Morgunblaðið - 21.08.2009, Page 1
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í fótbolta hélt til Finnlands í morgun þar sem
úrslitakeppni Evrópumótsins hefst á sunnudag. Síðasta æfing liðsins á Ís-
landi fór fram í gær en fyrsti leikur liðsins er gegn Frökkum á mánudag.
Ísland er í sterkum riðli en Ísland leikur gegn Noregi fimmtudaginn 27.
ágúst og gegn Þjóðverjum sunnudaginn 30. ágúst. Tvö efstu liðin í hverjum
riðli komast í átta liða úrslitin ásamt þeim tveimur sem ná besta árangri í
þriðja sæti. | Íþróttir
Einbeittar íslenskar
landsliðskonur á leið á EM
Morgunblaðið/Eggert
Stóra stundin nálgast
DAGLEGT LÍF
F Ö S T U D A G U R 2 1. Á G Ú S T 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
225. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
NÖRDAGLERAUGUN, STERKIR STRAUMAR Í
FÖRÐUN, GRILLAÐ BRAUÐ, HEITASTI KRIMMINN
Framkvæmda-
stjóri Atlants-
hafsbanda-
lagsins, Anders
Fogh Rasmussen,
segir menn meta
mikils framlag
Íslands til NATO.
Hann álíti ekki
að vilji ráða-
manna hér til að taka áfram þátt í
samstarfinu hafi dvínað.
„Við vitum að sem stendur eiga
Íslendingar við mikla efnahags-
erfiðleika að stríða, eins og fleiri
þjóðir. En ríkisstjórn Íslands hef-
ur staðfest í samtölum við mig í
dag að þið munuð sem fyrr leggja
fram ykkar skerf til NATO og
það nægir mér.“ »14
Fogh er sáttur við
framlag Íslands til NATO
Anders Fogh
Rasmussen
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ leitar
nú allra leiða til að tryggja opinbera
eigu á eignarhlut Orkuveitu Reykja-
víkur (OR) í HS orku, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Meðal
annars hefur verið rætt um að
Reykjavíkurborg, íslenska ríkið og
RARIK ohf. kaupi saman um 22 pró-
sent af eignarhlut Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) í HS orku. Auk
þess hefur verið rætt um að opinber-
ir aðilar nýti með einhverjum hætti
forkaupsrétt sinn, í gegnum OR, á
þeim hlut í HS orku sem Reykjanes-
bær seldi Geysi Green Energy
(GGE) og Magma Energy fyrr í
sumar, en forkaupsrétturinn rennur
út 24. september. Málið verður að
öllum líkindum rætt á ríkisstjórnar-
fundi í dag en þröng fjárhagsstaða
hins opinbera flækir það enn frekar.
Fundað á miðvikudag
Guðlaugur Gylfi Sverrisson og
Hjörleifur Kvaran, stjórnarformað-
ur og forstjóri OR, gengu á fund
Steingríms J. Sigfússonar fjármála-
ráðherra síðdegis á miðvikudag
ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,
borgarstjóra í Reykjavík. Ekki hefur
verið upplýst opinberlega um hvað
var rætt á fundinum en heimildir
Morgunblaðsins herma að þar hafi
verið ræddar mögulegar leiðir til að
halda 32 prósenta hlut OR og Hafn-
arfjarðar í HS orku í opinberri eigu,
en kanadíska jarðvarmafyrirtækið
Magma Energy hefur lagt fram til-
boð í hlutinn. Ein þeirra leiða sem
skoðuð er í fjármálaráðuneytinu er
að OR haldi eftir tíu prósenta hlut
sínum í HS orku, en OR má ekki eiga
meira í fyrirtækinu samkvæmt úr-
skurði Samkeppniseftirlitsins frá því
í fyrra. Hin 22 prósentin gætu þá
mögulega orðið í eigu Reykjavíkur-
borgar, stærsta eiganda OR, ís-
lenska ríkisins og RARIK ohf., sem
er í opinberri eigu.
Vert er að taka fram að um hug-
myndir var að ræða en ekki tillögur.
Niðurstaða fundarins varð þó sú að
óska eftir svarfresti við tilboði
Magma Energy til 31. ágúst. Sá
frestur fékkst í gær.
Ríkið, borg og
RARIK eign-
ist hlut OR
Vilji hjá Vinstri grænum til að tryggja
opinbert eignarhald á HS orku
Í HNOTSKURN
» Geysir Green Energy ogMagma Energy keyptu
hluti í HS orku af Reykja-
nesbæ fyrr í sumar.
» Hafnarfjarðarbær og OReiga enn um 32 prósenta
hlut í HS orku, sem Magma
hefur áhuga á að kaupa.
VG vill tryggja | 4
FORSENDURNAR sem áætlanir stjórnenda Straums-
Burðaráss miðuðu við í tengslum við endurskipulagn-
ingu bankans einblíndu um of á erlendar aðstæður, segir
Óttar Pálsson, forstjóri Straums-Burðaráss, í grein sem
hann skrifar og birt er í Morgunblaðinu í dag. Þær voru
ekki „í nægjanlegum tengslum við þann veruleika sem
við Íslendingar búum nú við sem þjóð,“ segir í greininni.
Óttar kveðst engra persónulegra hagsmuna hafa að
gæta í tengslum við launafyrirkomulag, þar sem hann
mun ekki starfa fyrir fyrirtækið að endurskipulagningu
lokinni. „Sem starfandi forstjóri ber ég hins vegar ríka
ábyrgð á því sem frá félaginu kemur og biðst afsökunar,
fyrir eigin hönd og félagsins.“ | 21
Biðst afsökunar fyrir Straum
„Það blasir við
að þetta var kom-
ið langt út fyrir
öll velsæmismörk,
svo ekki sé dýpra
í árinni tekið,“
segir Gylfi Magn-
ússon, viðskipta-
ráðherra, um
stórar lánveit-
ingar til eign-
arhaldsfélaga án ábyrgðar. Hann
segir að full ástæða sé til að skoða
lagaumhverfi um einkahlutafélög
með það fyrir augum að auka
gagnsæi í íslensku viðskiptalífi, en
skúffufyrirtæki eru tæplega helm-
ingur alla skráðra félaga. »16
„Þetta var komið langt út
fyrir öll velsæmismörk“
Gylfi Magnússon
Við höldum með
stelpunum
okkar
Það sést hverjir drekka Kristal
EM
2009