Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
✝ Guðmunda Hall-dóra Ólafsdóttir
fæddist í Hafnarfirði
16. janúar 1915. Hún
lést á Hrafnistu, Hafn-
arfirði, 2. ágúst sl., 94
ára að aldri.
Foreldrar hennar
voru hjónin Anna Hall-
dórsdóttir frá Skeggja-
stöðum í Garði, verka-
kona, f. 9. júní 1886, d.
11. júní 1967, og Ólafur
Guðmundsson frá
Hellu í Hafnarfirði, sjó-
maður og verkamaður,
f. 24. janúar 1887, d. 5. febrúar 1961.
Bróðir Guðmundu var Halldór
Guðmundur Ólafsson, f. 3. febrúar
1921, d. 28. mars 2001. Eiginkona
hans var Steinunn Magnúsdóttir frá
Dölum, Fáskrúðsfirði, f. 13. nóv-
ember 1916, d. 5. október 1999. Börn
þeirra eru 1) Anna Björg, f. 3. maí
1948, hennar sonur er Halldór
Steinn, f. 23. febrúar 1983. 2) Halla
Sólveig, f. 15. júní 1953, gift Sig-
urjóni Högnasyni, f.
2. mars 1954, þeirra
börn eru: a) Karl, f.
20. desember 1980,
sambýliskona hans er
Ines Willerslev Jør-
gensen, f. 7. júlí 1987,
og b) Freyja, f. 21.
október 1988. 3)
Magnús Ólafur, f. 18.
júní 1956.
Guðmunda ólst upp
í Hafnarfirði, í
Sveinskoti, Hvaleyri,
fyrstu tólf árin og svo
á Suðurgötu 69.
Skólaganga hennar var ekki löng
þar sem hún þurfti að hætta námi í
Flensborgarskóla vegna veikinda.
Hún vann ýmis störf, m.a. við fisk-
verkun, saumaskap og við þjón-
ustustörf á Hótel Borg. Þar kynntist
hún James Suttie Whittaker, f. 15.
maí 1906 í Edinborg, Skotlandi, og
gengu þau í hjónaband 11. desember
1945. Sonur James af fyrra hjóna-
bandi var Brian, d. 2007. James kom
hingað til lands í júlí 1942 og tók ást-
fóstri við land og þjóð. Hann kom á
vegum bresku ríkisstjórnarinnar og
starfaði hér sem sérlegur sendi-
fulltrúi Breta í rúm þrjú ár og hafði
aðsetur á Hótel Borg.
Stuttu eftir hjónavígsluna fluttu
þau til London og settust þar að.
James starfaði þar við bókaútgáfu,
meðal annars sem framkvæmda-
stjóri útgáfufyrirtækis. Hann var
ótrauður baráttumaður í þágu
menningarmála og lét ekkert tæki-
færi ónotað til þess að greiða fyrir
Íslendingum og íslenskum mál-
efnum og fyrir störf sín í þágu Ís-
lendinga var hann árið 1956 sæmdur
Riddarakrossi Hinnar íslensku
fálkaorðu. James varð bráðkvaddur
7. febrúar 1957. James og Guð-
mundu varð ekki barna auðið.
Guðmunda fluttist til foreldra
sinna að Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði,
árið 1958. Hún vann í miðasölunni í
Bæjarbíói í um 23 ár. Hinn 15. sept-
ember 2000 fluttist hún á Sólvang í
Hafnarfirði og bjó þar til 3. júlí 2002
þegar hún fluttist til Hrafnistu,
Hafnarfirði, þar sem hún bjó til
dauðadags.
Útför Guðmundu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðju-
daginn 18. ágúst, og hefst athöfnin
kl. 13.
Þegar fólk deyr þá deyr ekki bara fólk
með því deyr alheimur
af háttalagi, vinnulagi, raddblæ,
visku, fávisku.
Sérstakur hlátur deyr og
bros á sérstökum hraða.
Fataskápurinn splundrast
líka það er óbætanlegt,
því engir tveir eru eins.
Hjá þeim sem eru ekki duglegir
að henda má lesa sögu sálarinnar
af herðatrjánum.
