Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Selur í Iceland Seafood  Fjárfestingafélagið Kjalar hf. sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, hefur gengið frá sam- komulagi um sölu á öllum eignarhlut sínum í Iceland Seafood. Kaupand- inn er hlutafélag í eigu Bretans Marks Holyoake. »13 Hafa stöðu grunaðs manns  Karl Wernersson, eigandi Mile- stone, og Guðmundur Ólason, fyrr- verandi forstjóri félagsins, hafa báð- ir verið yfirheyrðir með stöðu grunaðs manns í tengslum við rann- sókn sérstaks saksóknara á trygg- ingafélaginu Sjóvá. »13 Fái kennslu á eigin máli  Framhaldsskólanemendur sem hafa annað tungumál að móðurmáli en íslensku eiga rétt á kennslu í ís- lensku sem öðru tungumáli sam- kvæmt nýjum lögum um framhalds- skóla. »12 SKOÐANIR» Staksteinar: Þjóðin, afsakanir og bankahrun Forystugreinar: Langt í land | Áhyggjur af atgervisflótta Pistill: Óvæntur leki varð í London Ljósvaki: Hundadagadrottningin … UMRÆÐAN» Svona gerast kaupin … í Garðabæ Höfum skynsemina í fyrirrúmi Skuldlaus þjóð? Jarðskjálftahættan                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-,, +./-*. **0-12 +0-*.1 +.-31. *,-0+, **,-1/ *-2010 *1,-// *,1-0/ 4 564 *,# 647 8 +..1 *+/-., +./-9* **3-+, +0-*/. +.-93* *,-0,/ **/-2* *-2322 *1/-0, *,1-1/ +22-93// &  :; *+/-2, +.1-*+ **3-9* +0-+3* +.-,*+ *,-3+1 **/-90 *-23,+ *11-.9 */.-0/ Heitast 16°C | Kaldast 10 °C  A 8-13 m/s, rigning sunnan til, hvassara við ströndina. Hægara f. norðan, hvessir og fer að rigna í kvöld. »10 Bandaríski leikstjór- inn Cory McAbee er á leið til landsins, en hann hefur m.a. gert bíómynd fyrir far- síma. »29 KVIKMYNDIR» Bíó fyrir farsíma TÓNLIST» Fjörið verður í Hljóm- skálagarðinum. »32 Hljómsveitin Skátar hefur ákveðið að hætta störfum, en þeir félagar kveðja þó með tónleikum á Sódómu. »29 TÓNLIST» Skátarnir hættir KVIKMYNDIR» Það styttist óðum í Sum- arlandið. »32 FÓLK» Brad Pitt leikur aftur fyrir Ritchie. »33 Menning VEÐUR» 1. Gleymdi að taka pilluna 2. Sýru skvett á litla stúlku í Danmörku 3. Óttast íslenskan spekileka 4. Andlát: Sigríður Ármann  Íslenska krónan veiktist um 0,4% »MEST LESIÐ Á mbl.is Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „FÓLK er svo ánægt. Því þykir svo sérstakt að koma hingað og margir senda mér jafnvel myndir og hafa samband eftir að heim er komið,“ segir Linda Wiium, löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Hvolsvelli, sem hefur staðið í ströngu við hjónavígslur í sumar. „Ég var með þrjú brúðkaup í síð- ustu viku og svo eru tvö í þessari viku. Svo eru bókanir byrjaðar fyrir veturinn og jafnvel næsta sumar en ég er farin að vísa frá,“ segir Linda. Bretar í miklum meirihluta Linda segir meirihluta þeirra sem hún gefi saman við fossinn vera útlendinga og yfirgnæfandi meirihluti séu Bretar. „Sérstaklega vinsælt er að gifta sig við Skógafoss enda fallegur foss og landslagið heillar útlendingana,“ segir Linda. Hún segir áberandi að borgara- legar giftingar sem fram fari úti í náttúrunni verði sífellt hátíðlegri. „Þetta er ekki eins og það var, fólk vill hafa athafnirnar flottar og kon- urnar koma oft í fallegum kjólum og karlarnir uppábúnir,“ segir Linda. Brúðhjón séu í auknum mæli með ákveðnar óskir varðandi athöfnina og ræðuna. „Við erum með staðlaða texta en reynum að koma til móts við fólk og það er líka alveg sjálfsagt,“ segir Linda. Hún segir vígslurnar við Skógafoss ánægjulegar þó þær séu tímafrekar en um 40 km akstur er upp að Skógafossi frá Hvolsvelli. Þá er pappírsvinna vegna vígslna er- lendra ríkisborgara einnig mun um- fangsmeiri en í öðrum tilfellum. Ástin vex við Skógafoss Brúðkaup í nátt- úrunni eru vinsæl meðal útlendinga Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hamingja Linda Wiium gaf saman brúðhjónin Kevin Phillips og Sonju Serlenga við Skógafoss í liðinni viku. FYLKIR er í öðru sæti Pepsi- deildar karla í fótbolta eftir 4:2 sigur liðsins á útivelli gegn KR þar sem fyrrum leikmaður KR, Ingimundur Níels Óskars- son, skoraði tvívegis. Íslandsmeistaralið FH er með 11 stiga forskot á Fylki að loknum 17 leikjum. Valsmenn lögðu botnlið Þróttar, 1:0, og er þetta fyrsti sigurleikur Vals í fimm leikjum. Mörkin létu á sér standa í leik Stjörnunnar og Keflavíkur. | Íþróttir. FH er með yfirburðastöðu Sáttur Ingimundur Níels skoraði tvívegis gegn KR. KONUNGLEGA breska stjörnuskoðunarstöðin hefur tilnefnt Örvar Atla Þorgeirsson áhugaljós- myndara, ljósmyndara ársins 2009. Er hann til- nefndur til verðlaunanna fyrir tvær mynda sinna af norðurljósunum, en ellefu ljósmyndarar eru til- nefndir fyrir þrettán myndir. Allar myndir sem bárust í keppnina verða til sýnis í húsakynnum stjörnuskoðunarstöðvarinnar í London frá 10. september. „Það er náttúrlega heiður að vera tilnefndur,“ segir Örvar, sem er ekki frá því að nærveran við norðurljósin hafi gefið sér visst forskot. | 6 Norðurljósin gáfu forskot Íslendingur tilnefndur til ljósmyndaverðlauna Konunglegu bresku stjörnuskoðunarstöðvarinnar Ljósmynd/ Örvar Atli Þorgeirsson Norðurljós Myndefni Örvars Atla í keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.