Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 18
Lee Buchheit,
bandarískur sérfræð-
ingur í skuldaskilum,
hefur stungið upp á
mjög áhugaverðum
biðleik í Icesave-
málinu, þ.e. að samn-
ingurinn verði lagður
til hliðar. Að strax í
kjölfarið sé haft sam-
band við ríkisstjórnir
Bretlands og Hollands
og útskýrt að Ísland sé ekki með
þessari aðgerð að hafna því að gera
samninga, heldur séum við komin á
þá skoðun að fyrst sé rétt að klára
uppgjör Landsbanka Íslands hf. og
fá þannig á hreint hvað fæst fyrir
eignirnar. Síðan, þegar liggur fyrir
hvað akkúrat standi eftir, þá sé rétti
tíminn kominn til að semja.
Kostir þessarar aðferðar
Eins og við öll vitum, og margoft
hefur komið fram, veit ekki nokkur
maður hvað mun fást í raun fyrir
eignir Landsbankans sáluga í Bret-
landi. Ef aftur á móti samningum er
slegið á frest þar til þetta verður
orðið ljóst, þá mun allt liggja fyrir.
Einnig mun verða ljóst, sem ekki er
síðra áhættuatriði, hvort neyð-
arlögin koma til með að standa. En
neyðarlögin, sem sett voru af rík-
isstjórn Geirs og Ingibjargar,
tryggðu einmitt Tryggingasjóði
innistæðueigenda fyrsta veðrétt.
Það skiptir mjög miklu máli hvort
fyrsti veðréttur stendur eða fellur.
Ef aftur á móti samn-
ingar einfaldlega bíða
þangað til allt þetta er
orðið ljóst, þá mun
einnig vera komið í ljós
hvort upphæðin sem
stendur eftir er viðráð-
anleg eða ekki. Þessi
lausn er hrein snilld.
Veikleiki?
Alls ekki er víst að
Bretar og Hollend-
ingar samþykki þessa
lausn. Þá væri það
einnig möguleiki að semja að nýju,
með óvissuna í bakgrunni. Versti
möguleikinn er náttúrlega ef Bretar
og Hollendingar kjósa að fara í hart.
Því er engin leið að svara með vissu.
Eingöngu er hægt að velta upp lík-
um. Ef Icesave-samningnum hefur
verið hafnað eða verður hafnað. Hið
augljósa svar er að þá sé staðan ein-
faldlega aftur sú sama og áður en
samningar hófust. Þá sýnist manni
að röksemdafærslan fyrir því að
semja sé óbreytt. Ískaldar stað-
reyndir máls eru þær að það fjár-
magn sem fyrir hendi er í Trygg-
ingasjóði innistæðueigenda er langt
frá því að duga fyrir 20.887 evra lág-
markstryggingu til innistæðueig-
enda í Bretlandi og Hollandi. Ör-
smæð sjóðsins, samanborið við skuld
hans, er ástæða þess að Bretar og
Hollendingar hafa krafist þess að ís-
lensk stjórnvöld tryggi það sem upp
á vantar. Ef Alþingi hafnar eða hef-
ur hafnað Icesave-samningnum er
sú ábyrgð ekki orðin til með rétt-
mætum hætti til að þjóðréttarleg
skuldbinding hafi framkallast. Und-
irskrift ráðherra eins og sér dugar
ekki til þess. Þá er Icesave-ábyrgð
ekki komin fram skv. reglum þjóð-
arréttar og staðan aftur orðin sú
sama og áður. Það segir mér að það
þýði að sama röksemdafærsla og áð-
ur sé þá jafnnothæf og þá, þ.e. að
Bretar og Hollendingar eigi betri
möguleika til að fullnægja kröfum
sínum með samningum en með
nokkurri annarri hugsanlegri að-
ferð. Ergo – líkur þess að Hollend-
ingar og Bretar séu til í að semja
ættu því að vera meiri en minni, því
þannig séu líkurnar bestar á að
þeirra stjórnvöld nái fram sem
mestu upp í kröfur umbjóðenda
sinna.
