Morgunblaðið - 21.08.2009, Page 23
Umræðan 23BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009
„EINN dapurlegasti
kaflinn í sögubókum
framtíðarinnar verður
vafalaust sá sem fjallar
um Icesave-málið svo-
kallaða og þá 700 millj-
arða króna skuld sem
ríkisstjórnin hefur nú
nánast tryggt að lendi
að miklu leyti á ís-
lensku þjóðinni. …
Sagan hefst á því að
vegna Evróputilskipunar var Íslandi
gert að koma á fót innlánatrygg-
ingakerfi og stofna sérstakan sjóð í
því skyni, sem meðal annars yrði
notaður til að greiða þeim til baka
sem eiga sparnaðarreikninga í ís-
lenskum banka ef hann skyldi fara í
þrot. … Margt er enn óljóst eða
óupplýst hvað varðar fundi, bréf og
samtöl íslenskra ráðherra og emb-
ættismanna sem kann að hafa haft
áhrif á að Bretar beittu hryðjuverka-
lögum á íslenska banka. Eins og lög-
fræðingar hafa bent á var hlutverk
innlánatryggingakerfa samkvæmt
reglum ESB/EES- svæðisins aldrei
að takast á við allsherjar bankahrun,
heldur aðeins fall einstakra banka.
Sama sjónarmið kemur fram í
skýrslum og yfirlýsingum frá Seðla-
baka Evrópu og framkvæmdastjórn
ESB.
Veigamikil rök hnigu því strax frá
upphafi að því að íslenska ríkið bæri
ekki ábyrgð á skuldum vegna Ice-
save-reikninganna umfram þá upp-
hæð sem var til staðar í Trygginga-
sjóði innistæðueigenda. … Með því
að falla fyrst frá því að fá úr því skor-
ið hver raunveruleg ábyrgð Íslands
er og nú síðast með því að heykjast á
því að annaðhvort ríkið eða Lands-
bankinn, eða báðir aðilar, höfði mál
vegna ákvörðunar breska fjár-
málaráðuneytisins að beita hryðju-
verkalögum á Íslendinga hefur rík-
isstjórnin í reynd afsalað Íslend-
ingum öllum lagalegum og réttar-
farslegum möguleikum í málinu. …
Þó má segja að enn sé örlítil vonar-
glæta eftir í málinu því enn á Trygg-
ingasjóður innstæðueigenda eftir að
taka við skuldunum og trygging-
arupphæðirnar eru því formlega séð
enn á ábyrgð viðkomandi ríkja. Eins
og undirritaður lýsti yfir við at-
kvæðagreiðslu um mál-
ið í þinginu 5. desem-
ber síðastliðinn(2008)
lítur þingflokkur
Vinstri grænna á
samninginn sem riftan-
legan eða ógildanlegan
nauðungarsamning.
Undir þetta sjónarmið
hafa nú tekið þeir Stef-
án Már Stefánsson
lagaprófessor og Lárus
L. Blöndal hæstarétt-
arlögmaður með þeim
rökum að samning-
urinn sé til kominn vegna þvingana
frá ESB, sem hafi sett það sem skil-
yrði fyrir lántöku hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. … Enn
er hægt að afstýra stórslysi fyrir ís-
lenska þjóð. Taki tryggingasjóð-
urinn hins vegar við skuldunum er
ljóst að þá verður ekki aftur snúið:
Þá hefur þjóðin endanlega verið
skuldsett á grundvelli pólitískra
þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin
hafði ekki dug í sér til að standa
gegn …“
Þessi texti er ekki eftir mig né er
þetta úr grein minni um Icesave-
saminginn í þessu blaði sl. föstudag,
14. þ.m.
Höfundurinn er ráðherrann, sem
kaus að senda mér tóninn úr kór
Hóladómkirkju sl. sunnudag, 16.
þ.m., fyrir að halda fram sömu sjón-
armiðum og hann gerði sjálfur svo
skelegglega snemma á þessu ári.
Þegar Steingrímur J. Sigfússon
skrifaði þetta í janúar 2009 voru
hann og nánustu félagar hans að
leggja á ráðin um myndun núverandi
ríkisstjórnar og söguleg svik Sam-
fylkingarinnar við samstjórnarflokk
sinn þá, Sjálfstæðisflokkinn.
