Morgunblaðið - 21.08.2009, Side 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009
MÉR þykir hann
ansi hreint kaldur
bæjarstjórinn í
Reykjanesbæ að
leggja í að halda því
fram, eins og hann
gerir á vefmiðlinum
Pressunni.is, að
ávinningur Reykja-
nesbæjar af því að
„losna“ út úr HS
Orku geti numið allt
að 10 milljörðum
króna.
Þessari fullyrðingu kastar hann
út í loftið án nokkurs rökstuðn-
ings. Talar reyndar um meintar
milljarðafjárfestingar sem hann er
að forða bænum frá að taka þátt í.
Það var og. Til þess að létta svo-
lítið undir með þessum sliguðu
fjárfestum sem hann hefur greini-
lega mikla samúð með, tekur hann
ákvörðun um að kaupa af þeim
hlut þeirra í HS-veitum og binda
rúma 3 milljarða af fjármunum
íbúa Reykjanebæjar í því fyr-
irtæki til viðbótar við þá eign sem
þar er fyrir. Það er auðvitað engin
áhætta í því. Á sama tíma er hann
að lána Geysi Green Energy fyrir
eftirstöðvum upp á rúma 6 millj-
arða með því að veita þeim kúlu-
lán. Og auðvitað er engin áhætta í
því.
Á sama tíma er hann einnig að
samþykkja að Reykjanesbær sé
meðábyrgur fyrir öllum erlendum
lánum HS Orku, lán sem slaga
væntanlega hátt upp í annan tug
milljarða króna. Þetta samþykkir
hann þrátt fyrir að verið sé að
selja HS Orku til
einkaaðila. Og enn síð-
ur er nokkur áhætta
fólgin í því eða hvað.
Og auðvitað þjónar
það ekki nokkrum til-
gangi að stjórn-
málamenn séu að vas-
ast í svona málum skv.
áliti bæjarstjórans. En
mér segir svo hugur
að þar eigi hann við
aðra stjórnmálamenn
en sjálfan sig.
Þetta viðhorf hans
hefur reyndar legið fyrir lengi og
er raunar best lýst með því vinnu-
lagi sem tekið hefur verið í gagnið
hér í Reykjanesbæ. Það felst í því
að úthýsa verkum frá kjörnum
fulltrúum (stjórnmálamönnum) til
annarra aðila (ekki stjórnmála-
manna) og því þannig fyrirkomið
að honum sjálfum er svo stillt upp
sem fulltrúa Reykjanesbæjar. Þar
þurfa auðvitað engir hálfvitlausir
stjórnmálamenn að koma nærri.
Auðvitað er bæjarstjórinn í
Reykjanesbæ ekki stjórn-
málamaður. Hann er eitthvað allt
annað en það.
Að snúa hlutun-
um á hvolf
Eftir Guðbrand
Einarsson
Guðbrandur Einarsson
» Og auðvitað þjónar
það ekki nokkrum
tilgangi að stjórn-
málamenn séu að vasast
í svona málum skv. áliti
bæjarstjórans.
Höfundur er oddviti
A-listans í Reykjanesbæ.
EITT af því sem
einkennir haustdaga
er allur sá fjöldi
barna sem birtist á
götum landsins á leið
til skóla. Eftir fjör-
legt sumar er kominn
tími til að setjast á
skólabekk. Stór hóp-
ur barna er í fyrsta
sinn að ganga einn til
skóla eftir að hafa
verið í vernduðu um-
hverfi leikskólanna. Þetta eru
spennandi tímar – nýr og fram-
andi heimur opnast. Um leið er
barnið orðið þátttakandi í umferð-
inni.
Margir foreldrar bregða á það
ráð að keyra börn sín í skólann en
öll umferð í kringum skóla getur
skapað hættu. Víða geta aðstæður
þó verið þannig að það getur verið
hættulegt fyrir barnið að ganga
eitt til skóla. Ef barninu er ekið í
skólann er mikilvægt að það fari
út úr bílnum þar sem það eru
öruggt. Nota skal sérstök stæði
eða útskot sem eru við flesta
skóla.
Ef barnið gengur til skóla er
gott fyrir foreldra að ganga með
barninu nokkrum sinnum áður en
skólaganga hefst. Stysta leiðin er
ekki alltaf öruggasta leiðin, miklu
fremur sú leið þar sem ekki þarf
að ganga yfir götur. Þótt að-
stæður séu þannig að barnið geti
gengið eitt í skólann þá er nauð-
synlegt að fylgja því fyrstu dag-
ana. Gott er að kenna barninu fá-
ar og einfaldar reglur. Til dæmis
er gott að fara yfir það með börn-
unum að nota gangbrautir þar
sem þær eru og þegar gengið er
yfir götu þá beri að stoppa, líta til
beggja hliða og hlusta.
