Morgunblaðið - 21.08.2009, Side 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009
✝ Guðbjartur ÞórirOddsson fæddist á
Flateyri við Önund-
arfjörð 20. mars 1925.
Hann lést á heilbrigð-
isstofnuninni á
Hvammstanga 12.
ágúst sl. Foreldrar
hans voru Vilhelmína
Jónsdóttir, f. í Tungu
í Arnarfirði. 28.5.
1902, d. 5.7. 1979 og
Oddur Valgeir Gísli
Guðmundsson, f. í
Stapadal í Tálkna-
firði 9.1. 1902, d. 7.3.
1964. Systkini: Tómas Högni, f.
1924, Jón Hafsteinn, f. 1926, d.
2007, Áróra Bryndís, f. 1927, Guð-
mundur Ármann, f. 1929, Sig-
urbjörg, f. 1930, Guðrún Sigþrúður,
f. 1931, Guðmunda Matthildur, f.
1933, Ingunn, f. 1935, Benjamín
Gunnar, f. 1936, d. 1995 og Friðrik
Svanur, f. 1937.
Guðbjartur kvæntist árið 1948
Kristínu Ólafsdóttur matráðskonu,
og bjuggu þau fyrstu árin í Bolung-
arvík, en fluttust síðan til Reykja-
víkur. Guðbjartur og Kristín skildu
1975. Börn þeirra: 1) Vilhelm Val-
geir, f. 1948, m. Guðrún Ragnarsd.
Synir a) Oddur Þór, m. Anett
Blischke, b) Vilhelm, m. Sólveig
Hulda Benjamínsd. og c) Fannar. 2)
Ólöf María, f. 1950, m. Jónas Pétur
Sigurðsson. Dætur a) Kristín, m.
Guðmundur Sigurðsson, og b) Mar-
grét, m. Karl Grétar Karlsson. 3)
Svanur, f. 1951, m. Ólöf Magnúsd.
Dætur a) Katrín Edda, m. Björn, f.
Björnsson, b) Sunna Rós, m. Axel
Helgason., c) Birta Ósk, m. Sigfinn-
ur Gunnarsson., og d) Bylgja Rún,
m. Andri Örn Arnarson. 4) Þröstur,
f. 1952, m. Patiwat Dipien. 5) Þrí-
burar, f. 19.9. 1953, létust sama
dag. 6) Guðrún, f. 1955, m. Bjarni
Albertsson. Börn Guðbjartur Atli,
m. Anna Grabowska, Guðjón Páll,
Auður Erla, og Krist-
inn Snær. 7) Unnur, f.
1956, m. Garðar
Benediktsson. Börn:
a) Hálfdán Ólafur, m.
Arndís Pétursdóttir,
b) Benedikt Ágúst, c)
Branddís Jóna, m.
Þorvaldur Ó. Karls-
son, og d) Guðlaug
Björg, m. Jónatan I.
Jónsson. 8) Kristín
Þóra, f. 1960, m. Sig-
urður S. Jónsson.
Sonur Stefán Þór. 9)
Birna, f. 1962, m.
Sölvi Rúnar Sólbergsson. Synir a)
Snævar Sölvi, b) Tómas Rúnar, m.
Rebekka Líf Karlsd., og c) Bergþór
Örn. Dóttir Guðbjartar og Önnu
Ágústsdóttur er Bára, f. 1962, m.
Jón Haukdal Kristjánsson. Synir
Kristján Haukdal, og Frímann
Haukdal. Dóttir Guðbjartar og
Oddnýjar Sigurðardóttur er Sif
Ásthildur, f. 1972. Börn Andreas
Máni og Anna Marín. Stjúpsonur
Guðbjartar er Örn Guðjónsson, f.
1945 m. Sigurósk Garðarsd. Börn
Guðjón Páll, Garðar Smári m. Nína
Björg Sveinsd., og Leo Jarl, m.
Sveiney Bjarnad. Langafabörnin
eru 28.
