Morgunblaðið - 21.08.2009, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 21.08.2009, Qupperneq 40
USAIN Bolt frá Jamaíku bætti eigið heimsmet í 200 metra hlaupi í gær á heimsmeistara- mótinu í frjálsíþróttum í Berlín í Þýskalandi. Hann brosti breitt þegar hann sá að tími hans var 19,20 sekúndur. Skömmu síðar var sá tími leiðréttur og heims- met hans er 19,19 sek., sem er 11/100 betri tími en hann náði fyrir ári, þegar hann setti heims- met í greininni á Ólympíu- leikunum í Peking. Fyrir fimm dögum bætti hann eigið heimsmet í 100 metra hlaupi um 11/100 sek. og enginn hefur veitt Bolt al- varlega keppni í þessum tveimur úrslitahlaupum. Og er hann sá eini sem hefur sett heimsmet á HM fram til þessa. „Ég sat inni á hótelherberginu og spilaði tölvuleiki allan daginn fyrir hlaupið. Það heldur mér ró- legum að gera slíkt og ég var ekkert að hugsa um heimsmetið. Ég sýndi öllum að metið sem ég setti í Peking var ekkert grín. Það er allt hægt ef maður æfir mikið og leggur allt í sölurnar,“ sagði Bolt í sjónvarpsviðtali í gær en hann lofar einu heimsmeti til viðbótar. | Íþróttir „Metið sem ég setti í Peking var ekkert grín“ Reuters Fljótastur Usain Bolt með heimsmet. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 233. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Staksteinar: Afsökunarbeiðnum fækkar Forystugreinar: Grettistak í leik- húsinu | Traðkað á málstaðnum Pistill: Kapallinn Ljósvaki: Sólarsæla og ættartengsl Enn svalari GT3 RS Konur taka við af körlum sem … Trabant snýr aftur reyklaus og … Fisker Karma án bensíns BÍLAR»                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-./ +*+-+0 **.-+1 +2-3.3 +*-+34 *.-0++ *+/-1. *-4121 +//-31 *,+-01 5 675 +/# 758 9 +//0 *+0-/* +*+-,* **.-1/ +2-12. +*-4*1 *.-0.3 *+*-/* *-41,1 +/*-*1 *,4-2. +4,-/1,/ &  :; *+0-4+ +*4-44 **.-02 +2-.*0 +*-4.0 *,-/+, *+*-43 *-4.+1 +/*-.1 *,4-0, Heitast 17°C | Kaldast 5°C  Lægir og léttir til fyrir vestan, en áfram stíf norðvestanátt með vætu austan til á land- inu. Hlýjast sunnan til. »10 Jóhann Bjarni Kol- beinsson telur at- vinnuleikhúsin bjóða upp á mjög spenn- andi dagskrá á kom- andi leikári. »36 LEIKLIST» Valkvíðinn í leikhúsinu KVIKMYNDIR» Blóðið flýtur og áhuga- verðu fólki þakkað. »33 Aðalsmaður vikunn- ar er Hannes Óli Ágústsson sem skipuleggur artFart og segist vera öflug- ur í falsettunni. »35 LEIKLIST» Öflugur í falsettunni FÓLK» Tvíburar með löngu hléi hjá Celine Dion. »35 TÓNLIST» Hin efnilega Hulda Jóns- dóttir fer í Juilliard. »32 Menning VEÐUR» 1. Skuldar milljarða og eiginkonan … 2. Lést í slysi á Þingvallavegi 3. Vasaþjófar lauma seðlum á fólk 4. Yfirgáfu slysstað á hlaupum  Íslenska krónan veiktist um 0,8% »MEST LESIÐ Á mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Gott samkomulag Sigríður Emma, 4 ára, Una María, 7 ára, og Alexía Rut, 13 ára, eru ánægðar með félagsskapinn. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ÞEGAR Guðlaugur Þorleifsson fór með sinni fimm manna fjölskyldu út á Seltjarnarnes síðastliðinn laugar- dag átti hann ekki von á því að þau yrðu sex þegar þau héldu aftur heim í Kópavoginn. Farþeginn var andarungi sem hafði elt þau á röndum á Nesinu. Nú býr unginn í bílskúr fjöl- skyldunnar og fer með í gönguferð þegar fjölskyldan fer út að viðra hundinn. „Þegar við vorum komin að Sel- tjörn sáum við bíl frá Húsdýragarð- inum og unglinga sem slepptu tveimur ungum lausum. Ungling- arnir