Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
✝ Halldóra Hall-dórsdóttir fædd-
ist í Vörum í Garði
27. september 1915.
Hún lést á Garðvangi
20. ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Halldór Þor-
steinsson, skipstjóri
og útvegsbóndi frá
Melbæ í Leiru, f.
22.2. 1887, d. 3.1.
1980 og Kristjana
Pálína Kristjáns-
dóttir, húsfreyja frá
Hellukoti á Vatns-
leysuströnd, f. 2.11. 1885, d. 1.8.
1975. Systkini Halldóru eru: Þor-
steinn Kristinn, f. 22.2. 1912, d.
19.1. 1990, Vilhjálmur Kristján, f.
5.7. 1913, d. 1.4. 1997, Gísli Jó-
eldrar Kristjáns Valdimars voru
hjónin Kristján Indriðason, f. 6.1.
1881, d. 19.2. 1962 og Lukka Lars-
ína Friðriksdóttir, f .2.10. 1887, d.
31.10. 1976. Eiginkona Þórðar er
Ásta Guðmundsdóttir frá Ak-
ureyri, f. 2.8. 1944. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðmundur
Guðmundsson, f. 29.11. 1914, d.
9.9. 1949 og Petra Sigríður Stein-
dórsdóttir, f. 14.4. 1919, d. 1.3.
1967. Börn Þórðar og Ástu eru: 1)
Guðmundur, f. 7. sept. 1963,
kvæntur Kristínu Couch, f. 22.7.
1965. Börn þeirra eru Bríet, f. 30.
ágúst. 1998 og Marín, f. 19.8.
1995. 2) Dóra, f. 29. apríl 1965.
Maki 1. Guðni Söring Þrastarson,
f. 8. des. 1964, þau skildu. Dætur
þeirra Anna Rós, f. 6.10. 1986 og
Ásta Bergmann, f. 21.8. 1989.
Maki 2. William Tomas Ramsey, f.
27. apríl 1974. Dóttir þeirra Lilli-
an Marin, f. 10.4. 2002. 3) Petra, f.
2.11. 1980.
Útför Halldóru fer fram frá Út-
skálakirkju í dag, 27. ágúst, og
hefst athöfnin klukkan 14.
hann, f. 10.7. 1914, d.
20.4. 2001, Steinunn,
f. 29.10. 1916, d.
29.12. 2001, Guðrún,
f. 23.3. 1918, Elísabet
Vilborg, f. 22.5. 1919,
d. 4.3. 1998, Þorvald-
ur, f. 17.8. 1920, d.
22.11. 2008, Kristín,
f. 22.11. 1921, Marta
Guðrún, f. 12.2. 1923,
d. 31.3. 2001, Helga,
f. 9.9. 1924. d. 9.9.
1924, Þorsteinn
Nikulás, f. 10.1. 1927,
d. 24.12. 1984 og
Karitas Hallbera, f. 12.9. 1928.
Sonur Halldóru og Kristjáns
Valdimars Kristjánssonar frá
Eskifirði, f. 27. 10. 1919, er Þórð-
ur Kristinn, f. 25.11. 1942. For-
Elsku amma mín.
Það er erfitt að kveðja þig í dag,
en ég veit að þú ert ánægð að vera
komin í faðm foreldra þinna og
systkina.
Við áttum margar góðar stundir
saman á Smáratúninu, eða uppi í
bústað hjá afa og ömmu. Þú kenndir
mér svo margt um lífið og tilveruna.
Við spiluðum oft saman olsen, olsen
og rommí sem við höfðum svo gam-
an af.
Ég man þegar ég var yngri og
gisti hjá þér margar helgar, og eins
þegar frí var í skólanum.
Um jólin þegar jólasveinarnir
voru á ferð spurði ég þig alltaf, veit
jólasveinninn að ég er hjá þér? og
þú svaraðir, já, Anna mín, hann veit
hvar þú ert. Og viti menn, alltaf
fékk ég í skóinn hjá ömmu minni.
Margar bænir kenndir þú mér,
faðirvorið og fleira, við fórum með
það saman áður en við fórum að sofa
og þú hélst í höndina á mér, þar til
ég sofnaði.
Ég er mjög ánægð að hafa séð þig
í febrúar 2008, þú sýndir mér Garð-
vang, og síðan fórum við inn í her-
bergið þitt, sem var fullt af þínum
munum, síðan var spjallað mikið og
hlegið eins og oft áður. En nú ert þú
komin á leiðarenda og líður vel hjá
þínum nánustu.
Þú munt alltaf vera í mínu hjarta,
elsku amma mín, og þegar ég hugsa
um engla, þá mun ég alltaf hugsa
um þig.
Þín langömmustelpa,
Anna Rós.
Í dag kveð ég móðursystur mína,
Dóru í Vörum, hinstu kveðju. Hún
hefði orðið 94 ára nú í september og
var því búin að lifa langa ævi, en
dauðanum fylgir alltaf söknuður og
eftirsjá, sérstaklega þegar um kær-
an vin er að ræða.