Þegar manneskjan deyr
þá deyr með henni heil hárgreiðsla
og ef það er gömul kona sem dó
þá deyr líka kvenveski lúið
og handtökin við að opna veskið
og róta í því.
(Steinunn Sigurðardóttir.)
Og þegar háöldruð frænka kveður
þetta jarðlíf er sem lokist okkur dyr að
löngu liðnum tíma. Tíma, sem lifði í
minni hennar, og hún gat veitt okkur
sýn inn í, ef rétt var spurt.
Föðursystir mín, Guðmunda, ávallt
kölluð Munda, fæddist fyrir 94 árum í
Sveinskoti á Hvaleyri við Hafnarfjörð.
Þá voru nokkur smábýli, þar sem nú
er golfvöllur Hafnfirðinga. Hún vann á
Hótel Borg og hitti þar tilvonandi eig-
inmann sinn, James Whittaker. Þau
giftust og fluttu til London. James
starfaði við bókaútgáfu og var auk
þess virtur fyrir störf sín í fornleifa- og
grasafræði. James dó skyndilega 1957,
og var það gífurlegt áfall fyrir Mundu,
sem flutti heim til Íslands 1958 í hús,
sem afi og faðir minn höfðu byggt
saman. Umgengni við Mundu var
þannig hluti af daglegu lífi okkar
systkinanna. Nutum við oft góðs af
frábærum myndarskap hennar við
sauma og prjónaskap, en handavinna
var eitt hennar helsta áhugamál, og
hún var sérlega vandvirk við hana eins
og við allt, sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Hún var góðum gáfum gædd og las
alla tíð mikið. Einnig naut hún þess að
hlusta á sígilda tónlist. Munda vann
mjög lengi við miðasölu í Bæjarbíói, og
muna eflaust margir Hafnfirðingar
eftir henni þaðan. Hún átti góða vini í
Englandi frá árunum í London. Hún
fór þangað oft, og eins komu vinkonur
hennar iðulega til Íslands á sumrin og
bjuggu hjá henni. Er hún eltist tók
hún virkan þátt í starfi eldri borgara í
Hafnarfirði og fór með þeim í ferðir,
bæði innanlands og utan. Sumarið
1984 dvaldi hún hjá mér í Lundi í Sví-
þjóð og gætti sonar míns ungs. Hún
naut þess að vera í sænska sumarveðr-
inu, og ég á margar góðar minningar
úr skoðunarferðum okkar um Skán.
En síðustu árin tók heilsan að gefa
sig og eftir mjaðmarbrot dvaldi hún á
hjúkrunardeild B-3, Hrafnistu, Hafn-
arfirði. Hún var bundin hjólastól síð-
ustu árin og virkni hennar fór minnk-
andi. Hugurinn var þó skýr fram á
síðustu dagana. Það var sárt fyrir
hana, þegar hún gat ekki lesið lengur
eða stundað handavinnu vegna sjón-
depru, en þá komu hljóðbækur og tón-
listin í góðar þarfir. Munda hlaut frið-
sælt andlát, og var aðdáunarvert,
hversu natið starfsfólk deildarinnar
var við umönnun hennar. Allir lögðu
sig í líma við að gera síðustu daga
hennar þjáningarlausa.
Gömul kona er dáin og með henni
allt háttalag hennar, eins og segir í
ljóði Steinunnar að ofan. Hún syrgði í
raun James, mann sinn, alla ævi. Ég
trúi því að hún hafi verið tilbúin að fara
og þakka henni margar góðar sam-
verustundir
Anna Björg.
Ég kynntist Guðmundu Ólafsdóttur
(Mundu) fyrir hartnær fjórum áratug-
um, þegar ég tók að leggja leið mína í
Ásbúðartröð 5 að hitta bróðurdóttur
hennar, Höllu. Munda bjó þá á neðri
hæð hússins en Halla á efri hæðinni
hjá foreldrum sínum. Þrátt fyrir
skyldleika íbúa var ólíkur bragur milli
hæða. Rammíslenskur á þeirri efri en
breskur á þeirri neðri. Þótt Munda
hefði mun lengur búið á Íslandi en á
Englandi hafði dvölin ytra greinilega
mótað hana mjög. Að fara á milli hæða
í Ásbúðartröðinni var líkast því að fara
yfir landamæri. Er mér næst að halda
að það hafi öðru fremur ráðið því að
ferðir milli hæða voru ekki tíðar. Í þá
tíð réðst fólk ekki í ferðir milli landa
nema hafa til þess ærið tilefni. Engu
að síður var fullur vinskapur milli
skyldmennanna á hæðunum tveimur.