Á 19. aldursári fluttist Guð-
bjartur til Keflavíkur og stundaði
þar sjómennsku þar til hann hóf
nám í málaraiðn hjá Magnúsi Sæ-
mundssyni í Reykjavík 1946. Eftir
það vann hann allan sinn starfs-
aldur sem málari víða um land,
þótti hann góður fagmaður og var
annálaður fyrir snyrtimennsku.
Guðbjartur var mjög listfengur og
eru til eftir hann mörg málverk og
skreytingar. Guðbjartur dvaldist
síðustu ellefu ár ævinnar á Heil-
brigðisstofnunni á Hvammstanga.
Útför Guðbjartar fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 21.
ágúst, og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku pabbi. Það er ávallt sárt að
kveðja en þetta er víst lífsins gangur.
Þó að þú hafir verið veikur síðustu ár
með þennan ósanngjarna sjúkdóm þá
varst þú ávallt ofarlega í huga mér.
Margar góðar minningar lifa. Þú
varst góðmennskan uppmáluð og
ávalt kátur og glaður. Við áttum
margar góðar stundir saman. Það er
gaman að því að margar af mínum
eftirminnilegustu minningum úr
barnæsku tengjast mat á einn eða
annan hátt, enda varstu mikill sæl-
keri. Að vakna upp á köldum og
dimmum vetrarmorgnum við ilminn
af heitu Melroses-tei með sítrónu og
ristuðu brauði með osti og appelsín-
umarmelaði eða ilminum af sunnu-
dagssteikinni vekur hjá mér bros en
einnig tár á vanga. Við fórum í marga
bíltúrana saman þar sem keyrt var
um höfuðborgarsvæðið í leit að ein-
hverju gómsætu að narta í. Gamli
Hressingarskálinn og bleikur mjólk-
urhristingur í glasi, Kentucky kjúk-
lingabitar úti í hrauni, eða litla sjopp-
an á Granda og kók í gleri og prinsinn
eins og þú kallaðir svo gjarna voru
góðir vinir okkar í gamla daga. Einn
besti tíminn minn með þér var þegar
ég fékk að vinna með þér í málning-
arvinnunni. Sumrin þegar ég var 14
og 15 ára. Heppnari gat ég ekki verið,
bæði að fá að eyða tíma með þér en
einnig að læra af málarameistaran-
um sjálfum. Þú varst vel þekktur um
borg og bæ fyrir einstök vinnubrögð
og prúðmennsku í starfi. Þessi sumur
reyndust mér afar dýrmætt vega-
nesti út í lífið. Af þér lærði ég svo
margt og upplifði. Ein mesta upplif-
unin var þegar þú varst fenginn til að
flikka upp á gömlu kirkjuna á Stað í
Hrútafirði. Ég var þá 15 ára og ný-
komin með rútunni úr Reykjavík til
að vinna með þér það sumar. Ég man
enn þá ótrúlegu tilfinningu sem ég
fékk þegar ég gekk inn í kirkjuna.
Upplifunin var töfrum líkust. Og
þetta sumar gerðum við kirkjuna fal-
legri, máluðum veggi, lökkuðum
glugga og kirkjubekki og fylltum
loftið af glitrandi stjörnum og falleg-
um skýjum. Vegna vinnu þinnar
varstu mikið að heiman. En það var
alltaf jafn ljúft að fá þig heim. Ég
man hvað það var gaman að heyra
marrið í mölinni á innkeyrslunni á
Þinghólsbrautinni þegar þú keyrðir í
hlað. Þá tók hjartað mitt kipp af ein-
skærri gleði, pabbi var kominn. En
dagarnir og æskuárin liðu hratt og
áður en ég vissi af varstu horfinn á
braut.
Elsku pabbi, þú hefur nú fengið
hvíldina þína. Ég veit að þú ert í góð-
um höndum og þér líður vel. Ég efast
um að þú sitjir auðum höndum í ríki
Guðs. Þú ert eflaust kominn í hvítu
málningarsmekkbuxurnar þínar og
ert nú þegar byrjaður að mála feg-
urstu stjörnur himinhvolfsins. Pabbi
minn, takk fyrir þann dýrmæta tíma
sem ég fékk að hafa þig. Hann mun
varðveitast í hjarta mínu og huga alla
mína daga. Guð geymi þig og varð-
veiti.
