Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar               ! "#$   %&' ()*) +++,-$ ,  Dýrahald Am. Cocker Spaniel Tilb. til afhendingar, með ættbók frá HRFÍ. Undan framúrskarandi foreldr- um. S. 770-4241, www.eldhuga.com Garðar GRÓÐURMOLD Úrvals gróðurmold, hellusandur og göngustígaefni afgr. á bíla og kerrur. Kambur ehf., Geirlandi v/Suðurlands- braut, sími 892 0111 / 554 3922, kamburehf@simnet.is Tómstundir Öflugir, fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is Veiði Gæsaveiðilendur til leigu í Hornafirði. Bleikir akrar og slegin tún. Gistimöguleikar. Upplýsingar í síma 478 1830 e. kl. 19. Bílaþjónusta Viðgerðir Bilhusid.is - bilhusid@bilhusid.is Kerrur Thule 2350TB iðnaðarkerra Innanmál: 350 x 153 x 40 cm. Heildar- þyngd 3000 kg. Burðargeta 2450 kg. Dekk 14“. Tilboð: 480.000 kr. Lyfta.is – Njarðarbraut 3 Reykjanesbær – Sími 421 4037 www.lyfta.is Óska eftir KAUPUM GULL Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar - jonogoskar.is - s. 552-4910. Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl um ráðum og skemmtilegum fé- lagsskap. Stórfjölskyldan virðist eiga það öðru fremur sameiginlegt að hafa átt Grétar sem sinn nánasta aðstand- anda. Var það ekki að ástæðulausu þar sem Grétar virtist hafa stærsta hjarta í heimi. Aldrei kom hann öðruvísi í boð en að faðma alla, segja hlýleg orð og gera sér far um að láta hverjum og einum líða vel. Slíkt er mikill mannkostur og okkur sem eft- ir stöndum til eftirbreytni. Grétar átti einnig gott samneyti við tengda- fjölskyldu sína rétt eins og þau væru hans eigið hold og blóð. Grétar stóð aldrei einn. Bak við hann var Dóra. Sú glæsilega kona sem í hógværð sinni er samt sem áð- ur mikilvægasti hlekkurinn. Hún gerði Grétari kleift að verða að þeim mikla manni sem hann varð. Studdi hann með ráðum og dáð, efldi kosti hans og barði í brestina. Virðingin sem þau báru hvort fyrir öðru var svo djúp að hún var nánast áþreif- anleg þeim sem nutu félagsskapar þeirra. Dætur þeirra eru ávextir þeirra ásta og hafa þær fengið í vöggugjöf bestu kosti foreldra sinna. Eru gáfaðar og fallegar án þess þó nokkru sinni að stæra sig af því, hafi þær þó ríkt tilefni til. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað ég er stolt- ur af þessum frænkum mínum. Elsku Grétar, föðurmissir er ung- lingi ákaflega erfiður, en sá missir var mér viðráðanlegri vegna hand- leiðslu þinnar, heilræða og einstakr- ar hlýju. Í vanmætti mínum skortir mig orð til að lýsa því hvað mér fannst mikið til þín koma. Þú varst lærimeistari, föðurímynd og sannur vinur, hvers orðstír lifir. Ég votta Dóru, Möggu Mæju, Hildi Gyðu og Kristínu Birnu mína dýpstu samúð. Hugur okkar er hjá ykkur á þess- um erfiðu tímum. Kári Ólafsson. Grétar Már Sigurðsson ráðuneyt- isstjóri var um árabil einn af snjöll- ustu og öflugustu mönnum utanrík- isþjónustunnar. Allir sem kynntust honum í starfi báru virðingu fyrir honum sökum dugnaðar og vits- muna, og ylja sér nú við minningar úr leik og starfi. Hann var ráðagóð- ur, fljótur að sjá óvæntar lausnir á flóknum vandamálum, og hafði sér- stakan hæfileika til að hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Slíkir menn eru dýrmætir fyrir litla þjóð þegar kemur að erfiðum og flóknum samningum við aðrar þjóðir. Hann var þar að auki hlýr og skemmtileg- ur maður, fullur af orku og kappsam- ur svo af bar. Kostum Grétars Más kynntist ég vel á löngum þingmanns- ferli, þar sem þrautaráð í erfiðum málum var einatt að leita til Grétars. Sími hans og dyr stóðu öllum opin, hvort sem þeir tilheyrðu stjórn eða