Morgunblaðið - 18.08.2009, Blaðsíða 23
Þú ert laus frá lífsins þrautum
og liðin jarðarganga.
En áfram lifir á andans brautum
ævidaga langa.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
Aftur færðu aukinn þrótt
í eilífð ofar skýjum.
Þú alltaf verður einstök rós,
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran)
Uppáhalds Gromsarafrænka okk-
ar, hún Edda, er látin. Það var alltaf
mikið fjör og gleði þegar þið Stjáni
komuð vestur á Flateyri. Eins var
alltaf gaman að heimsækja ykkur á
Skagann, vel tekið á móti okkur og
Stjáni til í að sprella, „taka apann“ og
segja skemmtilegar sögur. Hún
Edda frænka, eins og hún var ætíð
kölluð á æskuheimili okkar, var stór-
glæsileg og vel gefin kona.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt elsku Edda, við
geymum allar góðu minningarnar
sem við eigum um þig.
Kæru vinir, okkar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra, hug-
ur okkar er hjá ykkur öllum á þess-
um erfiðu tímum.
Alla, Arndís, Kristín, Ásthildur,
María og Jóhanna, Geirþrúðar-
og Gunnlaugsdætur.
Fleiri minningargreinar um Rann-
veigu Eddu Hálfdánardóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
strax mjög náin og hafa reynst mér
afar dýrmæt. Okkar bestu stundir
voru í eldhúsinu í Yzta-Bæli snemma
á morgnana áður en annað heimilis-
fólk fór á fætur. Þarna sátum við
aleinar í kyrrðinni og spjölluðum
saman og til hennar gat ég leitað með
allt sem mér bjó í brjósti. Hún hafði
ráð við öllu og styrkti mig bæði í gleði
og sorg.
Í mörg ár bjuggum við á Ísafirði og
vegalendir langar á milli okkar, en
hún fylgdist vel með okkur, gladdist
þegar einhverjum áföngum var náð,
s.s. þegar við vorum að byggja húsið
okkur, þá vildi hún fylgjast vel með
hvernig gengi. Ekki mátti hún heldur
missa af að hitta dætur okkur ný-
fæddar. Þannig mundi hún ná sem
best til þeirra og sjá hvaða manngerð
þær hefðu að geyma.
Það var alltaf viss punktur í tilver-
unni að fara í sveitina með stelpurnar
okkar á hverju vori. Þetta var mikið
tilhlökkunarefni fyrir okkur öll.
Stelpurnar biðu spenntar eftir því að
njóta samverustunda með ömmu
sinni. Þær fengu að dvelja í sveitinni
til lengri eða skemmri tíma og þeirra
biðu endalaus ævintýri og fróðleikur,
enda var hún óspör á þann tíma sem
hún eyddi með þeim. Ævintýrin sem
biðu þeirra voru mörg, sum hver
skipulög s.s. reiðnámskeið, en önnur
voru óvænt, til dæmis þegar selsunga
rak á fjöru og bjarga þurfti lífi hans.
Hún kenndi þeim og hjálpaði að ala
hann þar til hægt var að sleppa hon-
um út í náttúruna aftur. Á kvöldin
spann hún „músasögur“ sem hún
sagði þeim fyrir svefninn. Eygló var
hafsjór af fróðleik og lagði mikinn
metnað í að miðla honum til
barnanna. Ég veit að mínar dætur
munu búa endalaust að þeim fróðleik
og lífsgildum sem hún miðlaði til
þeirra.
Elsku Sveinbjörn, ég veit að sökn-
uður þinn er mikill, en mér fannst fal-
leg orðin sem þú kvaddir mig einu
sinni með þegar við vorum hjá Eygló,
„hér eru allir fyrir einn og einn fyrir
alla“. Guð veri með þér.
Þín tengdadóttir,
Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Eygló
Markúsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Grétar Már Sig-urðsson fæddist í
Reykjavík 15. apríl
1959. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 7. ágúst
síðastliðinn. Foreldar
hans eru Gyða Stef-
ánsdóttir, sérkennari,
f. 5. september 1932,
og Sigurður Helgason,
hæstaréttarlögmaður
og bæjarfógeti á Seyð-
isfirði og sýslumaður í
Norður-Múlasýslu, f.
27. ágúst 1931, d. 26.
maí 1998. Systkini Grétars Más eru:
Helgi, prófessor í krabbameinslækn-
ingum, kona hans er Ingunn Vil-
hjálmsdóttir og eiga þau tvö börn.
