Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
✝ Þorsteinn R.Helgason fæddist
í Borgarnesi 5. apríl
1925. Hann lést á
nýrnadeild Landspít-
alans 8. ágúst síðast-
liðinn. Hann var son-
ur hjónanna Helgu
Elísabetar Þórð-
ardóttur frá Litla
Hrauni í Hnappadals-
sýslu, f. 1885, d. 1964,
og Helga Þorsteins-
sonar trésmiðs frá
Gljúfurá í Borg-
arhreppi í Mýrasýslu,
f. 1866, d. 1943. Systir Þorsteins
var Klara, skrifstofumaður hjá
Skattstofu Reykjavíkur, f. 1915, d.
1994.
Þorsteinn kvæntist 23. júlí Annie
Winterhalther Schweitz, f. í Skods-
borg í Danmörku 13. janúar 1929.
Foreldrar Annie voru Anker og Ell-
en Margrethe W. Schweitz. Börn
Þorsteins og Annie eru: 1) Helgi, f.
3. febrúar 1956, maki María B.
Wendel, börn þeirra eru Friðrik, f.
4. maí 1984, og Christian, f. 17.
mars 1989. 2) Jakob, f. 17. mars
vann henni af trúmennsku. Hann
var virkur félagsmaður og sinnti
ýmsum embættisstörfum, þar á
meðal sem yfirféhirðir Landsstúk-
unnar. Þorsteinn söng með Karla-
kór Borgarness og Kirkjukór Borg-
arness og var í stjórn hins
síðarnefnda. Einnig lék Þorsteinn
með Danshljómsveit Borgarness.
Eftir komuna til Reykjavíkur gekk
Þorsteinn í karlakórinn Fóst-
bræður en þar hefur hann gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. verið
tvisvar formaður, gjaldkeri, ritari, í
húsráði, formaður húsbygginga-
nefndar, formaður ritnefndar af-
mælisrits kórsins og í stjórn gam-
alla Fóstbræðra. Þorsteinn var einn
af stofnendum 14 Fóstbræðra og
æfingasöngstjóri. Þorsteinn var
einnig formaður, gjaldkeri og ritari
í stjórn Sambands íslenskra karla-
kóra. Þorsteinn var ritstjóri Heimis
1982 til 1985 og var fulltrúi sam-
bandsins hjá Nordisk Sanger-
forbund. Þorsteinn söng með Söng-
sveitinni Fílharmóníu og
Pólýfónkórnum við nokkur stór-
verk. Þorsteini hafa verið veitt
heiðursmerki Fóstbræðra og SÍK.
Útför Þorsteins fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 18.
ágúst, og hefst athöfnin kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
1961, maki Erla Ruth
Harðardóttir, börn
þeirra eru Elfar, f. 22.
október 1990, Ívar, f.
20. desember 1994,
Alex, f. 4. júlí 2000, og
Ísold, f. 19. maí 2001.
3) Þorsteinn, f. 3. júlí
1967, maki Tove
Larsdotter, börn
þeirra eru Jakob, f. 7.
október 2000, og An-
nie, f. 12. ágúst 2003.
Fyrir átti Þorsteinn
Lindu, f. 6. júlí 1990,
móðir Anna Lísa
Rasmussen.
Þorsteinn lauk unglingaprófi í
Borgarnesi 1941 og prófi frá Versl-
unarskóla Íslands 1943. Hann var
skrifstofumaður hjá Versl-
unarfélagi Borgarfjarðar í Borg-
arnesi 1943 til 1948, fulltrúi hjá
Borgarneshreppi 1948 til 1952,
skrifstofustjóri hjá Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni hf. í Reykjavík
1952 til 1990, hjá Borgarend-
urskoðun Reykjavíkur 1990 til 1995
er hann fór á eftirlaun. Þorsteinn
gekk í reglu frímúrara 1954 og
Elsku pabbi minn. Loksins ertu
kominn aftur til mömmu sem þú
hefur saknað svo mikið frá því að
hún lést árið 2002. Nú getur þú spil-
að fyrir hana „Waltzing Matilda“ á
píanóið á meðan hún horfir á þig
aðdáunaraugum. Ég vil þakka þér
fyrir svo margt, en þó sérstaklega
fyrir að hafa „platað“ mömmu í að
eignast þriðja barnið, með þeirri
sannfæringu um að nú yrði það
stúlka. Svo varð þó ekki, en mamma
varð nú mjög sátt við að fá litla
Putte eins og hún ávallt kallaði mig.
Ég vil þakka þér alla þá ráðgjöf
sem þú hefur veitt mér í gegnum ár-
in og þá sérstaklega á unglingsárun-
um. Það er þér og mömmu að þakka
að ég hef valið „rétt“ í lífinu og ekki
fallið fyrir vafasömum freistingum.
Það er fyrst nú, þegar ég sjálfur
stend í ykkar sporum, að ég geri
mér grein fyrir að hlutverk okkar
foreldra er m.a. að vera „óþolandi“
og ekki að gefast upp sem leiðbein-
andi. Þú varst stundum óþolandi og
það er ég þakklátur fyrir. Þú varst
staðfastur, hafðir ákveðnar skoðanir
og varst afar víðlesinn og vel gefinn
maður.
