Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 ✝ Rannveig EddaHálfdánardóttir fæddist á Akranesi 6. janúar 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness föstudaginn 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Dóróthea Er- lendsdóttir, f. 1.9. 1910, d. 15.1 1983, og Hálfdán Sveinsson, f. 7.5. 1907, d. 18.11. 1970. Rannveig Edda var næstelst fjögurra systkina, bræður hennar eru Hilmar Snær, f. 24.2. 1934, Sveinn Gunnar, f. 23.7. 1939, og Helgi Víðir, f. 1.4. 1944, d. 30.4. 2008. Rannveig Edda giftist 30.12. 1959 Kristjáni Emil Friðrikssyni, f. 9.11. 1931. Foreldrar hans voru Alda skólanum þar. Á Akranesi bjó hún líka og starfaði allan sinn aldur. Hún hóf starfsferil sinn á skrifstofu Kaupfélags Suður-Borgfirðinga, því næst starfaði hún lengi á skrifstofu Akranesbæjar og að síðustu sem móttökuritari á Sjúkrahúsi Akra- ness. Því starfi sinnti hún í um það bil tuttugu og fimm ár, eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs, í árslok 2005. Rannveig Edda starfaði mikið innan Alþýðuflokksins. Hún var fulltrúi á framboðlistum, bæði til bæjarstjórnar á Akranesi og til Alþingis í Vesturlandskjördæmi. Þá var hún um skeið m.a. formaður fé- lagsmálaráðs Akranesbæjar og sat í stjórn Dvalarheimilisins Höfða. Hún var í mörg ár félagi í Oddfellowregl- unni á Akranesi. Útför Rannveigar Eddu verður gerð frá Akraneskirkju í dag, 18. ágúst, og hefst athöfnin kl. 14. Valdemarsdóttir, f. 1.7. 1911, d. 2.2. 1970, og Jakob Emil Vil- helm Frederiksen, f. 27.7. 1902, d. 15.9. 1994. Börn Rann- veigar Eddu og Krist- jáns eru: 1) Dóróthea Alda, f. 24.9. 1954, maki Jörgen Elsted Madsen, börn hennar eru Kristján Emil og Allan Elsted. 2) Hálf- dán, f. 29.7. 1959, maki Ragnhildur Jónsdóttir, börn þeirra eru Svanhildur Jóna, Jakob Emil og Dagur. 3) Rannveig, f. 26.6. 1962, dóttir hennar er Bylgja. Dótt- ursonur þeirra, Kristján Emil, ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Rannveig Edda ólst upp á Akra- nesi. Hún lauk prófi frá Gagnfræða- Að eiga góðan vin er dýrmætt. Að eiga móður sem sinn besta vin eru forréttindi. Ég er stolt af því að hafa átt þig að, ekki bara sem móður held- ur líka sem minn besta vin. Með þessu ljóði kveð ég þig með miklum söknuði en jafnframt með þakklæti fyrir allt það sem við áttum saman. Til mömmu: Ég sendi þér vina mitt ljúfasta ljóð þú ert langbesta mamman í heimi. Þú hefur verið mér vinkona góð, sá vinur sem aldrei ég gleymi. Þú gafst mér það eina sem áttir þú til: Þig alla – að trúnaðarvini. Með kærleik í hjarta ég knúsa þig vil og kyssa í þakklætisskyni. Ef munum við vel það sem meistarinn kvað og mestu í rauninni skiptir: Að kærleikur sannur, þú kenndir mér það, er kraftur sem fjöllunum lyftir. Þú hefur verið mér vinkona slík að vandi er spor þín að fylla. Von mín er sú að ég verði þér lík og veginn þinn fái að gylla. (L.