Morgunblaðið - 21.08.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.08.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Ís-landi, var nátengdur landinu þegarég var forsætisráðherra og vil veraþað einnig sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins,“ segir nýr fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, Daninn Anders Fogh Rasmussen, þegar hann er spurður hvers vegna Ísland sé fyrsta aðild- arríkið sem hann sæki heim eftir að hafa tekið við embætti. „En þetta er einnig vegna þess að ég álít að Ísland sé mikilvægt aðildarríki banda- lagsins. Mig langar að setja þetta í stærra sam- hengi, með hliðsjón af því sem virðist geta orðið þróun mála næstu áratugi. Loftslagsbreytingar munu valda því að það sem við köllum norð- urhjara mun fá aukna „strategíska“ þýðingu og þá mun Ísland leika stærra hlutverk en nú.“ Fogh Rasmussen, sem var árum saman for- sætisráðherra Danmerkur, hafði stutta viðdvöl hér í gær og átti fundi með íslenskum ráða- mönnum, þ. á m. Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni utan- ríkisráðherra. Fram kom í gær að ráðherrarnir settu Fogh vel inn í deilurnar um Icesave og fyrirvarana umdeildu og þeir gagnrýndu harka- lega hryðjuverkalögin sem Bretar settu á Ís- lendinga sl. haust. Beitir Fogh sér bak við tjöldin í Icesave-deilunni? Framkvæmdastjórinn sagðist ekki geta haft afskipti af deilum milli tveggja aðildarríkja um efnahagsmál, eins og hann orðaði það, en segist viss um að friðsamleg lausn finnist. En heimild- armenn blaðamanns töldu víst að Fogh myndi nú beita sér bak við tjöldin til að útskýra mál- stað Íslendinga fyrir Bretum og Hollendingum. Var jafnvel talið að hann hefði rætt við Gordon Brown í síma í gær. Margir stjórnmálaskýrendur hafa bent á að landfræðilegt mikilvægi Íslands muni geta orð- ið mikið vegna þess að siglingaleiðir gætu opn- ast um norðurskautið ef ísinn bráðnar. Einnig er talið að þar séu mikil auðæfi, einkum olía og gas, á hafsbotni. Hinn nýi framkvæmdastjóri hefur lagt áherslu á að móta nýja stefnu NATO og segir tvennt standa upp úr: efla þurfi baráttuna gegn talíbönum í Afganistan til að tryggja stöð- ugleika í landinu og jafnframt verði að vinna að bættri sambúð við Rússland. Bandalagið verði einnig að móta stefnu á nýjum sviðum sem munu skipta miklu máli fyrir öryggi aðildarríkj- anna á næstu áratugum, sem dæmi nefnir hann loftslagsbreytingar, varnir gegn tölvuárásum og vaxandi hættu á sjóránum. – Ísland hefur engan her og er fámennasta aðildarríki NATO. Hversu trúverðug er aðild þess? Mikið er rætt um jafna verði byrðunum milli aðildarþjóðanna. Er einhver lágmarks- viðmiðun notuð, er framlag okkar of lítið? „Þannig er ekki hægt að setja þetta dæmi upp,“ svarar Fogh Rasmussen. „Bandalagið byggist á samstöðu milli 28 bandamanna, sum ríkin eru stór og önnur lítil, allir leggja fram sinn skerf eftir getu. Við teljum að framlag Ís- lands sé mikils virði. Við vitum að sem stendur eiga Íslendingar við mikla efnahagserfiðleika að stríða, eins og fleiri þjóðir. En ríkisstjórn Ís- lands hefur staðfest í samtölum við mig í dag að þið munið sem fyrr leggja fram ykkar skerf til NATO og það nægir mér. Íslendingar leggja nú sitt af mörkum í Afgan- istan og hafa gert það á Balkanskaga. Á móti kemur að NATO-ríki annast loftrýmisgæslu yf- ir Íslandi. Hluti af samstöðunni felst í því að við sjáum um að alls staðar í NATO-ríkjunum sé loftrýmisgæsla.“ – Hversu raunhæfar eru hugmyndir Thor- valds Stoltenberg um að hinar Norðurlanda- þjóðirnar annist í sameiningu loftrýmisgæslu yfir Íslandi? „Í rauninni ættirðu frekar að spyrja Svía og Finna sem eiga ekki aðild að NATO! Bandalag- ið hefur heitið því að taka að sér loftrýmisgæslu hér. En ef norrænar þjóðir utan NATO vilja taka þátt í því starfi er ég svo sannarlega hlynntur því, á sama hátt og ég almennt myndi fagna því ef Svíar og Finnar ákvæðu að nálgast bandalagið.“ – Hafa menn í aðalstöðvum NATO áhyggjur af Íslandi, óttast þeir að vilji Íslendinga til að taka þátt í samstarfinu sé að dvína? „Nei, og ég verð að segja að ég hef átt afar velheppnaða fundi í dag með bæði forsætisráð- herra Íslands og utanríkisráðherranum. Þau tóku bæði skýrt fram að þau teldu sig skuld- bundin að halda áfram samstarfinu í NATO og hefðu engar áætlanir á prjónunum um að gera breytingar á því.