Morgunblaðið - 27.08.2009, Síða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
FRAMLEIÐSLA og sala á sementi
hefur breyst mikið á síðustu árum.
Árið 2000 hóf Aalborg Portland inn-
flutning á sementi, en Sementsverk-
smiðja ríkisins hafði ein framleitt og
selt sement hér á landi í áratugi.
Fyrirtækið náði fljótlega sterkri
stöðu á markaði. Þegar þenslan á
markaðinum var sem mest var fyrir-
tækið með helming af allri sements-
sölu. Samkeppnin hafði áhrif á verð-
ið, en frá 2000 til 2003 lækkaði
sementsverð um 25%. Lægra verð
og minni markaðshlutdeild hafði að
sjálfsögðu áhrif á rekstur Sements-
verksmiðjunnar. Árið 2003 tók ríkið
ákvörðun um að selja verksmiðjuna.
Söluverðið var ekki hátt, 68 milljónir
króna. Kaupandi var Íslenskt sem-
ent ehf. sem er í eigu Framtaks fjár-
festingarbanka, BM Vallár, Norcem
á Íslandi og Björgunar. Í tengslum
við söluna yfirtók ríkissjóður eignir
verksmiðjunnar sem ekki tengdust
rekstri hennar, að verðmæti um 450
milljónir króna. Þá yfirtók ríkis-
sjóður lífeyrisskuldbindingar Sem-
entsverkmiðjunnar sem námu rúm-
lega 400 milljónum króna. Aalborg
kærði sölu verksmiðjunnar til eft-
irlitsstofnunar EFTA, en hún vísaði
kærunni á bug. Langstærstu kaup-
endur sements eru BM-Vallá og
Steypustöðin. BM-Vallá á stóran
hlut í Sementsverksmiðjunni og
kaupir allt sement frá henni. Steypu-
stöðin hefur hins vegar keypt allt
sement frá Aalborg Portland, m.a.
vegna þess að fyrirtækið hefur ekki
viljað skipta við samkeppnisaðilann.
Steypustöðin var í eigu Mest, en það
fyrirtæki varð gjaldþrota sl. haust.
Við það færðist eignarhald á Steypu-
stöðinni yfir til Íslandsbanka. Þegar
menn tala um að ríkið sé að kaupa
innflutt sement eiga menn við að
Steypustöðin, sem er í óbeinni eigu
ríkisins í gegnum Íslandsbanka, sé
að kaupa danskt sement.
Jón Bjarnason, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra, tók málefni
Sementsverksmiðjunnar upp í ríkis-
stjórn í vikunni. Spurningin er hvort
ríkið ætlar að beita eigendavaldi sínu
með þeim hætti að þvinga Steypu-
stöðina til að hætta að kaupa innflutt
sement.
Í fljótu bragði virðist það vera eina
leið ríkisins til að beita sér því ríkið
kaupir ekki sement beint af selj-
endum. Öll verk sem Vegagerðin og
Landsvirkjun fara í eru boðin út og
það er mál verktakanna sem vinna
verkin að semja um kaup á steypu.
Stofnanir ríkisins geta ekki haft þar
nein áhif á.
Gunnar H. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Sementsverksmiðj-
unnar, segir að Aalborg hafi reynt að
taka yfir íslenska markaðinn, m.a.
með því að selja sement undir mark-
aðsvirði. Bjarni Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Aalborg, hafnar þessu
og segir að Sementsverksmiðjan
hafi núna um 70% markaðshlutdeild.
Fyrirtækið hafi nýlega náð til sín
viðskiptum við steypustöðina Borg-
ir. Bjarni segir það lýsandi fyrir
stöðu Sementsverksmiðjunnar að
ekki hafi tekist að reka hana með
hagnaði í góðærinu. Tap hafi verið
öll árin frá 2000 utan eins.
Gunnar bendir á að Sementsverk-
smiðjan hafi skilað þjóðinni miklum
arði í gegnum árin og sparað þjóð-
inni gjaldeyri. Stöðvist Sements-
verksmiðjan tapist á annað hundrað
störf og tækniþekking tapist. Bjarni
bendir á að hjá Aalborg Portland
starfi líka fólk. Þar hafi starfað 14
menn en þeim hefur nú fækkað í 9.
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað
að Hlyni Jónssyni, formanni skila-
nefndar SPRON, sé skylt að svara
því fyrir dómi hver hafi verið selj-
andi tiltekinna stofnfjárbréfa í spari-
sjóðnum, sem keypt voru í júlí 2007.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áð-
ur hafnað kröfu kaupandans um að
nafn seljanda yrði upplýst.