Þín dóttir
Sif.
Hugur minn reikar um liðnar
stundir þegar ég minnist stjúppabba
míns, hans Bjarts, en ég kallaði hann
alltaf Bjart.
Ég var þriggja ára þegar þú og
mamma tóku sama og þú tókst mér
strax eins og ég væri þinn sonur. Þú
varst elskulegur og góður við mína
drengi eins og þín eigin barnabörn
enda kölluðu þeir þig afa.
Bjartur var mjög vandvirkur og
góður málari, listrænn með afbrigð-
um og málaði margar fallegar mynd-
ir. Bjartur var mikill húmoristi, alltaf
í góðu skapi, sagði skemmtilegar sög-
ur og færði þær í léttan búning.
Minningar mínar um þig, Bjartur
minn, hrúgast upp í huga mínum. Af
mörgu er að taka en í fáum orðum get
ég ekki talið það allt upp en geymi í
huga mínum. Ég var aðeins 6 ára
þegar ég fékk að mála fyrst með þér.
Þá kom ég til þín þar sem þú varst að
vinna og spurði hvort ég mætti ekki
mála. „Langar þig til þess Öddi
minn“ sagðir þú og lést mig fá spýtu,
pensil og málningu í dós og sagðir
mér að mála spýtuna. Fórst svo að
huga að þínum verkum og þegar þú
Guðbjartur Þórir
Oddsson ✝ Ragnheiður Egils-dóttir læknaritari
fæddist í Reykjavík
20. júlí 1946. Hún lést
á heimli sínu 12. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Egill Gestsson trygg-
ingamiðlari, f. í
Reykjavík 6.4. 1916,
d. 1.11. 1987, og Arn-
leif Steinunn Hösk-
uldsdóttir húsmóðir,
frá Djúpavogi, f. 5.2.
1915, d. 7. 12. 1986.
Systkini Ragnheiðar
eru: Örn, f. 15.11. 1937, Höskuldur,
f. 18.1. 1943, d. 26.3. 1999 og Mar-
grét Þórdís, f. 1.10. 1955, d. 19.6.
2005.
Hinn 30. nóvember 1963 giftist
Ragnheiður Lárusi Svanssyni skó-
smið, f. 18.11. 1942. Foreldrar hans
eru Svanur Lárusson, f. 28.5. 1913,
d. 3.10. 1995, og Gunnþórunn I. R.
Stefánsdóttir, f. 11.3. 1915, d. 23.5.
1961. Systkini Lárusar eru Sonja og
Halldór. Ragnheiður og Lárus eign-
uðust þrjá syni og þeir eru: 1) Egill
framkvæmdastjóri, f. 9.6. 1964, í
sambúð með Rúnu Pétursdóttur
nuddara, f. 23.7. 1965, þau eiga þrjú
börn, Jökul Alexander, f. 17.3.
1989, Ragnheiði Þóru, f. 7.11. 1991,
og Heklu, f. 22.2. 1993. 2) Hösk-
uldur Örn margmiðlunarfræðingur
og tónlistarmaður, f. 30.11. 1969,
sonur hans er Sævar Leon, f. 21.11.
1996. 3) Svanur Sævar húsvörður, f.
24.7. 1972, kvæntur
Ragnhildi Erlu Hjart-
ardóttur, f. 6.11.
1973, dóttir þeirra
Margrét Rós, f. 11.7.
1998.
Ragnheiður ólst
upp í Reykjavík og
lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskól-
anum við Lindargötu.
Árið 1971 fluttust
Ragnheiður og Lárus
á Rangárvelli og
seinna hóf Ragnheið-
ur störf við mötu-
neyti Hagvirkis ásamt því að vera
trúnaðarmaður starfsmanna í
Hrauneyjafossvirkjun, við Sult-
artanga og Kvíslaveitu 1979-86, en
það ár fluttust þau aftur til Reykja-
víkur þar sem Ragnheiður starfaði
sem læknaritari við Krabbameins-
deild Landspítalans 1986-94 en
flutti þá til Breiðdalsvíkur. Þar var
hún forstöðumaður dagvistar aldr-
aðra í tæpt ár en tók við starfi
læknaritara við Heilsugæslustöð
Breiðdalsvíkur. Einnig tók hún við
starfi verslunarstjóra Kaupfélags
Stöðfirðinga á Breiðdalsvík ásamt
því að sinna formennsku Lions-
klúbbsins Svans á Breiðdalsvík um
skeið. Árið 2005 fluttust Ragnheið-
ur og Lárus aftur til Hellu á
Rangárvöllum.