Dóra var fjórða í röð þrettán
systkina frá Vörum í Garði. Þau
hafa sagt mér margar sögur frá því
hvernig var að alast upp í Vörum,
heimilið var mannmargt og störfin
mörg. Afi var útvegsbóndi og hann
og amma stunduðu jöfnum höndum
búskap, útgerð og fiskverkun.
Börnin á heimilinu voru því ekki há í
loftinu þegar þau fóru að taka til
hendinni, allir þurftu að hjálpast að.
Eftirminnilegast úr frásögum
systkinanna er að fá að skynja þann
kærleika sem ávallt ríkti þeirra á
milli og þá óendanlegu ást og virð-
ingu sem þau báru til foreldra
sinna. Með kærleikann að leiðarljósi
urðu störfin þeim auðveld, gefandi
og skemmtileg.
Sem ein af eldri systkinunum,
hefur ábyrgð Dóru efalítið verið
mikil. Það var stórt hlutverk að vera
hjálparhellan hennar ömmu við
heimilisverkin svo og að gæta yngri
systkina, en hún taldi það ekki eftir
sér. Það var eðli hennar að vilja
fremur veita en þiggja. Þegar Valdi
og Inga fluttu frá Vörum í nýja hús-
ið sitt fannst Dóru það sjálfsagt að
hún kæmi aftur heim að Vörum til
að búa hjá ömmu og afa og vera
þeim til halds og trausts. Með henn-
ar hjálp gátu þau haldið áfram að
halda heimili í Vörum og búa þar til
æviloka.
Það var ætíð gestkvæmt í Vörum,
ættingjar og vinir komu þar reglu-
lega í heimsókn til að spjalla, taka í
spil og njóta samvista við heimilis-
fólkið. Það var lengi fastur liður hjá
Vara-fjölskyldunni að koma saman í
Vörum á jólum og eiga þar góða
samverustund, syngja saman og
gleðjast saman. Jólasálmar, og önn-
ur falleg lög voru sungin og Dóra
spilaði undir á orgelið. Þau höfðu
mörg mjög fallega söngrödd og
Dóra ekki síst, þetta voru góðar
stundir og eftirminnilegar.
Dóra var mjög listfeng kona,
hafði yndi af fallegri tónlist og naut
þess að syngja og spila á orgelið
hvenær sem tækifæri gafst. Hún
var líka mikil hannyrðakona og var
heimili hennar prýtt mörgum fal-
legum verkum sem hún hafði unnið í
höndunum. Það var alltaf svo nota-
legt að koma heim til Dóru, hvar
sem hún bjó. Þar var öllu haganlega
fyrir komið, heimilið hlýlegt og
manni leið vel, alltaf nóg til með
kaffinu. Ég var að vinna í næsta ná-
grenni við heimili hennar við Smá-
ratún í Keflavík og hún lét mig vita
að ég væri alltaf velkomin til hennar
í hádegismat, en því miður gat ég
ekki þegið það góða boð. Dóra naut
þeirra forréttinda að fá að halda
sæmilegri heilsu og búa á heimili
sínu þar til hún var orðin 90 ára
gömul, en þá bilaði heilsan og hún
gat ekki lengur séð um sig sjálf. Það
var henni erfitt því eins og ætíð,
vildi hún miklu fremur veita en
þiggja og þannig er gott að muna
Dóru frænku mína. Ég kveð hana
með þökk og virðingu.
Elsku Dúddi minn og Ásta, ég
sendi ykkur og börnum ykkar inni-
legar samúðarkveðjur og bið góðan
Guð að gefa ykkur styrk á sorgar-
stund. Hann blessi minningu Dóru í
Vörum.
Jóhanna A. Kjartansdóttir.
Nú er komið að kveðjustund. Hún
Dóra frænka mín er dáin. Hún var
orðin níutíu og þriggja ára gömul og
fékk fallegt andlát. Það er skrýtið
að sjá kynslóðir hverfa og nýjar
taka við. Hún Dóra var yndisleg
manneskja, hún var ung í anda,
mikil dama og alltaf gaman að tala
við hana. Hún var einlæg og hlý og
styrkur hennar mikill. Ég sagði
stundum við hana að hún hefði orðið
góð hjúkrunarkona, því ef einhver
slasaði sig eða átti bágt var svo gott
að leita til hennar. Þegar amma mín
og afi í Vörum urðu fullorðin og áttu
erfitt með að búa ein flutti Dóra til
þeirra og hlúði að þeim fram í and-
látið. Hún tók á móti okkur ættingj-
unum með rausn. Bananatertan
fannst mér ógleymanleg. Þar var
oft spilað á spil og hlegið saman. Á
jólunum settist hún við orgelið og
söng með okkur jólasálmana. Hún
hafði sérlega fallega söngrödd. Mig
langar að þakka henni allt sem hún
var mér og fjölskyldu minni. Ég veit
að Dóra hefur það gott þar sem hún
er núna en ég sakna hennar samt.
Elsku Dúddi, Ásta, Gummi, Dóra,
Petra og fjölskyldur. Við sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur,
stór persóna er fallin frá.
Kristjana Jónatansdóttir
og fjölskylda.