Það var alltaf hægt að leita til þín
eftir svörum og í þau fáu skipti sem
þú ekki gast veitt svar var það leitað
uppi í bókasafni þínu. Frá barnæsku
hefur þú ávallt upplýst mig um mik-
ilvægi menntunar og þótti mér afar
vænt um að sjá hversu stoltur þú
varst þegar ég lauk mastersnámi í
Stokkhólmi.
Ég fékk mikla athygli frá ykkur
báðum, sérstaklega frá 10 ára aldri
þegar Helgi og Jakob voru fluttir að
heiman og þegar ég horfi til baka lít
ég æsku mína björtum augum.
Margar ánægjulegar minningar á
ég frá Vesturbænum og ferðum
okkar bæði um Ísland og utanlands.
Ég fékk mikla ást og umhyggju og
þó að mamma hafi sýnt það með
kossum og knúsi, fann ég ávallt að
væntumþykja þín var mikil þó að þú
hafir átt erfiðara með að sýna það í
verki.
Lífið hefur þó ekki ávallt verið
dans á rósum. Oft reyndist erfitt að
takast á við ávana þinn, sem og síð-
ar varð hjá mömmu. Það er hins
vegar eitthvað sem ég lærði að lifa
með og styrkti mig sem einstakling.
Óhjákvæmilega hafði þetta þó áhrif
á samskipti og samveru fjölskyldna
okkar. Við áttum margar góðar
stundir saman og minnist ég með
mikilli gleði síðustu ferðar okkar til
Danmerkur. Þar heimsóttum við
m.a. bernskuslóðir mömmu. Þessa
ferð endurtók ég með Lindu minni
daginn eftir andlát þitt og þótti mér
afar vænt um að heimsækja sömu
slóðir að nýju.
Þó að fundum okkar hafi fækkað
frá því ég flutti til Stokkhólms árið
2002 hefur mér þótt enn meira vænt
um að spjalla við þig reglulega í
síma. Ég naut þess hversu glaður þú
varst í hvert skipti sem við töluð-
umst við. Börnin hafa því miður ekki
náð að hitta þig reglulega en samt
sem áður hefur þú átt fastan sess í
lífi þeirra. Linda, Jakob, Annie og
Tove munu sakna þín og heimsókn-
anna til þín, þegar við vorum heima
á Íslandi. Þú varst alltaf til staðar
og fyrir Jakob og Annie voru
nammiheimsóknir til afa, sem alltaf
var svo glaður að sjá okkur, dag-
legur viðburður þegar við dvöldum
hér. Ég kveð þig með miklum sökn-
uði, pabbi minn, njóttu vel með
mömmu.
Þinn sonur,
Þorsteinn.
Ég var rétt tæplega 17 ára þegar
ég hitti Þorstein, tengdaföður minn,
fyrst. Hávaxinn, virðulegur, brúna-
þungur og alvarlegur maður, að mér
fannst, sem klæddist jakkafötum og
gekk með hatt. Hann var ekki alveg
tilbúinn að hleypa mér að sér strax.
Hélt væntanlega að ég myndi
staldra við stutt í lífi hans. Sem var í
raun mjög skiljanlegt þar sem Jak-
ob sonur hans, sá sem ég lagði lag
mitt við, var á leiðinni til Bandaríkj-
anna í nám. Þegar hann hinsvegar
áttaði sig á að ég var komin til að
vera opnaði hann faðminn og bauð
mig velkomna. Þá kynntist ég fleiri
hliðum.
Við hávaxna, virðulega, brúna-
þunga og alvarlega manninn bættist
hláturmildur, músíkalskur, orð-
heppinn og lífsglaður maður. Ég
varð tíður gestur á heimili þeirra
hjóna Anniear og Þorsteins þrátt
fyrir að Jakob minn væri hvergi til
staðar. Eignaði mér part í yngsta
bróðurnum Steina, reyndi vand-
ræðaleg að hljóma fullorðin í sam-
ræðum við stóra bróðurinn Helga,
hámaði í mig gúrkusalat „a la An-
nie“ og ræddi við Þorstein um
menningu og bókmenntir. Hann var
vel lesinn maður og hafði áhuga á að
kynna sér alla hluti.
Ungmeyjan ég varð mjög upp
með mér þegar hann bað um að fá
að láni safn mitt af smásögum og
ljóðum sem ég hafði skrifað og hrós-
aði mér svo fyrir vel skrifað efni, allt
frá innihaldi til uppsetningar efnis.
Tók eftir ótrúlegustu hlutum og
hvatti mig óspart til dáða. Við stúd-
entsútskrift mína úr Versló 1981 var
hann mjög upp með sér því hann
vissi sem var að mennt er máttur.
Hefði kosið meira en leikaramennt-
un mína, en sætti sig við hana því
menningin heillaði hann.
