Morgunblaðið - 21.08.2009, Síða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009
Már Seðlabankastjórar eru ekki síð-
ur stjórnmálamenn en fræðimenn.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
VIÐMÆLENDUR Morgunblaðsins
eru sammála um að Már Guðmunds-
son, sem settist í stól Seðlabanka-
stjóra í gær, verði sjálfstæður í starfi
þrátt fyrir pólitískar tengingar í
vinstri flokkanna. Það muni jafnframt
ekki há honum að vinna með forsvars-
mönnum Sjálfstæðisflokksins.
Því til stuðnings er nefnt að Már
hafi verið mjög náinn Birgi Ísleifi
Gunnarssyni þegar hann var seðla-
bankastjóri og Már aðalhagfræðing-
ur. Þar myndaðist traust sem á að
sýna fram á að Már getur unnið með
fólki hvar í flokki sem það stendur.
Samband hans við vinstri flokk-
anna, meðal annars eftir að hafa verið
aðstoðarmaður og efnahagsráðgjafi
Ólafs Ragnars Grímssonar í fjár-
málaráðherratíð hans árin 1988 til
1991, getur jafnvel styrkt Má í starfi.
Rödd hans muni hafa meiri vigt inni í
stjórnarflokkunum þegar kemur að
endurskoðun á peningastefnunni,
sem rekin hefur verið hér frá árinu
2001 og Már var að hluta höfundur
að.
Már Guðmundsson er því ekki tal-
inn minni stjórnmálamaður en hag-
fræðingur. Hann stendur samt á
traustum fræðilegum grunni, sem
gerir honum kleift að fylgja peninga-
málastefnunni eftir með trúverðug-
um hætti. Það ætti að styrkja trú-
verðugleika Seðlabankans, sem er
eitt af stýritækjum bankans.
Þeir sem hafa unnið með Má bera
honum vel söguna. Hann er sagður
hreinn og beinn í samskiptum, gefi
fólki tækifæri og standi með sínu liði.
Þótt hann eigi það til að þykjast vita
allt best sé hann tilbúinn að hlusta og
taka tillit til annarra sjónarmiða séu
færð rök fyrir þeim. Hann geti byggt
um sterk teymi og fengið fólk til að
vinna með sér.
Áhyggjur sem viðmælendur hafa
snúa að einsleitnir meirihluta pen-
ingastefnunefndar, sem ákvarði
stýrivexti. Þar mun Arnór Sighvats-
son, aðstoðarseðlabankastjóri, sitja
ásamt aðalhagfræðingi bankans. Lík-
legt er að það verði Þórarinn G. Pét-
ursson. Því sé mikilvægt að utanað-
komandi aðilar komi þar að.
Seðlabankastjóri með pólitískar tengingar
Már Guðmundsson tók í gær við stjórn Seðlabanka Íslands og stýrir starfi peningastefnunefndar
Nýr seðlabankastjóri mun hafa
mikið um mótun nýrrar peninga-
málastefnu að segja.
Þetta helst ...
● TVEIR þættir þrýsta vísitölu neyslu-
verðs upp á við þessa dagana, að sögn
greiningardeildar Íslandsbanka: geng-
isfall krónu og hækkun neysluskatta.
Þótt enn séu horfur á allhraðri hjöðnun
verðbólgu hefur dregið nokkuð úr bjart-
sýni bankans á að hún verði orðin í takti
við nágrannalönd Íslands um áramót.
Veiking krónunnar – og ekki síður
vaxandi vantrú á að styrking hennar sé
í vændum á næstunni – hafi orðið til
þess að hækka verð innfluttra vara all-
hratt undanfarna mánuði og sjái ekki
fyllilega fyrir endann á þeirri verð-
hækkun enn.
Gerir greiningardeildin ráð fyrir að
vísitala neysluverðs hækki um 1,4% á
þriðja ársfjórðungi og að verðbólga
mælist 5,5% í ársbyrjun 2010.
Vantrú á krónunni
● FORSTJÓRI
dönsku stórversl-
unarinnar Magas-
in, Jón Björnsson,
og fjármálastjór-
inn, Carsten Fens-
holt, fengu sam-
tals útborgaðar
8,8 milljónir
danskra króna
(andvirði um 220 milljóna íslenskra
króna á núvirði) fyrir rekstrarárið
2008/2009. Er það 1,1 milljón danskra
króna lægri greiðsla en þeir fengu fyrir
árið á undan. Í samtali við danska
blaðið Børsen segir Fensholt að hluti
þóknunarinnar hafi verið bónus-
greiðslur.
