Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 11
„VIÐ höfum orðið vör við mikla söluaukningu, bæði erlendis og innanlands,“ segir Jóel Pálsson, annar stofnenda Farmers Market sem sérhæfir sig í hönn- un á vörum úr náttúrulegum hráefnum, aðallega ull. Vörurnar hannar Bergþóra Guðnadóttir, hinn eig- andi fyrirtækisins, og eru seldar í tíu löndum. Eru aðstandendur fyrirtækisins einmitt nýkomnir frá tískuviku í Kaupmannahöfn þar sem meðal annars var gengið frá sölu á vörum til einnar stærstu versl- unarkeðju í Tokyo. Vörurnar eru framleiddar í fjór- um löndum, þar á meðal hérlendis. Þurft að bæta við sig fólki „Við höfum þurft að bæta við okkur starfsfólki, bæði hér og úti, enda koma margir að þessu, beint eða óbeint,“ segir hann. Farmers Market er einn stærsti viðskiptavinur Ístex og keypti í fyrra um tíu tonn af lopa. „Við gerum ráð fyrir að kaupa enn meira á næstunni vegna söluaukningar á árinu og það er enn að bætast við, við erum þegar komin með pantanir erlendis fyrir næsta ár.“ Handprjónasamband Íslands var stofnað 1977 og er samvinnufélag. Stofnendurnir voru um þúsund einstaklingar, aðallega konur, víðsvegar að, sem höfðu drýgt heimilistekjurnar með því að prjóna peysur og aðrar vörur úr íslenskri ull. Virkir meðlimir eru nú um tvö hundruð og á sam- bandið nú þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur orðið talsverð aukning á sölu hjá okk- ur, bæði á lopa og eins ullarvörum,“ segir Bryn- dís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjóna- sambandsins. Hún segir það misjafnt hversu margir prjóni fyrir sambandið. „Sumir vinna stöðugt fyrir okkur og aðrir sjaldnar. Í vetur höf- um við svo orðið vör við nokkra aukningu á þeim sem vilja prjóna fyrir okkur. Aðallega er það fólk sem er búið að fylla skápana sína og vill prjóna meira. Svona kemur það vöru sinni á markað,“ segir hún. Um þessar mundir séu það lopapeys- urnar sem seljist mest en það sé tíska í þessu eins og öllu öðru. sigrunerna@mbl.is Tískan spilar stórt hlutverk Hönnun Fyrirtækið Farmers Market hannar vörur úr náttúrulegum efnum. Hönnuðurinn er Bergþóra Guðnadóttir og vörurnar eru seldar í tíu löndum.  Vaxandi áhugi á náttúruvörum eins og ull  Lopapeysur seljast best enda eru þær í tísku Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is „ÞAÐ hefur verið alveg brjáluð sala á ull í sum- ar, salan í júlí fjórfaldaðist miðað við júlí í fyrra, í stað fimm tonna seldum við tuttugu,“ segir Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, eina framleiðanda ullargarns á Íslandi. Þetta samsvari því að prjónaðar hafi verið 30– 40 þúsund peysur í júlí. Hann segir söluna ekk- ert vera að minnka, eftir verslunarmannahelgi hafi hver metdagurinn rekið annan. Einna mest selst af léttlopa og plötulopa. Sauðalit- irnir eru alltaf vinsælir en glaðlegir sumarlitir hafa líka selst vel í sumar. Ullina kaupir Ístex beint af bændum og er hún flutt á þvottastöð á Blönduósi þar sem hún er þvegin. Síðan fer hún til spunaverksmiðjunnar í Mosfellsbæ en þar starfa um þrjátíu manns. „Við höfum verið að bæta við okkur starfsfólki og vinna yf- irvinnu til þess að mæta eftirspurninni,“ segir Guðjón. Ístex kaupir ull, um níu hundruð tonn, af um nítján hundruð bændum. Ullin er af lif- andi kindum og er ull af lömbum haldið sér, enda segir Guðjón þá ull vera rjómann. Ístex er með viðamikla útgáfustarfsemi og gefur reglulega út bækur með prjónauppskriftum eftir Védísi Jónsdóttur, hönnuð Ístex. „Við verðum vör við mikla söluaukningu í hvert sinn sem bókin kemur út. Sú nýjasta kom út 10. júlí og við höfðum vart undan að afgreiða vörur á lagernum. Fyrsta upplag bókarinnar kláraðist líka og nauðsynlegt var að prenta annað.