Júlía, skrifstofumaður, og á hún þrjá
syni. Stefán, framkvæmdastjóri,
kona hans er Elín Friðbertsdóttir og
eiga þau þrjá syni. Guðrún, lögfræð-
ingur, maki hennar er Guðjón Viðar
Valdimarsson og eiga þau þrjár dæt-
ur. Margrét María, umboðsmaður
barna, og á hún tvo syni.
Grétar Már kvæntist 15. mars
1984 Dóru Guðrúnu Þorvarð-
ardóttur, skrifstofustjóra, f. 28. des-
1987 var hann sjálfstætt starfandi
lögmaður. Grétar Már hóf störf í ut-
anríkisþjónustunni árið 1987 og átti
langan og farsælan feril á vettvangi
hennar og í tengdum störfum. Hann
var í fararbroddi íslenskra embætt-
ismanna í samskiptum við Evrópu-
sambandið og gegndi lykilstörfum
við rekstur samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið frá upphafi
auk þess að gegna starfi
aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA
um tíma. Grétar Már var skipaður
sendiherra í utanríkisþjónustu Ís-
lands í september 2001 og ráðuneyt-
isstjóri í utanríkisráðuneytinu í júlí
2006. Síðasta starf hans í utanrík-
isráðuneytinu var staða sérstaks
Evrópuráðgjafa utanríkisráðherra.
Grétar Már var sæmdur stórridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir störf í opinbera þágu árið 2008.
Grétar Már tók virkan þátt í starfi
kirkjunnar. Þjóðfélagsmál voru hon-
um mjög hugleikin og þá sér-
staklega hvaðeina er hann taldi
horfa til framfara og heilla fyrir
samborgarana. Hann var einnig
mikill áhugamaður um laxveiði og
golf.
Útför Grétars Más verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag, þriðju-
daginn 18. ágúst, og hefst athöfnin
kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
ember 1954, og eign-
uðust þau þrjár
dætur. Þær eru Mar-
grét María, lögfræð-
ingur, f. 26. október
1980, sambýlismaður
hennar er Sigurður
Guðmundsson, lög-
fræðingur, Hildur
Gyða, nemi í líffræði
við HÍ, f. 26. júlí 1988,
unnusti hennar er
Davíð Ingvi Snorra-
son, nemi. Kristín
Birna, grunn-
skólanemi, f. 29. sept-
ember 1995. Foreldrar Dóru Guð-
rúnar eru Margrét Einarsdóttir,
píanókennari, f. 11. ágúst 1930, og
Þorvarður Áki Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri, f. 22. febrúar 1931, d.
14. janúar 1992. Eignuðust þau fjög-
ur börn.
Grétar Már lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Kópavogi árið
1979 og kandídatsprófi í lögfræði
frá Háskóla Íslands árið 1984. Grét-
ar Már sinnti ýmsum störfum á
námsárum sínum og starfaði hann
m.a. um nokkurt skeið hjá lögregl-
unni í Kópavogi. Á árunum 1984 til
Nú er svo komið að við kveðjum
bróður minn Grétar Má. Sorgin er
mikil og vanmátturinn alger. Fáir
hafa haft jafnmikil áhrif á líf mitt og
hann. Grétar Már var fjórði í röðinni
en ég yngst af sex systkinum. Hann
var stríðinn og hrekkjóttur stóri
bróðir eins og oft er í stórum systk-
inahópum. Ég bar þó mikla virðingu
fyrir Grétari Má og áttaði mig fljótt á
því að hann var einstakur maður. All-
ar götur hef ég reynt að feta í fótspor
hans, hann var mín fyrirmynd í líf-
inu. Ég fylgdi honum m.a. í sund-
deild Breiðabliks, Menntaskólann í
Kópavogi og loks í lagadeild Háskóla
Íslands.
Grétar Már var einn af mínum
bestu ráðgjöfum á öllum sviðum,
hann átti svörin við flóknustu vanda-
málunum og hann þekkti leiðirnar.
En fyrst og síðast var Grétar Már
vinur minn og félagi. Á erfiðum tíma-
mótum í lífi mínu hringdi hann reglu-
lega í mig og hvatti mig áfram og
gerði mér grein fyrir að uppgjöf var
ekki kostur. Hann bauð m.a. drengj-
unum mínum í veiðiferðir þrátt fyrir
að vinnuálagið væri mikið hjá honum
og ekki mikill tími aflögu fyrir fjöl-
skylduna. Honum var einstaklega
umhugað um vini sína og fjölskyldu.