stukku síðan upp í bílinn og keyrðu í burtu. Við sáum að ung- arnir hlupu strax upp á veg og lögðust þar niður,“ segir Guð- laugur. Gaf sig ekki „Unginn sem við erum með fór að elta mig þegar ég færði hann og hann lagðist á fæturna á mér. Við reyndum að ganga fram og til baka í um hálfa klukkustund en hann gaf sig ekki og elti alltaf,“ bætir Guð- laugur við. Að sögn Guðlaugs kom önnur barnafjölskylda þarna að. „Hún fór að dekra við hinn ungann og svo tókum við þá ákvörðun í samein- ingu að taka hvor sinn ungann og koma þeim á flot daginn eftir úti á Elliðavatni eða úti á tjörn. Þeim tókst það strax daginn eftir og hann var bara sáttur.“ Andarunginn sem býr í bíl- skúrnum hjá Guðlaugi og fjölskyldu hans í Kópavoginum var ekki jafn- sáttur þegar reynt var að koma honum á stað þar sem endur eiga eiginlega að vera. „Við reyndum bæði að koma hon- um á flot út á Elliðavatn og á tjörn við golfvöllinn í Kópavogi þar sem endur eru fyrir. Við reyndum fimm til sex sinnum en unginn brunaði til baka og elti okkur,“ greinir Guð- laugur frá. Þá var tekin sú ákvörðun að hýsa ungann í nokkra daga. ,,Hann fer út með okkur þegar við viðrum hundinn á kvöldin og gengur á eftir okkur. Þeim kemur vel saman. Ef hundurinn þefar of mikið goggar unginn bara í hann. Ef við stoppum á göngunni sest unginn niður og fer svo af stað um leið og við. Það er dásamlegt að fylgjast með þessu.“ Unginn hefur fengið brauð og gras að éta og sardínur í dós, að sögn. „Honum þóttu sardínurnar æðislegar og kláraði allt,“ segir Guðlaugur. Þótt það sé gaman að hafa andarunga á heimilinu er stefnt að því að reyna að koma honum á flot á ný. „Kannski reynum við það um helgina en ef hann eltir okkur aftur fær hann að vera. Þetta er svo vinalegt.“ Fer með út að viðra hundinn Andarungi fer með fjölskyldu í gönguferðir ÞÓRHALLUR Sigurðsson, bet- ur þekktur sem Laddi, hefur ver- ið ráðinn nýr kynnir sjón- varpsþáttanna Fyndnar fjöl- skyldumyndir. Nokkuð langt er síðan Laddi var fastur gestur á sjónvarpsskjám landsmanna, en hann lék meðal ann- ars í Imbakassanum, Spaugstofunni og Heilsubælinu. Þættirnir hefja göngu sína í september. | 33 Laddi á Skjá einum í vetur Laddi Skoðanir fólksins ’Undanfarna mánuði hefur veriðunnið að því að fá nýtt fjármagninn í HS Orku. Fjármagn er af skorn-um skammti hér á landi og því ernauðsynlegt að laða að erlenda fjár- festa. Nú hafa náðst samningar um að alþjóðlegt jarðvarmafyrirtæki, Magma Energy, gerist virkur eign- araðili að HS Orku á móti Geysi Green Energy sem fer með meiri- hlutaeign. » 22 ÁSGEIR MARGEIRSSON ’Lífskjör í heiminum í dag eruhvergi betri en á Íslandi þráttfyrir kreppuna. Vextir eru samkvæmtkröfu AGS. Við getum sjálf lækkaðvöruverð með því að afnema tolla. Við getum t.d. framleitt allt það grænmeti, kjöt og fisk, sem við þurf- um á að halda. » 22 HERMANN ÞÓRÐARSON ’Nú er Steingrímur leiðtogi„fyrstu hreinu vinstristjórnar-innar“ og þá er hans fyrsta verk aðgera allt í Icesave-málinu þveröfugtvið það sem hann sagði í janúar. Og ekkert skaðabótamál hefur verið höfðað gegn Bretum. Hver skuldar hverjum skýringar? » 23 KJARTAN GUNNARSSON ’Ég þarf varla að spyrja að þvíhvort það sé ákvæði í almennumhegningarlögum í löggjöf hérlendiseða í Bretlandi um hver er ábyrgðþess aðila sem vísvitandi eða af stór- felldu gáleysi veldur stórfelldum spjöllum á eignum annarra. » 23 KRISTINN PÉTURSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.