Ganga svo rösklega
yfir þegar öllu er
óhætt.
Börn sem eru að
hefja skólagöngu eiga
ekki að ferðast um ein
á reiðhjóli. Samkvæmt
lögum mega börn
yngri en sjö ára ekki
hjóla ein á akbraut og
börnum yngri en 15
ára ber skylda til að
nota hjálma. End-
urskinsmerki er ódýrt
öryggistæki.
Það skiptir miklu máli að börn
sjáist vel í umferðinni í svartasta
skammdeginu. Í myrkri sjást
gangandi vegfarendur illa þrátt
fyrir götulýsingu og ökuljós bif-
reiða. Endurskinsmerki eru af
ýmsu tagi. Ekki er nóg að hafa
eingöngu endurskinsmerki á
skólatöskunni. Gott er að hafa
endurskinsmerkin á ermum á úlp-
um eða neðarlega á buxna-
skálmum. Það er staðreynd að
ökumenn sjá barn með end-
urskinsmerki fimm sinnum fyrr en
barn sem ekki er með endurskins-
merki.
Höfum ávallt í huga að full-
orðnir eru fyrirmyndir barna.
Göngum ekki á móti rauðu ljósi,
notum öryggisbelti og endurskins-
merki.
Er barnið þitt
á leið í skóla?
Eftir Þóru Magneu
Magnúsdóttur
Þóra Magnea
Magnúsdóttir
» Víða geta aðstæður
verið þannig að það
getur verið hættulegt
fyrir barnið að ganga
eitt til skóla.
Höfundur er fræðslufulltrúi
hjá Umferðarstofu.
ÞAÐ LIGGUR í
augum uppi að Evr-
ópusambandið beitir
Ísland ofbeldi vegna
Icesave-skuldanna.
Það er augljóst að
Bretar og Hollend-
ingar og fram-
kvæmdastjórn ESB
nota fulltrúa sína í
AGS (Alþjóða gjald-
eyrissjóðnum) til þess
að neyða Íslendinga til þess að
greiða Icesave- reikningana eins og
þeir koma fyrir í samningi núver-
andi ríkisstjórnar við Hollendinga
og Breta. Ég er ekki talsmaður þess
að við greiðum ekki þær skuldir sem
okkur ber að greiða lögum sam-
kvæmt, en heldur ekki krónu meira
eins og samninganefnd ríkisstjórn-
arinnar hefur samið um. Mér sýnist
að ESB ætli að nota áhuga núver-
andi ríkisstjórnar á að gerast aðili að
ESB til þess að neyða okkur til að
greiða meira en okkur ber skylda til
ef okkur ber þá nokkur skylda til
þess. Loftur Altice Þorsteinsson
skrifar athyglisverða grein í Morg-
unblaðið 1. ágúst sl. Ég hvet alla
áhugamenn um ESB og Icesave,
hver sem skoðun þeirra kann að
vera, til að lesa þessa grein. En
hvers vegna beitir ESB okkur þess-
um þrýstingi? Að mínu mati er til-
gangurinn að gera Ísland gjaldþrota
þannig að ESB eigi auðveldara með
að innlima landið með öllum þess
kostum í þeim tilgangi
að auðvelda bandalag-
inu eða „Sambandinu“
eins og sumir kalla það
núna, samkeppnina við
Rússa og fleiri lönd um
þau miklu nátt-
uruauðæfi sem felast í
norðurslóðum þegar ís-
inn hverfur á brott og
auðveldara verður að
nýta auðlindir á því
svæði. En hversvegna
leggja Evrópukrat-
arnir á Íslandi (Sam-
fylkingin o.fl.) svo mikla áherslu á að
Ísland gerist aðili að þessu sam-
veldi? Hver er ástæðan? Því get ég
ekki svarað, en svör þeirra sjálfra
eru tómar blekkingar. Því er t.d.
haldið fram að lífskjör muni batna á
Íslandi. Að vextir muni lækka, að
vöruverð muni lækka og að atvinnu-
leysi muni hverfa! Því er einnig
haldið fram að íslenska krónan sé
ónýt.