“ – Menn velta fyrir sér hvað gerist hér ef önn- ur kollsteypa verður, allt fer í kaldakol og ekki tekst að ná viðunandi samningum við Evrópu- sambandið. Þá segja sumir að hér gæti vaxið stuðningur við samstarf við Rússa eða aðra sem vildu koma til hjálpar. Er rætt um svona spá- dóma bak við tjöldin í Brussel? „Nei. Við vitum vel um efnahagserfiðleikana á Íslandi og umræðurnar. Ég vil ekki blanda mér í innanlandsstjórnmál hér en veit að Ísland hefur lagt fram ósk um aðild að ESB. Persónu- lega er ég ekki í minnsta vafa um að þetta er rétta leiðin fram á við, en þegar öllu er á botn- inn hvolft er það íslenska þjóðin sem tekur ákvörðun í þeim efnum. Sjálfur álít ég að eins og heimurinn er núna sé heppilegast fyrir lítil samfélög eins og það íslenska að vera hluti af stærri heild, hvort sem um er að ræða efna- hagslegt samband eins og ESB eða varn- arbandalag eins og NATO.“ Mikilvægt að lögmæt stjórn ráði í Afganistan – Nú eru forsetakosningar í Afganistan. Ertu bjartsýnn á að þær muni ganga vel? „Það er ég reyndar. Það sem við höfum feng- ið að vita núna [síðdegis í gær] um framvinduna er jákvætt. Öryggismálin eru í betra ástandi en við höfðum gert ráð fyrir, í þeim skilningi hafa kosningarnar tekist ágætlega. Við vitum auðvit- að ekki enn hve mikil kjörsóknin var en við vit- um a.m.k. að býsna margir hafa haft möguleika á að nýta atkvæðisréttinn. Ég vona síðan að niðurstöðurnar verði taldar gefa rétta mynd af vilja afgönsku þjóðarinnar. Miklu skiptir að í Afganistan sé ríkisstjórn sem menn telji lögmæta.“ – Hvaða áhrif mun það hafa á stöðu og starf NATO í landinu ef vísbendingar verða um mikil kosningasvik? „Mér finnst of snemmt að velta því fyrir sér núna. Ég er ekki að útiloka að það muni verða bent á einstök dæmi um slíkt svindl en vil ekki tjá mig um þau mál núna.“ – Þú leggur áherslu á bætt samskipti við Rússland. Hamid Karzai, forseti Afganistans, ræddi nýlega um möguleikann á því að keypt yrðu vopn frá Rússum. Telurðu koma til greina að Rússar hefji aftur afskipti af málum Afgana en í samstarfi við NATO? „Það er ljóst að vandi Rússa er að Afganar muna enn eftir hernámi Sovétmanna í landinu. Ég veit að Rússar vilja eindregið leysa vandann í Afganistan í samstarfi við NATO vegna þess að það er í þágu beggja aðila að koma á stöð- ugleika í landinu. En ég held að það sé ekki á dagskrá núna að Rússar selji stjórninni í Kabúl vopn,“ segir Anders Fogh Rasmussen. Ísland verður mikilvægara  Nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins viss um að Icesave-deila leysist friðsamlega  Vill leggja áherslu á árangur í baráttunni við talíbana í Afganistan og bætta sambúð við Rússa  Segir það persónulega skoðun sína að smáþjóðir þurfi að vera hluti af stærri heild á borð við ESB Morgunblaðið/Ómar Stýrir NATO Anders Fogh Rasmussen: „Íslendingar leggja nú sitt af mörkum í Afganistan og hafa gert það á Balkanskaga. Á móti kemur að NATO-ríki annast loftrýmisgæslu yfir Íslandi.“ ALLS eru um 100 þúsund erlendir hermenn í Afganistan, flestir frá NATO-ríkjum. En aðeins nokkrar aðildarþjóðir NATO og þá fyrst og fremst Bandaríkjamenn senda her- menn sína á svæði í Afganistan þar sem þeir eru í verulegri hættu. Þjóðverjar t.d. hafa sitt lið ein- göngu í norðurhlutanum þar sem nær ekkert er barist. Gengur þetta til lengdar? „Við þurfum fleiri hermenn í Afganistan en fyrst og fremst þurfa Afganar að eignast fleiri þjálfaða hermenn svo að þeir geti tekið sjálfir að sér öryggisgæsluna,“ seg- ir Anders Fogh Rasmussen. „Það er hins vegar rétt hjá þér að við verðum að gæta jafnvægis í bandalaginu. Við Evrópumenn verðum að íhuga hvernig við getum aukið okkar framlag en þá er ég ekki eingöngu að tala um fjölgun hermanna. Ég á þá einnig við sveigjanleika í beitingu herliðsins. Hershöfðingjar okkar á vettvangi þurfa að geta notað hermennina eftir þörfum og aðstæðum.“ Hann er minntur á að ráðamenn NATO hafi gegnum tíðina lagt áherslu á að ekki komi til greina að yfirgefa Afganistan áður en búið sé að koma þar á sæmilegum stöðug- leika. Kannanir sýna minnkandi stuðning við aðgerðirnar í Afgan- istan hjá almenningi í flestum NATO-ríkjum. Er verið að endur- taka þetta sí og æ vegna þess að hætta sé á að Vesturveldin gefist upp eða er bara verið að stappa stálinu í Afgana sjálfa? „Það er verið að senda Afgönum sjálfum skilaboð um að þeir þurfi ekki að óttast að við stingum róf- unni á milli afturlappanna og flýj- um af hólmi. Við ætlum að ljúka verkinu. Þeir vilja gjarnan styðja okkur. En jafn- framt vilja þeir vera alveg vissir um að þeir geti treyst okkur, að við munum tryggja öryggi þeirra.“ NATO-ríkin ætla ekki að flýja af hólmi í Afganistan Morgunblaðið/Ómar Kampakát Fogh Rasmussen og Jóhanna Sigurðardóttir við Alþingishúsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.