Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 8

Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GRÍÐARLEGUR vöxtur hefur orð- ið á öllum sviðum hjá Ferðafélagi Ís- lands (FÍ) í sumar, að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar, forseta FÍ. Það á jafnt við um þátttöku í ferðum, aðsókn að skálum og spurn eftir bæklingum og árbókum félagsins. „Þetta er algjört metár,“ sagði Ólafur Örn. „Það er greinileg bylgja í áhuga á gönguferðum og náttúru- skoðun að ríða yfir. Hún kemur bæði frá útlendingum og Íslendingum. Við erum fullviss um að hún muni rísa hærra á næsta ári.“ Margar nýjungar í sumar Ólafur Örn sagði Ferðafélagið vel statt til að taka á móti þessari aukn- ingu. Það hafi langa reynslu af rekstri og sjálfboðaliðastarfi. Félag- ið sé fullbúið að taka á móti miklu fleira fólki. Ráða þurfi fleira fólk til starfa á skrifstofu félagsins og eins fjölga verkefnabundnum störfum, að sögn Ólafs Arnar. Ferðafélagið hef- ur bryddað upp á ýmsum nýjungum undanfarið. Þar má nefna Ferða- félag barnanna sem var stofnað í sumar. Einnig hófst unglingastarf undir merkjum Fjallaskóla Ferða- félagsins og ýmis verkefni því tengdu. Þá er félagið farið að bjóða upp á heilsutengdar ferðir. Stöðugt er unnið að því að bæta aðstöðuna á ferðamannaslóðum. „Það sem er brýnast nú er að bæta aðstöðu fyrir fólk í tjöldum sem gengur Laugaveginn,“ sagði Ólafur Örn. Hann var í sumar mikið að Fjallabaki og dvaldi þar í tjaldi. Ólafur vinnur að ritun næstu árbók- ar FÍ sem mun fjalla um Torfajök- ulssvæðið og Friðland að fjallabaki. Hann gekk fjölda gönguleiða, bæði merktra og ómerktra og hefur því góða yfirsýn yfir svæðið. „Náttúran umhverfis Land- mannalaugar og Landmannalauga- svæðið þolir vel það álag sem þar er. Þökk sé Umhverfisstofnun sem hef- ur lagt þar stíga með sínu starfsfólki og sjálfboðaliðum, aðallega erlend- um. Þessir stígar eru í prýðilega góðu standi. Með auknum fjölda stíga getur svæðið tekið við miklu fleirum. Á einstaka stað þarf að loka hliðarstígum og lagfæra þar sem runnið hefur úr en svæðið þolir þetta algjörlega. Fólkið bókstaflega hverf- ur inn í þessa náttúru.“ Bæta verður aðstöðu tjaldgesta Ólafur sagði að þegar hann bæri Landmannalaugar saman við að- stæður sem hann þekkir vel í Ölp- unum, t.d. staði í kringum Chamonix og í Noregi þá standi þær vel undir þeim fjölda sem þangað sækir. „Með góðum stígum og góðri að- stöðu er hægt að taka á móti gríð- armiklum fjölda. Það sem fyrst og fremst þarf að bæta í Land- mannalaugum er aðstaðan fyrir tjaldgesti, en hún er komin að þol- mörkum. Tjaldsvæðið sjálft er að mestu á áreyri og er auðvelt að stækka það svo engar skemmdir verði af. Fólk þarf einnig að geta haft skjól fyrir veðri og vindum til að elda og matast. Þá er ég ekki að tala um hús heldur skýli. Það þarf líka að hafa þurrkaðstöðu og að komast á salerni. Þetta má ekki bíða og er al- gjörlega nauðsynlegt að bregðast við þessu strax í vor,“ sagði Ólafur Örn. Hann sagði mikinn meirihluta gesta í Landmannalaugum vera út- lendinga og landi og þjóð ekki til sóma að geta hvergi boðið þessu fólki að leita skjóls í vondum veðrum nema í salernishúsinu. Á Laugaveginum verður nýr skáli við Álftavatn fljótlega tekinn í notk- un. Gamall skáli verður fluttur það- an niður í Emstrur, þar sem á að stórbæta tjaldaðstöðuna. Jarlhettuslóðir ný gönguleið Nýjar gönguleiðir eru einnig að bætast við. Ólafur Örn nefndi t.d. leið sem kölluð er Jarlhettuslóðir. Hún er frá Bláfellshálsi ofan Bisk- upstungna, milli Jarlhettna og Langjökuls, að Hagavatni