Lífskjör í heiminum í dag eru
hvergi betri en á Íslandi þrátt fyrir
kreppuna. Vextir eru samkvæmt
kröfu AGS. Við getum sjálf lækkað
vöruverð með því að afnema tolla.
Við getum t.d. framleitt allt það
grænmeti, kjöt og fisk, sem við þurf-
um á að halda. Atvinnuleysi er
minna hér en í ESB og það á eftir að
versna í ESB en getur ekki annað en
batnað hér, ef við stjórnum því sjálf
en ekki AGS eða ESB. Ef við teljum
okkur þurfa að skipta um gjaldmiðil
er ekkert auðveldara en að taka upp
bandaríkjadali. Við getum gert það
strax á morgun þess vegna.Við höf-
um ekkert til ESB að sækja og þurf-
um ekki á viðskiptum við það að
halda. Við eigum að afþakka „að-
stoð“ AGS og senda fulltrúa þeirra
heim. Við eigum að afturkalla um-
sókn okkar um aðild að ESB og
segja okkur úr EES, það leikur jú
víst vafi á því hvort eð er hvort sú
aðild er ekki brot á stjórnarskránni.
Við skulum þess í stað snúa okkur að
Bandaríkjunum og Kanada, Rúss-
landi og Kína. Öll okkar viðskipti
geta verið við þessi lönd og önnur ut-
an Evrópu og við munum einskis
missa við þau umskipti sem því
fylgja. Þessi lönd eru einnig líklegri
en ESB löndin auk Póllands og
Norðurlöndin auk Færeyja til þess
að koma okkur til hjálpar í tíma-
bundnum erfiðleikum. Það er rík-
istjórninni til skammar hvernig hún
hefur haldið á málum Íslands gagn-
vart ESB og AGS. Það þarf að snúa
þessu dæmi við og vonandi losnum
við við þessa vanhæfu ríkisstjórn
sem fyrst.
Evrópa beitir okkur ofbeldi
Eftir Hermann
Þórðarson »Mér sýnist að ESB
ætli að nota áhuga
núverandi ríkistjórnar á
að gerast aðili að ESB
til að neyða okkur til að
greiða meira en okkur
ber skylda til.
Hermann Þórðarson
Höfundur er fyrrverandi
flugumferðarstjóri.
NÚ LIGGJA fyrir
hugmyndir um veru-
lega atvinnuuppbygg-
ingu á Reykjanesi, sem
skipta sköpum í við-
snúningi íslensks efna-
hagslífs. HS Orka hef-
ur í hyggju að afla
orku til þarfa sam-
félagsins. Til frekari
orkuvinnslu á Reykja-
nesi, hvort sem það er
fyrir almenna notkun, eða iðnaðar
á borð við álver, gagnahýsingu og
kísilvinnslu, þarf verulegt fjár-
magn; lánsfé og eigið fé.
Áætlanir um uppbyggingu á Suð-
urnesjum gera ráð fyrir fjárfest-
ingu HS Orku á næstu 6-7 árum
fyrir um 50 milljarða króna. Þar af
þurfa 15-20 milljarðar að koma til
félagsins sem eigið fé, nýtt hlutafé.
Hluthafar HS Orku verða þannig
að leggja félaginu til um 2,5-3 millj-
arða króna í nýtt hlutafé á ári
næstu 6 árin. Önnur fjármögnun
yrði í formi lánsfjár, sem gera má
ráð fyrir að komi frá erlendum
bönkum líkt og verið hefur í öllum
stærri orkuverkefnum Íslendinga
fram til þessa.
Við þær aðstæður sem ríkja á Ís-
landi var útilokað að HS Orka gæti
ráðist í áðurnefndar framkvæmdir,
þar sem fyrri eigendur félagsins,
sveitarfélög, OR og Geysir Green
Energy, gátu hvorki lagt fram það
fjármagn sem þörf var á, né veitt
ábyrgðir fyrir lánum. Að auki verð-
ur OR að selja hlut sinn vegna
ákvæða samkeppnislaga.
Erlent fjármagn nauðsynlegt
Undanfarna mánuði hefur verið
unnið að því að fá nýtt fjármagn
inn í HS Orku. Fjármagn er af
skornum skammti hér á landi og
því er nauðsynlegt að laða að er-
lenda fjárfesta. Nú hafa náðst
samningar um að alþjóðlegt jarð-
varmafyrirtæki, Magma Energy,
gerist virkur eignaraðili að HS
Orku á móti Geysi Green Energy
sem fer með meirihlutaeign. Við-
ræður standa yfir um
að Magma kaupi aðra
eignarhluti og ef það
gengur eftir mun
Geysir eiga 55% í HS
Orku á móti 43% hlut
Magma.
