Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009
HEIMSFRUMSÝNING!
SACHA BARON COHEN SNÝR AFTUR Í EINHVERRI
SNARKLIKKUÐUSTU OG FYNDNUSTU MYND SÍÐARI ÁRA
MYND SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF
„BETRI EN BORAT. HHHH
COHEN ER SCHNILLINGUR!“ – T.V. KVIKMYNDIR.IS
„Þið sem að héldu að The Hangover væri það fyndnasta sem komið
hefur út árið 2009, bíðið bara og sjáið hvað Brüno gerir af sér“
– T.V. - kvikmyndir.is
ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA
á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
BRUNO kl. 2D - 4D - 6D - 8D - 9D - 10D - 11D - 12D 14 DIGITAL
TRANSFORMERS 2 kl. 3D - 6D 10 DIGITAL
THE HANGOVER kl. 4 - 6 - 8- 10:20 12
HANNAH MONTANA kl. 2 L
CORALINE m. ísl. tali kl. 13D (síðasta sýning) L DIGTAL 3D
BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8D - 8:30 - 10:10D - 10:30 14 DIGTAL ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L
BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LÚXUS VIP THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:30 - 10:20 - 10:50 12
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8 - 10:50 10 DIGTAL
ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L DIGTAL 3D
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
HANN er kannski ekki svo þekktur utan síns
sviðs en gospelsöngvarinn, lagahöfundurinn
og presturinn Andraé Crouch er vissulega
mikils metinn í tónlistarbransanum. Ein-
hverjir sáu hann og kór hans ef til vill syngja á
minningarathöfninni um Michael Jackson er
sjónvarpað var um allan heim í vikunni. Lag
Andraé, „Soon and very soon“, var einmitt not-
að sem upphafsatriði minningarhátíðarinnar.
Nú gefst Íslendingum tækifæri á að sjá
hann á tónleikum hér en hann kemur fram í
Örkinni við Kirkjulækjarkot í Fljótshlíð ásamt
Gospelkór Reykjavíkur og Gospelkór Fíladel-
fíu undir stjórn Óskars Einarssonar 2. ágúst
næstkomandi.
„Hann kom til Íslands árið 1997 eftir að ég
hitti umboðsmann hans fyrir algjöra tilviljun í
Noregi,“ svarar Óskar, aðspurður um hvernig
hann hafi komist í samband við þennan merka
mann. „Ég lýsti þá yfir áhuga yfir því að fá
hann hingað og það gekk eftir. Ég er búinn að
halda upp á þennan tónlistarmann frá því að
ég var krakki. Ég hef lifað og hrærst í hans
tónlist alla mína ævi.“
Guðdómleg ferilskrá
Ferilskrá Andraé er hreint út sagt guð-
dómleg. Hann var góðvinur Michaels Jackson
og útsetti m.a. fyrir hann kórsöng í laginu
„Man in the Mirror“. Slíkt hið sama gerði hann
fyrir „Like a Prayer“ en þá með Madonnu.
Sem góðvinur Quincys Jones sá hann um allar
söngútsetningar í Óskarsverðlaunamyndinni
The Colour Purple er skartaði Whoopi Gold-
berg í aðalhlutverki.“
„Eftir þessa komu hans árið ’97 höfum við
haldið góðu sambandi. Ég fór út til Los Ang-
eles með kórinn minn þar sem við héldum
saman tónleika. Svo kom hann í fyrra. Eftir
það vildi hann endilega fá okkur til þess að
syngja með sér á tónleikahátíð í Noregi sem
er núna í ágúst. Í framhaldi af því vildum við
slá tvær flugur í einu höggi og fá hann aftur
hingað.“
Meira um Michael Jackson
Óskar hefur ekki rætt við Andraé eftir að
Jackson vinur hans dó. Hann las þó um það í
blöðunum að poppkóngurinn hefði leitað til
hans tveimur vikum fyrir dauða sinn með hug-
myndir um frekara samstarf um það sem átti
að verða næsta plata popparans. „Jackson vildi
fá Andraé til þess að hjálpa sér við að gera tón-
listina á nýju plötunni andlegri. Hann fór víst
tvívegis heim til Jacksons nokkrum vikum fyr-
ir dauða hans. Hann hefur því greinilega verið
kominn aftur yfir á gospelnóturnar. Crouch er
mikill lærifaðir og allir líta mikið upp til hans
sem eru í þessum bransa um allan heim.“
Miðasala á tónleika Crouch og Gospel-
kóranna tveggja er hafin á hljomar.is.
Reuters
Söngvarinn Andraé Crouch.
Gospelsöngvari Jacksons
Kór Andraé Crouch sést hér syngja á minningarathöfninni um Michael Jackson.
Gospelsöngvarinn
Andraé Crouch heldur
tónleika á Íslandi um
Verslunarmannahelgina