Morgunblaðið - 21.08.2009, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009
Kreppir hnefa Anders Fogh Rasmussen reynir að átta sig á íslenskum stjórn-
málum þar sem hann fylgist með þingfundi af svölunum ásamt Ástu Ragnheiði.
Ómar
FRÁ ÞVÍ í mars síðastliðnum
hef ég ásamt öðrum stjórnendum
Straums unnið að endurskipu-
lagningu bankans í nánu samráði
við kröfuhafa og skilanefnd. Um
nokkurt skeið hafa legið fyrir og
verið aðgengilegar á vef bankans
tillögur um skiptingu bankans í
tvö félög. Annað félagið mun hafa
umsjón með eignum bankans og
hámarka söluandvirði þeirra á
komandi árum. Hitt félagið mun
einbeita sér að endurreisn hóf-
stilltrar fjárfestingabanka-
starfsemi á Íslandi. Tillögurnar
og öll sú vinna sem að baki þeim
liggur miða að því að hámarka
endurheimtur kröfuhafa og þar
með takmarka tjón þeirra af
greiðsluþroti bankans.
Kröfuhafar Straums skiptast í
tvo meginhópa. Tryggðir kröfu-
hafar, meðal annars Seðlabanki
Íslands, ríkissjóður og Íslands-
banki, hafa forgang vegna veða og
fá kröfur sínar greiddar að fullu.
Ótryggðir, almennir kröfuhafar,
sem eru að einum þriðja hluta ís-
lenskir lífeyrissjóðir og að tveim-
ur þriðju erlend fjármálafyrir-
tæki, hafa val um að hafna eða
samþykkja nauðasamninga fyrir
Straum. Samkvæmt áætlunum
bankans má gera ráð fyrir að
verði nauðasamningar felldir fái
almennir kröfuhafar 8% af fé sínu
til baka. Verði nauðasamningar
hins vegar samþykktir eigi kröfu-
hafar von á að endurheimta ríf-
lega helming krafna. Jafnframt
eignist þeir bæði eignaumsýslu-
félagið og fjárfestingabankann
óskipt og taki yfir stjórn þeirra.
Straumur verði með öðrum orð-
um alfarið í eigu og undir stjórn
almennra kröfuhafa að lokinni
endurskipulagningu bankans.
Við framangreint mat á líkleg-
um endurheimtum kröfuhafa
þurftu stjórnendur Straums með-
al annars að gefa sér forsendur
um rekstrarkostnað vegna eigna-
umsýslu og sölu eigna á komandi
árum. Hafa ber í huga að yfir 90%
af eignum Straums eru erlend og
áætlanir bankans gera ráð fyrir
að umsjón með þeim að lokinni
endurskipulagningu verði einkum
á könnu erlendra stjórnenda í
gegnum starfsstöðvar í London
og Kaupmannahöfn. Í ljósi þess
virtist óraunhæft að taka einvörð-
ungu mið af sérstökum aðstæðum
á Íslandi við áætlun launakostn-
aðar af þessari starfsemi. Óhjá-
kvæmilegt er að sú áætlun fari
fram í víðara samhengi og í takt
við það sem annars staðar þykir
eðlilegt, eftir atvikum, með árang-
urstengingu launa. Er þá einkum
að því stefnt að halda í lykilstarfs-
fólk sem býr við annað launa- og
samkeppnisumhverfi en er til
staðar hér á landi.
Óháðir ráðgjafar voru fengnir
að verkinu og var það mat þeirra
að óformlegar hugmyndir um
árangurstengdar greiðslur til
starfsmanna Straums á næstu ár-
um væru innan eðlilegs ramma í
ljósi markaðsaðstæðna þar sem
vinnan fer fram og til þess fallnar
að tengja saman hagsmuni kröfu-
hafa og starfsmanna. Þetta mat er
umdeilanlegt, sérstaklega á Ís-
landi í ljósi alls þess sem hér hef-
ur aflaga farið. Að þessu sögðu
þykir þó mikilvægt að árétta að
hvorki stjórnendur Straums né
aðrir hafa gert þá kröfu að fram-
tíðarfyrirkomulag launa verði
hluti af nauðasamningum félags-
ins. Ávirðingar um siðlausar
þvinganir stjórnenda eða að
kröfuhafar eigi að hafna hug-
myndum um endurskipulagningu
Straums vegna krafna um óhæfi-
legar greiðslur til starfsmanna
eiga því varla rétt á sér. Full sátt
ríkir um að greiðslur til starfs-
manna við eignaumsýslu markist
af stefnu nýrrar stjórnar að end-
urskipulagningu lokinni. Þessi
stjórn verður alfarið skipuð
fulltrúum almennra kröfuhafa.