Æ.) Þín dóttir, Rannveig. Þá er lokið um það bil tveggja ára glímu Eddu systur minnar við þann illvíga sjúkdóm sem krabbameinið er allt of oft. Hún og Helgi bróðir okkar háðu um skeið hvort sína baráttu svipaðs eðlis. Nú hafa þau bæði fallið frá. Við í fjölskyldunni stöndum eftir hnípin og er harmur okkar mikill. Mér verður hugsað til uppvaxtarára okkar systkina í Þórshamri við Vest- urgötu á Akranesi og síðar á Sunnu- brautinni. Þar áttum við heima frá árinu 1945 og allar götur þar til við flugum úr hreiðrinu, eins og stund- um er sagt er. Og þar bjuggu for- eldrar okkar síðan til æviloka og þar var okkar miðpunktur. Við systkinin ólumst upp í mjög félagslegu um- hverfi. Báðir foreldrar okkar á kafi í ýmiskonar félagsmálum. Móðirin í slysavarnamálum og í Kvenfélagi Al- þýðuflokksins. Faðirinn á kafi í verkalýðsmálum, sveitarstjórnar- málum, landsmálapólitík o.m.fl. Það er því kannski ekki óeðlilegt að við systkinin höfum öll mótast hvert á sinn hátt af þessu félagsmálavafstri foreldranna. Edda, eins og hún var yfirleitt kölluð, sinnti þessu kalli mest á æskuslóðunum. Edda starf- aði áratugum saman að framgangi jafnaðarstefnunnar innan Alþýðu- flokksins. Var fulltrúi á framboðlist- um, bæði til bæjarstjórnar á Akra- nesi og til Alþingis í Vesturlandskjördæmi. Hún var varabæjarfulltrúi í 12 ár. Mest lét hún sig þó varða félags- og velferð- armál á málasviði Akranesbæjar. Var m.a. um skeið formaður félags- málaráðs og sat í stjórn Dvalarheim- ilisins Höfða. Á yngri árum starfaði Edda talsvert mikið innan Skátafé- lags Akraness. Og í mörg ár var hún félagi í Oddfellowreglunni á Akra- nesi. Ung að árum hóf Edda búskap með Kristjáni Friðrikssyni. Þau gengu síðan í hjónaband 30. desem- ber 1959 og hefðu því átt 50 ára brúð- kaupsafmæli í lok þessa árs. Mestan hluta þess tíma bjuggu þau að Esju- braut 20. Þeim varð þriggja barna auðið, elst er Dóróthea Alda, búsett í Danmörku, síðan Hálfdán, einnig búsettur í Danmörku og yngst er Rannveig, búsett í Reykjavík. Ömmubörnin eru nú orðin tólf. Edda og Stjáni voru ólík um margt en stóðu vel saman, sem kannski kom best í ljós á erfiðleikatímum. Hjálp- semi, greiðasemi og höfðingsskapur einkenndi allan þeirra búskap. Það þakka ég þeim báðum, ekki síður Stjána mági mínum. Samheldni okk- ar systkina var alla tíð mikil. Við töl- uðum mikið saman í síma og bjugg- um oft til tilefni til að hittast. Bæði í gamni og alvöru töluðum við um að við værum félagsmenn í Bræðra- félagi. Edda var þar sjálfkjörin for- maður ævilangt. Þessu félagi stjórn- aði hún af festu eins og við bræður sögðum í léttum tóni. Mörg sumur skipulagði hún helgarferðir fyrir fé- lagsmenn og maka. Og skötuveislur Eddu og Stjána eru eftirminnilegar. Edda var góð systir, hún var góð eig- inkona og móðir, amma og langamma. Hún var umfram allt góð manneskja, sem öllum vildi vel. Hún var hetja í lokabaráttunni. Ég kveð hana með söknuði og bið guð að blessa minningu hennar. Ég bið líka guð að styrkja og styðja Stjána, börnin, tengdabörnin og ömmubörn- in í sorg þeirra. Farðu í friði, kæra systir. Sveinn. Við frænkurnar viljum minnast Eddu föðursystur okkar með nokkr- um orðum og þakka fyrir að hafa átt hana að alla okkar ævi. Við erum rík- ari fyrir vikið. Edda var glæsileg kona, með sterkan persónuleika og hafði hjart- að svo sannarlega á réttum stað. Segja má að hún hafi verið höfuð fjöl- skyldunnar. Sem formaður „Bræðra- félagsins“ stjórnaði hún bræðrum sínum og þeirra mökum og hélt systkinahópnum þétt saman. Hún var ættrækin og lét sér afar annt um fólkið sitt og var ávallt fyrst til að hringja á afmælisdögum og syngja afmælissönginn. Það var gaman að vera með henni á ættarmótum, hvort sem það var hjá Bræðrafélaginu eða á Gromsaramótum. Nú eða helgina ógleymanlegu sem við áttum saman á Flateyri fyrir nokkrum árum þar sem við gerðumst boðflennur á ætt- armóti hjá fólki okkur alls óskyldu. Þá eiga þau Stjáni heiður af árlegum skötuveislum fjölskyldunnar sem að okkar mati er ómissandi upphaf á jólahaldinu. Edda var skemmtileg kona og góð- ur félagi. Hún kunni að njóta augna- bliksins og var í essinu sínu í góðra vina hópi. Oft var kátt á hjalla á Esju- brautinni og áttum við þar ótal gleði- stundir. Minnisstætt er þegar Edda og æskuvinkonur hennar voru þar samankomnar. Þá var mikið sungið og eru þau ófá lögin sem við lærðum af þeim stöllum. Þau hjónin voru miklir matgæðingar og höfðu þau yndi af því að bjóða fólki góðgæti sem þau töfruðu fram. Ósjaldan var svo matarpakka gaukað að gestum þeg- ar haldið var heim. Það er huggun nú á erfiðum tímum að vita að Edda, okkar frábæra frænka, mun lifa með okkur um ókomna tíð. Elsku Stjáni, Rannveig, Dóra, Hálfdán og fjölskyldur, megi guð veita ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Drífa Hilmarsdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir. Rannveig Edda Hálfdánardóttir ✝ Eygló Mark-úsdóttir fæddist á Borgareyrum, V- Eyjafjöllum 10. júlí 1933. Hún andaðist á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 2. ágúst 2009. Foreldrar hennar voru Sigríður Magnúsdóttir frá Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu, f. 30.4. 1905, d. 11.2. 1997, og Markús Jónsson söðlasmiður frá Borgareyrum, f. 6.3. 1905, d. 28.7. 1988. Systkini Eyglóar eru Hulda, f. 24.2. 1930, d. 12.10. 1987, Hrefna, f. 23.5. 1931, Magnús Sig- urður, f. 26.4. 1932, d. 25.7. 1991, Erla, f. 21.11. 1936, Ester, f. 2.2. 1940, d. 10.3. 1945, Grímur Bjarni, f. 21.5. 1942, Ester, f. 18.7. 1944, Þor- steinn Ólafur, f. 31.1. 1946, og Erna, f. 9.8. 1947. Eygló giftist 27. desember 1952 Sveinbirni Ingimundarsyni frá Ysta- Bæli, Austur-Eyjafjöllum, f. 1.9. 1926. Þau eignuðust átta börn, þau eru: 1) Örn, f. 30.9. 1951, maki Guð- rún Ólöf Guðmundsdóttir, f. 10.3. þeirra Ronja Margrét, f. 11.5. 2009. B) Sigrún, f. 14.3. 1989. C) Hrefna, f. 15.7. 1990. 4) Markús Gunnar, f. 6.12. 1956, maki Selma Filipp- usdóttir, f. 10.9. 1961, synir þeirra Fannar Freyr, f. 21.8. 1985, Ísak, f. 8.11. 1995, og Ívar, f. 8.11. 1995. 5) Ingimundur, f. 4.1. 1960. Börn hans og Guðrúnar le Sage de Fontenay, f. 18.9. 1962, eru Guðrún Birna, f. 3.12. 1981, Jóhann Jean, f. 20.4. 1988, og Ólöf Sesselja, f. 13.8. 1994. 6) Hrafn, f. 22.12. 1961, kona hans Anna Dóra Pálsdóttir, f. 7.7. 1964, börn þeirra Leó Páll, f. 9.4. 1985, Þórhildur Mar- grét, f. 15.11. 1990, og Eygló Ýr, f. 5.10. 1992. 7) Ester, f. 9.9. 1963. Syn- ir hennar og Óskars Jónssonar, f. 4.6. 1960, d. 19.2. 1990, eru: Markús, f. 15.9. 1986, og Jón Sveinbjörn, f. 22.2. 1990. Sambýlismaður Magnús Sigurðsson, f. 4.11. 