Aðgöngumiðarnir að því stjórnar-
samstarfi voru tveir, báðir á kostnað
þjóðarinnar. Annars vegar umsókn
um ESB-aðild og hins vegar já og
amen við öllum kröfum ESB, Breta
og Hollendinga í Icesave-málinu,
enda myndi auðmýkt þar bæta stöð-
una í aðildarviðræðum. Hvort
tveggja þessara skilyrða hefur nú
Steingrímur samviskusamlega efnt.
Þegar ég leyfi mér að benda á
sömu rök fyrir málstað Íslendinga
og Steingrímur gerði í blaðagrein í
janúar 2009 fer Jón Baldvin Hanni-
balsson af hjörunum í Morgun-
blaðinu miðvikudaginn 19. þ.m.
Í janúar var ég í meginatriðum
sammála Steingrími og er það enn
að frádregnum pólitískum upphróp-
unum hans, sem ég hirði ekki um að
endurbirta. Steingrímur taldi þá, að
ekki væri ríkisábyrgð á trygginga-
sjóðnum og því enn síður á Lands-
bankanum. Þá vildi Steingrímur að
Íslendingar færu dómstólaleiðina til
þess að fá skorið úr um skyldur sínar
í málinu og hann taldi væntanlegan
samning „riftanlegan eða ógild-
anlegan nauðungarsamning“. Nú er
Steingrímur leiðtogi „fyrstu hreinu
vinstristjórnarinnar“ og þá er hans
fyrsta verk að gera allt í Icesave-
málinu þveröfugt við það sem hann
sagði í janúar. Og ekkert skaðabóta-
mál hefur verið höfðað gegn Bretum.
Hver skuldar hverjum skýringar?
Ég er ekki reiðubúinn til þess að
fallast á að Íslendingar gangist í
ábyrgð fyrir hundruðum milljarða,
án þess að tilraun sé gerð til þess að
fá skorið úr réttarágreiningi um
skylduna. Rétt er að minna á að nær
allir sem taka til máls um greiðslu-
skylduna, fræðimenn innlendir sem
erlendir, draga hana í efa og helstu
blöð Bretlands taka nú undir þau
sjónarmið.
Hvað er það sem raunverulega
knýr stjórnvöld til þess að ganga
þessa óheillagöngu? Fullyrðingar
Jóns B. Hannibalssonar um aðra
þætti Icesave-málsins leiði ég hjá
mér.
Ég vona að öll gögn málsins komi
fram, ekki síst að leynd verði létt af
öllum gögnum í Bretlandi um sam-
skiptin við Ísland árið 2008 og þau
verði ófölsuð. Að lokum ítreka ég að
mér vitanlega var ávallt fylgt réttum
lögum varðandi margnefnda inn-
lánsreikninga.
Hvað sagði Steingrímur
og hvað gerði hann?
Eftir Kjartan
Gunnarsson »Höfundurinn er ráð-
herrann, sem kaus
að senda mér tóninn úr
kór Hóladómkirkju 16.
þ.m., fyrir að halda fram
sömu sjónarmiðum og
hann gerði sjálfur svo
skelegglega snemma á
þessu ári.
Kjartan Gunnarsson
Höfundur er lögfræðingur.
NÚ ER mikilvæg
tímasetning til að
semja við erlent fag-
fyrirtæki til að meta
ávinning Breta, stór-
felldan skaða okkar, og
skaða Breta sjálfra
vegna beitingu breskra
hryðjuverkalaga á ís-
lensku þjóðina
og hve beiting
hryðjuverkalaganna
olli í raun miklu tjóni á eignasafni
Landsbankans sem aftur gerði Ice-
save tjónið miklu stærra en ella.
Sérhæft greiningarfyrirtæki frá
USA getur metið allt beint og óbeint
tjón sem beiting breskra hryðju-
verkalaga kann að hafa valdið.
Þetta þarf að meta
Ávinning Breta af beitingu
hryðjulaganna – hver var hann – var
hann einhver?
Skaða á eignasafni Landsbankans
í Bretlandi sem deilist þá sem skaði
fyrir Ísland og Bretland.
Skaða sem hryðjuverkalögin ollu
á öðrum eignum Landsbankans.
Skaða á eignum annarra íslenskra
banka erlendis og hér-
lendis.
Annan skaða hér-
lendis.
Tjón þjóðarinnar af
því að gjaldeyr-
isviðskipti voru nánast
„fryst“ til og frá land-
inu, eftir hefðbundnum
leiðum, mánuðum sam-
an.
Meta hvað gengi ís-
lensku krónunnar hafi
lækkað mikið til við-
bótar því sem orðið var
(varanlega) – sérstakt mat sem beit-
ing hryðjuverkalaganna hafði á ís-
lensku krónuna.
