Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 Konan kom eins og þjófur að nóttu og stökk inn í bílinn í miðri töku... 34 » HÉR.E er sýning á sjón- og tónverkum sem eiga sér stað á sama tíma á Vestur- veggnum á Seyðisfirði og í Wellington á Nýja Sjálandi. Á sýningunni eru ljósmyndir, þrí- víddarverk og hreyfimyndir auk tónverks, inn- blásins af sjónverkunum. Verkin eru unnin sitt- hvorum megin kringlu, af systrunum Kristínu Örnu og Þórunni Grétu Sigurðardætrum. Kristín Arna útskrifaðist sem iðnhönnuður í maí. Hennar kall yfir höfin eru sjónverk, ljósmyndir og hreyfi- myndir. Þórunn Gréta nemur tónsmíðar og píanó- leik við Listaháskóla Íslands og svarar kalli syst- ur sinnar með tónverki. Myndlist – tónlist Systur kallast á yfir jarðarkringluna Verk eftir Kristínu Örnu. INGA María hefur opn- að sýningu á dýralífs- myndum sínum á Mokka, og stendur sýn- ingin til 10. september. Inga María hefur hingað til unnið sjálfstætt við myndskreytingar og hreyfimyndagerð, en fram til þessa hefur hún fengist við ljósritunarvélar, kol, leir, málningu í brúsum, tréliti sem og tússliti og ýmislegt lauslegt sem á vegi hennar hefur orðið. Verkin eru unnin með innblæstri frá dýralífsmyndum þar sem ákveðið dýr er tekið fyrir en með teikningunni öðlast það eigin ásjónu og afskræmingu. Verkin eru unnin með sérinnfluttum blýöntum sem geta skapað ódauðlega list. Myndlist Inga María sýnir dýralíf á Mokka Inga María og dýrin. OPNUÐ hefur verið sýn- ing í Gallerí Klaustri á verkum eftir Piotr Nath- an. Sýningin kallast Skýrslubrot af verkstæði tímavélar og er hluti stærri sýningar hans fyrr á árinu í galleríinu Magnus Mueller í Berlín. Verkin eru unnin út frá mynd- skreytingum vísindarita 19. aldar og taka áhorf- endur í tímaferðalag. Piotr Nathan fæddist í Gdansk 1956 en hefur búið og starfað í Berlín frá því hann útskrifaðist frá Listakademíunni í Ham- borg árið 1986. Hann er prófessor við Muthesius- listaháskólann í Kiel. Piotr hefur haldið fjölda sýninga víða um lönd en hann dvelur nú í gesta- íbúðinni á Skriðuklaustri. Myndlist Myndskreytingar gamalla vísindarita Verk eftir Piotr Nathan. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TÓNLISTARMENN hafa umfram aðra skapandi listamenn haft frumkvæði að því að koma list sinni á framfæri í stafrænu formi á netinu. Tónlistarmenn hafa líka öðrum listamönnum fremur þurft að takast á við gallana sem því fylgja eins og ólög- legt niðurhal og stuld á efni í höfundarrétti. Ýmsir kostir hafa þó verið við stafrænu byltinguna og meðal þeirra sem tala á ráðstefnunni er Serena Wilson sem er konan á bak við stafrænu herferðina sem gerð var með Artic Monkeys. Sú hljómsveit náði að treysta grunninn að velgengni sinni með nýstárlegri aðferð fyrir um þremur árum. Fyrir tveimur árum var fyrst haldin hér á landi ráðstefnan You are in control, þar sem nýjar leiðir í dreifingu á menningar- og afþreyingarefni voru ræddar, svo og aukin tækifæri í mark- aðssetningu og hlutverk samfélagsvefja á netinu. Ráðstefnan verður haldin í þriðja sinn 23. og 24. september, undir vernd- arvæng Útón, eða Iceland Music Export, en að sögn Kamillu Ingibergsdóttur ráðstefnustjóra verður sjónarhornið víkkað í ár og kvikmynda-, myndlistar- og hönnunargeirarnir verða form- legir þátttakendur í ráðstefnunni. „Við getum lært hvert af öðru og nýtt sérþekkingu hverrar greinar fyrir sig í þágu hinna,“ segir Kamilla. „Með þessu erum við að reyna að koma á formlegum vettvangi fyrir umræðu um stafræna þróun skapandi greina. Samlegðaráhrif greinanna eru mikil og margt bendir til þess að viðskiptamódelin verði ekki eins aðgreind í framtíðinni eins og þau hafa áður verið.