Magasin var að stærstum hluta í
eigu Baugs, en Straumur yfirtók 75%
eignarhlut í móðurfélagi Magasin fyrr á
árinu. Samanlagt tap verslunarinnar
undanfarin fimm ár nemur 600 millj-
ónum danskra króna. bjarni@mbl.is
Bónusgreiðslur þrátt
fyrir tap Magasin
brot hafi átt sér stað, t.d. ef um
tengda aðila er að ræða. Erfitt sé að
gera athugasemdir þegar eignarhald
er á huldu.
Meinsemd í viðskiptalífinu
Gylfi hefur lengi verið þeirrar skoð-
unar að taka þurfi málefni eignar-
haldsfélaga til athugunar. Hann lét
þau orð falla í fyrra að þau hefðu verið
meinsemd í íslensku viðskiptalífi.
Hann segir að fara þurfi varfærnis-
lega í allar breytingar. „Það er yfir-
leitt talið merki um skilvirkni og sam-
keppnishæfni ríkja að það sé auðvelt
og fljótlegt að stofna fyrirtæki. Við
viljum heldur ekki ganga of langt í
hina áttina,“ segir hann.
Ástæða til að sporna
við skúffuvæðingunni
„Komið langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir ráðherra
Morgunblaðið/Ómar
Mjúk lending Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að fara þurfi var-
færnislega í allar breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
GYLFI Magnússon viðskiptaráð-
herra segir að full ástæða sé til að
skoða lagaumhverfi fyrirtækja með
það fyrir augum að auka gagnsæi í ís-
lensku viðskiptalífi. Samkeppnissjón-
armið og álitaefni tengd áhættudreif-
ingu komi einnig til athugunar.
Helmingurinn skúffufélög
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
gær eru 47 prósent allra skráðra fyr-
irtækja á Íslandi svokölluð skúffu-
félög, þ.e. fyrirtæki án eiginlegrar
starfsemi. Skúffufélögin eru alls
14.912 talsins. Þriðjungur þeirra er
félög án eiginlegs reksturs og virðast
hafa haft þann eina tilgang að vera
fjármögnunarfyrirtæki eigenda
sinna. Þessi fyrirtæki skulduðu yfir
þúsund milljarða króna í árslok 2007, í
flestum tilvikum var um að ræða félög
án persónulegrar ábyrgðar eigenda.
„Þetta voru mjög óheilbrigðar lán-
veitingar sem hafa núna í mjög mörg-
um tilfellum valdið gríðarlegu tjóni
hjá lánveitendum sem í mörgum til-
vikum eru gjaldþrota. Þeir sem lán-
uðu láveitendunum bera [því] tjónið.
Það blasir við að þetta var komið
langt út fyrir öll velsæmismörk, svo
ekki sé dýpra í árinni tekið,“ segir
Gylfi. Hann nefnir einnig þau vanda-
mál sem flókið eignarhald, gegnum
mörg félög, skapi fyrir samkeppnisyf-
irvöld. Rekja þurfi upp eignarhald til
þess að átta sig á hvort samkeppnis-
Í HNOTSKURN
»Tæplega helmingur allraskráðra fyrirtækja á Ís-
landi er skúffufélög.
»Tveir þriðju skúffufyr-irtækja eru skúffufyr-
irtæki í orðsins fyllstu merk-
ingu, þ.e. um er að ræða
kennitölur fyrirtækja í engri
starfsemi sem hvíla í skúff-
um.
»Gylfi segir að tölur umfjölda skúffufélega hafa
komið sér verulega á óvart.
greiðsluerfið-
leikum. Aðrir í
nefndinni eru Ása
Ólafsdóttir, að-
stoðarmaður
dómsmálaráð-
herra, og Bene-
dikt Stefánsson,
aðstoðarmaður
viðskiptaráð-
herra. Nefndinni
er ætlað að skila
niðurstöðum sínum fyrir haustþing,
eða eigi síðar en í október.