Alvarleg skuldastaða
Ég miða við útreikninga Gylfa
Magnússonar sjálfs – frá Morg-
unblaðsgrein sem birtist 1. júlí síð-
astliðinn, þar sem hann fjallar um
greiðslubyrði vegna Icesave, en upp-
gefnar forsendur eru: 75% fáist upp
í Icesave sem skv. útreikningum rík-
isstjórnarinnar sem koma fram í
greinargerð við Icesave-frumvarp
eru 415 milljarðar. Aðrar forsendur
eru: Góð spá – aukning útflutnings-
tekna um 4,4% á næstu árum, sem
skilar niðurstöðu 4,1% af útflutn-
ingstekjum, en vond spá: Enginn
vöxtur útflutningstekna, sem skilar
greiðslubyrði sem hlutfall útflutn-
ingstekna 6,9%. En samkvæmt um-
sögn Seðlabanka Íslands eru skuldir
ríkisins í erlendri mynt 1.159,5 millj-
arðar, þ.e. 0,81 VÞF. Ef reikningur
Gylfa er notaður áfram fæst 11,48%
eða 19,32%. Ef tekið er mið af skuld-
um þjóðfélagsins í erlendri mynt,
þ.e. 2.104 milljarðar eða 1,47 VLF,
þá fæst 20,91% eða 35,2%. Ég bendi
á að þangað til eignasala getur farið
fram, eftir einhver ár, eru þessar töl-
ur rétt viðmið. Virði eigna, sem eiga
að koma á móti til skuldalækkunar,
er einfaldlega óvisst. Meðan á verstu
kreppunni stendur munum við
borga af brúttóupphæðunum.
Greiðslugeta
Til að skilja enn betur hve alvar-
leg staðan er, þá er best að benda á
að meðaltal viðskiptareiknings Ís-
lands síðan lýðveldið var stofnað er
mínus 2,2%. Aldrei nokkru sinni hef-
ur talan verið í plús um meira en
milli 6 og 7%. Einungis sex af þess-
um árum hefur hún verið í plús um
meira en 3,3%. Icesave-skuldin ein
og sér virðist á ystu mörkum
greiðslugetu okkar. En vandinn er
ekki einungis Icesave, heldur allar
hinar skuldirnar, sem samanlagt eru
miklum mun hærri en Icesave-
skuldin ein og sér. Svarið er einfalt:
Það er ekki nokkur séns að hægt sé
að framkalla nægan gjaldeyr-
isafgang, og það samfellt í áratug, til
að standa undir – hvort heldur sem
er – skuldum ríkisins eða skuldum
þjóðfélagsins.
Svar
Þjóðin verður að leita nauðasamn-
inga við lánardrottna sína, ekki bara
vegna Icesave, heldur einnig vegna
annarra skulda. Verum skynsöm og
brjótum odd af oflæti okkar.
Eftir Einar Björn
Bjarnason » Lee Buchheit stakk
upp á að leggja Ice-
save-samninginn pent
til hliðar. Síðan, eftir að
eignir Landsbanka hafa
verið gerðar upp, sé
samið að nýju.
Einar Björn Bjarnason
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og Evrópufræðingur.
Höfum skynsemina í fyrirrúmi
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
Í ANNARRI af rit-
stjórnargreinum
Morgunblaðsins
sunnudaginn 16. þ.m.,
Staksteinum, er dregin
í efa sú fullyrðing mín í
grein í blaðinu tveim
dögum fyrr að ekki hafi
verið nein ríkisábyrgð
á Landsbankanum,
innlánsreikningum
hans erlendis eða á
Tryggingasjóði innistæðueigenda.
Vitnað er í viðtal við annan banka-
stjóra Landsbankans um innistæðu-
tryggingar hinn 7. júlí 2008. Þar segir
hann að sjóðir af þessu tagi séu gjarn-
an fjármagnaðir með lántökum ef
þurfi að beita þeim. Hvergi í viðtalinu
er svo mikið sem ýjað að því að rík-
isábyrgð fylgi sjóðnum, sbr. viðtalið í
heild í gagnasafni Mbl. Tryggingasjóð-
urinn, sbr. lög 98/1999, er sjálfseign-
arstofnun sem er stjórnað af fulltrúum
þeirra fyrirtækja sem mega taka við
innlánum og er hvergi í lögunum nefnd
neins konar bakábyrgð eða önnur
ábyrgð ríkisins á honum. Allir vita að
stofnað er til margvíslegrar starfsemi
með lögum, en því fylgir engin rík-
isábyrgð, hún þarf að koma skýrt fram
í lögum eða vera sett með sérstökum
lögum. Hér reynir því ritstjórn Morg-
unblaðsins að sá því frækorni að ég fari
vísvitandi með rangt mál. Svo er ekki.
