Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 „DAZZLINGLY WELL MADE...“ VARIETY - 90/100 „HÚN VAR FRÁBÆR!“ NEW YORK MAGAZINE – 90/100 STÆRSTA BÍÓOPNUN Í ÁR! YFIR 47.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! HHHHH – Empire HHHHH – Film Threat „kvikmynda dýnamít“ - Rolling StoneFRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ KEMUR EIN FLOTTASTA STÓRMYND SUMARSINS HASAR OG TÆKNIBRELLUR SEM ALDREI HAFA SÉST ÁÐUR HHHH „POTTER HEFUR ALDREI VERIÐ FYNDNARI, MANNLEGRI, ÁHRIFARÍKARI EÐA SKEMMTILEGRI. KLÁRLEGA BESTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ ALLT SUMARIÐ.” T.V. - KVIKMYNDIR.IS GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR VIN SÆL AST A M YND IN Á ÍS LAN DI Í DAG SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI / ÁLFABAKKA G.I. JOE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 12 THE PROPOSAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 L PUBLIC ENEMIES kl. 5 - 8D - 10:50D 16 DIGTAL HARRY POTTER 6 kl. 2 - 5 - 8 - 10:10 10 PUBLIC ENEMIES kl. 2 - 8 - 10:50 LÚXUS VIP HARRY POTTER 6 kl. 5 LÚXUS VIP G-FORCE m. ísl. tali kl. 23D- 43D - 63D L DIGTAL 3D BRÜNO kl. 11 14 G-FORCE m. ísl. tali kl. 3 L HANGOVER kl. 8 12 / KRINGLUNNI PUBLIC ENEMIES kl. 8:20D - 11D 16 DIGITAL G-FORCE m. ísl. tali kl. 23D - 43D - 63D L DIGITAL 3D G-FORCE m. ensku tali kl. 63D L DIGITAL 3D THE PROPOSAL kl. 1:30D - 3:40D - 8:20D - 10:40D L DIGITAL HARRY POTTER 6 kl. 2 - 5 - 8 10 BRÜNO kl. 11 14 Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is FYRIR nokkrum vikum síðan var allt útlit fyrir að ekkert yrði af árlegum stór- tónleikum Rásar 2 á Menningarnótt. Hug- myndir um að dreifa mannhafinu betur urðu til þess að ákveðið var að slaufa tónleikum á Miklatúni og setja þess í stað upp þrjú svið miðsvæðis. Eitt þessara sviða verður innst í Hljómskálagarðinum í suðurhorni garðsins sem liggur næst Hringbrautinni þar sem m.a. er að finna leiksvæði barna. Í gegnum röð at- burða var Rás 2 svo boðið að sjá um dagskrá þess sviðs og er hún nú niðurnegld og menn til í slaginn. Þar koma fram Páll Óskar, Þursaflokkurinn, Paparnir, Lights on the Highway og Ingó & Veðurguðirnir. Tónleik- arnir hefjast kl. 19:30 á laugardagskvöldið og standa yfir í þrjá tíma. „Þetta er mini-tónleikahátíð í borginni. Þarna verður hægt að vera allt kvöldið. Þarna ætla sveitirnar að taka sín bestu lög,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson hjá Rás 2. „Það verða líka tónleikar á Ingólfstorgi og Skóla- vörðustíg. Exton, sem heldur tónleikana, hafði samband við okkur og okkur tókst á ótrúlega skömmum tíma að gera þetta svipað og hefur verið. Við ætlum að tjalda öllu til. Kannski verður þetta framtíðarstaður fyrir tónleika Rásar 2 á Menningarnótt? Við höf- um áhuga á að halda þessu áfram því þetta hefur svínvirkað. Það eiga víst að komast þarna auðveldlega fyrir um 15 þúsund manns og við viljum auðvitað fylla túnið.“ Sem fyrr verður öllu tjaldað til, risaskjám og stærsta hljóðkerfi landsins. Tónleikarnir verða líka í beinni útsendingu á Rás 2. Stórtónleikum bjargað  Rás 2 stendur fyrir tónleikum í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt  Hugsanlegur framtíðarstaður tónleikanna, segir Ólafur Páll Gunnarsson Morgunblaðið/Ómar Páll Óskar Lýkur stórtónleikunum í Hljóm- skálagarði á Menningarnótt. Tökum lokið á Sumarlandinu Feðgin Á ferð á bíl fjölskyldufyrirtækisins. Stilla úr sjálfri myndinni. UM helgina lauk tökum á gamanmynd- inni Sumarlandið, sem er fyrsta kvik- myndin í fullri lengd sem Grímur Há- konarson leikstýrir. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tilefni, en staðsetningin er gamla iðnaðarsvæðið á Kársnesi, Kópavogi. Það eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson sem eru í aðal- hlutverkum en það var hinn kunni kvik- myndagerðarmaður Ari Kristinsson sem sá um kvikmyndatökuna. Myndin gerist að mestu leyti í Kópavogi og fjallar um fjölskyldu sem rekur nýaldarsetur og miðilsþjónustu þar í bæ. Togstreita kem- ur upp þegar þýskur auðkýfingur býðst til að bjarga þeim úr fjárhagslegum kröggum með því að kaupa álfastein sem er á lóð þeirra hjóna. Grímur hefur getið sér gott orð fyrir stuttmyndir sínar, t.d. myndina Bræðra- byltu. Hann lætur sér ekki nægja leik- stjórastólinn því hann samdi jafnframt handritið að Sumarlandinu. Uppi Menn príla upp á lífshættulega stillansa fyrir kvikmyndagyðjuna. Léttir Aron Bergmann og Snorri Engilbertsson losa um spennuna sem fylgir því að gera heila kvikmynd. Íbygginn Grímur Hákonarson fer yfir afrakstur dagsins. 19.30 Lights on the Highway 20.00 Hinn íslenzki Þursaflokkur 20.50 Paparnir 21.35 Ingó & Veðurguðirnir 22.10 Páll Óskar Dagskráin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.