Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 ALLS hafði 961 erlendur hlaupari skráð sig í gær til þátttöku í Reykja- víkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Hlaupararnir erlendu eru af 47 þjóðernum og hefur því nú þegar met verið slegið í fjölda þátt- tökuþjóða en í fyrra voru erlendir þátttakendur frá 44 löndum, að því er fram kom á blaðamannafundi Reykjavíkurmaraþons í gær. Þá voru alls 4.132 búnir að skrá sig í hlaupið og er um að ræða 5% fjölgun frá því á sama tíma í fyrra. Nokkrar nýjungar verða í Reykja- víkurmaraþoninu í ár. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðunni marathon.is hvernig hlaupurum gengur. Allir hlauparar í keppnisvegalengdunum hlaupa með sérstaka tímatökuflögu sem fest er í skóreimar þeirra. Tímatökutæki senda upplýsingar með símkortum á netið svo hægt sé að fylgjast með. Þeim sem hlaupa 10 km býðst nú aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum í hlaupinu. Fimm hrað- astjórar munu hlaupa 10 km á ákveðnum jöfnum hraða. ingibjorg@mbl.is Metfjöldi þátttökuþjóða í Reykjavíkurmaraþoninu Fylgst með tím- anum á netinu Morgunblaðið/Eggert Stjórnendur hlaupsins Knútur Óskarsson, Svava Oddný Ásgeirsdóttir, Jó- hanna Eiríksdóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir og Frímann Ari Ferdinandsson. Vilja lækka laun hand- hafa for- setavalds EFNAHAGS- og skattanefnd Al- þingis lagði í dag fram lagafrum- varp á Alþingi um að handhafar for- setavalds fái samanlagt fimmtung launa forseta þann tíma sem þeir fara með forsetavald um stund- arsakir. Samkvæmt núgildandi lög- um fá handhafar forsetavalds sam- tals jafnhá laun og forsetinn á meðan þeir fara með forsetavald. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu, að það sé liður í stefnu stjórnvalda að ná fram hag- ræðingu og sparnaði í ríkisrekstri. Greiðslur til handhafa forsetavalds hafa numið um 10 milljónum króna sl. fimm ár á núverandi verðlagi og lækka því í 2 milljónir verði störf handhafanna framvegis áþekk því sem verið hefur. Magnús Orri Schram, sem situr í efnahags- og skattanefnd, mælti fyrir frumvarpinu. Vigdís Hauks- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, segir frumvarpið brjóta gegn stjórnarskránni, sem kveði á um að óheimilt sé að lækka laun forseta Íslands. Svipuð sjónarmið komu fram hjá þingmönnum Sjálf- stæðisflokks. Þingnefndin mun taka málið til skoðunar fyrir aðra umræðu á þinginu. Fái fimmtung af launum forseta Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ÞORKELL SKÚLI Þorsteinsson, sólskins- drengur, hefur tekið töluverðum framförum í meðferð fyrir einhverfa hjá Halo-stofnuninni í höfuðborg Texas-ríkis, Austin. Þar býr hann nú með foreldrum sínum og tveimur bræðrum. „Hann bregst mjög vel við meðferðinni,“ segir Margrét Dagmar Eiríksdóttir, móðir Þorkels. Hann sé orðinn mun sjálfstæðari, með meira sjálfstraust og rólegri. „Hann hefur breyst mikið og hann er farinn að haga sér miklu betur,“ segir Margrét. Það geri honum fært að vera hluti af daglegu lífi fjölskyldunnar og taka þátt þegar hún gerir sér dagamun. Lýrískur, einlægur og skrifar sögur „Þessi meðferð gerir ráð fyrir að hann hafi eðli- lega greind jafnvel þó hann hagi sér allt öðruvísi,“ segir Margrét en Þorkell mun þegar líður á með- ferðina hefja nám í hefðbundnum skóla og nema þar sögu, stærðfræði og fleira. Um er að ræða svokallaða rapid prompting method-meðferð og með henni hefur Þorkeli meðal annars verið gert kleift að tjá sig með því að stafa orð. Meðferðin felur einnig í sér að skrifa stuttar sögur. „Hann er svo lýrískur, svo saklaus og ein- lægur,“ segir Margrét og að þær veiti fjölskyld- unni aukinn þrótt í baráttunni. „Þetta tekur tíma og við