Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 193. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast 16°C | Kaldast 9°C
Austlæg átt, 3-10
m/s eða hafgola. Skýj-
að að mestu SA- og A-
lands, annars víða létt-
skýjað . »8
SKOÐANIR»
Staksteinar: Alþingi höggvi á
hnútinn
Forystugrein: Þorskur í sjó
Pistill: Angist þjóðar og óvissa
Reykjavíkurbréf: Lýðræði á tímum
efnahagshamfara
Ljósvakinn: Fyrirtaks rassahúmor
Margmiðlunarmiðstöð í vasann
Bonsai á básinn
ATVINNA»
VEFSÍÐA»
Á vefsíðu vikunnar kenn-
ir ýmissa grasa. »37
Sjötta myndin um
Harry Potter verður
frumsýnd hér í vik-
unni. Hann hefur
tekið talsverðum
breytingum. »36
KVIKMYNDIR»
Meiri Harry
Potter
FÓLK»
Lady Gaga eyðir öllu í
búningana sína. »39
TÓNLIST»
Skrýtnar stúlkur gerðu
myndband. »33
Sæbjörn Valdimars-
son var ánægður
með nýjustu mynd
Kathryn Bigelow
sem segir frá
sprengjusveit. »39
Sprengjur
og hasar
KVIKMYND»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ekkert stendur eftir í kvöld
2. Reykjalundur-plastiðnaður í þrot
3. Hótelrekstur á ekki að vera í …
4. Feginn að ekki urðu slys …
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sögulegt hlaup Maraþonhlaupararnir leggja í’ann og eins gott að fylgjast vel með því hvað tímanum líður.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„ÞETTA er stórkostlegur dagur;
sögulegur dagur,“ sagði kynnirinn,
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, um það
bil sem skotið var af byssu klukkan
níu í gærmorgun á hinum nýja og
glæsilega íþróttaleikvangi Akureyr-
inga á félagssvæði Þórs í Glerár-
hverfi. Fyrsta maraþonhlaupið í
Eyjafirði var hafið. Þetta er líka í
fyrsta skipti sem maraþonhlaup fer
fram í tengslum við Landsmót Ung-
mennafélags Íslands.
Þriðji keppnisdagur landsmótsins
hófst klukkustund fyrr þegar fjórir
maraþonhlauparar lögðu af stað frá
sama stað; þeir sem ætluðu sér að
hlaupa vegalengdina á meira en fjór-
um og hálfri klukkustund.
Gunnlaugur einn keppenda
Um er að ræða hið árlega Akur-
eyrarhlaup Ungmennafélags Akur-
eyrar en það er nú fellt inn í dagskrá
Landsmóts UMFÍ sem kynningar-
grein. Hlaupið er þó ekki hluti stiga-
keppni mótsins.
Lengsta vegalengd Akureyrar-
hlaupsins til þessa var hálft mara-
þon en í tilefni 100 ára afmælis
landsmótsins var ákveðið að bjóða
upp á heilt maraþon og þeir sem
tóku þátt í þeirri keppni voru hvorki
fleiri né færri en 50.
Á meðal keppenda var Gunn-
laugur Júlíusson, sem kom til Akur-
eyrar í fyrrakvöld eftir sex daga
hlaup frá Reykjavík. Á þeirri leið
hljóp hann um það bil eitt og hálft
maraþon daglega og ákvað að skella
sér rúmlega 42 kílómetra í viðbót í
þessari sögulegu keppni.
Veðrið lék við maraþonhlaup-
arana, sól skein í heiði þegar þeir
lögðu af stað, ekki hreyfði vind og
næsti hitamælir sýndi 14 gráður.
Skemmtiskokkarar í Akureyrar-
hlaupinu hlupu svokallaðan Skarðs-
hlíðarhring í Glerárhverfinu en
hlauparar í 10 km, hálfu og heilu
maraþoni hlupu fyrst sama hringinn
um bæinn, tveir síðastnefndu hóp-
arnir svo aukahring á Oddeyri og
síðan lá leiðin suður Drottningar-
braut og Eyjafjarðarbraut vestari.
Snúið var við í hálfu maraþoni við af-
leggjarann upp í Kjarnaskóg en þeir
sem ætluðu kílómetrana 42 og 195
metrum betur sneru við skammt
fyrir innan bæinn Stokkahlaðir í
Eyjafjarðarsveit.
Þetta er stórkostlegur dagur
Veðrið lék við
maraþonhlaup-
arana í Eyjafirði
GOSPELSÖNGVARINN, lagahöf-
undurinn og presturinn Andraé
Crouch er væntanlegur hingað til
lands til tónleikahalds.