Meta hve mikið lífskjör almenn-
ings á Íslandi hafa versnað vegna
beitingar hryðjuverkalaganna.
Meta annað afleitt tjón af beitingu
hryðjuverkalaganna á Ísland og Ís-
lendinga.
Þetta verðum við nú að fá metið,
sundurliðað, og heildarmat.
Ef íslensk stjórnvöld drífa ekki í
að semja við erlent greiningarfyr-
irtæki, t.d. virt fagfyrirtæki frá
USA, um að láta framkvæma slíkt
hlutlaust mat fagaðila á öllu þessu
tjóni þá er spurning hvort In-
Defence hópurinn getur ekki komið
slíkum samningum í kring og safnað
verði fyrir kostnaðinum við það mat
hérlendis og erlendis.
Ábyrgðin
Ég þarf varla að spyrja að því
hvort það sé ákvæði í almennum
hegningarlögum í löggjöf hérlendis
eða í Bretlandi um hver er ábyrgð
þess aðila sem vísvitandi eða af stór-
felldu gáleysi veldur stórfelldum
spjöllum á eignum annarra – eða
hvort viðkomandi aðlar séu ekki
100% ábyrgir fyrir þeim skaða sem
þeir kunna að hafa valdið öðrum með
aðgerðum sem hafa valdið stórfelldri
eignarýrnun og hérlendis og hjá
Bretum sjálfum.
Sérhæft matsfyrirtæki frá USA
meti tjón hryðjuverkalaganna
Eftir Kristin
Pétursson » Sérhæft greining-
arfyrirtæki getur
metið allt beint og
óbeint tjón sem beiting
breskra hryðjuverka-
laga kann að hafa
valdið.
Kristinn Pétursson
Höfundur er fyrrverandi
fiskverkandi.
KÆRA ríkisstjórn.
Í dag er ég reið. Ég á erfitt með að
átta mig á því hvað fer fram í hug-
arskotum ykkar
sem stjórna land-
inu. Okkur
menntafólki er
bókstaflega bolað
úr landi. Menn
tala um spekileka
sem mun vænt-
anlega hafa var-
anleg áhrif á land-
ið. Í dag á ríkið
enga peninga,
bókstaflega enga peninga, eini auð-
urinn sem að við Íslendingar búum
að er mannauðurinn. Við höfum
nefnilega gríðarlegt úrval af vel
menntuðu og kláru fólki. Hins vegar
er svo vegið að þessu fólki í dag að
það sér sér ekki fært að búa hérna,
hag þess er betur borgið í útlöndum
þar sem borguð eru mannsæmandi
laun og tækifærin eru til staðar. Það
er ekki nóg með að landið sé blóð-
mjólkað fjárhagslega heldur er
mannauðurinn hægt og bítandi að
fjara út líka. Verður það svo að eftir
10 ár verður Ísland ekki lengur ham-
ingjusamasta og best menntaða þjóð
í heimi? Verður Ísland meðal þeirra
verst settu?
Nú tala erlendir jafnt og innlendir
spekingar um það að mannauðurinn
og menntastig þjóðarinnar sé einmitt
lausn fjárhagskreppunnar. En kæra
ríkisstjórn, hvað gerið þið í því? Þið
hækkið á okkur skatta, hækkið at-
vinnuleysisbætur svo að fólk sér sér
betur borgið á bótum en að vinna lág-
launastörf. Þið, kæra ríkisstjórn, er-
uð að ýta undir misnotkun á kerfinu,
misnotkun á mínum skattpeningum!
Sjálf er ég háskólamenntuð og rík-
isstarfsmaður, ekki glæsileg kjör þar
frekar en fyrri daginn. Aðhald í rík-
isrekstri er staðreynd og hvar er þá
byrjað? Losna við lausráðna rík-
isstarfsmenn og hvetja starfsmenn
sem eru að komast á aldur til að fara
á eftirlaun. Fækka stöðugildum á
þeim sviðum þar sem álagið er mest,
færa til verkefni, auka vinnuálag. Og
hvert fara svo þeir starfsmenn sem
að missa vinnuna? Jú á atvinnuleys-
isbætur eða eftirlaun, allt borgað úr
sama kassanum. Aðrir fara jú úr
landi, það er sparnaður! Er spekileki
kannski ríkissparnaður?
Hvernig væri að spara á öðrum
sviðum? Þurfa hinar ýmsu stofnanir
og starfsmenn bíl á vegum ríkisins?