Þannig munu kröfuhafarnir sjálf-
ir fara með fullt forræði yfir félag-
inu, þar með talið ákvarðanavald
um launastefnu þess og samninga
við stjórnendur.
Í ljósi þeirrar umræðu sem átt
hefur sér stað undanfarna daga er
ég ekki í nokkrum vafa um að ég
og aðrir sem að endurskipulagn-
ingunni koma hefðum átt að gefa
aðstæðum hér á landi betri gaum.
Ég tel einnig mikilvægt að fram
komi að aldrei hefur staðið til að
ég verði þátttakandi í eignaum-
sýslu Straums að endurskipu-
lagningu lokinni og hef ég því
engra persónulegra hagsmuna að
gæta í tengslum við launafyrir-
komulag þeirrar starfsemi. Sem
starfandi forstjóri félagsins ber
ég hins vegar ríka ábyrgð á því
sem frá félaginu kemur og biðst
afsökunar, fyrir eigin hönd og fé-
lagsins, á að þær forsendur sem
áætlanir mínar og annarra stjórn-
enda voru reistar á hafi einblínt
um of á erlendar aðstæður og ekki
verið í nægjanlegum tengslum við
þann veruleika sem við Íslend-
ingar búum nú við sem þjóð.
Framhald málsins verður í
höndum nýrrar stjórnar og nýrra
eigenda bankans. Það er þeirra að
meta hvernig hagsmunir þeirra
verða best tryggðir.
Óttar Pálsson
Lögðum rangt mat á veruleikann
Höfundur er forstjóri
Straums-Burðaráss
fjárfestingabanka hf.
MESTU mistök stjórnvalda
frá hruninu í október felast í að
ekki sé leitað allra leiða til að
mynda samstöðu meðal Íslend-
inga. Gildir þá einu um hverja
ríkistjórnanna þriggja er að
ræða. Afstaða valdhafanna hef-
ur verið að ákvarðanir skuli
taka með einföldum meirihluta
og að ekki þurfi að útskýra fyrir
þjóðinni á hvaða grunni þær séu
teknar. Þetta eru mikil mistök –
mistök sem Íslendingar súpa nú
seyðið af.
Í stað þess að mynda samstöðu hafa stjórn-
málamenn með hjálp hælbíta ýmiskonar alið á
tortryggni, heift og ósamstöðu – allt í þágu póli-
tískra stundarhagsmuna. Ráðherrar eru staðnir
að því að fegra hlutina þannig að jaðrar við
ósannindi. Alþingi stundar tilraunalögfræði.
Lausnirnar sem boðið er upp á eru heima-
tilbúnar og standast enga skoðun. Heimótt-
arskapurinn ræður ríkjum.
Meðan á þessu stendur sekkur efnahagur
ríkisins, fyrirtækja og heimila í hið djúpa fen
skuldanna. Því lengur sem þetta ástand varir
því lengra er þar til að efnahagsbatinn hefst.
Þetta hefur ófyrirséðar afleiðingar fyrir heim-
ilin og fyrirtækin – Íslendingar eru nú svartsýn-
astir 22 vestrænna þjóða á efnahagsástandið
heima fyrir. En hvaða ákvarðanir eru það sem
er svo erfitt að taka?
Í meginatriðum eru þrjár ákvarðanir sem
skilja munu milli feigs og ófeigs: hvernig standa
á að því að ljúka IceSave-ófögnuðinum; hvað
gera skal í ríkisfjármálunum og; hvernig leið-
rétta eigi skuldastöðu heimila og fyrirtækja
þannig að greiðsluviljinn sé varðveittur. Öll
efnahagsvandamál sem við stöndum nú frammi
fyrir eru afleidd af þessum þrem vandamálum.