og Hlöðu- völlum, þaðan að Skjaldbreið og nið- ur í Laugardal. Félagið á þarna skála og er í góðri samvinnu við sveitarfélögin um leiðina. Hún er allt öðru vísi en Laugavegurinn, að sögn Ólafs Arnar. „Jökullinn er þarna ráðandi í öllu. Þarna er mikil kyrrð og sannkall- aðar óbyggðir. Við ætlum að styrkja það svæði mikið,“ sagði Ólafur Örn. Endurbætur eru að hefjast á gamla skála FÍ við Hvítárvatn og er vonast til þess að hann fáist friðlýstur. „Þetta er algjört metár“  Gríðarleg aukning hefur orðið í sumar í starfi Ferðafélags Íslands  Forseti FÍ telur Landmannalaugar anna fleiri ferðamönnum en bæta þurfi aðstöðu tjaldgesta Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsæll áfangastaður Landmannalaugar laða að sér æ fleira ferðafólk og hefur frægð þeirra borist víða um heim. Neytendasam- tökin telja með öllu óviðunandi að þeir einstak- lingar sem nýta sér greiðsluað- lögun lendi á vanskilaskrá og að þeir verði mögulega á skránni í allt að fjögur ár. Í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að ekki sé auðvelt skref fyrir einstaklinga að leita þessa úr- ræðis. Sporin verði ekki auðveldari lendi viðkomandi á vanskilaskrá og nafn hans birt opinberlega í Lög- birtingablaðinu. Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að lögunum um greiðsluaðlögun verði breytt. Jafnframt ítreka samtökin þá kröfu sína að einyrkjum í at- vinnurekstri verði heimilt að sækja um greiðsluaðlögun vegna skulda viðkomandi heimilis. Krefjast úrbóta á reglum um greiðsluaðlögun Breytinga er þörf á greiðsluaðlögun. BOÐUÐ hafa verið mótmæli á Austurvelli í dag kl. 12 og reyndar út um allt land. Í dag kemur Alþingi saman til að fjalla um Ivesave- samninginn. „Þeir sem taka þátt í mótmælunum geta unnið sér inn 1-2 milljónir króna og ólíklegt að betra tímakaup bjóðist í bráð,“ seg- ir í fréttatilkynningu, en þetta er rökstutt með þeim hætti að ef samningurinn verði felldur þurfi þjóðin ekki að taka á sig skuldir vegna samningsins, en þær nemi sem svarar 1-2 milljónum á hvern landsmann. Að mótmælunum standa íslenskir bloggarar. Mótmæli á Aust- urvelli í dag MÖNNUN leikskóla Reykjavík- urborgar hefur gengið mjög vel undanfarið en starfsemi hófst að nýju í byrjun ágúst eftir sumar- leyfi. Leikskólapláss eru fullnýtt en tekist hefur að bjóða nærri öllum börnum yfir 18 mánaða aldri pláss. Reykjavíkurborg rekur 78 leik- skóla en sjálfstætt starfandi leik- skólar í borginni eru 18. Alls starfa rúmlega 2.000 manns við leikskóla Reykjavíkurborgar í um 1.650 stöðugildum. Áætlað er að börn í leikskólum sem reknir eru af borginni verði um 5.760 og að um 950 börn verði í sjálfstætt starfandi leikskólum á komandi vetri. Samtals eru því um 6.500 börn í leikskólum í Reykja- vík. Mönnun leikskóla hefur gengið vel Tölur Ferðafélags Íslands (FÍ) benda til þess að 150.000 ferðamenn hafi komið í Landmannalaugar í sumar. Það er um 50% aukning frá fyrri árum. Um 70% ferðamannanna eru útlendingar, mest Þjóð- verjar, Bretar og Frakkar. Um 10.000 manns gengu Laugaveginn í sumar og er það fjölgun úr 6-7 þúsund á sumri. Íslendingum sem heimsóttu Landmannalaugar og gengu Lauga- veginn fjölgaði um nær 30%. Skálaverðir FÍ skrá og fylgjast með ferðum göngufólksins og hvort það skil- ar sér í áfangastað. 150.000 heimsóttu Landmannalaugar Ólafur Örn forseti FÍ. Sjá nánar á www.betrabak.is „Flottirdagar“í ágúst Tilboð á stillanlegum rúmum og svefnsófum í ágúst 25% afsláttur Öllum stillanlegum rúmum fylgir 2 fyrir 1 tilboð á sængurverum !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.