Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is KONUNGLEGA breska stjörnu- skoðunarstöðin hefur tilnefnt Örv- ar Atla Þorgeirsson áhugaljós- myndara, ljósmyndara ársins 2009. Er hann tilnefndur til verðlaun- anna fyrir tvær mynda sinna, en ell- efu ljósmyndarar eru tilnefndir fyr- ir þrettán myndir. Allar myndir sem bárust í keppnina verða til sýn- is í húsakynnum stjörnuskoð- unarstöðvarinnar í London frá tí- unda september, en sigurvegarinn hlýtur þúsund pund að launum, jafnvirði 210.000 íslenskra króna. Úrslitin verða kynnt níunda sept- ember „Það er náttúrulega heiður að vera tilnefndur,“ segir Örvar og er að vonum ánægður með tilnefn- inguna. Hann kveðst ekki hafa átt von á að verða tilnefndur og þaðan af síður hafi hann búist við að vera tilnefndur fyrir tvær myndir. Norðurljósin veita forskot „Það sem við Íslendingar höfum fram yfir aðrar þjóðir er að við sjáum norðurljósin,“ segir Örvar og telur ekki útilokað að það hafi veitt honum forskot á keppendur annars staðar frá. Ljósin eru í aðalhlut- verki á báðum myndunum sem Örv- ar er tilnefndur fyrir. Stjörnuskoðunarstöðin óskaði eftir myndum af stjarnfræðilegum fyrirbærum eða öðru tengdu him- ingeimnum á Flickr-myndavefnum og eru 844 félagar í hópi hennar á síðunni. Hver ljósmyndari mátti senda tíu myndir og er því ljóst að myndir hans voru valdar úr breið- um hópi, en Örvar telur að á sjö- unda hundrað manns hafa tekið þátt í keppninni. Norðurljósin til London Konunglega breska stjörnuskoðunarstöðin í Greenwich tilnefnir íslenskan áhugaljósmyndara sem ljósmyndara ársins 2009 fyrir tvær ljósmyndir sínar Ljósmynd/Örvar Atli Þorgeirsson Áhorfandi Önnur hinna tilnefndu mynda Örvars sýnir stórbrotið sjónarspil norðurljósanna yfir Mosfellsheiði. SIGURGEIR Jónsson, hagfræðingur og fyrr- verandi ráðuneytis- stjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi á sunnudag, 75 ára að aldri. Hann fæddist í Vík í Mýrdal 23. janúar 1934 og ólst þar upp. Voru foreldrar hans Jón Þor- varðsson, sóknarprest- ur í Vík og síðar Reykjavík og eiginkona hans, Laufey Eiríks- dóttir húsmóðir. Sigurgeir varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, lauk prófi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1957 og M.A. prófi í hagfræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu 1960. Hann var hagfræð- ingur Seðlabankans 1963-1968 og varafulltrúi Norðurlanda í stjórn Al- þjóðagjaldeyrissjóðs- ins 1968-1972. Árið 1972 varð hann aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. 1986 tók hann við embætti ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu sem hann gegndi til 1990 þegar hann varð for- stjóri Lánasýslu rík- isins. Hann lét af störf- um 1999. Sigurgeir ritaði mik- ið um peninga- og gengismál í Fjármála- tíðindi. Hann var fyrsti formaður stjórnar Verðbréfaþings og sat um árabil í stjórn Flugleiða. Eftirlifandi eiginkona Sigurgeirs er Ingibjörg Júnía Gísladóttir, fyrrver- andi skrifstofumaður, og eignuðust þau þrjú börn, Guðbjörgu, Jón Þor- varð og Gísla. Andlát Sigurgeir Jónsson VERÐ á fötum var 29,5% hærra í júlí miðað við sama mánuð í fyrra þótt sum- arútsölur hafi staðið yfir, að því er kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Verð á fötum lækkaði um 7,7% í júlí frá mán- uðinum á undan. Fataverslun var 11,4% minni í júlí á föstu verðlagi miðað við í júlí í fyrra en jókst um 14,7% á breytilegu verði á sama tímabili. Sala áfengis jókst um 2,1% í júlí miðað við júlí í fyrra á föstu verðlagi og um 40,2% á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi var 37,2% hærra í júlí síðastliðnum en í júlí í fyrra. Velta í húsgagnaverslun minnkaði um 45,4% á föstu verðlagi og sala á raftækjum dróst saman um 33,7% á föstu verðlagi. Föt 30 prósentum dýrari en í fyrra Dýrt Hærra verð þrátt fyrir útsölur. HALLDÓRU Magnúsdóttur, að- stoðarskólastjóra Hvolsskóla um margra ára skeið, var ekki boðin staða skólastjóra þrátt fyrir að hafa verið metin hæf- ust umsækjenda. Á fundi sveit- arstjórnar Rang- árþings vestra á fimmtudag var ákveðið að slíta viðræðum við Halldóru , um- sækjanda um skólastjórastöðu. Staðan var auglýst til umsóknar í vor og sóttu fjórir um stöðuna og voru tveir metnir hæf- astir. Halldóra þótti hafa meiri stjórnunarreynslu, þekkingu og reynslu af skólastarfi og 23. júlí sl. var ákveðið að ganga