Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 29
Eftir Dag Gunnarsson
dagur@mbl.is
HINGAÐ til lands er innan tíðar
væntanlegur fjölhæfur listamaður
sem er um margt merkilegur, en
helsta ástæðan fyrir komu hans til Ís-
lands er kvikmyndin Stingray Sam
sem hann gerði að beiðni Sundance-
kvikmyndahátíðarinnar. Cory Mc-
Abee er leikstjóri, handritshöfundur,
lagahöfundur og söngvari hljómsveit-
anna The Bill Nayer Show og Am-
erican Astronaut.
Kvikmyndin Stingray Sam er
merkileg að mörgu leyti því hún var
framleidd sérstaklega fyrir smæstu
skjái sem hugsast geta, það er far-
símaskjái og því er myndin í sex hlut-
um sem geta allir staðið sem sjálf-
stæðar stuttmyndir með upphaf,
miðju og endi en meiningin er að
myndin rati einnig í heild sinni í kvik-
myndahús, sjónvarp og að sjálfsögðu
í tölvur.
Átti ekki farsíma
„Það voru alþjóðleg samtök far-
símafyrirtækja sem báðu Sundance
að skipuleggja gerð nokkurra kvik-
mynda sérstaklega fyrir farsíma og
ég var fenginn til að gera eina slíka en
þegar boðið kom átti ég ekki einu
sinni farsíma. Ég hafði áður gert
mynd sem heitir Reno sem var tón-
listarmynd hugsuð fyrir farsíma en
svo sá ég henni varpað á vegg í neð-
anjarðarlestarstöð í Barcelóna og þá
fékk ég þá hugmynd að gera kvik-
mynd sem væri ætluð fyrir allar gerð-
ir skjáa. Mynd sem væri hönnuð fyrir
smæsta skjáinn en virka í öllum
stærðum,“ sagði McAbee í síma-
viðtali um komu hans til Íslands. Þeg-
ar hann skrifaði handritið og hannaði
útlit myndarinnar hafði hann ekki
einungis í huga stærð og hlutföll
skjásins heldur einnig með hvaða
hætti myndinni yrði dreift og að fólk
myndi eignast hana og vilja horfa oft-
ar en einu sinni.
Söngleikur og geim-vestri
Stingray Sam tilheyrir fremur
óvenjulegum flokki mynda, hún er í
senn söngleikur og geim-vestri með
gamansömu ívafi og fjallar um aðal-
hetjuna Stingray Sam og félaga hans
The Quasar Kid sem eru geim-
glæpamenn sem eru neyddir til að
bjarga lítilli stúlku úr klóm illmennis
til að geta um frjálst höfuð strokið.
„Ég vildi skrifa sögu sem myndi hylla
bandaríska menningu en gagnrýna
hana um leið og því sækir myndin í
sjóð margra tegunda bandarískra
kvikmynda svosem söngleikja, vestra
og geimævintýra, en gagnrýnir um
leið bandarískan samtíma og tekur
fyrir hluti á borð við einkarekin fang-
elsi sem hagnast á föngum og
lyfjaframleiðslufyrirtæki sem ganga
of langt og tóbaksframleiðendur sem
þekkja ekki sín mörk í ágengum aug-
lýsingum og mengun auðlinda og
þetta er síðan allt sett í landslag vís-
indaskáldsögunnar,“ segir McAbee.
Í myndinni er vondi maðurinn yf-
irmaður stórfyrirtækis og hetjurnar
eru í raun glæpamenn, þau umskipti
eru kannski ekki mjög óvenjuleg en
þegar McAbee er spurður út í þau
segir hann: „Er ekki öllu snúið á hvolf
þessa dagana?“
McAbee segir að nú séu bútar
klipptir úr kvikmyndum og settir á
netið og dreift á hinar og þessar vef-
síður þannig að það sé í raun eðlilegt
að búa til mynd sem er pakkað inn á
þann hátt að það henti þeim markaði.
Filmar fyrir smæsta skjáinn
Cory McAbee Í titilhlutverkinu í kvikmyndinni Stingray Sam sem var gerð sérstaklega með farsímaskjái í huga.
Bandaríski leikstjórinn Cory McAbee gerði mynd fyrir farsíma að beiðni
Sundance-hátíðarinnar Verður á RIFF og ráðstefnunni You Are In Control
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
Ætla má að þorri þjóðar, alltént
sá hluti hennar sem er að mestu bú-
inn að sletta úr klaufunum (og er
ekki með Stöð 2, flakkara o.s.frv.),
freistist til að horfa á bíómyndir
RÚV á sunnudagskvöldum. Mynd-
irnar eru iðulega í takt við grá-
myglu þeirra daga og virðist um
ritstjórnarákvörðun að ræða. Hvort
það er sökum helberrar snilldar
eða hreinnar meinfýsi skal ósagt
látið, en í öllu falli hljóta hinir
320.000 eigendur stöðvarinnar að
vera sáttir með síðustu mynd, hina
stórgóðu Anklaget frá Danmörku.
Umfjöllunarefnið sifjaspell, nema
hvað, en þegar svo listavel er tekið
á málum verður þessi „stefna“ RÚV
meira en ásættanleg.