“ Guð- jón segir það sína tilfinningu að mesta aukn- ingin sé vegna yngri aldurshópsins en sá hópur viðskiptavina fari stöðugt vaxandi. Síðan eigi fyrirtækið stóran hóp tryggra viðskiptavina. Ístex er að hálfu í eigu starfsmanna og að hálfu í eigu 1800 sauðfjárbænda. Bændur munar um ullarfé Sindri Sigurgeirsson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, segir auknar vin- sældir ullarinnar vera mikið ánægjuefni fyrir bændur. „Tekjur vegna ullar eru kannski ekki veigamikill tekjupóstur en það munar um þetta. Það var kauphækkun á síðasta ári þegar við lögðum inn, 24% hækkun frá árinu áður. Bæði vegna góðrar sölu innanlands og hag- stæðs verðs erlendis sem skapaðist aðallega vegna gengis. Þetta skilar bændum sínu,“ seg- ir hann. Yfirgnæfandi meirihluti sauð- fjárbænda leggur inn ull og hefur magnið verið að aukast. „Það er áhugavert að menn skuli vera teknir til við þetta af krafti aftur. Og gam- an að sjá hvað hönnun hefur tekið við sér.“ Prjónakaffið í stöðugri sókn „Það er greinileg ásókn í að prjóna og líka í þjóðbúningasaum og bara allt sem viðkemur hinni gömlu íslensku hefð,“ segir Arna María Gunnarsdóttir hjá Heimilisiðnaðarsambandi Íslands en Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á fjölda prjónanámskeiða. Hún segir það hafa verið nauðsynlegt að auka úrval á lopa og bandi í búðinni og lengja opnunartímann. Skól- inn stendur fyrir um þrjátíu gerðum af nám- skeiðum árlega og hleypur nemendafjöldinn á hundruðum, vegna prjóns, hekls eða útsaums. „Hin hefðbundna íslenska prjónakona er að taka við sér. Við sjáum það sérstaklega á hinu mánaðarlega prjónakaffi sem við höldum í Kópavoginum, þangað koma stundum á annað hundrað manns í einu, fá sér kaffibolla, prjóna og hlýða á stutt fræðsluerindi frá okkur. Þetta verður sífellt vinsælla,“ segir Arna. Aðspurð um ástæðu aukinna vinsælda prjóns segir Arna að sér detti helst í hug að fólk fari minna til útlanda en áður. „Fólk er að vinna að meiri sköpun, í stað þess að verða fyrir utanaðkom- andi áhrifum sest fólk meira niður með vinum og fjölskyldu og nýtur þess að búa til og skapa. Það er að finna skaparann í sjálfu sér.“ „Brjáluð sala á ull – í stað fimm tonna seldum við tuttugu tonn“  Íslenska prjónakonan er vöknuð til lífsins á ný  Prjónaskapur sækir á hjá yngra fólki Morgunblaðið/Heiðar Litskrúðugt Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, með framleiðsluna, ullargarn í öllum regnbogans litum. Sauðalitirnir eru alltaf vinsælir en glaðlegir sumarlitir hafa selst vel. Loðskinn hf á Sauðárkróki, er eina fyr- irtækið sem sútar gærur á landinu. Gunn- steinn Björnsson, framkvæmdastjóri, segir að þótt ekki sé mikið sútað eins og er, um 5-7000 gærur á ári, sé salan vaxandi. „Ég held að talsvert af fólki sem hefur misst vinnuna sé farið að vinna sjálfstætt og það er tvímælalaust meiri sköpun í gangi en áður,“ segir hann. Fyrirtækið saltar einnig árlega um 350.000 gærur sem það kaupir af sláturhúsunum og selur beint til út- landa, þar sem þær eru notaðar í leður eða mokka. „Við erum nokkuð sátt við okkar í dag. Þetta var dáinn iðnaður vegna of sterkrar krónu en nú er hann að lifna við aftur,“ segir Gunnsteinn. Eggert feldskeri kaupir gærur af Loðskinni en hann gerir talsvert af flíkum úr gærum. ,,Það er alltaf einhver sala, bæði meðal Íslendinga og er- lendra ferðamanna, þetta gengur í sveifl- um. Þetta var mjög vinsælt „í gamla daga“, svo seldust mokkakápurnar ekkert í nokk- ur ár,“ segir hann. Salan hafi verið nokkuð stöðug undanfarið og einhver teikn á lofti um að hún sé kannski á leiðinni upp aftur. Sala á fötum úr gærum sveiflast upp og niður Landinn prjónar sem aldrei fyrr og prjóna- uppskriftabækur rjúka út eins og heitar lummur. Ullargarn selst í tonnatali og á prjónasamkomum er þéttsetinn bekk- urinn. Sköpunargleði virðist blómstra í kreppunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.