til viðræðna við hana. Í síðustu viku var þeim við- ræðum slitið og að sögn Elvars Ey- vindssonar, sveitarstjóra Rang- árþings eystra, er líklegt að sá umsækjandi sem einnig hafi verið metinn mjög hæfur verði ráðinn til starfans. Skólastarf hefst eftir rúma viku. Hlaut menntaverðlaunin 2008 Hvolsskóli þykir hafa verið fram- arlega í nýsköpun í skólastarfi og hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2008. Málið er viðkvæmt og ljóst er að Halldóra er ekki sátt við stöðu mála. Þegar umræður um ráðningu skóla- stjóra hófust var fundinum lokað. Elvar segir að um persónulegt og viðkvæmt mál hafi verið að ræða og í slíkum tilvikum sé ekkert óeðlilegt við það að loka fundi. Ljóst er að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks voru ekki sáttir við Halldóru en fulltrúi K-lista mælti með ráðningu hennar en Halldóra hefur komið nálægt starfi K-listans. Ólafur Eggertsson, oddviti sveit- arstjórnarinnar og fulltrúi K-listans, segir að sér finnist viðsnúningur full- trúa Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks óskiljanlegur. Það hafi alltaf ríkt einhugur um skólastarfið. Hall- dóra hafi verið með ákveðnar hug- myndir sem ekki hafi verið sátt um. Hún hafi fallið frá þeim hugmyndum og hugðist starfa eftir því skipulagi sem skólinn hefur fylgt að und- anförnu. „Það hefur verið unnið sér- staklega gott starf í Hvolsskóla. Frumkvæði og nýsköpun í skóla- starfi þar hefur leitt til þess að skóla- fólk víða að hefur leitað í brunn þekk- ingar og reynslu sem þar er. Þetta er óskiljanlegt.“ svanbjorg@mbl.is Metin hæfust en ekki boðin staðan Elvar Eyvindsson Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is FRÍÐA Regína Höskuldsdóttir, sem í fyrrakvöld var sagt upp starfi skólastjóra Landakotsskóla með bréfi sem boðsent var heim til hennar, hefur snúið sér til lögmanns Kennarasambands Íslands, KÍ, vegna uppsagnarinnar. „Það stóð í bréfinu að mér væri sagt upp í hag- ræðingarskyni. Það er ekki hægt að hagræða í skólastarfi með því að segja upp skólastjóra. Þá verður að leggja skólann niður. Þetta er ólögleg uppsögn að mínu mati,“ segir Fríða Regína. Aðhaldsaðgerðir í gangi Páll Baldvin Baldvinsson, sem situr í nýrri stjórn Landakotsskóla, segir litið til allra liða í hagræðingarskyni. Nokkrum starfskröftum hafi verið sagt upp fyrir síðustu mánaðamót og starfs- hlutfall annarra minnkað. „Það eru aðhaldsað- gerðir í gangi við skólann. Við vitum ekki hvert framlag borgarinnar til skólans verður á næsta ári en kostnaðarhækkanir voru verulegar á síðasta ári. Það var litið yfir allan launakostnað í skól- anum og ákvörðunin var tekin með heildina í huga. Það er skýrt í lögum um grunnskóla að hægt er að segja skólastjóra upp í hagræðingarskyni.“ Að sögn Páls Baldvins gegnir aðstoðarskóla- stjóri, Sigríður Hjálmarsdóttir, skyldum skóla- stjóra tímabundið. Spurður um mögulegan sparn- að með uppsögn skólastjóra og ráðningu nýs segir hann: „Við erum að skoða hvernig yfirstjórn skól- ans verður komið fyrir.“ Sér ekki forsendurnar Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir skýrt í kjarasamningum og reglum sem gilda um grunnskóla, hvort sem þeir eru op- inberir eða sjálfstætt reknir, hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi áður en til uppsagnar kemur. „Ég sé þær ekki í þessu máli.“ Eiríkur getur þess að tafarlaus brottvikning sé ekki réttlætanleg nema viðkomandi hafi brotið mjög alvarlega af sér í starfi. Ekki skapist réttur til þess að segja mönnum upp nema þeir hafi feng- ið áminningu og ekki bætt ráð sitt. „Að mínu viti er hvorugu til að dreifa í þessu tilviki. Það er skýrt í lögum að í hverjum grunnskóla skuli vera skóla- stjóri. Ég veit ekki á hvaða grein Páll Baldvin byggir þá skoðun sína að hægt sé að segja upp skólastjóra í hagræðingarskyni.“ Telur uppsögn sína ólöglega  Skólastjóra Landakotsskóla sagt upp að kvöldlagi með boðsendu bréfi  Talsmaður stjórnar skólans segir löglegt að segja upp skólastjóra í hagræðingarskyni Í HNOTSKURN »Kaþólska kirkjan hætti fyrir nokkrumárum rekstri Landakotsskóla. »Stofnað var sjálfstætt félag um rekst-urinn, sjálfseignarstofnunin Landakots- skóli ses. »Skólinn fær fjárframlög frá Reykjavík-urborg auk þess sem foreldrar greiða 20 þúsund kr. á mánuði vegna skólavistar barna sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.