Hvað með allar þessar ráðstefnur er-
lendis og dagpeninga? Þarf alla
þessa yfirstjórnendur?
Kæra ríkisstjórn, ég hef ákveðið
að spara ykkur pening og flytja úr
landi sem fyrst. Nýta menntun mína
þar sem að hún er metin að verð-
leikum, þar sem ég fæ mannsæmandi
laun.
Til hamingju með spekilekann!
VERA KNÚTSDÓTTIR,
B.A. í stjórnmálafræði.
Opið bréf til
ríkisstjórnarinnar
Frá Veru Knútsdóttur
Vera Knútsdóttir
FRÁBÆR frammistaða ríkis-
stjórnar undir stjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra og
formanns Samfylkingar er að koma í
ljós, er það ekki? Er það í anda jafn-
aðarmanna að kreista sem mest og
fyrst út úr eldri borgurum allt sem
mögulegt er? Ríkisstjórnin sendi
okkur kveðjuna um mánaðamót júní/
júli gegnum Tryggingastofnun rík-
isins. Þeir sem höfðu t.d. lágmarks-
greiðslur frá TR fengu skerðingar
upp á nokkra tugi prósenta.
Atvinnumöguleikar skertir eða
sama sem, það erum við eldri borg-
arar sem erum aðalhjól þeirra er
greiða skulu skuldir Íslands, eða það
virðist vera þannig. Hvað mundu t.d.
kennarar, heilbrigðisstéttir, já sjálf-
ir þingmenn og ráðherrar og allt
stjórnarliðið segja ef skerðingar upp
á 27% kæmu bara sísvona á laun
þeirra? Það er sú upphæð er und-
irritaður upplifði í skerðingu frá
háttvirtri ríkisstjórn.
Fólk sem búið er að þræla í gegn-
um lífið og greiða alla skatta af laun-
um sínum gegnum tíðina er svo
hundelt er það kemur á efri ár, og þá
helst af vinstristjórn, sem menn
ættu að halda að hugsaði frekar um
hag eldri borgara. Á sama tíma eru
þó nokkrir, er gáfu upp takmark-
aðan hluta launa, látnir njóta allra
hlunninda sem TR veitir. Mér segir
svo hugur að haustið verði mjög
heitt, þ.e.a.s. að baráttan geti orðið
hörð hjá eldri borgurum til að halda
sínum réttindum. Við munum ekki
endalaust láta vaða yfir okkur, það
kemur að því að upp úr sýður með
sama áframhaldi.
Ekki eigum við þátt í efnahags-
hruninu hér á landi, en það virðist
sjálfsagt að leita fyrst á garðinn þar
sem hann er einfaldastur og lægst-
ur. Meðan lítið sem ekkert gengur
að fanga þá, er sannarlega stóðu fyr-
ir bankahruninu síðastliðið haust, er
þetta hið nýja Ísland.
JÓN KR. ÓSKARSSON,
formaður Félags eldri borgara
Hafnarfirði.
Er þetta í anda
jafnaðarmanna?
Frá Jóni Kr. Óskarssyni
GAMALT máltæki segir um
heimska menn: „Þeir reiða ekki
vitið í þverpokum.“
Einhvern veginn finnst manni
þetta eiga við þegar menn halda
að íslenska þjóðin búi ekki yfir
almennri skynsemi. Þegar
Hreiðar Már heldur að íslenska
þjóðin fái í hnén og trúi vitleys-
unni í honum bara við það að
sjá hann á skjánum í Kastljós-
inu, þá skjátlast Hreiðari.
Stór hluti þjóðarinnar mun í
framtíðinni finna fyrir því við
hver mánaðamót að lífsgæði
hafa rýrnað af völdum Hreiðars
Más og annarra stjórnenda KB-
banka. Þetta mun koma fram
meðal annars í skertum lífeyr-
isgreiðslum. Maður sem skilur
ekki alvöru þess að hafa rýrt fé
lífeyrissjóðanna um tugi eða
hundruð milljarða með störfum
sínum sem forstjóri banka reið-
ir ekki vit í þverpokum skv.
gamla máltakinu. Fyrst þjóðin
fær ekki afsökunarbeiðni frá
Hreiðari Má má hún kannski
eiga von á teppum eins og um
árið þegar Kaupþing reyndi að
blíðka landann!
Þorsteinn Ingason
Hreiðar Már reiðir
ekki vitið í þverpokum
Höfundur er fyrrverandi útgerð-
armaður og fiskverkandi.