stjórnarandstöðu. Öllum veitti hann af örlætisbrunni þekkingar og ráð- snilldar. Hann var einfaldlega þeirr- ar gerðar að hvar í flokki sem menn stóðu var gjarnan til hans leitað. Víðtæk þekking hans á Evrópu- málum reyndist mér sem ráðherra, og fyrri ráðherrum sem með honum unnu, einstaklega vel. Grétar Már var framsýnn embættismaður, og var fyrir löngu búinn að sjá þá mögu- leika sem fyrir Íslandi liggja í nánara samstarfi við Evrópu. Ég hika ekki við að segja, að innsæi hans á sviði til að mynda sjávarútvegsmála opnaði nýja sýn á möguleika Íslands í sam- skiptum við Evrópusambandið. Það var ekki síst á því sviði sem þurfti frjóa hugsun og óvænta leiki, og í því braut Grétar Már í blað. Ég hygg að fáir eigi jafn ríkan þátt og hann í undirbúningnum að Evrópuleið- angrinum sem við Íslendingar höf- um nú lagt í. Sjálfur naut ég bæði þekkingar hans og víðtæks tengsla- nets í Evrópu eftir að ég kom í utan- ríkisráðuneytið, en síðasta hlutverk hans var að vera sérstakur Evrópu- ráðgjafi minn. Þótt Grétar væri þá orðinn alvarlega veikur dáðist ég oft að þeim leiftrum snilldar sem gusu eins og lítil eldgos úr samtölum þeg- ar hann hleypti vökru. Fyrir okkar góða samstarf í gegnum árin þakka ég honum við leiðarlok af einlægum huga. Missir utanríkisþjónustunnar er að sönnu mikill því skarðið sem Grét- ar Már skilur eftir verður vandfyllt. Mestur er þó missir fjölskyldu hans og vina. Grétar var ástríkur faðir og eiginmaður, vinmargur og vinfastur, og skildi það öðrum betur að í hröð- um erli þess lífs sem er hlutskipti al- þjóðlegs diplómats í fremstu víglínu skipti það öllu að rækta garðinn sinn heima. Fyrir hönd utanríkisráðu- neytisins alls færi ég eiginkonu hans, fjölskyldu og vinum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu góðs drengs. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Þau voru full trega tíðindin sem færa þurfti starfsfólki utanríkisþjón- ustunnar, heima og erlendis, að Grétar Már Sigurðsson, vinur okkar og náinn samstarfsmaður, væri allur langt um aldur fram. Alla setti hljóða en hver og einn hafði sögu að segja um þennan góða dreng. Hjá sendi- ráðunum var viðkvæðið að hafa þyrfti samband við lykilmenn í stjórnsýslu viðkomandi ríkja sem hann þekkti. Þannig markaði líf Grétars Más djúp spor hvar sem hann fór og engan skildi hann eftir ósnortinn. Enn einu sinni varð mér ljóst hversu drjúgu dagsverki hann hafði náð á sinni alltof stuttri ævi. Vits er þörf þess er víða ratar. Enginn þekkir störf manns betur en sá sem tekur við af honum. Eftir ára- langa starfsdvöl erlendis naut ég þeirra forréttinda að vera staðgeng- ill Grétars Más og í kjölfar veikinda hans tók ég við starfi hans sem ráðu- neytisstjóri. Allir höfðu vænst að hans nyti aftur við í því starfi en allt kom fyrir ekki. Það var á stundum erfitt verk að fylla skarð hans en um leið gefandi að njóta verka hans og þess góða bús og vandlega vörðuðu spora sem hann skildi eftir sig. Hon- um tókst það sem fáum er gefið, að kunna vel til verka sem diplómat og góður lögfræðingur, en halda í hug- myndaflugið og feta ekki alltaf troðnar slóðir þegar betur fór á því að hugsa utan reita. Grétar Már Sigurðsson var hrifinn burt af sviðinu einmitt þegar óska- stund hans í starfi var runnin upp og Alþingi hafði samþykkt að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Hann var ekki aðeins einlægur Evrópusinni, heldur einn okkar reyndustu diplómata á því sviði með áralanga reynslu að baki bæði af störfum sínum á vettvangi sendiráðs Íslands í Brussel og auk þess ómetanlega reynslu þeirra ára sem hann