Þorsteinn var söngmaður mikill
og vann af ástríðu fyrir kórfélag sitt
Fóstbræður. Oft glumdi við gleði og
glaumur í stofum þeirra hjóna þegar
félagar hans í kórnum mættu í boð
sem ég uppvartaði stundum í. Þá
var mikið sungið og Þorsteinn dug-
legur á píanóinu með hlátrasköll An-
niear sinnar í bakgrunninum. Hann
var líka dyggur bróðir í Frímúrara-
reglunni og dásamlegt að sjá hversu
mikla virðingu hann bar fyrir þeim
félagsskap.
Í gegnum öll þessi ár hefur að
sjálfsögðu gengið á ýmsu, bæði góðu
og slæmu. Við höfum ekki alltaf ver-
ið sammála, en samt ótrúlega sjald-
an ósammála miðað við hversu lengi
við höfum þekkst. Það var Þorsteini
mikill harmur að missa sína ást-
kæru Annie. Fljótlega eftir andlát
hennar flutti hann á Droplaugar-
staði þar sem hann bjó til æviloka.
Þær voru ófáar heimsóknirnar
sem Jakob minn fór í þangað, með
og án barnanna okkar, en sjálf var
ég ekki nógu dugleg og finnst mér
það nú miður. Þorsteinn var líka
duglegur að koma í heimsóknir
hingað í fjörðinn fyrstu árin sín á
Droplaugarstöðum. Kom á græna
Volvonum með Mackintosh og tópas
eða gajol í farteskinu. Röskur karl
sem rúllaði upp endurtekningarbíl-
prófi 82 ára gamall, með þrjá próf-
dómara í bílnum! Hér sat hann og
spjallaði og gantaðist við Jakob og
börnin okkar fjögur. Svo kom að því
að heilsan neitaði honum um það.
Ég á Þorsteini margt að þakka, þó
helst að hleypa 17 ára unglingnum
að og fyrir eiginmann minn Jakob.
Hvíldu í friði, elsku Þorsteinn
Erla Ruth Harðardóttir.
Þorsteinn R. Helgason
Elsku pabbi. Þú reyndist
mér alla tíð vel. Varst dug-
legur og drífandi, góður og
stoltur maður. Þegar hins
vegar aldur og vanheilsa
hafa tekið yfir, þá er gott að
deyja. Vel þekkt spakmæli
segir: „Það syngur enginn
vondur maður“ og á það vel
við þig.
Þinn elskandi sonur,
Jakob.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um Þor-
steinn R. Helgason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
✝
Systir okkar og mágkona,
BIRNA M. EGGERTSDÓTTIR
kennari,
lést fimmtudaginn 13. ágúst.
Ásta Lóa Eggertsdóttir,
Ingigerður Eggertsdóttir,
Unnur Eggertsdóttir, Hermann Arnviðarson,
Gunnhildur Hrefna Eggertsdóttir, Óskar Þorsteinsson,
Kolbrún Eggertsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð,
Pétur Eggert Eggertsson, Sigurborg Steingrímsdóttir.
✝
Ástkær móðir mín, systir, mágkona og móðursystir,
MARGRÉT EINARSDÓTTIR
frá Ekkjufellsseli,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 13. ágúst.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
20. ágúst og hefst athöfnin kl. 11.00.
Jóna Guðný Magnúsdóttir,
Sigurbjörg Einarsdóttir,
Baldur Einarsson, Svala Eggertsdóttir,
Bryndís Einarsdóttir,
Arnbjörn Eyþórsson, Jóhanna Gunnarsdóttir,
Einar Ólafsson, María Fr. Hermannsdóttir.
✝
Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir,
bróðir, mágur og afi,
ERLAR JÓN KRISTJÁNSSON,
Árnatúni 4,
Stykkishólmi,
lést laugardaginn 15. ágúst.
Auður Júlíusdóttir,
Auður Bergþóra Erlarsdóttir, Albert Steingrímsson,
Katrín Eva Erlarsdóttir, Vignir Örn Sigurðsson,
Jónína K. Kristjánsdóttir, Bernt H. Sigurðsson,
Kristján J. Kristjánsson, Svandís Einarsdóttir,
Þóra M. Halldórsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda-
faðir,
GRÉTAR MÁR SIGURÐSSON
fyrrv. ráðuneytisstjóri,
Furuhjalla 18,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag,
þriðjudaginn 18. ágúst kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið -
Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
og aðstandendur þeirra.
Dóra Guðrún Þorvarðardóttir,
Margrét María Grétarsdóttir, Sigurður Guðmundsson,
Hildur Gyða Grétarsdóttir, Davíð Ingvi Snorrason,
Kristín Birna Grétarsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
BJÖRG SVAVARSDÓTTIR,
Vogabraut 2,
Höfn,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn
15. ágúst.
Útför Bjargar fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn
22. ágúst kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
Bjargar er bent á vina- og líknarfélagið Bergmál, reikningur
117-26-1616, kt. 490294-2019. Símar 587 5566/ 554 2670/
845 3313.
Haukur Helgi Þorvaldsson,
Guðrún Hálfdanardóttir,
Birnir Smári, Jana Nielsen,
Þorvaldur Borgar, Fanney Sjöfn,
Kristján Rúnar
og ömmubörn.