Munda bjó löngum ein og fór henni
vel bæði einbýlið og breski bragurinn.
Hvort tveggja hæfði vel hennar sett-
lega fasi. Ekki minnist ég þess að hafa
nokkurn tíma heyrt Mundu hallmæla
nokkrum manni og dygg var hún vin-
um sínum. Munda var góð heim að
sækja og tók gjarnan á móti gestum
með góðum bolla af tei eða fingurbjörg
af sérríi að breskum sið.
Þegar heilsu Mundu tók að hraka
fyrir sakir elli varð hún að yfirgefa sitt
breska heimili í Ásbúðartröðinni.
Dvaldi hún um skeið á Sólvangi en síð-
ustu árin bjó hún á Hrafnistu. Þótt vel
hafi farið um Mundu þar er tilfinning
mín sú að hún hafi aldrei litið á Hrafn-
istu sem heimili sitt. Alla vega flutti
hún ekki breska braginn með sér
þangað og var þar á vissan hátt ut-
angátta. Kostur var þó að hún þurfti
ekki að flytja út fyrir Hafnarfjörð sem
ágætastur var íslenskra bæja í augum
Mundu.
Ég kveð Mundu með hlýjum hug og
virðingu.
Sigurjón Högnason.
Elskuleg vinkona hefur kvatt þetta
líf eftir langa, farsæla og viðburðaríka
ævi. Guðmunda Ólafsdóttir og móðir
mín Ingveldur Gísladóttir voru æsku-
vinkonur í Hafnarfirði og alla tíð hélst
þeirra trausta vinátta. Móðir mín dó
1996. Ég man vel eftir Mundu frá því
að ég var barn. En svo kom stríðið,
seinni heimsstyrjöldin. Munda vann á
Hótel Borg, ung og falleg blómarós
með sitt dökka, þykka, liðaða hár og
íhugul, falleg augu.
Þetta gat ungur Breti ekki staðist.
Hann James Whittaker féll samstund-
is fyrir þessari fallegu, gáfuðu stúlku.
Munda fann strax að James hafði góð-
an mann að geyma og svo var hann
líka afskaplega myndarlegur. Þau gift-
ust og Munda fluttist til London. Hún
hélt alltaf tryggð við Ísland. Þar átti
hún foreldra, bróður og hans fjöl-
skyldu og gömlu góðu vinina.
Ég á gamla mynd frá móður minni
sem tekin er í garðinum á Austurgötu
27, Hafnarfirði. Þar bjó Málfríður
Gísladóttir (Fríða Gísla) vinkona
mömmu og Mundu. Sumarið 1947/8.
Munda og mamma báðar í kápum með
hatta og veski en húsmóðirin í sum-
arkjól. Vinkonurnar voru allar mjög
hárprúðar, Munda með dökkt hár,
mamma ljóshærð og Fríða með kast-
aníubrúnt hár og þykka fléttu fram
eftir öllum aldri.
Þegar ég var 17 ára fór ég til sum-
ardvalar í London á vegum Mundu og
James. Ég dvaldi hjá enskum vinum
þeirra. Húsbóndinn var samstarfs-
maður James. Þetta var yndisleg fjöl-
skylda hjón, þrír unglingspiltar og sex
ára dóttir. Árið 1951 var ennþá mat-
arskömmtun í Englandi. Eitt egg á
mann á viku kjöt og jafnvel sælgæti
skammtað. Munda og James bjuggu í
mjög lítilli íbúð í miðborg Lundúna.
Stór stofa og eldhúsið var bara skápur
sem opnaður var við matargerð.
Hvern miðvikudag sótti Munda mig
og tókum við strætó og lest í bæinn.