Hinar mögnuðu
sunnudagsmyndir RÚV
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ voru þeir Björn G. Björnsson,
Þórir Baldursson og Troels Bendt-
sen sem skipuðu hið feikivinsæla
Savannatríó sem fór mikinn á ár-
unum 1963-1967. Á þessum árum
var vinnsla á hlutum snörp, fjöldi
platna kom þá út undir merkjum
SG hljómplatna og tríóið spilaði út
um land allt og víðar, linnulítið.
Sena mun í haust gefa út mynd-
arlegan pakka þar sem öllu hljóð-
rituðu efni Savannatríósins er rak-
að saman.
„Það stóð til að gera þetta í fyrra,
en þá voru liðin 45 ár frá því að við
komum fyrst fram,“ segir Björn.
„Margt af þessu hefur aldrei komið
út á stafrænu formi áður. Þá hefur
Jónatan Garðarsson skráð sögu
okkar ýtarlega, og með verða
myndir, textar o.fl. Það var gaman
að rifja þetta upp og gott ef þetta
efni hefur ekki meiri skírskotun nú
en oft áður, þessi hreina þjóðlaga-
tónlist virðist í nokkurri tísku nú.
Annars var þetta ótrúlegur tími,
við spiluðum einu sinni 14 tónleika
eina vikuna og plöturnar seldust í
tugum þúsunda eintaka! Það er því
víst að einhverjir munu taka þess-
ari útgáfu fagnandi.“
Savannatríóið endurútgefið
Savannatríóið Nei, þetta eru ekki
Ingó og Veðurguðirnir!
Fólk
Stingray Sam verður frumsýnd
á stórum sem smáum skjám
út um allan heim 15. sept-
ember næstkomandi. Al-
þjóðlega kvikmyndahátíðin í
Reykjavík, RIFF, verður sett 17.
september og Cory McAbee
verður á nýmiðlunarráðstefn-
unni You Are In Control sem
haldin er á vegum útflutnings-
ráðs 15. og 16. september.
Ráðstefnan fjallar um staf-
ræna þróun og þar verður að
finna fulltrúa farsíma- og út-
gáfufyrirtækja, prent- og vef-
miðla, tölvuleikjaframleiðanda
og tónleikabókara.
Hátíð og ráðstefna
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
HLJÓMSVEITIN Skátar er á dánarbeðinum eftir átta
ára samstarf. Dánarorsökin var sú að einn stofnfélagi
sveitarinnar, Markús Bjarnason, tilkynnti að hann hygð-
ist hætta til þess að sinna öðrum tónlistarverkefnum og
fjölskyldu sinni.
Eftir sveitina liggja þrjár útgáfur sem komu út hjá
Grandmother Records, rassvasaútgáfu hljómsveit-
arinnar sjálfrar. Þetta er breiðskífan The Ghost Of The
Bollocks To Come, þröngskífan Heimsfriður í Chile og
sjötomman Goth báðum megin.
Sveitin var þekkt fyrir sjálfstæði sitt á tónlistarmark-
aðnum og er sögð ítrekað hafa afþakkað útgáfutilboð er-
lendra og innlendra fyrirtækja er buðu þó veglegar fyr-
irframgreiðslur.
„Af því bara,“ svarar Benedikt Reynisson, liðsmaður
sveitarinnar, aðspurður um ástæður þess að sveitin sé að
hætta. „Okkur fannst ekki rétt að halda áfram þegar
kjarnameðlimir hætta. Það er ekki bara Markús því
Bjössi er líklega að flytja til Genf í heilt ár. Það er ekkert
hægt að halda áfram með öðrum mannskap. Við verðum
bara að leggja þetta í salt og sjá hvað setur.“
Skátar kveðja aðdáendur sína á tónleikum á Sódómu á
föstudaginn. Þar koma einnig fram Reykjavík! og Sud-
den Weather Change.
Skátarnir hnýta lokahnútinn
á föstudagskvöldið næsta
Lggja upp laupana eftir að söngvarinn hætti
Morgunblaðið/Jim Smart
Skátar Kveðja aðdáendur sína með veglegu skátamóti á
Sódómu ásamt Reykjavík! og Sudden Weather Change.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Leikferð um landið 13. - 22. september
Fim 10/9 kl. 20:00 Fors U
Fös 11/9 kl. 20:00 Fors U
Lau 12/9 kl. 20:00 Frums U
Sun 13/9 kl. 20:00 U
Fim 17/9 kl. 20:00 U
Fös 18/9 kl. 19:00 U
Lau 19/9 kl. 19:00 U
Fim 24/9 kl. 20:00 U
Fös 4/9 kl. 19:00 U
Lau 5/9 kl. 19:00 U
Sun 6/9 kl. 19:00 Ö
Mið 9/9 kl. 20:00 U
Fim 10/9 kl. 19:00 U
Fös 11/9 kl. 19:00 Ö
Fös 18/9 kl. 19:00 Ö
Lau 19/9 kl. 19:00 U
Sun 20/9 kl. 14:00 U
Lau 26/9 kl. 14:00 U
Djúpið (Litla sviðið)
Mið 23/9 kl. 20:00 U
Sun 27/9 kl. 16:00 Ö
Mið 30/9 kl. 20:00 Ö Sun 4/10 kl. 16:00
Opið hús laugardaginn 29. ágúst kl. 13-17
Líf og fjör um allt hús - allir velkomnir
Nýtt og glæsilegt leikár kynnt eftir 2 daga
Allt að seljast upp - tryggðu þér miða
Áskrifendur eiga forkaupsrétt
á föstum sætum til fimmtudags.
Endurnýjaðu á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500