Grétar Már vann nánast allan sinn
starfsferil í utanríkisráðuneytinu og
komst þar til æðstu meta. Hann
starfaði sem ráðuneytisstjóri þegar
hann veiktist síðasta haust. Lífs-
hlaup hans var stórbrotið og óvenju-
legt eins og hann sjálfur. Hann áork-
aði miklu á þeim 50 árum sem hann
lifði. Í honum mátti sjá bæði fágaðan
heimsborgara og einlægan sveita-
mann.
Grétar Már var mikill gleðigjafi
hvar sem hann kom og hrókur alls
fagnaðar. Ég er svo þakklát fyrir
ógleymanlega daga sem ég átti með
honum í New York fyrir nokkrum ár-
um. Á kvöldin fórum við út saman og
hann sýndi mér borgina sem hann
hafði búið í og þótti svo vænt um.
Þetta voru dásamlegir tímar sem ég
mun varðveita í minningu minni það
sem eftir er.
Grétar Már var trúaður maður og
kom það best í ljós eftir að hann
veiktist. Hann leitaði í trúna eftir
svörum og styrk til að takast á við
erfið veikindi. Þangað leita ég núna
til að takast á við söknuðinn og sorg-
ina sem fylgir fráhvarfi hans.
Grétar Már var mjög lánsamur í
einkalífi sínu en kona hans, Dóra
Guðrún Þorvarðardóttir, var honum
einstök stoð og stytta í lífinu. Þau
eignuðust þrjár glæsilegar og efni-
legar dætur, Margréti Maríu, Hildi
Gyðu og Kristínu Birnu. Ég bið góð-
an guð að styrkja þær og fjölskyldur
þeirra á þessum erfiðu tímum. Í veik-
indum sínum lagði Grétar Már
áherslu á að börnin hans væru líka
börnin okkar hinna í fjölskyldunni.
Elsku Grétar, ég mun leggja mig
fram um að reynast dætrum þínum
og Dóru vel á sama hátt og þú hefur
reynst mér og mínum drengjum.
Minning þín lifir, þú verður áfram lif-
andi fyrirmynd í mínu lífi. Guð blessi
bróður minn og fjölskyldu hans.
Margrét María Sigurðardóttir
(Magga systir).
Í dag er komið að því að kveðja þig
bróðir minn Grétar Már. Þrátt fyrir
mikla sorg er mér þakklæti efst í
huga fyrir að hafa átt þig bróðir kær
og minningarnar streyma upp í huga
mér.
Ein mín fyrsta minning um þig var
þegar móðir okkar þurrkaði óhrein-
indin af dekkjunum á þríhjólunum
okkar og leyfði okkur að hjóla inni á
rigningardegi. Ég man ennþá hvað
þú varst einbeittur, brúnaþungur en
um leið glettinn, þessi svipur hefur
einkennt þig alla tíð. Ég man svo vel
eftir Skítalæknum í Kópavogi, sem
hafði svo mikið aðdráttarafl fyrir
okkur bæði því móðir okkar bannaði
okkur að fara þangað. En við stál-
umst samt. Ég man unglingsárin
okkar, við stóðum uppi í hárinu hvort
á öðru. Fullorðinsárin okkar og þess-
ar stórkostlegu dætur þínar og mín-
ar, eða okkar eins og þú sagðir. Þessi
fallega trú þín, sem gaf mér svo mik-
ið. Þegar ég kvaddi þig í hinsta sinn
fór ég heim til dætra minna til að
eiga með þeim stund til að minnast
þín. Við gengum niður Laugaveginn,
settumst inn á nokkra staði og ég
sagði þeim sögur af þér Grétar minn
og ég man þær allar. Ein góð saga
um þig endaði með þeim frægu orð-
um „nú er ég sprung pung“ og í dag
líður mér nákvæmlega þannig.
Það er stórt skarð í fjölskyldu okk-
ar með fráfalli þínu sem erfitt verður
að fylla en við munum halda áfram
kæri bróðir með kærleik þinn að leið-
arljósi.
Guð blessi og varðveiti Möggu
Mæju, Hildi Gyðu og Kristínu Birnu,
yndislegu eiginkonu þína hana Dóru
og móður okkar.
Guðrún Sigurðardóttir
(Gunna systir).