gerum okkur grein fyr- ir að hann verður alltaf mjög einhverfur,“ segir Margrét, árangurinn komi hægt og rólega og meðferðin sé ekki töfralausn. Hún geti hins vegar orðið til þess að einhverfir geti lifað sjálfstæðara lífi í samfélaginu – það sé mjög mikils virði. „Nú tölum við í rauninni ekki um hann heldur við hann,“ segir Margrét og kveður það mikla breytingu. Hún segir fjölskylduna fá að kynnast Þorkeli í fyrsta sinn eftir að hann fór að geta tjáð sig. „Hann virðist til dæmis vera ágætlega að sér í pólitík og fleira, sem við höfðum ekki hugmynd um,“ segir Margrét og hlær. Með tjáningunni seg- ir Margrét Þorkel stíga út úr því sem hún kallar fangelsi einhverfunnar. Laus úr „fangelsi einhverfunnar“  Pilturinn úr heimildamyndinni Sólskinsdrengur tekur framförum jafnt og þétt  Móðir Þorkels Skúla segir fjölskylduna í raun fá að kynnast honum í fyrsta sinn Mæðgin Margrét og Þorkell Skúli. VIÐ Laugalækjarskóla hefur verið byggð upp mjög góð aðstaða fyrir þá sem hugnast að leika sér á alls kyns hjólum. Krakkarnir hafa ekki látið sitt eftir liggja og leika allar sínar helstu kúnstir, hvort sem er á hjól- hestinum, hjólabrettinu eða einhverju öðru farartæki á hjólum. Línuskautarnir duga t.d. vel til leikja í slíkri aðstöðu og má ekki alveg kalla þá farartæki eins og hvað annað? Morgunblaðið/Eggert AÐSTAÐA TIL HJÓLABRELLNA ÍSLENDINGAR fá ekki annað tækifæri til að kanna hvort skyn- samlegra hefði verið að bregðast öðruvísi við hér á landi eftir 5 ár. Því er nauðsynlegt að nýta nú þegar all- ar færar leiðir til að vinna gegn nei- kvæðum afleiðingum efnahags- kreppunnar á heilsu og félagslega stöðu til að forðast heilsubrest og hamla gegn aukningu útgjalda á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins hefur unnið um sálfélagslega velferð barna á tímum efnahagsþrenginga. Skýrslan var kynnt á ráðstefnunni Velferð íslenskra barna – sóknar- færi á umbrotatímum, sem haldin var í gær, en starfshópurinn var skipaður af þáverandi heilbrigðis- ráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Í starfi hópsins var horft sérstaklega til reynslu annarra þjóða af svipuðu hruni og efnahagsþrengingum og hér urðu á liðnu hausti. Fá ekki annað tækifæri Morgunblaðið/Eggert Kreppa Nauðsynlegt er að huga að börnunum í kreppunni. JÓN Kristinsson, fyrrv. rakarameistari, lést að dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri á sunnudag- inn var, 93 ára að aldri. Jón fæddist 2. júlí 1916 á Kambfelli, Eyja- firði. Foreldrar hans voru Kristinn Stef- ánsson, verkamaður á Akureyri, og kona hans, Elínborg Jóns- dóttir. Jón tók próf í rak- araiðn 1941 og var rak- ari á Akureyri til 1965. Þá varð hann forstöðumaður dval- arheimilisins að Skjaldarvík og síð- ar Hlíðar. Jón var formaður íþróttafélags- ins Þórs 1941-44 og formaður Leikfélags Akureyrar í um tólf ár frá 1967. Í formannstíð hans steig leikfélagið það stóra skref að ger- ast atvinnuleikhús 1973. Hann var einnig formaður Náttúrulækninga- félags Akureyrar um tíma. Jón kvæntist Arnþrúði Ingimars- dóttur (f. 1918, d. 1993). Börn þeirra eru leikararnir Arn- ar og Helga og fóst- urdóttir ættleidd Arnþrúður táknmáls- túlkur. Í desember sl. var afhjúpaður minn- isvarði á Akureyri um meint umferð- arlagabrot Jóns, en brotið varð til þess að réttarskipan var breytt hér á landi og skilið með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdavalds. Jón var sakfelldur í Sakadómi Ak- ureyrar og dómurinn var stað- festur í Hæstarétti en Jón leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þegar ljóst varð að íslenska ríkið myndi tapa málinu í Strassborg leitaði það sátta við Jón. Andlát Jón Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.