Icesave
Það er mikilvægt að ekki verði hægt að benda
til Íslands af hinum alþjóðlega fjármagnsmark-
aði og segja að þar fari óreiðumenn. Óreiðu-
menn hafa ekki lánstraust en þjóðir verða að
búa við lánstraust. Annars geta þær
ekki nýtt sér krafta fjármagnsins og
lífskjörum hrakar. Það er sama hve
sár Íslendingum kann að finnast sú
niðurlæging sem felst í að ganga til
samninga vegna Icesave, niðurlæg-
ingunni verður að kyngja. En fyrr
má rota en dauðrota. Nauðarsamn-
ingurinn sem nú stendur til boða er
algjörlega óásættanlegur. Hann er
myndaður af röð mistaka sem rekja
má til heimóttarskapar stjórnvalda.
Hagsmunir Íslands voru ekki hafðir
að leiðarljósi né þau viðmið sem al-
þjóðasamfélagið lagði til (Brussel-
viðmiðin). Íslendingar verða að
ganga frá málefnum Tryggingasjóðsins á við-
unandi hátt en þá aðeins með hagsmuni Íslands
í forgrunni. Fyrr náum við ekki sáttum við um-
heiminn.
Það er jafnframt bagalegt að mikils metnir
hagfræðingar komi fram og segi Íslendinga
ekki þurfa á erlendum lánum að halda. Engin
þörf sé á lánum sem hafi þann eina tilgang að
liggja á bankabók í útlöndum engum til gagns.
Það leiði til einskis nema kostnaðar. Hér hefur
stjórnvöldum mistekist að útskýra fyrir þjóð-
inni af hverju sterkur gjaldeyrisforði er ein mik-
ilvægasta forsendan fyrir endurreisn gjaldmið-
ilsins. Sterkur gjaldeyrisforði auk raunhæfrar
efnahagsáætlunar myndar trú á íslenskt efna-
hagslíf almennt. Þessi trúverðugleiki er grunn-
forsendan fyrir styrkingu krónunnar, afnámi
gjaldeyrishafta og endurtengingu Íslands við
umheiminn. Lífskjör á Íslandi eru bein afleiðing
alþjóðaviðskipta – því má aldrei gleyma.
Ríkisfjármálin
Ríkisfjármálin eru í algjörum ólestri. Á
næstu þrem árum þarf að bæta afkomu rík-
issjóðs um a.m.k. 150 milljarða. Þetta þarf að
gera með sparnaði, auknum tekjum og breikk-
un skattgrunna. Hrunið hefur leitt fram þá
óþægilegu staðreynd að skattgrunnar hins op-
inbera byggðust að hluta til á sandi – á fjár-
magnstekjum af yfirverðlögðum hlutabréfum,
ofurháum launum og miklum hagnaði. Um leið
og bólan sprakk skruppu skattgrunnar og þar
með skatttekjur saman.
Stjórnvöld standa nú frammi fyrir miklum
raunum þegar ákvarða þarf hvar skal bera nið-
ur við það verk að bæta afkomu ríkissjóðs.
Ákvarðanir sem þarf að taka í þeim efnum eru
stjórnvöldum því sem næst örugglega ofviða.
Eða trúir því einhver að forsætisráðherra muni
beita sér fyrir stórkostlegum niðurskurði í fé-
lags- og tryggingamálum, eða heilbrigð-
isráðherra í heilbrigðismálum, eða mennta-
málaráðherra í menntamálum? Þessir þrír
málaflokkar taka undir sig um 2/3 útgjalda rík-
isins. Stjórnarþingmenn hafa verið barðir til
samþykkis við ESB-aðildarumsókn, nú er verið
að berja þá til stuðnings við IceSave og í haust
þarf að berja þá til stuðnings við stórkostlegan
niðurskurð í velferðarmálum. Engan er hægt að
berja svo mikið að hann beri ekki að lokum hönd
fyrir höfuð sér.
