Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 20

Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Full ástæðaer til aðkanna möguleika á skaðabótum til handa ríkissjóði vegna banka- hrunsins, eins og ríkisstjórn- in samþykkti á fundi sínum á þriðjudag. Ríkisstjórnin hefur falið starfshópi að kanna rekstur skaðabótamáls á hendur lög- aðilum og einstaklingum, sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi í landinu fjárhagslegu tjóni. Víst er, að almenningi þyk- ir réttlætismál að kannað verði til þrautar, hvort ein- staklingar og lögaðilar beri bótaábyrgð á því gríðarlega tjóni, sem bankahrunið hafði í för með sér. Slíkur mála- rekstur gæti leitt til fryst- ingar eigna, sem gengju upp í kröfurnar. Hversu miklar þær eignir eru, er svo annað mál og óupplýst. Stjórnendur hlutafélaga bera lögum samkvæmt miklar skyldur og geta bakað sér skaðabótaábyrgð, af ásetn- ingi eða gáleysi. Þá kveða lög einnig á um, að hluthafar geti borið skaðabótaábyrgð, ann- aðhvort af ásetningi eða stór- felldu gáleysi. Fræðimenn hafa einnig bent á undantekn- ingartilvik í dómafram- kvæmd, þar sem hluthafar, sem hafa haft ráðandi áhrif í félagi, hafa borið skaðabóta- skyldu. Þótt hlut- hafar beri almennt ekki ábyrgð á at- höfnum félags, heldur stjórn fé- lagsins, þá gildir slíkt ekki um þá hluthafa, sem í reynd stýra athöfnum stjórnarinnar eða taka í raun allar meiri- háttar ákvarðanir um rekst- urinn. Stjórnarmenn eru hins vegar eftir sem áður ábyrgir og margdæmt er, að ekki stoðar fyrir þá að bera fyrir sig vanþekkingu á rekstri fyr- irtækjanna, sem þeir eru skipaðir til að stýra. Þeir eiga ávallt að þekkja þær reglur sem gilda um reksturinn og þeim er gert að starfa eftir. Áhugavert verður að fylgj- ast með, hvernig fyrirhug- uðum málarekstri ríkisins vindur fram. Ef fer sem horf- ir, þá mun reyna verulega á ákvæði laga um ábyrgð stjórnarmanna og þeirra hluthafa, sem í reynd tóku all- ar meiriháttar ákvarðanir. Almenningur í landinu á ský- lausa kröfu til að öll þau mál, sem tengjast bankahruninu, verði upplýst og að þeir verði látnir axla ábyrgð, sem á ein- hvern hátt brugðust. Mála- rekstur af þessu tagi verður prófsteinn á þær reglur sem gilda. Ef svo færi, að þær reyndust ekki haldgóðar, þá mun þar með skýrast, hvað gera þarf til að sambærilegir hlutir endurtaki sig aldrei. Þeir axli ábyrgð sem brugðust}Ábyrgð á skaðanum Anna Dóra Sæ-þórsdóttir, dósent í ferða- málafræði, lætur svo um mælt í Morgunblaðinu í gær að búið sé að kortleggja gróðurframvindu í Þjórsárverum, mæla orku- framleiðslu og rennsli, skrá fuglalíf og önnur náttúru- fyrirbæri. „En um ferða- menn á þessum stöðum eru nánast engar upplýsingar til.“ Anna Dóra bendir á að vegna rammaáætlana um verndun og nýtingu vatns- og jarðvarmaauðlinda á há- lendinu hafi verið gerðar margar rannsóknir. Engin þeirra lúti að ferðaþjónustu. Sjálf segist hún ásamt fleiri vísindamönnum hafa reynt að fá styrk Rannís til að gera nauðsynlegar rann- sóknir fyrir landnýting- aráætlun um ferðamennsku á hálendinu. Umsókninni hafi verið hafnað þar sem verkefnið hafi hvorki þótt fela í sér nýsköpun né vera nógu vísindalegt. Það fer þó ekki á milli mála að slík vinna er nauðsynleg, eigi að vera hægt að búa í haginn fyrir þá gríðarlegu fjölgun ferða- manna, sem búizt er við hér á landi næstu árin. Anna Dóra bendir á að fjárfesta þurfi í innviðum sem lúti að ferðaþjónustu til að landið beri milljón ferðamenn. „Eins og við þurftum að byggja hafnir til að veiða fiskinn og koma honum á land þurfum við að byggja göngustíga, salerni og án- ingarstaði til að taka við ferðamönnum. Við þurfum líka að dreifa þeim betur um landið, bæði í tíma og rúmi,“ segir hún. Til þess að þetta megi eiga sér stað þarf að sjálf- sögðu rannsóknir og und- irbúningsvinnu, rétt