Morgunblaðið - 21.08.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver-andi bankastjóri Kaupþings,
aftók með öllu í Kastljósi í fyrra-
kvöld að hann skuldaði þjóðinni af-
sökunarbeiðni.
Hann bað hluthafa, kröfuhafa ogstarfsfólk bankans afsökunar
vegna mistaka sinna, en taldi
standa öðrum nær að biðja þjóðina
afsökunar.
Það lendir ekk-ert á ís-
lenzku þjóðinni
vegna hruns
Kaupþings,“
sagði Hreiðar.
Þegar Kaup-þing og hinir bankarnir
hrundu, hrundi líka gjaldmiðill
landsins, með tilheyrandi lífs-
kjararýrnun. Fjöldi manns hefur
misst vinnuna. Margir töpuðu pen-
ingum, til dæmis í peningamark-
aðssjóðum Kaupþings og í lífeyris-
sjóðum í vörzlu Kaupþings, þótt
heimturnar hafi kannski verið
skárri en hjá öðrum bönkum eins
og forstjórinn fyrrverandi virtist
stoltur af í viðtalinu.
Verðskuldar þetta fólk enga af-sökunarbeiðni?
Álit flestra, sem um málið hafafjallað, er að áhættusækni
bankamanna og sú áhætta, sem
þeir sköpuðu með lánveitingum til
fárra stórra aðila, sem sumir hverj-
ir voru tengdir bönkunum, hafi
stuðlað að hruni kerfisins.
Á þessu vildi Hreiðar Már ekkibiðjast afsökunar. Ítrekaði að
Kaupþingsmenn hefðu starfað inn-
an ramma laga og reglna.
Ef menn ætla ekki að biðjast af-sökunar á neinu nema það sé
lögbrot, fækkar afsökunarbeiðnum
væntanlega til muna.
Hreiðar Már
Sigurðsson
Afsökunarbeiðnum fækkar
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 33 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt
Bolungarvík 5 rigning Brussel 25 þrumuveður Madríd 35 heiðskírt
Akureyri 10 alskýjað Dublin 17 skýjað Barcelona 29 heiðskírt
Egilsstaðir 14 skýjað Glasgow 13 skúrir Mallorca 30 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 14 skúrir London 21 léttskýjað Róm 35 heiðskírt
Nuuk 6 skýjað París 25 heiðskírt Aþena 31 léttskýjað
Þórshöfn 12 skúrir Amsterdam 23 léttskýjað Winnipeg 19 skýjað
Ósló 24 heiðskírt Hamborg 33 heiðskírt Montreal 24 heiðskírt
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt Berlín 31 heiðskírt New York 30 léttskýjað
Stokkhólmur 20 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Chicago 21 alskýjað
Helsinki 16 heiðskírt Moskva 13 alskýjað Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
21. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 0.45 0,0 6.50 4,1 12.57 -0,0 19.05 4,5 5:39 21:24
ÍSAFJÖRÐUR 2.53 0,0 8.50 2,3 15.03 0,1 20.59 2,6 5:32 21:40
SIGLUFJÖRÐUR 5.12 0,0 11.27 1,4 17.14 0,1 23.37 1,5 5:15 21:24
DJÚPIVOGUR 3.56 2,2 10.05 0,1 16.23 2,5 22.33 0,3 5:05 20:56
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á laugardag
Suðaustlæg átt, 3-8 m/s, en 8-
13 við S-ströndina síðdegis. Dá-
lítil rigning með köflum S- og V-
lands, en annars bjartviðri. Hiti
víða 10 til 16 stig.
Á sunnudag
Norðaustan 8-13 m/s og rign-
ing eða súld A-til á landinu, en
annars bjart með köflum. Hiti
10 til 18 stig, hlýjast V-lands.
Á mánudag, þriðjudag og
miðvikudag
Útlit fyrir nokkuð ákveðnar
austlægar áttir með vætu, en
úrkomulítið V-lands. Milt í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Lægir og léttir til vestan til, en
áfram stíf norðvestanátt með
vætu austanlands. Hiti 5 til 17
stig, hlýjast sunnanlands.
FYRSTA skólasetning Framhalds-
skólans í Mosfellsbæ fór fram í hús-
næði skólans á Brúarlandi í gær.
Um sjötíu nemendur eru við skól-
ann nú í upphafi. „Það er gaman að
skapa skóla og fara þar nýjar leiðir
í starfinu,“ segir Guðbjörg Að-
albergsdóttir skólameistari.
Nýi skólinn mun kenna sig við
auðlindir og umhverfi í víðum
skilningi; mannauð, lýðheilsu og
menningu. sbs@mbl.is
Nýr fram-
haldsskóli
Morgunblaðið/Ómar
Eftir Andrés Skúlason
Djúpivogur | Á síðustu árum hefur
tíðni eldinga aukist á Austurlandi að
minnsta kosti hafa íbúar á Djúpavogi
í nokkrum tilvikum orðið vitni að
kraftmiklum þrumum og eldingum.
Fyrir skömmu var slökkvilið Djúpa-
vogs kallað út vegna eldingar sem
hafði slegið niður í raflínustæðu á
Öxi með þeim afleiðingum að raf-
magni sló tímabundið út á stóru
svæði á Austurlandi.
Staurinn stóð í ljósum logum
Þegar slökkvilið Djúpavogs mætti
á svæðið þar sem eldingunni sló nið-
ur skíðlogaði í einum raflínu-
staurnum þrátt fyrir að mikil rigning
væri á svæðinu. Greiðlega gekk þó
að slökkva eldinn en þrír staurar
reyndust ónýtir og er ljóst að miklir
kraftar hafa verið þarna að verki.
Svo mikill kraftur hefur fylgt eld-
ingu þessari að allt að þriggja metra
langir spýtubútar höfðu sprungið frá
staurunum og lágu í nærri 50 metra
fjarlægð frá þeim.
Elding er ljós sem sést frá raf-
straumi sem hleypur milli staða í
skýjum eða milli skýja og yfirborðs
jarðar. Rafstraumurinn sem myndar
eldinguna hitar loftið í næsta ná-
grenni svo snöggt að úr verður
sprenging og hljóðbylgja sem við
köllum þruma berst í allar áttir. Á
sumrin verða þrumur helst í
tengslum við hitaskúrir sem mynd-
ast síðdegis á heitum dögum yfir
landi. Þrumuveður af þeirri gerð
standa yfirleitt stutt yfir, oft ekki
nema um klukkustund.
Kraftmikil eldingin
kveikti í staurnum
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Orka Krafturinn var mikill og staur-
inn klofinn endilangt eftir eldinguna.
Rafmagnsstaur
stóð í ljósum logum
við veginn um Öxi