Til upplýsinga má nefna tvennt.
Breski tryggingasjóðurinn er fjár-
magnaður þannig að tjónum sem hann
þarf að bæta er jafnað eftirá milli allra
fjármálafyrirtækja í
Bretlandi sem eru aðilar
að honum og hann bætir
aðeins tjón einstaklinga
upp að 50.000 sterlings-
pundum en bætir ekki
tjón félagasamtaka,
sveitarfélaga, almanna-
samtaka, banka eða t.d.
vogunarsjóða eins og ís-
lenski sjóðurinn gerir og
á honum er engin rík-
isábyrgð.
Icesave-samning-
urinn gerir eins og nefnt var á föstu-
daginn ráð fyrir að breskir inni-
stæðueigendur njóti íslenskrar
ríkisábyrgðar meðan íslenskir inni-
stæðueigendur njóta engrar slíkrar
ábyrgðar eins og lesa má á heimasíðu
íslenska Tryggingasjóðsins. Af
hverju eiga breskir sparifjáreig-
endur að vera betur tryggðir en ís-
lenskir?
Varðandi niðurlag ritstjórnar-
greinarinnar ítreka ég að mér er ekki
kunnugt um annað en varðandi inn-
lánsreikninga Landsbankans á Ís-
landi sem annars staðar hafi ávallt
verið farið að lögum og settum
reglum.
Skakkur steinn
Eftir Kjartan
Gunnarsson
Kjartan Gunnarsson
»Hér reynir því rit-
stjórn Morgunblaðs-
ins að sá því frækorni að
ég fari vísvitandi með
rangt mál. Svo er ekki.
Höfundur er lögfræðingur.
Sjálfstæðismönnum
verður tíðrætt um að
þeir hafi skilað skuld-
lausu þjóðarbúi. Þetta
kemur m.a. fram í grein
í Morgunblaðinu í vik-
unni eftir Pétur Blön-
dal.
Það er rétt að í góð-
ærinu greiddi rík-
issjóður niður mikið af
skuldum. En ástæða er
að halda því til haga að
á sama tíma seldu frjálshyggjumenn-
irnir Pétur og félagar fjölskyldu-
silfrið (einkavæðing), en nýttu þá
peninga ekki nema takmarkað til að
byggja upp varasjóð til framtíðar eins
og við í ASÍ gagnrýndum harkalega
og kom fram í bréfum og ályktunum
á þessum árum. Það sem þeir hefðu
átt að gera var að leggja meira fyrir
til að eiga þegar harðnaði á dalnum,
en það blasti alltaf við að það myndi
gerast að loknum framkvæmdum fyr-
ir austan.
Nú eru þessi sterku fyrirtæki, sem
skiluðu árlega milljarða arðgreiðslum
til ríkissjóðs, tómar skeljar, skuld-
settar upp í rjáfur og það verður hlut-
verk okkar skattborgaranna að
greiða þær skuldir í
formi hærri skatta og
þjónustugjalda.
Annað sem er mjög
gagnrýnivert er að ekki
skyldi byggður upp öfl-
ugur gjaldeyr-
isvaraforði þegar tekjur
ríkisins voru miklar og
gengið of hátt til að það
gæti staðist. Hefðu
menn gert það væru
raunir okkar minni í
dag. Pétur og félagar
hefðu átt að nota góð-
æristekjur ríkissjóðs og
andvirði eignasölu til að efla gjaldeyr-
isforðann á hagstæðu gengi þegar
gengi krónunnar var óeðlilega sterkt.
Þess í stað kyntu þeir undir bálinu
og töldu að þeir væru mestu efna-
hagsspekingar í sólkerfinu og héldu
klappstýrur útrásarvíkinganna í ferð-
ir um heimsbyggðina og kynntu ís-
lenska efnahagsundrið sem þeir
hefðu skapað. Þeir sem ekki væru
þeim sammála ættu að fara á endur-
menntunarnámskeið í hagstjórn.
Einnig má minna á að á þessum
tíma ýttu sjálfstæðismenn undir
ójafnvægið í hagkerfinu þannig að
neikvæð erlend staða þjóðarbúsins
(erlendar eignir þjóðarbúsins – er-
lendrar skuldir þjóðarbúsins) marg-
faldaðist. Varðandi skuldir ríkissjóðs
eigum við verulegar eignir á móti.