starfaði sem aðstoðar- framkvæmdastjóri EFTA í Genf. Það var einmitt á þeim árum sem ég naut hvað mest hans ómetanlegu ráða í erfiðum samningaviðræðum EFTA-ríkjanna við önnur ríki, ráða sem einatt stuðluðu að farsælli nið- urstöðu og framgangi hagsmuna Ís- lands sem og annarra EFTA-ríkja. Það var að miklum verðleikum að Grétar Már var skipaður sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands eftir heimkomuna frá Genf 2001. Við tók fimm ára starf sem skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu sem jók enn á þekkingu hans og reynslu. Eftir afar farsælan starfsferil frá árinu 1987 fékk hann hina endanlegu yfirsýn sem ráðuneytisstjóri 2006. Að leiðarlokum er margs að minn- ast og margt að þakka. Grétar Már Sigurðsson lifir í verkum sínum og í minningum okkar allra sem bárum gæfu til að kynnast honum í leik og starfi. Við minnumst með hlýju, þakklæti og virðingu drengskapar- mannsins og dugnaðarforksins, hins ráðagóða samstarfsmanns og vinar. Ekki síst minnumst við hugrekkis hans og æðruleysis í baráttu við ill- vígt mein sem hann að lokum laut í lægra haldi fyrir. Hugur okkar allra er hjá ekkju hans, Dóru Guðrúnu Þorvarðardóttur, dætrunum þremur og augasteinum þeirra beggja, þeim Margréti Maríu, Hildi Gyðu og Kristínu Birnu. Dóra var honum ein- stakur lífsförunautur og okkur í ut- anríkisþjónustunni ómetanlegur lið- styrkur. Við sameinumst í innilegri samúð með henni og dætrunum á þessari sorgar- og kveðjustund og biðjum um Guðs styrk þeim til handa og blessun hans yfir minningu Grét- ars Más Sigurðssonar. Benedikt Jónsson ráðuneytisstjóri. Fulltrúar erlendra ríkja á Íslandi kveðja með miklum söknuði fyrrv. ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu, Grétar Má Sigurðsson sendiherra. Grétar var ekki einungis mikils virtur starfsmaður utanríkis- ráðuneytisins heldur einnig góður félagi og persónulegur vinur okkar. Þegar ég kom til starfa á Íslandi fyrir nokkrum árum naut ég þeirra forréttinda að eiga samskipti við hann, sem skrifstofustjóra viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Frá fyrri störfum sínum í Brussel hafði Grétar Már mikla þekkingu hvað varðar stefnumótunarmál í milliríkjaviðskiptum, sem skiptir meginmáli fyrir mörg lönd og þá ekki síst Ísland. Grétar Már boðaði fulltrúa erlendra ríkja hérlendis reglulega til funda í ráðuneytinu, til þess að bæta skilning þeirra á sjón- armiðum Íslands hvað varðar við- skiptahagsmuni landsins – frum- kvæði, sem við mátum mikils. Yfirburðareynsla Grétars Más af störfum innan utanríkisþjónustunn- ar gerði hann sérlega hæfan til að taka við starfi ráðuneytisstjóra utan- ríkisráðuneytisins árið 2006. Mikil og góð reynsla hans sem skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins veitti honum mikla þekkingu á þessum málaflokki og kom að góðu gagni við breytta stöðu Íslands innan Nato eftir að banda- ríkjaher yfirgaf landið. Á starfstíma Grétars Más jókst umræðan um þátttöku Íslands í Evrópusamband- inu og þegar það varð ljóst að Ísland ætlaði sér að sækja um aðild var í reyndinni sjálfgefið að Grétar Már skildi valinn sérlegur ráðgjafi utan- ríkisráðherra hvað Evrópumálin varðaði, staða sem hann hafði ein- staka reynslu til að sinna. Grétar Már hafði til að bera marg- víslega hæfileika, sem gerði hann að frábærum fulltrúa landsins. Þrátt fyrir annasaman vinnudag var hann alltaf aðgengilegur. Hann var opin- skár, kom sér að efninu, vingjarn- legur og tillitssamur, hlustaði ávallt á málstað viðmælanda og skýrði síð- an, á sinn kurteislega hátt, frá sjón- arhorni Íslands og