Morgunblaðið - 21.08.2009, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009
– meira fyrir áskrifendur
Fjármál
heimilanna og
einstaklinga
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Nú hefur aldrei sem fyrr þurft
að huga að fjármálum heimilanna og
einstaklinga, hvað er til ráða, hvað
á að gera og hvað hentar mér eru
spurningar sem við reynum að varpa
ljósi á í sérblaði.
Viðskiptablaðs Morgunblaðsins
sem tekur á þessu málefni
í veglegu sérblaði 10. september
næstkomandi
• Hvaða úrræði standa venjulegum heimilum til boða
til að rétta úr kútnum?
• Hvaða leiðir eru færar til að spara í útgjöldum
heimilisins án þess að draga úr lífsgæðum?
• Kunna Íslendingar að fara með peninga
eða kunna þeir ekki að varast gildrurnar?
• Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem vilja geyma
spariféð sitt?
• Hvaða kostir og gallar eru við það
að lengja í lánum?
Þetta sérblað Viðskiptablaðs Morgunblaðsins er
líklegt til að vera mikið lesið utan síns venjulega
markhóps vegna efnis síns.
Allar nánari upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn Karlsdóttir
569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is
Auglýsendur!
Auglýsingapantarnir eru í síma 569-1134 eða
sigridurh@mbl.is til 7. september og
skilafrestur er til hádegis 9. september.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
BRÚIN YFIR Mjóafjörð í Ísa-
fjarðardjúpi verður tekin í notkun
4. september næstkomandi. Í sept-
ember verður vegurinn um Arn-
kötludal milli Reykhólasveitar og
Stranda einnig opnaður umferð.
„Hólmvíkingar eru glaðir og
þessar samgöngubætur munu hafa
gífurlega mikið að segja fyrir svæð-
ið í heild,“ sagði Ásdís Leifsdóttir,
sveitarstjóri á Hólmavík, í gær. „Þá
er ég að tala um báðar þessar
framkvæmdir því góðar samgöngur
í allar áttir allan ársins hring gera
svæðið enn vænna til búsetu.“
Ásdís segir að með veginum um
Arnkötludal verði Reykhólasveit og
Strandir eitt atvinnusvæði og segist
ætla að ekki taki meira en 15 mín-
útur að fara nýja veginn úr Stein-
grímsfirði yfir í Reykhólasveit. Hún
sagði að þau sjö ár sem hún hefði
búið á Hólmavík hefði vegurinn um
Djúpið stórbatnað og nefndi í því
sambandi bundið slitlag, fækkun
einbreiðra brúa og nú brúna yfir
Mjóafjörð.
Á síðustu metrunum
„Við erum að gæla við að opna
fyrir umferð um brúna föstudaginn
4. september,“ sagði Sigurður Ósk-
arsson, framkvæmdastjóri KNH á
Ísafirði, í gær, en fyrirtækið er
verktaki við smíði brúarinnar yfir
Mjóafjörð. Hann sagði að nú væri
unnið við vegrið á brúnni og á
mánudag yrðu steyptar örygg-
isbríkur. Hann sagði að steypa
þyrfti að ná 60% styrk áður en um-
ferð yrði hleypt á hana, en ef veður
yrði gott í næstu viku og sæmilega
hlýtt ætti það að takast. Þess má
geta að í gærmorgun var þriggja
stiga hiti í Mjóafirði.
„Þetta verður þvílíkur munur,“
sagði Sigurður um þýðingu þessa
mannvirkis fyrir samgöngur vestra.
„Tilkoma brúarinnar breytir engu í
kílómetrum talið, en vegurinn verð-
ur miklu öruggari og fljótfarnari.
Við losnum hins vegar við ónýtan
veg yfir Hestakleif og Mjóafjörð-
inn, sem bæði hefur verið seinfar-
inn og leiðinlegur.
Síðustu vikur hef ég orðið var við
talsvert óþol í fólki að komast yfir
brúna og margir hafa beðið í of-
væni eftir þessari samgöngubót.
Með tilkomu brúarinnar og veg-
arins um Arnkötludal getum við
keyrt á bundnu slitlagi alla leið til
Reykjavíkur allt árið. Ég held að
þessar samgöngubætur réttlæti að
við efnum til þjóðhátíðar á Vest-
fjörðum,“ sagði Sigurður.
Um 20 manns eru nú við vinnu í
Mjóafirði á vegum KNH, en mest
voru þeir yfir 50. Samkvæmt samn-
ingi á að skila verkinu 1. október.
Upphaflega var áætlað að fram-
kvæmdum lyki í fyrrahaust, en
samningaviðræður við eigendur
Hrúteyjar töfðu framkvæmdir.
Umfangsmeira verkefni
Ingileifur Jónsson ehf. hefur séð
um vegarlagninguna um Arnkötlu-
dal og hefur verkið að mestu verið
unnið þrjú síðustu sumur. Ingileifur
framkvæmdastjóri segist vonast til
að verklok verði í september, en
vill ekki tilgreina ákveðna dagsetn-
ingu.
Framkvæmdum við vegbygg-
inguna er lokið og sömuleiðis smíði
brúa. Þá er mulningslag komið á
mestan hluta vegarins, en eftir er
að klæða hann. Verkinu á sam-
kvæmt upphaflegum samningi að
ljúka um næstu mánaðamót en það
hefur reynst mun umfangsmeira en
búist var við.
Ingileifur nefnir að fram-
kvæmdin hafi marga jákvæða þætti
í för með sér; aukið öryggi, stækk-
un atvinnusvæðis og leiðin frá
Reykjavík til Hólmavíkur styttist
um 40 kílómetra.
Ljósmynd/Jón Þór Guðbjörnsson
Mjóifjörður Starfsmenn KNH keppast við svo allt verði klárt eftir tvær vikur er umferð verður hleypt á brúna.
Vegabætur vestra
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ KNH á Ísafirði hefur verið um-
svifamikið í vegaframkvæmdum á þessu ári. Fyrirtækið er að ljúka
vinnu við Mjóafjarðarbrú, en auk þess er það með átta önnur verk í
gangi. Um 120 manns vinna hjá fyrirtækinu, en auk þeirra koma
undirverktakar og tengd fyrirtæki að framkvæmdum.
KNH er að ljúka framkvæmdum við Hreðavatn í Borgarfirði, er
með verkefni á Fróðárheiði og í Þorskafirði í Reykhólasveit og er að
ljúka snjóflóðavörnum á Bíldudal. Þá er vinna við Suðurstrandarveg
í fullum gangi og byrjað er á stóru verki í Vopnafirði, auk verkefna
á Raufarhöfn og á Ísafirði.
Fjögur síðasttöldu verkefnin verða áfram unnin á næsta ári þann-
ig að verkefnastaða fyrirtækisins er góð.
Sterk staða KNH
Brúin yfir Mjóafjörð verður tekin í notkun 4. september
Vegurinn um Arnkötludal einnig opnaður í næsta mánuði
Samgöngubætur sem réttlæta þjóðhátíð á Vestfjörðum
Með nýjum samgöngumann-
virkjum í Ísafjarðardjúpi annars
vegar og á milli Stranda og Reyk-
hólasveitar hins vegar eykst ör-
yggi, ferðatími styttist og at-
vinnusvæði verða sameinuð.
!" #
$! %& !"
'!&( !" !
)! *