T.d. fer hluti lána ríkissjóðs til að
endurlána Seðlabanka vegna gjald-
eyrisforða. Pétur velur að hengja sig í
þetta viðmið nettó því að þannig get-
ur hann haldið því fram að allt hafi
verið í himnalagi.
Það er hins vegar stóra myndin
sem skiptir máli eða allt það ójafn-
vægi sem Pétur og félagar lögðu
grunnin að sem komu okkur í þá
stöðu sem við erum í. Þetta ójafnvægi
laðaði að sér jöklabréfin og annað
innstreymi gjaldeyris, m.a. Icesave-
peningana, sem eru núna eins og
myllusteinn um háls okkar.
Það þarf sterk bein til að þola góða
daga.
Skuldlaus þjóð?
Eftir Guðmund
Gunnarsson » Í góðærinu var greitt
niður mikið af skuld-
um, en á sama tíma var
fjölskyldusilfrið selt, þá
peninga átti að nýta til
þess að byggja upp
varasjóði.
Guðmundur
Gunnarsson
Höfundur er formaður
Rafiðnaðarsambandsins.
Jarðvísindamenn
hafa skrifað margar og
merkar greinar til að
vara við ýmiskonar
náttúruvá. Nýjasta
birting þessa heimilis-
iðnaðar er ágæt grein
Ara Trausta Guð-
mundssonar í Morg-
unblaðinu 16. ágúst:
Hin hljóða hætta, en
þar ræðir Ari m.a.
jarðskjálftahættu.
Jarðskjálftar á Íslandi eru fólki
ekki nærri eins hættulegir og þeir
voru áður og fyrrum. Ástæðan er að
hús eru ekki lengur úr torfi og
grjóti sem hrynur ofan á íbúana.
Þau eru flest úr steinsteypu, sem
járnbent er samkvæmt jarð-
skjálftastöðlum, reiknuðum eftir
mælingum Rannsóknarmiðstöðvar
HÍ í jarðskjálftaverkfræði.
Samkvæmt þessum stöðlum er til
viðhlítandi forsögn til að hanna
íbúðarhús um land allt nema á tveim
svæðum. Þetta eru
svæðin sem Ari
Trausti réttilega telur
hættulegust, þver-
brotabeltið fyrir norð-
an og Suðurlands-
skjálftabeltið, sem eru
helstu upptakasvæði
jarðskjálfta. Á þessum
svæðum er álagið sam-
kvæmt stöðlunum
mest en gallinn er sá
að sú tala er mun lægri
en það sem mælst hef-
ur.
Voldugir aðilar, nefna má Vega-
gerðina og Landsvirkjun, gera við-
eigandi ráðstafanir fyrir sín mann-
virki, t.d. má geta þess að fyrir
jarðskjálftana 2000 var Vegagerðin
nýbúin að setja sérstakar legur und-
ir Þjórsárbrúna svo hún bjargaðist
frá því að lenda sem járnstanga-
vöndull niðri í gljúfrinu þegar
skjálftarnir riðu yfir. En hvað um
íbúðarhús?
Um íbúðarhús þyrftu að gilda sér-
stakar reglur. Vonlaust er að koma í
veg fyrir allar skemmdir, en tryggja
má að hús hrynji ekki ofan á fólk, en
það hefur sem betur fer ekki skeð í
þessum – á alþjóðlegan mælikvarða
– tiltölulega vægu skjálftum sem
komu í hrinunum 2000 og 2008.
Það er góðra gjalda vert að vara
við náttúruvá en viðvaranir megna
ekki að koma í staðinn fyrir eðlileg-
an viðbúnað. Margsinnis hefur verið
bent á þá galla sem eru á umræddu
staðlakerfi en hingað til án árang-
urs. Tími er til kominn að ráða bót á
þessu. Annars er verið að skilja
mestu hættusvæðin útundan.
Eftir Jónas Elíasson » Gallar eru á jarð-
skjálftastöðlum, þeir
skilja mestu hættu-
svæðin útundan. Þeir ná
ekki að hindra að íbúð-
arhús hrynji ofan á
íbúana.
Jónas Elíasson
Höfundur er fyrrverandi prófessor.
Jarðskjálftahættan
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla
útgáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið áskil-
ur sér rétt til að hafna greinum,
stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í um-
ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á
vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst og
fremst til að kynna starfsemi ein-
stakra stofnana, fyrirtækja eða
samtaka eða til að kynna viðburði,
svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum
„Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu
mbl.is. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Móttaka aðsendra greina