Crouch var góðvinur Michaels
heitins Jacksons og söng meðal
annarra á minningarathöfn um
söngvarann sem fram fór í síðustu
viku. Lag Crouch, „Soon and very
soon“, var einnig leikið í upphafi at-
hafnarinnar.
Gospelsöngvarinn útsetti kór-
söng í lagi Jacksons, „Man in the
Mirror“, og hefur auk þess kórút-
setningar í lögum á borð við „Like a
Prayer“ með Madonnu á feril-
skránni. Þá sá hann um útsetningar
á tónlistinni í myndinni The Color
Purple.
Crouch kemur fram hér á landi á
tónleikum í Örkinni við Kirkjulækj-
arkot í Fljótshlíð um verslunar-
mannahelgina ásamt Gospelkór
Reykjavíkur og Gospelkór Fíladel-
fíu, undir stjórn Óskars Einars-
sonar.Gospelsöngvari Andraé Crouch.
Gospelsöngvari og góð-
vinur Michaels Jacksons
ÁÆTLA má að yfir 5 þúsund tonnum
af vatni úr Öxará hafi verið dælt yfir
eldinn í Hótel Valhöll í fyrradag. Það
dugði þó skammt því húsið var þann-
ig byggt að ekki var talið mögulegt að
bjarga því.
„Það var ekkert annað hægt að
gera en að reyna að drekkja þessu,“
segir Snorri Baldursson, varaslökkvi-
liðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Skiptar skoðanir eru um það hvort
rétt sé að byggja upp hótelrekstur á
sama stað á nýjan leik. | 2
Öxará dælt
á eldhafið
Landsmótinu á Akureyri verður
slitið í hádeginu í dag á íþrótta-
leikvanginum á Þórssvæðinu.
Fyrsta mótið var smátt í snið-
um, tók aðeins einn dag – 17. júní
1909 – en Jón M. Ívarsson, sögu-
ritari UMFÍ, segir reyndar að það
hafi alls ekki verið landsmót held-
ur fjórðungsmót Norðlendinga.
Fyrir löngu er hins vegar komin
hefð á að telja það til landsmóta.
Forsetinn, Ólafur Ragnar Gríms-
son, nefndi fyrsta mótið við setn-
ingu landsmótsins í fyrrakvöld;
hve merkilegur viðburðurinn var
og umfjöllun til merkis um að slík
keppni var nýstárleg. Hann vitnaði
í blaðið Norðurland, sem sagði um
knattspyrnuleik Akureyringa og
Húsvíkinga: „Akureyringar unnu 1
sinni í fyrri hluta leiks, en jafn-
leikið varð að öðru leyti.“
„Akureyringar unnu 1 sinni í fyrri hluta leiks“
Skoðanir
fólksins
’Samgönguráðherrann þarf að for-gangsraða verkefnum. Eftir hon-um er haft að Vaðlaheiðargöng ogsamgöngumiðstöð í Vatnsmýri komifyrst í forgangsröðinni vegna þess að
gögn um þessi mannvirki „séu svo
gott sem tilbúin“.
Getur verið að þetta sé eina röksemd-
in fyrir því að ráðherrann vill skipa
málum með þessum hætti?
ÞÓRÐUR VÍKINGUR FRIÐGEIRSSON
’Fljótlega mun þjóðin framleiðaeins mikið og hún getur. Þjóðinnimun verða greitt eins lágt kaup ogframast er unnt til að halda fram-leiðslukostnaðinum niðri. Það mun há-
marka afraksturinn úr verksmiðjunni
Íslandi. Það mun gera okkur kleift að
greiða niður lánin og taka ný. Í stað
þess að hagnaður okkar, vegna vinnu
okkar, fari í okkar vasa mun hann
streyma óhindrað í vasa lánardrottna
okkar.
GUNNAR SKÚLI ÁRMANNSSON
’Það hlýtur að vera æskilegt að ís-lensk lög séu á íslensku. Þauþurfa að vera íbúunum skiljanleg.Þetta frumvarp er óskiljanlegt vegnamálfarsins og þess að hugsunin sem
það er smíðað úr er í froðu. Kannski
skýrist það af því að til þess að hafa
„yfirumsjón með gerð frumvarpsins“,
eins og segir í opinberum gögnum, var
valinn sami maður og síðustu áratugi
hefur verið látinn krafla svo í kosn-
ingalögum að þau hafa stórlega versn-
að í hvert sinn sem hann hefur klórað í
þau. Ég bið dómsmálaráðherra, sem
leggja mun frumvarpið fyrir alþingi og
mæla mun fyrir því, að draga það til
baka, með þeim rökum að það sé
ógreinilegt, þvælið og ekki á íslensku;
það er munnfleipur.
ÚLFAR ÞORMÓÐSSON