Útför Ragnheiðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 21. ágúst, kl.
15.
Þá hefur hún Raggey mín kvatt
þennan heim. Hún var ein fjögurra
barna þeirra elskulegu sæmdarhjóna
Arnleifar Höskuldsdóttur og Egils
Gestssonar en allt frá því að við hjón-
in kynntumst þeim voru þau miklir
vinir okkar.
Raggey er sú þriðja þeirra systkina
sem fellur frá en öll hafa þau fallið frá
langt um aldur fram.
Hún hefur verið hluti af minni fjöl-
skyldu í hartnær 50 ár eða frá því að
hún giftist Lárusi bróður mínum.
Okkar samband hefur einkennst af
hlýju og vinskap sem aldrei hefur
borið skugga á og í dag minnist ég
allra samverustunda okkar bæði í
gleði og sorg.
Ég minnist ferða í Bolholt og á
Hvolsvöll þegar börnin okkar voru
ung og Raggey mína munaði ekki um
að bæta við sig börnum í pössun ef á
þurfti að halda.
Ég minnist afmæla, ferminga,
brúðkaupa, útskrifta á báða bóga en
þar var Raggey oftar en ekki hrókur
alls fagnaðar.
Ég minnist heimsókna til þeirra
Lárusar bæði á Breiðdalsvík þar sem
þau voru í tíu ár og á Hellu þar sem
þau bjuggu síðustu árin.
Það var alltaf gaman að hitta hana
mágkonu mína því hún hafði mjög
skemmtilegan húmor, sagði t.d. alltaf
„hvað segirðu gamla mín“ þó ég væri
aðeins sex árum eldri en hún. En und-
ir skelinni var hún viðkvæmi „krabb-
inn“ sem hún sýndi þegar eitthvað
bjátaði á hjá ættingjum og vinum.
Ég vil þakka Raggey minni fyrir að
taka pabba eins vel og hún gerði er
hún tók hann inn á heimili sitt á fyrstu
búskaparárum þeirra Lárusar. Það
var þó ekki alltaf létt því það komu
tímabil í lífi hans sem ekki var alltaf
létt að þola. Ég ætla rétt að vona að
þegar minn tími kemur þá standi
Raggey hinum megin og kasti á mig
gamalkunnu hlýlegu kveðjunni.
„Hvað segirðu gamla mín“.
Að kistu þinni kom ég hljóð
og kyssti vanga þinn.
Þú varst mér ávallt undur góð
það yljar huga minn.
Farðu vel til hærri heima
heilar þakkir vina kær.
Minning þína munum geyma
meðan hjarta í brjósti slær.
(Höf. ókunnur.)
Elsku Lárus bróðir, við Þórir og
fjölskylda okkar vottum þér, börnum
þínum og fjölskyldum þeirra samúð
okkar.
Sonja E. Svansdóttir.
Hún nabba mín hefur kvatt okkur,
stríðinu er lokið. Baráttan stóð ekki
lengi enda á brattann að sækja. Hún
mætti sínum örlögum af hugrekki og
hefur eflaust undir lokin hlakkað til
að hitta móttökunefndina sem beið
hennar. Og þvílík móttökunefnd, for-
eldrar hennar og bæði systkini sem
létust öll fyrir aldur fram rétt eins og
hún nabba mín. Hennar verður sárt
saknað af minni fjölskyldu.
Ég man ekki eftir öðru en að Ragn-
heiður hafi verið stór hluti af okkar
fjölskyldulífi. Þessi föðursystir mín
sem eignaði sér mig að miklu leyti
eingöngu fyrir nafnið, að ég held. Á
hverjum afmælisdegi þegar ég var
barn sendi hún skeyti og þegar ég
varð 16 ára gerði hún enn betur og
sendi mér 16 rauðar rósir. Hún sýndi
sína væntumþykju bæði í orði og
verki.