Málavextir eru þeir að Davíð
Heiðar Hansson keypti stofnfjárbréf
í SPRON hinn 24. júlí 2007 fyrir
rúmar 55,5 milljónir króna, en nafn-
verð bréfanna var tæpar 4,9 millj-
ónir. Stjórn SPRON samþykkti
framsal á umræddum stofnfjár-
hlutum til Davíðs Heiðars á fundi
sínum sama dag en um var að ræða
0,1% útgefinna stofnfjárbréfa. Fram
kemur í dómnum að viðskipti með
stofnbréf, sem stjórnin samþykkti á
fundi sínum, hafi alls tekið til rúm-
lega 225 milljón stofnfjárhluta.
Hinn 7. ágúst 2007 voru viðskipti
með stofnfjárbréf SPRON stöðvuð.
Í kjölfarið var sparisjóðnum breytt í
hlutafélag og það skráð opinberri
skráningu í Kauphöllinni.
Seldi bréfin með miklu tapi
Verðmæti stofnfjárbréfanna og
síðar hlutabréfanna hríðlækkaði frá
því Davíð Heiðar keypti bréfin.
Nokkrum mánuðum eftir kaup
stofnfjárbréfanna, þ.e. í nóvember
2007, seldi hann þau með miklu tapi.
Fjármálaeftirlitið ákvað í mars sl.
að víkja stjórn SPRON frá störfum
og setja í hennar stað skilanefnd yfir
félagið. Davíð Heiðar skrifaði skila-
nefndinni bréf þar sem hann lýsti
viðskiptum sínum og sagðist hafa
ríka ástæðu til að ætla að seljandi
þeirra hafi verið stjórnarmaður í
sparisjóðnum, vegna þess m.a. hve
stór hluturinn var. Fram hafi komið
opinberlega að stjórnarmenn í spari-
sjóðnum hafi selt verulegan hluta
stofnfjárbréfa sinna dagana eftir að
ákveðið var á stjórnarfundi SPRON
að breyta sjóðum í hlutafélag. Í
tengslum við þá ákvörðun hafi
stjórnarmenn haft undir höndum
upplýsingar um verðmæti spari-
sjóðsins, sem aðrir höfðu ekki.
Sagðist Davíð Heiðar hafa í
hyggju að leita réttar síns vegna
þess tjóns sem hann varð fyrir við
kaup umræddra stofnfjárbréfa en til
þess skorti hann upplýsingar um
hver hafi verið seljandi bréfanna.
Skilanefndin tilkynnti Davíð
Heiðari í apríl að hún yrði ekki við
þessari ósk nema staðfest yrði að
henni bæri skylda til þess.
Hæstiréttur hefur nú komist að
þeirri niðurstöðu, að upplýsingar til
kaupanda stofnfjárbréfa um það
hver seljandi þeirra hafi verið, geti
ekki varðað viðskipta- eða einkamál-
efni seljandans þannig að stjórnar-
mönnum eða starfsmönnum spari-
sjóðs sé óheimilt að veita þær vegna
lagaákvæða um bankaleynd.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að til sé listi um öll viðskiptin, sem
stjórn SPRON samþykkti á fund-
inum 24. júlí 2007. Ekki hafi verið
leitað úrskurðar héraðsdóms um að
fá listann birtan í heild og var kröfu
um birtingu hans vísað frá Hæsta-
rétti.
Skylt að upplýsa
hver seldi stofn-
bréfin í SPRON
Grunar að stjórnarmaður hafi selt
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sala á sementi hefur minnkað
gríðarlega eftir bankahrunið.
Sáralítið er byggt af húsnæði og
stórframkvæmdum eins og
Kárahnjúkavirkjun og álveri á
Reyðarfirði er lokið. Samdrátt-
urinn er líklega yfir 70% miðað
við síðasta ár og enn meiri ef
miðað er við 2007. Stærstu
verkefni sem nú eru í gangi eru
tónlistarhúsið í Reykjavík og ál-
verið í Helguvík. Sementsverk-
smiðjan framleiðir sement í
bæði þessi verk.
Algert hrun
í sementssölu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Steypa Síðustu mánuðina hefur ríkið verið helsti kaupandi steypu í landinu. Sala á sementi hefur hrunið.
Á að múra Dani úti?
Kröfur um að ríkið hætti að kaupa innflutt sement fela í sér að
ríkisvaldið þvingi Steypustöðina til að kaupa innlent sement
Menn verða ekkert mjög múraðir
af því að framleiða eða selja
sement þessa dagana. Þrýst er á
ríkið að það beiti sér til að
tryggja áfram rekstur Sements-
verksmiðjunnar.
