Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis).Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Drepur fótsveppinn - þarf aðeins að bera á einu sinni ½½ Notaðu alla Lamisil Once® túpuna á báða fæturna til að forðast að sýkingin taki sig upp á ný Berðu Lamisil Once® á: á milli tánna, bæði undir þær og ofan á bæði á iljar og jarka 24h Til að ná sem bestum árangri skal ekki þvo fæturna í sólarhring 1 32 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 12 skúrir Lúxemborg 25 léttskýjað Algarve 29 léttskýjað Bolungarvík 13 skýjað Brussel 23 léttskýjað Madríd 36 heiðskírt Akureyri 12 skýjað Dublin 19 léttskýjað Barcelona 29 léttskýjað Egilsstaðir 12 léttskýjað Glasgow 19 léttskýjað Mallorca 31 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 10 rigning London 23 skýjað Róm 35 léttskýjað Nuuk 12 heiðskírt París 27 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Þórshöfn 12 léttskýjað Amsterdam 21 léttskýjað Winnipeg 14 alskýjað Ósló 18 þrumuveður Hamborg 21 skýjað Montreal 28 skýjað Kaupmannahöfn 20 skýjað Berlín 27 heiðskírt New York 32 heiðskírt Stokkhólmur 20 léttskýjað Vín 31 léttskýjað Chicago 24 skýjað Helsinki 17 skýjað Moskva 21 alskýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 18. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.31 3,3 10.42 0,8 16.55 3,9 23.20 0,6 5:30 21:35 ÍSAFJÖRÐUR 0.44 0,5 6.44 1,9 12.49 0,4 18.57 2,4 5:22 21:52 SIGLUFJÖRÐUR 2.46 0,4 9.12 1,2 14.54 0,5 21.11 1,4 5:04 21:35 DJÚPIVOGUR 1.33 1,7 7.38 0,5 14.11 2,1 20.29 0,6 4:56 21:07 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Austlæg átt, 8-13 m/s og rign- ing á N-verðu landinu, en hæg- viðri og smá skúrir syðra. Hiti 10 til 16 stig. Á fimmtudag Gengur í norðan 8-13 m/s með rigningu víða um land, en hæg- ara og úrkomulítið SA-til. Kóln- ar dálítið í veðri. Á föstudag Fremur hæg vestlæg átt og súld S- og V-lands, en annars þurrt. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast SA-lands. Á laugardag Suðlæg átt með dálítilli vætu, en bjart NA-til. Milt veður. Á sunnudag og mánudag Útlit fyrir austanátt með rign- ingu um land allt. Áfram milt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í austan 8-13 metra á sekúndu með rigningu sunn- anlands, en mun hvassara úti við ströndina. Hægara og þurrt fyrir norðan, en hvessir í kvöld, rignir sums staðar. Hiti 10 til 16 stig. RÍKISKAUP fagna 60 ára afmæli á árinu. Af því tilefni hefur stofnunin gert samstarfssamning við fjórar deildir Háskóla Íslands um ritgerð- arsamkeppni og verða fjórar verð- launaritgerðir á meistarastigi skóla- árið 2009-2010 styrktar. Samningurinn er við viðskipta- fræði-, laga-, hagfræði- og stjórn- máladeild HÍ og er tilgangurinn að stuðla að aukinni þekkingu á op- inberum innkaupum. Allir skráðir meistaranemar í fyrrnefndum deild- um geta tekið þátt í samkeppninni, en efni ritgerðanna þarf að tengjast opinberum innkaupum hérlendis og hafa möguleika á að stuðla að fram- förum. Samkeppnin hefst 20. ágúst og verður hægt að skila inn tillögum til og með 20. október, en dómnefnd velur tillögur sem keppa til úrslita. Styrkir ritgerðir á sviði opinberra innkaupa Ríkiskaup á tímamótum og gera samstarfssamning við fjórar deildir HÍ Morgunblaðið/Eggert Styrkur Frá undirritun samstarfssamnings Ríkiskaupa og deilda HÍ. Það virðist meiri eftirspurn enframboð af fólki sem biðst af- sökunar á því sem aflaga fór í bankahruninu. Nokkrir hafa þegar riðið á vaðið, en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar.     Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráð- herra velktist ekki í neinum vafa um það á Hólahátíð hverjir skulduðu helst afsökunarbeiðni. Og auðvitað er það rétt hjá Steingrími að fleiri mættu stíga fram og biðjast afsökunar af þeim sem hafa valdið þjóðinni ómældu tjóni og sálarang- ist undanfarin misseri.     En hafa ber í huga að þótt hruniðhafi átt sér stað á skömmum tíma, þá átti það sér langan að- draganda smárra og stórra ákvarð- ana. Þar verður ekkert undan skil- ið, eins og Steingrímur veit mætavel.     Steingrímur sagði í ræðunni aðhann hefði oft „nefnt fjölmiðla í þessum efnum og það hvernig þeir einnig brugðust okkur, spiluðu með og sinntu ekki sinni gagn- rýnis- og aðhaldsskyldu, – ekki það að ég sé sérstakur talsmaður þess að fjölmiðlar flytji eingöngu nei- kvæðar fréttir og rífi niður, en málefnaleg gagnrýni og aðhald þarf alltaf að vera til staðar.“     En hver var afstaða Steingríms tilfjölmiðlalaganna, sem ætlað var að sporna við eignarhaldi auð- hringa á fjölmiðlum og tryggja að fjölbreytt sjónarmið fengju að njóta sín?     Ætti Steingrímur kannski aðbiðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði gegn fjölmiðlalög- unum? Steingrímur J. Sigfússon Þjóðin, afsakanir og bankahrun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.