Við skoðuðum söfn og alla helstu staði
í borginni og nágrenni. Alltaf enduðu
miðvikudagarnir heima hjá þeim í
kvöldmat og spjalli um ævintýri dags-
ins áður en mér var fylgt heim. Eftir
þetta sumar í London hjá þessari
góðu, ensku fjölskyldu og óeigin-
gjarnri elju og umhyggju Mundu og
James að uppfræða mig og njóta sam-
vista þeirra, hefur mér ætíð verið hlýtt
til þessarar borgar.
Fleiri myndir. Smáferð út úr bæn-
um áð í laut með nesti í sól og góðu
veðri. Munda, Fríða, mamma, faðir
minn, Guðmundur Gissurarson, Ólaf-
ur faðir Mundu og ég.
Eftir fráfall James flutti Munda aft-
ur í Hafnarfjörð. Hún hóf störf í Bæj-
arbíói. Hafnarfjarðarstrætisvagnarnir
voru yfirfullir af bíógestum. Þá var
ekki leiðin í Fjörðinn löng. Munda af-
greiddi allan þennan fjölda með stó-
ískri ró myndugleik og hlýju.
Seinasta heimsókn mín til Mundu
minnar var 4. júlí, sagðist koma og
kveðja 10. ág. áður en ég héldi úr landi.
Við sátum saman í matsalnum. Munda
mataðist sjálf. Alltaf settleg og snyrti-
leg og nú var dökka hárið silfurgrátt.
Hún hélt sinni reisn. Ég sagðist enn
muna símanúmerið hennar í London,
Terminal 6194. Hún var mér svo mik-
ilvæg þar, mitt lífsakkeri. Við hlógum.
Hún var sko enn klár í kollinum hún
Munda mín. Ég strauk yfir fallega
hárið hennar og kvaddi. Vertu ætíð
Guði falin, elsku vinkona.
Guðrún Ág. Guðmundsdóttir.
Guðmunda H.
Ólafsdóttir Whittaker
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru dóttur og systurdóttur,
SÆRÚNAR HANNESDÓTTUR,
Strandgötu 23,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk heilbrigðisstofnana
sem annaðist Særúnu í veikindum hennar.
Friðrika Sæþórsdóttir,
Helga Sæþórsdóttir.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG GEORGSDÓTTIR,
Bakkagerði 4,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn
15. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Árni Magnússon, Sigfríður Þórisdóttir,
Björg Árnadóttir, Markús H. Guðmundsson,
Magnús Árnason, Rannveig Sigfúsdóttir,
Arnar Gauti, Guðmundur Fannar,
Árni Snær, Björg Margrét.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓSKAR FRANK GUÐMUNDSSON
skipasmíðameistari,
áður til heimilis á
Grundarvegi 13,
Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju fimmtudaginn
20. ágúst kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hans er bent á Kálfatjarnarkirkju.
Kristín Dagbjört Þórðardóttir,
Hörður Óskarsson,
Margrét Óskarsdóttir, Rúnar R. Woods,
Guðmundur Óskarsson, Hrafnhildur Svavarsdóttir,
Þórður Óskarsson,
Auður Óskarsdóttir, Sverrir Sverrisson
og barnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður
og afa,
JÓNASAR GUÐLAUGSSONAR
fyrrv. rafveitustjóra,
frá Guðnastöðum, Austur-Landeyjum,
Reykjavíkurvegi 52b,
Hafnarfirði.
Dóróthea Stefánsdóttir,
Stefán Jónasson, Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Guðlaugur Jónasson, Erla Bragadóttir,
Guðmundur Jónasson, Ágústa Ólafsdóttir,
Ragnar Guðlaugsson,
Ingibjörg Jóna Guðnadóttir
og barnabörn.
Útför ástkærs föður okkar, sonar og bróður,
ÓSKARS INGÓLFSSONAR,
verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
20. ágúst kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Zen á Íslandi - Nátthaga,
reikningsnúmer 111-26-491199, kt. 491199-2539.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Mikhael Aaron Óskarsson,
Aron Ingi Óskarsson,
Anna Dóra Ágústsdóttir,
Ingólfur Halldórsson,
Jóna Ingólfsdóttir,
Ólöf María Ingólfsdóttir.