1964, sonur þeirra Bjarki Snær, f. 8.1. 1999. 8) Helga Sif, f. 7.3. 1972, maki Haukur Örn Jónsson, f. 27.5. 1972, synir þeirra Davíð Þór, f. 18.4. 1996, Ás- mundur Helgi, f. 13.6. 2000, Arnar Pétur, f. 10.3. 2003, og Björn Egg- ert, f. 17.12. 2004. Eygló var bóndi í Ysta-Bæli, A- Eyjafjöllum í 44 ár og var síðast bú- sett í Hafnarfirði. Útför Eyglóar fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 18. ágúst og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar 1954. Börn þeirra eru: A) Björk, f. 30.11. 1977, maki Jónas Bergmann Magnússon, f. 21.11. 1975. Börn þeirra Magnús Berg- mann, f. 9.10. 1998, Birgitta Saga, f. 12.8. 2002, og Örn Vikar, f. 5.6. 2007, og B) Hrönn, f. 30.3. 1984, sambýlis- maður Haukur Ísfeld Ragnarsson, f. 20.8. 1984. 2) Óskírður son- ur, f. 3.4. 1953, d. 4.4. 1953. 3) Sigurður Ingi, f. 9.4. 1954. Börn hans og Heiðu Bjargar Scheving, f. 20.6. 1960, eru: A) Hrund, f. 12.2. 1978, maki Jón Helgi Sveinsson, f. 28.3. 1979, börn þeirra Selma Rún, f. 8.9. 2004, og Magnús Heiðar, f. 29.5. 2007, B) Eygló, f. 4.11. 1983, dóttir hennar og Kjartans Arnald Hlöðverssonar, f. 12.2. 1980, er Sveinbjörg Júlía, f. 11.7. 2004. Dætur Sigurðar Inga og Katrínar Guðjónsdóttur, f. 7.7. 1964, eru A) Sunna, f. 26.5. 1987. Sonur hennar og Davíðs Þórs Vilhjálms- sonar, f. 5.8. 1985, er Þór, f. 7.6. 2005. Sambýlismaður Þórarinn Ágúst Pálsson, f. 3.3. 1983, dóttir Við fráfall mömmu lít ég til baka með þakklæti í huga og upp koma fal- legar minningar. Mamma orti mikið, eftirfarandi ljóð var flutt í brúðkaupi Bjarkar, sonardóttur hennar, og Jón- asar Bergmann við Skógafoss í ágúst 2005, Göngum til brúðkaups og guðina biðjum brúðhjónin leysa frá hversdagsins viðjum. Gestirnir fagna því gleðin er djúp gróður í bakgrunn í fossúðans djúp. Himins salurinn húsi er betri, hefur nú létt af sér kulda og vetri. Vítt er til veggja og festingin há, voldug er byggingin guðunum hjá. Skyldi hér gnægði af goðum að sjá gengna úr jöklunum fjöllunum á, guðirnir allir að ástinni hlynni. Að endingum kneyfum hér brúðhjóna mynni. (Eygló Markúsdóttir.) Mamma var vitur manneskja og hjálpsöm þeim mönnum og málleys- ingjum sem þurftu hennar skjól. Eitt sinn kom ég heim að Yzta-Bæli eftir að ég fluttist að heiman og var hún þá að hjálpa kind sem gat ekki borið, hún heilsaði mér og setti mig strax í hlut- verk við burðinn. „Komdu hérna, Maggi minn, og haltu hérna við kindina, ég þarf að snúa lambinu.“ Þegar lambið var fætt var gengið í bæinn og hellt upp á kaffi. Mamma hafði einstakt lag á því að finna hvernig líðan fólksins var og fann ætíð leið til að létta því lífið. Mamma var einstaklega úrræðagóð og laghent. Þegar haldin voru grímu- böll í skólanum mínum voru ekki sömu fjárráð og í dag, það stöðvaði hana ekki. Saumavélin var tekin fram og grímubúningar saumaðir og límdir saman svo sem fljúgandi furðuhlutur, kafarabúningur úr súrmjólkurpokum og beinagrindarbúningur úr hveiti- pokum. Hún kenndi okkur systkinun- um líka að prjóna og sauma. Ég var orðinn unglingur þegar ég áttaði mig á að það kunnu ekki allir karlmenn að prjóna sokka. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og mínum, Guð geymi þig. Markús. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir) Þegar litið er yfir lífshlaupið er kletturinn í lífinu móðirin sem gaf mér líf og hvatti mig til þess að vera trú sjálfri mér, því hún kenndi mér að ekki er hægt að vera svo öllum líki. Við veljum okkur vegferð og fylgjum henni, stefnum að því sem við viljum í hjarta okkar. Þetta er í mínum huga sannleikur sem er lykillinn að því að öðlast hugarró. Hún kenndi mér að meta gildi vináttunnar, sem er ágæt í meðbyr en ómetanleg í mótlæti. Hún gaf mér svo oft bros í einni svipan, en minningin um það geymist ævilangt, því það var ávallt stutt í hlátur, glettni og hárfína ádeilu á breyskleika mann- legs eðlis. Hún var afar úrræðagóð og hafði einstaka hugkvæmni sem má glöggt sjá í eftirfarandi: Markúsi mín- um sem er með dyslexíu gekk illa að lesa Egilssögu í skólanum. Mömmu fannst innihald Íslendingasagna vera einfalt og þyrfti ekki að hafa mörg orð um það. Því gerði hún Egilssögu styttri fyrir Markús svo hann væri með inntakið á hreinu: Egill sló og Egill hjó Egill vó í hvelli. Egill hló og Egill bjó Egill dó úr elli. Hún kenndi mér að yfirburðir okk- ar felast ekki í því að sigra aðra, held- ur að sameinast öðrum við leik og störf. Gæti verið sannleikur falinn í því að það sem við eigum í vasanum er ekki mikilsvert, heldur einungis það sem þú átt í hjarta þínu? Að í raun sé lífið engin hraðbraut milli vöggu og grafar, heldur staður til að fá sér sæti í sólskininu, að hamingjan sé stöðugt ferðalag en ekki einhver áfangastað- ur sem hægt er að dvelja á löngum stundum. Ekkert í lífinu fæst án fyr- irhafnar og okkur ber að þakka það sem okkur er trúað fyrir og þann þroska sem við öðlumst á lífsleiðinni. Innilegustu samúðarkveðjur mínar til ykkar allra sem bera sorg í hjarta. Minningin lifir um góða konu sem gaf okkur svo mörgum mikið. Ester Sveinbjarnardóttir. Það var erfið kveðjustund sem ég átti með Eygló, áður en ég lagði af stað í ferðalag erlendis með alla fjöl- skylduna, örfáum dögum áður en hún lést. Eygló hefur barist hetjulegri baráttu við krabbamein og var orðin mjög veik á þessum tíma. Sú von bærðist í brjósti mér að ég fengi að hitta hana þegar heim væri komið, en svo var ekki. Ég er afar þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með henni síð- ustu vikurnar og við gátum veitt hvor annarri styrk. Það var fyrir 35 árum að leiðir okk- ar Eyglóar lágu saman. Mér var boðið í heimsókn í gamla bæinn í Yzta-Bæli á afmælisdegi hennar. Strax við fyrstu kynni var mér ljóst að ég hafði kynnst einstakri konu með stórbrot- inn persónuleika. Kynni okkar urðu Eygló Markúsdóttir Í dag kveðjum við Eygló í Yzta-Bæli. Frábæra konu sem ég hef þekkt frá því ég man eftir mér. Hlý og góð, brosandi út að eyrum, vildi öllum allt það besta. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann á þessum tímamótum bæði hjá mér og Jökli, þær viljum við þakka. Blessuð sé og verði minn- ing Eyglóar. Kæri Sveinbjörn frændi, börn og fjölskyldur. Inni- legar samúðarkveðjur. Kristín Hlíf, Jökull og börn. HINSTA KVEÐJA Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.