„Mikil vinna er hafin við að greina
verkefnið heildstætt,“ segir Krist-
rún. „Í því sambandi höfum við með-
al annars skoðað reynslu annarra
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
AÐGERÐIR til aðstoðar heim-
ilunum og fyrirtækjunum í landinu,
til viðbótar við þær sem nú þegar
hefur verið gripið til, verða að hitta í
mark, að sögn Kristrúnar Heim-
isdóttur, lögfræðilegs ráðgjafa fé-
lagsmálaráðherra. Hún segir að
hugsanlegar frekari aðgerðir verði
að skila sér til þeirra sem á þurfi að
halda og jafnframt stuðla að því að
koma hagkerfinu í gang á ný.
Kristrún er formaður nýrrar
nefndar sem falið hefur verið að end-
urskoða löggjöf er lýtur að úrræðum
fyrir heimili og einstaklinga í
þjóða, sem hafa gengið í gegnum
fjármálakreppur. Sú reynsla gerir
að verkum að við vinnum út frá
þeirri forsendu að heildstæðar að-
gerðir til að taka á skuldavanda
heimila og fyrirtækja séu mik-
ilvægar, og þá jafnt efnahagslegar
og félagslegar aðgerðir. Markmiðið
er að allir verði áfram með í sam-
félaginu, og að þessi vinna skili því
að skipting byrðanna verði réttlát.
Þess vegna er allt undir í vinnu
nefndarinnar og allir möguleikar
teknir til skoðunar.“
Kristrún segir að hætt sé við að
flatar aðgerðir til handa heimilunum
eða fyrirtækjunum, sem eigi að
ganga eins yfir gjörólík tilvik, eins
og tillögur hafi komið fram um, skili
ekki árangri til langs tíma litið og er-
lend reynsla af þeim sé ekki góð. Það
þýði hins vegar ekki að nefndin geti
ekki lagt til samræmdar og hrað-
virkar aðgerðir.
„Við verðum að finna hvaða svig-
rúm við getum nýtt. Skaðinn af
ójafnvægi eigna og skulda er stað-
reynd sem enginn getur litið
framhjá en um leið verðum við að
standa þannig að málum að aðgerðir
til hjálpar heimilunum nú hafi ekki í
för með sér að skattborgarar fram-
tíðarinnar þurfi að greiða einhverja
gríðarlega háa reikninga vegna
þeirra,“ segir Kristrún Heim-
isdóttir.
Aðgerðir sem hitta í mark
Erlend reynsla af flötum aðgerðum vegna skuldavanda skilar ekki árangri
til langs tíma litið, segir lögfræðilegur ráðgjafi félagsmálaráðherra
Morgunblaðið/ÞÖK
Niðurstöður Nefndinni er ætlað að
skila niðurstöðum sínum í október.
Kristrún
Heimisdóttir
Í KÆRU, sem
lögð hefur verið
fyrir Eftirlits-
stofnun EFTA
(ESA) fyrir hönd
fjölda erlendra
fjármálafyr-
irtækja, eru ís-
lensk stjórnvöld
sökuð um að
gera upp á milli
kröfuhafa við-
skiptabankanna þriggja sem og
SPRON og Sparisjóðabankans.
Með því að skipta viðskiptabönk-
unum í tvennt hafi staða erlendra
kröfuhafa verið gerð mun verri en
fyrir skiptingu en staða íslenskra
kröfuhafa bankanna sé betri. Þetta
stríði gegn ákvæðum EES samn-
ingsins.
Þá hafa tvö mál verið höfðuð fyr-
ir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir
hönd annars hóps erlendra fjár-
málafyrirtækja vegna yfirtökunnar
á SPRON. Baldvin Björn Haralds-
son hjá BBA//Legal er lögmaður
stefnenda.
Segir hann að fyrir yfirtökuna
hafi verið í gangi viðræður milli
lánveitenda SPRON og lánveitenda
bankans. Hafi lánveitendur komið
fram með tillögur, sem tryggja áttu
áframhaldandi rekstur SPRON.
„Í miðjum viðræðunum ákveða
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlit
hins vegar að taka yfir SPRON. Á
þeim tímapunkti lá fyrir tilboð frá
lánveitendum um úrlausn málsins,
en því tilboði var aldrei svarað.“
bjarni@mbl.is
Brotið hafi
verið gegn
EES
Baldvin Björn
Haraldsson
+/0 +/0
1
1
+/0 . 0
1
1
( 2 3
1
1
56.
(0
1
1
+/0 /7
+/0 08
1
1