„Næsta skref í málinu er það að
ég mun fyrir dómi spyrja Hlyn
Jónsson þeirrar spurningar sem
Hæstiréttur segir að honum sé
skylt að svara,“ segir Grímur
Sigurðsson hrl., lögmaður Dav-
íðs Heiðars Hanssonar.
Grímur segir að það velti al-
gerlega á því hver seldi, hvað
síðan verði gert. „Ef við teljum
að viðkomandi hafi búið yfir
einhverjum upplýsingum um
sparisjóðinn sem kaupandinn
bjó ekki yfir og haldið þeim
upplýsingum leyndum munum
við fara í mál og krefjast þess
að kaupverðið verði end-
urgreitt,“ segir Grímur.
Spurninguna til Hlyns mun
Grímur bera fram í nýju þing-
haldi hjá Héraðsdómi Reykja-
víkur.
Mun spyrja Hlyn
HJÁLPARSTOFNANIR fengu í gær góðan
stuðning fyrirtækja til að hjálpa fjölskyldum
skólabarna sem geta ekki staðið straum af kostn-
aði vegna byrjunar skólaársins.
Fjölskylduhjálp Íslands fékk kl. 14 í gær afhent
gjafabréf frá Subway á Íslandi að heildarandvirði
1,3 milljónir króna. Hvert gjafabréf hljóðaði upp á
15 þúsund króna úttekt í Pennanum. Auk þess af-
henti Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á
Íslandi, Fjölskylduhjálpinni 400 gjafabréf upp á
Subway-báta. Einnig færði Penninn Fjölskyldu-
hjálpinni 100 skólatöskur að gjöf í gær.
Gjafakortin uppurin kl. 16
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl-
skylduhjálparinnar, sagði að gjafakortin hefðu öll
verið uppurin kl. 16 í gær. Skólatöskurnar voru
einnig að klárast síðdegis í gær.
„Það vantar miklu meira til að hjálpa þeim sem
eru að biðja um aðstoð í dag,“ sagði Ásgerður.
Hún sagði að í þau 13 ár sem hún hefði unnið við
fjölskylduhjálp hefðu alltaf verið brögð að því að
fólk gæti ekki keypt skólavörur fyrir börnin sín.
Hljótt hafi verið um þennan hóp fólks hingað til.
„Nú er þessi umræða komin í loftið sem er mjög
jákvætt, því þá kemur fram þessi samhjálp.“
Einstaklingar hafa einnig styrkt fjölskyldur
sem geta ekki staðið straum af námskostnaði
barna sinna. Fjölskylduhjálpin hefur haft milli-
göngu um slíka aðstoð.
Eymundsson afhenti Hjálparstarfi kirkjunnar
Jeva-skólatöskur sem söfnuðust á skiptitösku-
markaði Eymundsson. Tekið var á móti töskunum
gegn inneignarnótu í Eymundsson. Halldóra Lár-
usdóttir, vörustjóri hjá Eymundsson, sem átti
frumkvæði að þessari gjöf, afhenti skólatöskurnar
í gær. Eymundsson gaf einnig nýjar skólavörur að
andvirði 750.000 krónur til Hjálparstarfs kirkj-
unnar.
Bjarni Gíslason, upplýsingafulltrúi Hjálpar-
starfsins, tók á móti gjöf Eymundsson í gærmorg-
un. Hann sagði mikið leitað til Hjálparstarfsins
vegna skólabyrjunar og koma miklu fleiri nú en
áður að biðja um slíka aðstoð. Þeir sem óska að-
stoðar fá viðtal hjá félagsráðgjafa sem metur hve
mikla aðstoð fólkið fær. Bjarni sagði að Office 1
hafi einnig veitt Hjálparstarfinu góðan afslátt af
skólavörum. gudni@mbl.is
Skólabörn studd til náms
Hjálparstofnanir fengu í gær skólatöskur, gjafabréf og skólavörur til að miðla fjöl-
skyldum sem geta ekki staðið straum af kostnaði vegna skólabyrjunar í haust
Ljósmynd/Eymundsson
Skólatöskur Eymundsson gaf Hjálp-
arstarfi kirkjunnar skólatöskur.
Í HNOTSKURN
»Á Facebook hefur veið stofnuð síðanSkólastoðin þar sem hægt er að styrkja
barn til skólagöngu.
» Fyrsta verkefni Skólastoðarinnar verð-ur ritfanga- og bókasöfnun sem fer fram
í Kringlunni á fimmtudag og föstudag.