Það er önugt og út í hött að menn
deyja í blóma lífsins og enn frekar
þegar maður man eftir þeim barn-
ungum. Hjá ömmu og afa á Vífils-
stöðum var lagt á borð fyrir alla af-
komendur um helgar. Þar var Grétar
frændi. Krafturinn í snáðanum kom
strax í ljós. Í frændsystkinahópnum
var nokkurs konar stéttaskipting í
eldri deild og yngri. Grétar var í
óæðri hópnum samkvæmt almanak-
inu, en ákvað að virða það að engu,
og hafði sitt fram eftir talsverðan
slag. Afa fannst óheyrilega gaman að
þessari uppreisn, skellti á lær sér í
hlátursrokunum og kallaði Grétar
bryngeirinn sinn. Það orð hafði afi
um skiðdreka af öllum sortum. Grét-
ar var einn um það af 22 barnabörn-
um að ganga undir gælunafni hjá afa.
Það voru ekki þungar áhyggjur sem
þjökuðu krakkana í fjölskylduheim-
sóknum á Vífilsstöðum. Samt var
dýpsta alvara allt um kring. Vífils-
staðir voru helsta vígi landsmanna í
baráttunni við skæðasta sjúkdóm
þess tíma, berklana. Þar háði fólk
baráttu upp á líf og dauða og barðist
til heilsu með öllum þeim kröftum
sem það gat fundið hjá sér og reyndi
gjarnan að auka sér þrótt með því að
leggja í hæðirnar í kringum spítal-
ann. Ein þeirra, sem nefnd er Gunn-
hildur, hafði sérstaka þýðingu. Það
þótti allgott batamerki þegar sjúk-
lingum óx svo andrými að þeir kom-
ust upp á Gunnhildi. Grétar þekkti
að sjálfsögðu þá sögu, og reyndi sig
við þá gömlu þegar hann vildi herða
slaginn við sitt mein. Hann bryddaði
þá upp á hugmynd um að reisa at-
hvarf og friðarstað á hæðinni fyrir
fólk sem vill klifra í sig þrek en þarf
svo að safna þreki stundarkorn fyrir
heimferðina. Þá hugmynd varð hann
að skilja eftir hjá öðrum. Það teygð-
ist á þræðinum eins og gengur þegar
unglings- og fullorðinsárin tóku við
og hver fór í sína áttina með skóla og
maka og börn og starf. En aldrei
slitnaði, allir fundir voru fagnaðar-
fundir og svo dró aftur saman þegar
við fórum í 15 manna hópferð inn á
Frakkland að skoða klaustur og sulla
Búrgundarvín. Þegar allir voru að
ærast af kirkjuferðum og kastalarápi
var ákveðið að taka dag í bæjarrölt
og afslöppun. Það varð stuttur stanz
hjá hamhleypunni. Grétar sá fast-
eignaauglýsingar í glugga og var
fyrr en varði kominn á flug í fjárfest-
ingaráform og nýtt norrænt land-
nám í skógum Frakklands. Bryngeir
var mættur og gafst ekki upp og úr
því urðu Myllukaup í miðju Franka-
ríkis. Það er vont og aldrei eins og nú
að missa frá sér menn sem láta sér
ekki nægja að ýta stórum hugmynd-
um á flot heldur fylgja þeim eftir alla
leið í höfn. Þannig var Grétar.
En Grétar átti fleiri hliðar. Enginn
sem þekkir til gleymir umhyggju
hans fyrir systur sinni og systurson-
um sem misstu föður sinn kornungir.
Við slíkar aðstæður koma dýrustu
kostir manna í ljós. Grétar var ein-
staklega natinn og umhyggjusamur
fjölskyldumaður og naut mikillar
gæfu í einkalífinu með yndislegri
konu og þremur dætrum sem hann
sá ekki sólina fyrir. Þeirra missir er
mestur og hjá þeim er hugur vina og
vandamanna. Guð og góðar vættir
styðji þær í mikilli raun.
Júlía G. Ingvarsdóttir
og Markús Möller.
Samvistir við góða eru aldrei of
mikils metnar og þannig voru okkar
samvistir með Grétari.
Alltaf góðar og alltaf gefandi, að
sjálfsögðu oft með miklum mat, góð-
um vínum og ótakmarkaðri gleði en
einhvern veginn var aldrei of mikið
og aldrei of oft þegar upp er staðið.