Þau voru ákaflega náin systkin,
pabbi og hún, enda bara þrjú ár á milli
þeirra. Þegar hún bjó á Hellu hér áð-
ur fyrr og seinna í Reykjavík, komu
hún og Lalli oft í heimsókn heim á
Gljúfraborg. Þá spurði hún mann
frétta, skoðaði einkunnaspjöldin og
ekki vantaði að hún sýndi stoltið. Það
var ekki amalegt að eiga frænku sem
hafði svona mikinn áhuga á manni.
Þegar ég var orðinn unglingur fluttu
þau Lalli austur á Breiðdalsvík, í
mína gömlu heimabyggð og þá kynnt-
umst við miklu betur. Og þá kom í ljós
að við áttum fleira sameiginlegt en
nafnið. Við gátum spjallað um allt,
hún reyndist mér góður vinur í erf-
iðleikum og flækjustigi unglingsár-
anna og ég átti hana ávallt vísa. Ég
gat líka, eins og aðrir, treyst því að
hún segði hlutina eins og hún sá þá.
Ef maður þurfti að fá hreinskilið álit,
þá talaði maður við nöbbu.
Það var svo gaman að tala við hana
um ömmu og afa, sem dóu þegar ég
var barn og ég á því fáar minningar
um þau. Hún sagði mér margar sögur
af þeim og æskuárum þeirra systkina
og eru þessar sögur mér ákaflega
verðmætar. Nafna var mikill karakt-
er, vinamörg, hafði notalega og hlýja
nærveru, frábæran húmor og ein-
staklega smitandi hlátur, rétt eins og
pabbi hennar, Egill afi.
Við héldum alltaf sambandi sím-
leiðis og hittumst reglulega. Og sím-
tölin voru ófá og þegar Guðjón sá
hver var að hringja vissi hann að ég
yrði ekki til viðtals við aðra næstu tvo
tímana eða svo. Eftir að strákarnir
mínir fæddust fylgdist hún vel með
þeim og alltaf var sama viðkvæðið
þegar maður var að segja henni ein-
hverjar sögur af þeim, „elsku litlu
karlarnir“. Það er synd að þeir fái
ekki að kynnast frænku sinni betur.
Ég verð því dugleg að segja þeim frá
henni þegar þeir eldast. Þegar ég
sagði þeim að nú væri Ragnheiður
frænka dáin, spurði Egill Helgi hvort
hún væri þá hjá guði og þegar ég
svaraði því játandi sagði Stefán Bogi
„þá er hún hjá afa Hössa“ og það eru
orð að sönnu.
Síðustu mánuðir, eftir að heilsunni
fór að hraka eru búnir að vera erfiðir
og sérstaklega síðustu vikur. Ragn-
heiður átti því láni að fagna að eiga
einstakan eiginmann og fjölskyldu
sem studdu hana í veikindunum og
það ber að þakka. Þeim öllum sendi
ég hlýjar samúðarkveðjur. Einnig vil
ég senda Erni, eftirlifandi bróður
Ragnheiðar, hlýjar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku nafna mín.
Ragnheiður Arna
Höskuldsdóttir.
Ragnheiður Egilsdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓREY ERNA SIGVALDADÓTTIR,
Reiðvaði 1,
Reykjavík,
andaðist að morgni miðvikudagsins 19. ágúst.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Ægir Jónsson,
Sigvaldi Ægisson, Elísabet Reinhardsdóttir,
Jón Ægisson, Svanborg Þ. Einarsdóttir,
Hrönn Ægisdóttir, Guðmann Reynir Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
HAFDÍS SIGDÓRSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn
16. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 26. ágúst kl. 13.00.
Jósep Berent Gestsson,
Róbert Antonsson,
Jakobína Helga Jósepsdóttir,
Aralíus Gestur Jósepsson,
Bergsveinn Eyland Jósepsson,
Anna Jóna Jósepsdóttir,
Davíð Þór Jósepsson,
Sandra Björk Marteinsdóttir,
Eva Björk Kristinsdóttir
og barnabörn.