeta
hennar hafi verið takmörkuð en þá
var hún komin sex mánuði á leið.
Hún lét þungunina þó ekki aftra
sér frá því að taka þátt í dans-
atriðum myndbandsins og sker sig
úr glimmerlögðum hópnum með
fallega bumbu.
„Ég sá um að gera tökulistann
og danssporin og svoleiðis,“ segir
Kitty sem svaraði kalli blaða-
manns, þrátt fyrir að vera stödd í
Agent Fresco Myndbandið er án efa besta verk Weird Girls til þessa.
Ófrísk í glimmergalla
Myndband Weird
Girls við lag Agent
Fresco er tilbúið.
Þær eru ólíkar þessar stúlkur– Little Boots nútímalegtrafeindaskotið popp, glamúr
og glimmer, Florence & the Mach-
ine lágstemmdari músík, íburð-
armikið indípopp, og svo er það La
Roux með sína kuldalegu nýbylgju,
eins og klippt út úr Bravoblaði fyrir
tuttugu árum eða svo. Allar eru
þær forvitnilegar þessar þrjár,
hver á sinn hátt, og allar frábærar
söngkonur, en sú síðasttalda virðist
ætla að skáka stöllum sínum hvað
vinsældir varðar.
Fyrir stuttu kom út frumraun La
Roux samnefnd henni, og fór beint
inn á breska breiðskífulistann og
situr sem stendur í öðru sæti listans
á uppleið, ekki síst fyrir nýjustu
smáskífuna af plötunni, Bulletpro-
of, sem hefði eins getað verið á
Dare, meistaraverki Human
League.
Lengi í gang
La Roux er listamannsheiti
Eleanor „Elly“ Jackson, sem reyndi
að hasla sér völl sem þjóðlaga-
söngkonan La Roux undir lok síð-
ustu aldar en gekk ekki nema miðl-
ungi vel. Þegar hún kynntist
upptökustjóranum Ben Langmaid
fóru hjólin að snúast þó að þau hafi
reyndar snúist hægt framan af; það
tók þau La Rox og Langmaid hálft
fimmta ár að berja saman breið-
skífu og fyrstu viðbrögð við tónlist-
inni voru ekki til að hrópa húrra
fyrir því smáskífan Quicksand sem
kom út í fyrra rétt skreið inn á
smáskífulistann breska og hvarf
jafn skjótt sjónum manna.
Þetta setti eðlilega smá strik í
reikninginn, stórt strik reyndar því
útgáfa þeirra sagði upp plötusamn-
ingi í kjölfarið. Þar á bæ naga menn
þó sig þó væntanlega handarbökin,
því næsta smáskífa, In For the Kill,
gekk bráðvel og síðan Bulletproof,
sem fór á toppinn í Bretlandi eins
og getið er. Breiðskífan hefur svo
selst í ríflega 200.000 eintökum sem
þykir gríðarlega gott nú á tímum.
Ímyndin umdeild
Ímynd La Roux geri rsitt til að
halda henni í sviðsljósinu. Hún er
nefnilega með óvenjulegan fata-
smekk, klæðist nánast eins og karl-
maður en þó ekki – er einhvers
staðar á milli karls og konu, auk-
inheldur sem hárgreiðslan er sér-
kennileg sem sjá má á meðfylgjandi
mynd. Við það bætist svo að hún er
ófeimin við að láta í sér heyra og
sumar yfirlýsingar heldur glanna-
legar, eins og sú að konur í ofbeld-
issambandi geti engum um kennt
nema sjálfum sér, þ.e. þær sem ekki
slíti sambandinu.
Allt er þetta til þess fallið að
styrkja ímynd hennar; útlit, skoð-
anir og mælska leggjast á eitt, en
það er samt músíkin sem gerir
gæfumuninn og óhætt að spá henni
miklum frama á næstu árum.
Kuldaleg nýbylgja
Stjarna Breska söngkonan Eleanor
Jackson sem kallar sig La Roux,
þykir mikið efni.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson
Í upphafi árs er til siðs
að spá fyrir um hvað-
eina, þar á meðal hvaða
listamenn eigi eftir að
slá í gegn á árinu. Svo
bar við í Bretlandi að
þar voru menn nokkuð
sammála um að þrjár
stúlkur myndu slá í
gegn árið 2009; Little
Boots, Florence and the
Machine og La Roux.
FLORENCE Welch átti
nokkuð hefðbundið tón-
listaruppeldi, var söng-
elsk og komst í skólakór-
inn. Sjö ára gömul var
hún farin að syngja í fjöl-
skylduboðum og ellefu
ára byrjaði hún söng-
nám.
Sem unglingur stofn-
aði hún pönksveit með
stöllum sínum en fór síð-
an að flytja hefðbundn-
ara indípopp með mis-
jöfnum árangri.
Tónlistin var býsna til-
raunakennd, ef marka má það sem finna má á netinu af
gömlum uppákomum, en aðaláherslan var á magnaðan
sönginn.
Fyrir ári eða svo komst Welch svo í samband við þekkt-
an plötusnúð breskan sem tók hana og sveitina að sér,
slípaði til og kom henni í sviðsljósið. Sýnilegasti afrakstur
þess var lagið „Kiss with a Fist“ sem naut talsverðrar
hylli í vor, fágað indípopp en ekki svo frumlegt. Laginu
var þó vel tekið og mikil eftirvænting hefur verið eftir
fyrstu breiðskífunni, Lungs, sem kom út á fimmtudaginn.
Florence Welch Sem rekur
Florence and the Machine.
Florence and the
Machine LITTLE Boots er lista-
mannsnafn Victoriu
Christinu Hesketh sem
er búin að vera nokkurn
tíma að koma sér í
sviðsljósið. Hún hóf sinn
söngferil með því að
taka þátt í Pop Idol fyr-
ir níu árum, þá sextán
ára gömul, og hefur
verið að síðan.
Hún er liðtækur
hljóðfæraleikari, verð-
launuð fyrir píanóleik
sem barn og einnig há-
skólamenntuð í tónlist-
arfræðunum.
Eftir idolkeppnina
gerðist Hesketh söngkona í djassbandi en stofnaði svo
stúknasveit sem einbeitti sér að rafpoppi og hefur hald-
ið sig við þá gerð tónlistar. Á endanum hóf hún svo
sólóferil undir nafninu Litte Boots.
Rafpoppsveitin Dead Disco gaf út smáskífur og flutt-
ist síðan til Los Angeles til að slá í gegn, en þá var He-
sketh orðin óánægð með hvert stefndi og gekk úr sveit-
inni til að sinna eigin músík undir nafninu Little Boots.
Fyrsta breiðskífan, Hands, kom svo út fyrir mánuði og
hefur selst vel í Bretlandi.
Victoria Christina He-
sketh Tók sér nafnið
Little Boots.
Little Boots
Á MEÐAN þau hjónakorn Ozzy og Sharon
Osbourne horfðu, líkt og margir aðrir, á
minningarathöfnina um Micahel Jackson í
sjónvarpinu gerðist sá leiði atburður að
sléttuúlfur í nágrenni við heimili þeirra í
Los Angeles át hundinn þeirra.
Hjónin munu vera miður sín yfir dauða
hundspottsins, sem kallaðist Little Bit. Þau
geta kannski huggað sig við það að 17
hundar munu nú vera eftir á Osbourne-
heimilinu.
Sléttuúlfur át hundinn
Ozzy og Sharon Osbourne.