eins og þegar hyggja þarf að virkj- unum og vernd náttúru. Það þarf ekki síður að rannsaka ferðamennina en fuglalífið. Rannsóknir og und- irbúningsvinnu þarf vegna fjölgunar ferðamanna} Fugl eða ferðamaður? S umir kalla það afturhald. En aðrir, þ. á m. allir landbúnaðarráðherrar gegnum tíðina, frá hægri sem vinstri, kalla það að standa vörð um hagsmuni bænda. Stundum hafa þeir samt neyðst til að láta undan kröfum neytenda. Við erum víst innst inni þjóð bænda, verð- um viðkvæm þegar talað er um landbúnað og látum auðveldlega blekkja okkur með róm- antísku tali um sveitina. Hvað sem líður bann- settu vélaskröltinu þar. Núna stundum við flest aðra vinnu en að erja jörðina en þetta sit- ur eftir í genunum. Mörgum hálf-malbikuðum borgarbúanum finnst enn að landbúnaður sé eina siðlega starfið. Fiskveiðar voru aukabú- grein fram á 20. öld. Miklu áhættuminna var að hleypa fé á fjöll um sumarið og láta það fita sig þar án afskipta okkar en að veiða fisk. Og vita að roll- urnar lærðu aldrei af reynslunni en létu flestar grípa sig aftur um haustið. Sjórinn var hættulegur, hér er alltaf allra veðra von og bátarnir voru litlir og opnir. En sjórinn var hættulegur í öðrum skilningi fyrir stórbændur. Þeir vildu vera vissir um að vinnufólk færi ekki að flykkjast á mölina og vinna í fiski. Í útlöndum voru sveitir að tæmast, þar voru nú stórar og ljótar borgir, fullar af vinnufólki. Höfðingjarnir okkar vildu stýra þessu en geta þó sent hrausta karla í verið þegar lítið var að gera í búskapnum. Annars hefðu þeir verið að mestu verklausir. En stórbændur vildu ekki samkeppni um vinnuafl. Hún var vond – fyrir þá. Þess vegna var vistarband við lýði á Íslandi fram undir aldamótin 1900, löngu eftir að bú- ið var að afnema það annars staðar. Íslenskt alþýðufólk átti ekki að komast upp með eitt- hvert múður, það átti ekki að vera að flakka á milli býla. Stórbændur á Alþingi beittu sér ákaft til að halda í völd sín. Og á sínum tíma, þegar út- lendingar voru hættir að vilja kaupa ullina af okkur, voru þeim sett skilyrði: Ef þeir vildu fá leyfi til að kaupa fiskinn á viðunandi verði yrðu þeir að halda áfram að kaupa vaðmál. Enga röskun, takk fyrir. En það sem mér finnst furðulegast í þessu öllu er að nútíma- vinstrimenn í VG skuli ganga erinda stór- bænda í nafni matvælaöryggis eða hvað það nú er sem menn veifa hverju sinni. Bænda- stéttin er skipt í lágstétt og hástétt. Þar eru nokkrir mjög öflugir bændur, stórkapítalistar, sem njóta góðs af beinum og óbeinum styrkjum og niðurgreiðslum ríkisins eins og annars staðar í vestrænum löndum. En mun fleiri eru fátækir og þeir vilja geta brugðið búi, selt. Þeir vilja ekki nýtt vistarband eins og bann við jarðasölu. Kerfi, sem í orði kveðnu á að tryggja hag fátækra bænda og koma í veg fyrir að þeir flosni upp, er gull- náma fyrir þá stóru. Og þeir hafa auk þess sumir drjúgar tekjur af hlunnindum eins og laxveiði. Þeir þurfa engan stuðning. Er ekki kominn tími til að ungir vinstri grænir taki upp hanskann fyrir neytendur í kreppu, alþýðufólk á Íslandi og hætti að styðja þetta kerfi? Hætti að styðja við bakið á stórkapítalistum á ríkisspena? kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Ráðherrar bændakapítalistanna FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is K artöflubændur hyggjast eiga fund með Jóni Bjarnasyni landbún- aðarráðherra vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna uppskeru- brestsins í Þykkvabænum, sem er helsta kartöfluræktarhérað landsins. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Ás- hóli í Eyjafirði og formaður Lands- sambands kartöflubænda, segir að bændur séu að byrja að taka upp kartöflur til að setja í geymslur. Seg- ir Bergvin að það muni ekki skýrast fyrr en líður á septembermánuð hve tjónið verður mikið hjá bændum í Þykkvabænum. Þegar það liggi fyrir, muni landssambandið óska eftir fundi með ráðherra. „Við vitum ekki á þessari stundu hvort einhver úr- ræði eru fyrir hendi,“ segir Bergvin. Fram hefur komið í fréttum að tjón kartöflubænda í Þykkvabænum verði tæplega undir 250 milljónum króna. 400 hektarar í Þykkvabænum Alls eru kartöflur ræktaðar á 700- 750 hekturum í landinu og þar af eru um 400 hektarar í Þykkvabænum. Því er ljóst að uppskerubrestur þar muni hafa mikil áhrif á framboð á innlendum kartöflum. Í meðalári er uppskeran á öllu landinu um 14 þús- und tonn, en hún verður mun minni á þessu hausti. Bergvin telur að inn- lenda uppskeran dugi hugsanlega fram í febrúar. Næturfrost gerði í Þykkvabænum 24. og 25. júlí og féll þá mjög mikið af grösum. Sigurbjartur Pálsson, kart- öflubóndi á Skarði í Þykkvabæ segir að fljótlega eftir það hafi byrjað að rigna og ágætis væta og hiti hafi ver- ið allan ágústmánuð. Í sumum görð- um, þar sem eitthvað lifði af kálinu, hafa grös aðeins tekið við sér. „Þar sem ástandið var verst byrjaði að spretta nýtt kál og þá gerðist ekkert niðri í jörðinni á meðan,“ segir Sig- urbjartur. Kartöflubændur hafa tek- ið upp kartöflur í rúman mánuð og sent í verslanir. Nú eru menn að byrja að taka upp til að setja í geymslur. Segir Sigurbjartur að lík- lega sé ástandið heldur verra en menn héldu fyrst í stað og svo gæti farið að uppskeran yrði aðeins um 20% af því sem er í venjulegu árferði. Sigurbjartur segir að sumir akrar séu svo illa farnir að ekki taki því að setja á þá upptökuvélar. Það taki því einfaldlega ekki að taka upp úr þeim. „Þarna er bara smælki undir, berja- rusl sem er einskis virði,“ segir Sigurbjartur. Hann segir að frostið í vetur muni drepa allt í görðunum og næsta vor verði þeir undirbúnir fyrir uppskeru eins og venjulega. Bergvin Jóhannsson segir að útlit sé fyrir að uppskeran í Eyjafirði verði í góðu meðallagi. Sömu sögu sé að segja frá Hornafirði. Fremur þurrt var fyrri part sumars í Eyja- firði og sprettan lítil en veður hefur verið hagstætt seinni hluta sumars. Hann segir að Eyfirðingar hafi sloppið við frost. Um helgina hafi séð örlítið á grasi en ekkert tjón hlotist af. Bændur í Eyjafirði hafa eins og starfsbræður þeirra í Þykkvabænum verið að taka upp kartöflur til að setja á markað. Um helgina verður byrjað að taka upp kartöflur til að setja í hús. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjar íslenskar Kartöflur þykja herramannsmatur og þær eru rifnar út þegar þær koma fyrst á markað á sumrin. Uppskeran mun nú duga skammt. Kartöflurnar endast fram yfir áramót Uppskerubresturinn í Þykkva- bænum er alvarlegri en í fyrstu var talið og uppskeran verður hugsanlega aðeins 20% af því sem er í meðalári. Eftir áramótin þarf að flytja inn kartöflur. Uppskera síðasta árs dugði fram í júní sl. og þá fóru versl- anir að bjóða upp á kartöflur frá Suður-Evrópu. Verslanirnar annast sjálfar innflutninginn en á árum áður hafði ríkisrekið fyrirtæki, Grænmetisverslun landbún- aðarins, einkarétt á því að flytja inn kartöflur, og þeir eru eflaust margir sem muna þá tíma. Oft blossaði upp óánægja með þær kartöflur sem í boði voru og hún náði hámarki vorið 1984, þegar fyrirtækið flutti inn kartöflur frá Finnlandi. Margir töldu þessar kartöflur óætar og jafnvel sýktar. Neytendasamtökin gengust fyrir undirskriftasöfnun þar sem rannsóknar var krafist og jafnframt skorað á stjórnvöld að gefa innflutning á kartöflum og öðru grænmeti frjálsan. Undir þessa áskorun skrifuðu 20 þúsund manns. Í framhald- inu var einokuninni aflétt. „Finnsku kartöflurnar höfðu orðið banabiti þessa forna fjandmanns íslenskra neyt- enda,“ segir á heimasíðu Neyt- endasamtakanna. Finnsku kartöflurnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.