Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
Eftir Alfons Finnsson
Ólafsvík | Söngleikurinn Moulin Rouge
verður frumsýndur í félagsheimlinu Klifi í
Ólafsvík nk. fimmtudag. Tvær sýningar
verða og sú seinni daginn eftir, föstudag-
inn 21. ágúst. Allur ágóði af sýningunum
rennur til góðgerðarmála, en 80% fara til
langveikra barna og 20% til fatlaðra í
þessum söngleik, trúi sterkt á ástina og
þessi söngleikur fjallar um það, hversu
sterk hún er og hann snertir alla, stráka
og stelpur. Ást sem fær ekki að njóta sín,
gerir hana sterkari og áhorfandinn
heillast þar af leiðandi meira af sögunni.
Hugmyndin kom bara út frá því, að mig
hafði alltaf langað að setja upp þennan
söngleik, en hugmyndin hefur stækkað
talsvert frá minni upprunalegu hugmynd,
sem er bara frábært. Mig langaði að vinna
með krökkunum hér í bæ, þar sem ég er í
sumarfríi frá námi í sumar (guðfræði-
námi). Og hvað er betra en að láta gott af
sér leiða í leiðinni,“ segir Kristný að lok-
um.
Snæfellsbæ og verður öllum fötluðum
börnum á Vesturlandi boðið á sýninguna
ásamt langveikum börnum.
Moulin Rouge gerist í París um 1900 og
fjallar um fylgdarkonu sem verður ást-
fangin af rithöfundi. Það sem flækir mál-
ið er að herforingi er ástfanginn af henni
og um þennan þríhyrning fjallar söngleik-
urinn. Tíu leikarar og átta dansarar taka
þátt í sýningunni auk sviðsmanna, förð-
unarfólks og annarra aðstoðarmanna.
Kristný Rós Gústafsdóttir leikstjóri
leikstýrir verkinu. Kristný segir í samtali
við Morgunblaðið að leikhópurinn hafi
ekkert nafn „við erum bara áhugamenn,“
segir Kristný. „Ég hef alltaf haft áhuga á
Söngleikurinn Moulin Rouge í Ólafsvík
Morgunblaðið/Alfons
Moulin Rouge Hluti leikhópsins í Söng-
leiknum sem sýndur verður í Ólafsvík.
Öllum fötluðum
börnum á Vesturlandi
boðið á sýninguna
CARL Bildt, ut-
anríkisráðherra
Svíþjóðar, er
væntanlegur til
landsins 20.
ágúst nk. í þeim
tilgangi að taka
þátt í utanrík-
isráðherrafundi
Norðurlanda og
Eystrasaltsríkja
sem fram fer 21. ágúst í húsnæði
Bláa lónsins. Um er að ræða reglu-
bundinn utanríkisráðherrafund, en
hann er haldinn hér á landi þar
sem Ísland fer nú með formennsku
í Norðurlandaráði.
Viðbrögð við fjármála-
kreppunni rædd
Samkvæmt upplýsingum frá ut-
anríkisráðuneytinu verða umræðu-
efni fundarins m.a. samstarf
ríkjanna, viðbrögð við fjár-
málakreppunni, stefna Evrópusam-
bandsins gagnvart Eystrasaltsríkj-
unum, umhverfismál í tengslum við
komandi loftslagsráðstefnu í Dan-
mörku, ástandið í Afganistan og
Pakistan auk þess sem Svíar
hyggjast kynna formennsku-
áherslur sínar innan ESB.
Hjá utanríkisráðuneytinu fengust
þær upplýsingar að utanrík-
isráðherrar Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna fylgdust vel
með þróun efnahagsástandsins hér-
lendis og við því að búast að Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
muni veita þeim nýjustu upplýs-
ingar um stöðu mála á fundi þeirra
nk. föstudag.
Funda í
Bláa lóninu
Carl Bildt
ÚRSKURÐARNEFND þjóðkirkj-
unnar hefur tekið mál séra Gunnars
Björnssonar til úrskurðar og má
vænta niðurstöðu
í síðasta lagi 7.
september nk.
Málið kom fyrst
inn á borð nefnd-
arinnar í apríl sl.
en henni ber sam-
kvæmt lögum að
reyna að leita
sátta milli máls-
aðila. Slík sátta-
tilraun bar hins vegar engan árang-
ur.
Gunnar var sýknaður bæði í héraði
og Hæstarétti af ákæru um kynferð-
islega áreitni gegn tveimur stúlkum
undir 18 ára aldri sem voru sókn-
arbörn hans. Gunnar hefur verið í
leyfi frá sóknarprestsstörfum við
Selfosskirkju síðan málið kom upp
fyrir tæpum tveimur árum og verð-
ur, samkvæmt upplýsingum frá
Biskupsstofu, í leyfi þar til nið-
urstaða úrskurðarnefndar liggur fyr-
ir. Bæði prestastefna og fagráð um
kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar
vilja ekki að Gunnar taki til starfa á
ný þótt hann hafi verið sýknaður. Úr-
skurður úrskurðarnefndar er ekki
bindandi heldur ráðgefandi fyrir
biskup sem tekur lokaákvörðunina.
Niðurstaða
í september
Gunnar Björnsson
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti Húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
ísle
nsk
fra
mle
iðsl
a
DL-634 3+1+1
SWS-840 relax
Aspen-lux NICE
man-8356 3+1+1
ísle
nsk
fra
mle
iðsl
a
Roma Aspen
man 8201 relax
Tungusófar
Sófasett
Stakir sófar
Hornsófar
ísle
nsk
fra
mle
iðsl
a
ísle
nsk
fra
mle
iðsl
a
ísle
nsk
fra
mle
iðsl
a
ísle
nsk
fra
mle
iðsl
a
Bonn
Man 8279 Tau bogasófi
199.90
0 kr
verð á
ður
399.90
0 kr
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16