Það þarf að mynda samstöðu um hvernig
staðið verður að bættri afkomu ríkissjóðs. Það
þarf að útskýra og mynda sátt meðal þjóð-
arinnar út af hverju fara þarf út í þær hamfarir
sem framundan eru í ríkisfjármálum. Í stað
þess er þagað þunnu hljóði.
Skuldaleiðréttingar
Um ríkisfjármálin og Icesave eru flestir sam-
mála en deilt er um hve alvarleg skuldavanda-
mál fyrirtækja og heimila eru. Dregnar eru
fram hagtölur frá áramótum eða fyrstu mán-
uðum ársins til að sýna fram á að hlutirnir séu í
þokkalegu horfi og engin ástæða sé til upphróp-
ana. Bankarnir segja nú samt að allt að 70% fyr-
irtækja séu tæknilega gjaldþrota og vanskil
vaxa hröðum skrefum hjá heimilunum. Það
sýna hagtölur. En það sem er mest að marka er
tilfinning hins venjulega Íslendings. Ef talið
berst að skuldabyrði fólks bera nær allir sig illa.
Talað er um að fólk hætti að greiða af lánum og
að nær sé að koma sér úr landi. Á Íslandi sé
ekkert að hafa nema atvinnuleysi, vaxtaokur,
skuldabyrði og vonleysi.
Því er það eitt mikilvægasta verkefni stjórn-
valda að varðveita greiðsluvilja landsmanna. Ef
greiðsluviljinn hverfur og fólk og fyrirtæki
hætta að greiða af skuldum sínum þá er illa
komið. Það leiðir til þess að vantraust verður al-
gjört og samfélagið gliðnar. Gömul og góð gildi
hverfa og upplausnarástand myndast. Það mun
taka mörg ár að endurheimta traustið á ný ef
greiðsluviljinn hverfur.
Heimili og fyrirtæki urðu fyrir alvarlegum
forsendubresti síðastliðið haust – fjárhagsáætl-
anir gengu allar úr skoðum. Þrátt fyrir að laga-
lega beri hver ábyrgð á þeim samningum sem
hann undirgengst var áfallið slíkt að eitthvað
róttækt þarf að gera – gefa þarf fólki von.
Það er vissulega rétt að margir geta tíma-
bundið staðið undir auknum afborgunum en
sættir fólk sig við það? Svo virðist ekki vera. Nú
sammælist fólk í stórum stíl um að greiða ekki
af lánum sínum. Það þýðir ekki að segja við fólk
að nóg hafi verið að gert. Ef svo væri tröllriði
umræða um að hætta að greiða af lánum ekki
þjóðfélaginu. Stjórnvöld virðast almennt ekki
hafa áttað sig á þessu.
Það er brýnt að brugðist sé við með afgerandi
hætti þannig að greiðsluviljinn hverfi ekki og að
þeim sem enga von eygja sé komið til hjálpar.
Það er hið brýna verkefni stjórnmálanna.
Niðurlag
Það er ekki á valdi samsteypustjórnar með
nauman meirihluta að taka þessar ofangreindu
ákvarðanir þannig að sátt ríki til frambúðar.
Þær munu alltaf orka tvímælis og það mun leiða
til sundrungar meðal þjóðarinnar. Brýnasta
verkefni stjórnmálanna í dag er því að mynda
andrúmsloft þar sem Íslendingar snúa bökum
saman í þeirri viðleitni að takast á við vanda-
málin. Þannig vinnum við okkur fljótt og út úr
vandanum. Þannig stöðvum við fólksflóttann.
Þannig hrekjum við hælbítana aftur niður í hol-
ur sínar. Þannig verðum við aftur stolt af því að
vera Íslendingar.
Eftir Tryggva Þór
Herbertsson » Í stað þess að mynda sam-
stöðu hafa stjórnmálamenn
með hjálp hælbíta ýmiskonar
alið á tortryggni, heift og
ósamstöðu – allt í þágu póli-
tískra stundarhagsmuna.
Tryggvi Þór
Herbertsson
Samstaða
Höfundur er prófessor í
hagfræði og alþingismaður.