Mikilvægt er að
hafa í huga þá hags-
muni að orkufyr-
irtæki landsins hafi
getu til að sinna þörf-
um samfélagsins; að
halda áfram að fram-
leiða hér umhverf-
isvæna orku á samkeppnishæfu
verði og að viðhalda eða auka sam-
keppni á orkumarkaði. Samningar
um breytt eignarhald HS Orku
hafa verið undirbúnir af eigendum
99% hlutafjár í félaginu. Þeir miða
að því að tryggja HS Orku getu til
áframhaldandi uppbyggingar og að
afnema þau krosseignatengsl orku-
fyrirtækja sem samkeppnisyfirvöld
hafa lagt bann við.
Kaup Magma Energy á hlut í
HS Orku, á móti Geysi Green
Energy, marka tímamót. Þetta er
fyrsta stóra fjárfesting erlends að-
ila í íslensku atvinnulífi eftir hrun
bankanna. Erlend fjárfesting á
þessum tímum skapar mikla og
nauðsynlega tiltrú þar sem fjárfest-
irinn og bakhjarlar hans hafa áður
sýnt árangur í langtíma fjárfest-
ingum.
Þessi fjárfesting hefur jákvæð
áhrif á gengi íslensku krónunnar,
enda getur hún verið upp á tæpa
20 milljarða króna, skv. fyrirliggj-
andi samningum og samnings-
drögum. Umræddir samningar falla
ennfremur mjög vel að nýgerðu
stöðugleikasamkomulagi rík-
isstjórnar og aðila vinnumarkaðar-
ins og ýta verulega undir uppbygg-
ingu og atvinnusköpun.
Auðlindin verður í eigu
almennings
Nokkuð hefur borið hefur á
þeirri gagnrýni að nú sé verið að
afhenda auðlindir á Reykjanesi til
einkafyrirtækis sem væri að tals-
verðu leyti í eigu erlendra aðila.
Þetta er einfaldlega misskilningur.
Um leið og Geysir Green Energy
eignaðist meirihlutann í HS Orku
var frá því gengið að landareignir
og auðlindir HS Orku yrðu áfram í
eigu almennings, þ.e. Reykjanes-
bæjar og hugsanlega fleiri sveitar-
félaga síðar.
HS Orka leigir nýtingarréttinn á
auðlindinni til 65 ára og lofar á
móti að ráðast í tugmilljarða upp-
byggingu á svæðinu. Fyrir þessi af-
not greiðir félagið auðlindagjald til
Reykjanesbæjar í samræmi við
nýtingu og gæti það numið 50-75
milljónum króna á ári eða allt að 5
milljörðum króna á samningstíma
m.v. núverandi verðlag. Samkvæmt
gildandi lögum geta báðir samn-
ingsaðilar óskað eftir framlengingu
samningsins um 65 ár að hálfum
samningstíma liðnum. Það er því
ekki rétt sem fram hefur komið í
fjölmiðlum að samningur sem þessi
sé bindandi í 130 ár. Þessir samn-
ingar sem eru nýmæli á Suð-
urnesjum, tryggja sveitarfélög-
unum nýjar tekjur þar sem hluti
tekna orkuvinnslunnar rennur til
eigenda auðlindarinnar.
Breytt eignarhald á HS Orku og
aðkoma erlendra fjárfesta að félag-
inu tryggir að fjármagn fæst til
orku- og atvinnuuppbyggingar á
Suðurnesjum, án þess að binda fé
skattborgaranna eða leggja á þá
frekari fjárhagslegar byrðar.
HS Orka mun hér eftir sem
hingað til leggja áherslu á að afla
orku fyrir alla notendur á starfs-
svæði sínu, ekki síst í nágrenni
orkuvera, s.s. í Grindavík.
Nýtt fjármagn er forsenda
atvinnuuppbyggingar
Eftir Ásgeir
Margeirsson » Breytt eignarhald á
HS Orku og aðkoma
erlendra fjárfesta
tryggir fjármagn til at-
vinnuuppbyggingar á
Suðurnesjum án fjár-
hagslegra byrða á skatt-
borgara.
Ásgeir Margeirsson
Höfundur er stjórnarformaður
HS Orku.