Kraftmikill og rausnarlegur gest-
gjafinn sem stundum mátti líkja við
íslenskan foss, dansaði við sína fal-
legu ballettdansmey sem hann hitti,
þegar við vorum öll aðeins yngri og
áferðarfallegri.
Hann tók vel á móti gestum og
elskaði lífið.
Þá var líka gaman og lífið dásam-
legt, Grétar og Dóra keyrðu um á
Trabant og bjuggu á Flókagötunni.
Þau áttu Möggu Maju og sultuðu og
tóku slátur og áttu stóra drauma sem
flestir rættust.
Amma langa hennar Möggu Maju
spilaði líka stórt hutverk og Skóla-
gerðið sem alltaf er heimili að heim-
an.
Svo tók heimurinn handan við haf-
ið við og Hildur fæddist. Húsið í Rai
tók vel við gestum, sem fengu að
upplifa og þekkja ameríska draum-
inn. Dvölin var löng og Grétar
kenndi körlum í ættinni að sofa í am-
erískum flúnelsnáttkjólum með öllu
því frelsi sem því fylgir.
Og þau komu heim, fluttu í Grasa-
rima og þá kom Kristín í heiminn.
Og aftur af stað, Belgía. Grétar
sem fyrr óspar á veganestið og við
lærðum að borða franskar vöfflur og
gæsalifur, uppgötvuðum leyndar-
málið við að veiða fiska með teygju-
byssu, og síðast en ekki síst hittum
við hundinn Núma í fyrsta skiptið.
Og svo var komið heim aftur með
millilendingu.
Og ævintýrið tók á sig nýjar
myndir, fastalandið hans Grétars var
Ísland og sögusviðið Furuhjalli,
börnin okkar taka sviðið og foreldr-
arnir verða stundum að sætta sig við
aukahlutverk á heimavelli. En svo
komu frídagar og þá voru klaustur
heimsótt og vínkjallarar franskra
góðbænda, ostur og ostrur og allt
upp á franskan máta, börn urðu full-
orðin og fullorðnir börn … Heima-
hagarnir buðu líka upp á ævintýri í
sveitinni á Haukabrekku þar sem
fjölskyldan veiddi og naut sín í ís-
lenskri sveit.
Þetta er lífið! Eins og við teyguð-
um það í okkur þá, nærir það okkur í
dag. Allar góðu stundirnar með ynd-
islegum samferðamanni tekur eng-
inn frá okkur, þetta er ríkidæmið
sem fylgir okkur öllum sem kynnt-
umst Grétari, hann litaði okkar líf lit-
um fegurðar glaðværðar, vináttu og
metnaðar, fjölskyldumaðurinn sem
elskaði sína umfram allt og var aldrei
óspar á að segja það berum orðum,
með opinn faðminn. Gestgjafinn með
opið hjarta tilbúinn að veita allt það
besta. Hann Grétar elskaði lífið og
við elskuðum hann.
Takk fyrir allt, samferðamaður á
lífsins vegi, við söknum þín og höld-
um áfram veginn með stelpunum
þínum öllum sem við elskum eins og
við elskuðum þig.
Einar, Arnrún, Margrét Rún,
Þorvarður Örn, Finnbogi
Örn og Ólafur Haukur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Síðla sama dag og við fengum hin-
ar sáru fréttir af andláti Grétars
frænda barst fregn þess efnis í fjöl-
miðlum. Ég hjó eftir þeim orðum í
tilkynningunni að Grétar léti eftir sig
eiginkonu og þrjár dætur. Ég veit að
harmur þeirra er þungur enda leitan
að manni sem var jafn elskaður af
konu sinni og börnum og að sama
skapi elskaði þau jafn innilega og
Grétar. Þrátt fyrir þetta hljómaði til-
kynningin í mínum eyrum eitthvað
svo léttvæg því staðreyndin er sú að
Grétar lætur einnig eftir sig stórfjöl-
skyldu, tengdafjölskyldu og ógrynni
af vinum.
Að mínu viti segir það mikið um
menn hvernig þeim helst á vinum og
rækta sinn frændgarð. Grétar var
einstaklega vinmargur maður og
þrátt fyrir að hafa þeyst heimshorn-
anna á milli sökum starfa sinna
hamlaði það honum ekki við að halda
tryggð við sína gömlu vini jafnframt
því að mynda tengsl við nýja. Eftir
stendur afar stór og fjölbreyttur
vinahópur sem á það sammerkt að
hafa getað leitað til Grétars eftir góð-
Grétar Már Sigurðsson