tryggði þannig að málstaður landsins hefði komist rétt- ur til skila. Oft tók hann einnig til umræðu önnur mál á þessum fund- um. Ég minnist margra áhugaverðra og uppbyggilegra samtala, sem dýpkuðu skilning minn á hinum ýmsu málum og fylgdu mér í fram- haldi funda með honum. Grétar Már var heillandi persónu- leiki. Þegar komið var á fund eða samkomu fann maður fljótt fyrir nærveru hans og brátt var hann far- inn að skemmta öllum með frásögn- um og gamanmálum, er höfðu í för með sér að öllum leið vel í návist hans. Fráfall Grétars Más er okkur öll- um mikið áfall, en missir Dóru og dætra þeirra þriggja þó mestur. Hugur okkar og samúð er hjá ykkur. Megi minningar um góðan dreng, Grétar Má, og sá fjársjóður er þeim fylgir létta sorg ykkar. Lasse Reimann, sendiherra Danmerkur. Aldursforseti fulltrúa erlendra ríkja á Íslandi. Kæri vinur. Það er óhætt að segja að þú hafir sem vinur markað dýpri spor í lífs- hlaup mitt en aðrir. Þitt litakort var með skæra liti og því sáust pensilför þín hvert sem þú fórst. Þú varst há- vær, þú varst glaðvær, þú varst með skoðanir. Það fór aldrei á milli mála þegar þú mættir. Mikill lífskúnstner sem smitaðir aðra svo um munaði. Lífshlaup okkar var samofið um langa hríð m.a. í gegnum uppvaxt- arárin í Kópavogi, Menntaskólann í Kópavogi, sameiginlega vinnustaði eins og Húsasmiðjuna og utanríkis- þjónustuna. Þú varst alltaf skrefinu á undan, enda tveimur árum eldri en ég, og fannst hjá þér ríka þörf að miðla af eigin reynslu hvort sem hún var jákvæð eða neikvæð. Betri vin var ekki hægt að eignast. Það var svo margt sem við brölluðum saman sem mun ylja og kalla fram bros um langa framtíð. Hvað höfum við ekki skoðað, stúderað og smakkað. Antík, vín, mat, myndlist og veiði, svo fátt eitt sé nefnt, ásamt því að rökræða endalaust um pólitík. Þinn stíll var að ganga hreint til verks. Það var einn af mörgum eig- inleikum þínum sem gerði það að verkum að þú fékkst stöðugt meiri ábyrgð og traust hvert sem vegir þínir lágu. Þú sagðir alltaf hug þinn allan – nokkuð sem gat á stundum verið óþægilegt fyrir suma en sýndi vel þinn innri mann. Þú varst heil- steyptur, óeigingjarn og ráðagóður. Þú varst baráttumaður og mikill mannvinur. Þú hikaðir ekki við að taka slaginn og ganga fram þar sem réttlætis var þörf. Þann eiginleika skynjuðu margir og fundu hjá þér skjól. Það er ekki hægt að gera upp líf þitt í fáum orðum, jafn stórbrotinn persónuleiki sem þú varst. Reyndar hefðir þú aldrei komist hálfa leið án Dóru þinnar. Hún var þitt akkeri. Hún var þín höfn. Erfiðast er að þú hverfir svona fljótt frá fjölskyldu þinni sem var þér svo kær. Það var erfitt samtal sem við áttum þegar þú óttaðist að þú fengir ekki að fylgja dætrum þínum lengra. Það er þungbært að hugsa til þess að þú munir ekki framar miðla þín- um hæfileikum og ást til þeirra sem þarfnast. Við Sirrý biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldu þína og sérstak- lega Dóru og dæturnar þínar þrjár, Margréti Maríu, Hildi Gyðu og Kristínu Birnu. Minningin um góðan dreng mun lifa. Jóhann R. Benediktsson. Grétar Már Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Grét- ar Má Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA BJARNADÓTTIR, Skipalóni 8, áður Hringbraut 50, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 9. ágúst, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð KFUM og KFUK. Sigurður Guðjónsson, Bjarni Sigurðsson, Rut Sigurðardóttir, Guðjón Sigurðsson, Herborg Friðriksdóttir, Elín Sigurðardóttir, Steingrímur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.