“ Fyrri daginn verður pallborð þar sem sérfræðingar ræða það nýjasta í þróun stafrænnar miðlunar, en seinni daginn verður farið dýpra í saumana með vinnusmiðjum í samvinnu þátttakenda. Vekur athygli fyrir framsæknar hugmyndir „Það er mikilvægt að halda alþjóðlega ráðstefnu af þessu tagi á Íslandi, til þess að efla alþjóðlegt tengslanet okkar í stafræna umhverfinu. Margt spennandi fólk sem er framsækið í hugsun um þessi mál kemur á ráðstefnuna, en hún hefur fengið mjög já- kvæða og góða athygli erlendis, vegna þess einmitt að hér er verið að ræða framsæknustu hugmyndir um stafræn viðskipta- módel og markaðssetningu í framtíðinni.“ Kamilla segir að mikilvægur þáttur í ráðstefnuhaldinu sé að skapa tengsl milli fólks bæði innan ráðstefnunnar og utan. Fyr- irtæki eins og Gogoyoko nýttu sér þetta í fyrra og eins hefur fjöldi listamanna komist í góð tengsl við fulltrúa erlendra fyr- irtækja sem hafa komið á ráðstefnuna.“ Þú ert við stjórnvölinn  Ráðstefnan er vettvangur alþjóðlegrar umræðu um stafræn málefni skapandi atvinnugreina  Myndlist, hönnun og kvikmyndir slást í lið með tónlistinni Stafræn Örvar Þóreyjarson í Múm og Julie Veir frá Visible Noise á ráðstefnunni í fyrra. icelandmusic.is Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ er ótrúlega göfugt og fallegt af fólki að halda uppi minningarsjóði sem styrkir ungt listafólk,“ segir Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari, en hún er styrkþegi Minningar- sjóðs Jean-Pierre Jaquillat í ár. Jaquillat var sem kunnugt er aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil. Hann lést árið 1986 og var minning- arsjóðurinn stofnaður í kjölfarið. Helga Þóra segir það mikinn heiður og við- urkenningu að hljóta styrkinn. „Þetta kemur sér rosalega vel og gefur mér tækifæri til að halda fiðlunáminu í París áfram og sækja tíma hjá ótrúlega flottum fiðlukennurum.“ Helga Þóra lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands vorið 2004. Um haustið lá leiðin í Listaháskólann í Berlín og þar lauk hún dip- lóma-prófi sumarið 2007 með hæstu einkunn. Þá togaði París í hana, og þar verður hún áfram í vetur við nám. „Það var draumurinn að flytja til Parísar, upplifa franska menningu og sækja sér áhrif frá umhverfinu og spilastílnum þar. Ég held að það nýtist mér mjög vel að hafa kynnst bæði þýskum og frönskum spilastíl.“ Styrkurinn nemur 600 þúsund krónum. „Þetta hjálpar mér mjög mikið, því í dag eru allt aðrar aðstæður en þegar ég fór út. Það er ekki auðvelt að búa í útlöndum núna og ekki ódýrt, og þess vegna er ég mjög þakklát.“ Helga Þóra lék í vor einleik með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og hefur verið félagi í Kammersveitinni Ísafold frá upphafi. Göfugt og fallegt Helga Þóra Björgvinsdóttir fær Jaquillat-styrkinn Þakklát Helga Þóra Björgvinsdóttir tekur við Jaquillat-styrknum í Sigurjónssafni í gær. Örn Jóhannsson, formaður minningarsjóðsins, afhenti styrkinn. Morgunblaðið/Heiddi ELSIE nokkur Poncher, ekkja í Los Angeles, býður þessa dagana til sölu grafreit sem er staðsettur beint fyrir ofan grafreit Hollywood-stjörnunnar Marilyn Monroe í grafhýsi nokkru í Borg englanna. Í auglýsingu frá Poncher, sem finna má á uppboðs- vefnum eBay, segir meðal annars að hér sé komið gullið tækifæri til þess að „verja eilífðinni beint fyrir ofan Marilyn Monroe“. Opnað var fyrir boð í grafreitinn í síðustu viku, og var lágmarksboðið 500.000 dollarar, eða 64 milljónir ís- lenskra króna. Hæsta boð í gær nam hins vegar 4,5 milljónum dollara, eða 578 milljónum íslenskra króna, og er þó hægt að bjóða í grafreitinn í um það bil viku í viðbót. „Ég mun ásækja ykkur“ Á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian kemur fram að grafhýsið sé í hinum „afar fína“ Westwood Vil- lage-kirkjugarði í Los Angeles. Þar hvílir nú eiginmaður Poncher, Rich- ard Poncher, sem lést árið 1986. Hans hinsta ósk mun hafa verið að vera lagður á magann í kistuna, svo hann sneri að Monroe. „Ef þið setjið mig ekki á hvolf yfir Marilyn mun ég ásækja ykkur,“ segir Poncher að eiginmaðurinn hafi sagt skömmu fyrir andlátið. Poncher þessi mun hafa verið „at- hafnamaður“ og að sögn ekkju hans var hann „afskaplega elskulegur“ þrátt fyrir að hafa þekkt alla glæpa- mennina í L.A. Í samtali við banda- ríska dagblaðið L.A. Times segir ekkjan að hún hafi ákveðið að færa jarðneskar leifar eiginmanns síns og selja grafreitinn til þess að geta borg- að af húsnæði sínu í Beverly Hills. Sá sem hreppir hnossið mun verða í félagsskap fleiri frægra einstaklinga því Roy Orbison, Truman Capote og Dean Martin voru allir lagðir til hinstu hvílu skammt frá. Í eilífðinni með Mari- lyn Monroe Grafreitur fyrir ofan leikkonuna til sölu Marilyn Monroe Hver vill ekki leggjast til hinstu hvílu hjá henni? Það verður skrafað um margt á ráðstefnunni You are in control. Meðal annars verður rætt um það hvort bloggarar og þeir sem láta til sín taka á samfélagsvefjum hvers konar hafi leyst tímarit og blöð af hólmi. Spurt verður hvernig viðskiptamódel framtíðarinnar verða í stafrænni dreifingu og borgunarleið- irnar og rætt um það hvernig best megi tryggja vernd höfundarréttar. Seinni daginn verður kafað dýpra í praktísku málin og meðal annars rætt um það hvernig skapandi listamenn geta komið sér á framfæri við fjárfesta. Þá verður einnig rætt hvernig hönnuðir og tískuiðnaðurinn geta nýtt sér stafræna miðlun. Meðal fjölmargra gesta á ráðstefnunni verða íslenskir og erlendir sérfræðingar eins og Gerfried Stocker, hjá Ars Electronica, en hann hefur gert fjölda innsetninga og gjörn- inga þar sem samskipti, vélfærafræði og fjarskiptatækni mætast; Guðrún Lilja Gunn- laugsdóttir, hönnuður hjá Studio Bility, og Cory McAbee kvikmyndagerðarmaður sem Sundance-kvikmyndahátíðin valdi til að búa til stuttmynd til dreifingar í farsíma (sjá við- tal til hægri). Myndin heitir Stingray Sam og hefur náð miklum vinsældum um allan heim hjá farsímanotendum og verður sýnd á RIFF, en ráðstefnan er einmitt haldin meðan RIFF og Nordisk Panorama standa yfir. Ótæmandi umræðuefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.