Þeim fækkar óðum Varasystkin-
unum, þessu heilsteypta dugnaðar-
fólki frá útgerðarheimilinu Vörum í
Garði. Þrettán fæddust þau, áttu til
merkra ætta að rekja og vöktu at-
hygli fyrir dugnað, ósérhlífni og
orðheldni.
Í hugum okkar hjóna skipaði
Halldóra sérstakan sess, þar sem
Steinunn, móðir Kristjönu sem
kveður hér Halldóru, var systir
hennar og alltaf voru með þeim
systrum miklir kærleikar. Ungar
fóru þær m.a. saman í kaupavinnu
út á land og sömuleiðis í síldarsölt-
un. Þá auðsýndi Halldóra okkur og
börnum mikla vináttu og ræktar-
semi alla tíð sem og öðrum fjöl-
skyldumeðlimum Varaættarinnar.
Nú eru liðin 30 ár frá því við hjón-
in bjuggum fyrir norðan en þangað
heimsóttur okkur þær systur eitt
haustið í berjamó. Eftirminnilegt er
hversu vel þær nutu sín í aðalblá-
berjabrekkunum og vildu helst það-
an ekki fara. Í slíkt berjaland höfðu
þær ekki komið í fjölda ára.
Halldóra bjó lengst af í Keflavík.
Í hennar hlut féll þó að flytja í Varir
og annast þar húshald síðustu ár
foreldra sinna, Varahjónanna Hall-
dórs og Kristjönu, og gerði það með
sóma. Þangað var alltaf gott að
koma, hvort heldur var á hátíðum
og öðrum tyllidögum, eða rúmhelga
daga. Kaffi á stofuborði og tilheyr-
andi bakkelsi Halldóru sem alltaf
var nóg af. Allir boðnir velkomnir;
bros á vör og sögur sagðar. Á mat-
málstímum var venjulegur íslensk-
ur heimilismatur á borðum, Hall-
dóra uppvartaði og Halldór, gamli
ættfaðirinn, spjallaði við gesti og
gaf seppa sínum einn og einn bita á
milli þess sem hann lagði eyrun að
útvarpsbylgju sjómanna og fylgdist
með aflabrögðum hjá Valda sínum,
skipstjóranum á Gunnari Hámund-
arsyni. Yfir þessu öllu hvíldi nota-
legur friður en jafnframt mátti
hverjum og einum vera það ljóst að
Varir voru í senn miðstöð fjölskyld-
unnar og griðastaður allra með til-
heyrandi gestagangi og umstangi.
Varaheimilið var kjölfesta allrar
fjölskyldunnar og þar var lagður
grunnur að þeim anda sem enn ríkir
meðal afkomenda Varahjónanna.
Ber ekki hvað síst að nefna þátt
Halldóru þar að lútandi.
Svo kom að því að gömlu hjónin
féllu frá – Kristjana og síðan Hall-
dór. Þá færði Halldóra sig um set
aftur til Keflavíkur og hélt þar
heimili þar til fyrir þremur árum er
hún flutti heilsu sinnar vegna að
Garðvangi, þar sem hún dvaldi til
hins síðasta. Þá gaf hún okkur hjón-
um fyrrverandi borðstofustóla sína
sem prýða nú sumarhús okkar
norður í Nýhöfn og þar er einnig út-
skorin hilla sem þær systur, Hall-
dóra og Steinunn, gáfu Kristjönu,
móður sinni. Þykir okkur hjónum
vænt um þessa hluti sem áður voru
á Varaheimilinu.
Halldóra kvaddi lífið í sátt við
Guð og menn – hafði sannarlega á
lífsins senu skilað hlutverki sínu
með miklum ágætum.
Kæru vinir Þórður, Ásta, börn og
barnabörn. Okkar einlægustu sam-
úðarkveðjur á sorgarstundu. Í ykk-
ur, afkomendum Halldóru, felst
hinn góði arfur hennar, dýr og mik-
ill, og varðveitir minningu hennar
um ókomin ár.
Við biðjum algóðan Guð, sem
Halldóra trúði svo einlæglega á, að
taka á móti henni, blessa og varð-
veita um alla eilífð.
Kristjana og Níels Árni.
Árið var 1950. Þrjár stoltar syst-
ur frá Vörum í Garði, þær Guðrún,
Karítas og Kristín, voru að láta
skíra börnin sín í stofunni í Vörum.
Guðrún með Sigurð, sem lézt aðeins
fjögurra ára gamall, Karitas með
Gunnar og móðir mín Kristín, sem
lét undirritaða heita í höfuð á systur
sinni, Halldóru. Það var séra Eirík-
ur Brynjólfsson á Útskálum sem
skírði. Halldóra, móðursystir mín,
spilaði á orgel, eins og hún gerði
gjarnan við hátíðleg tækifæri.
Ég er afar stolt af að bera nafn
móðursystur minnar. Lengi vel hélt
ég að hún hefði verið skírð eftir föð-
ur sínum Halldóri, en Dóra, eins og
hún var ævinlega kölluð, eða Dóra í
Vörum, sagði mér að hún hefði verið
skírð í höfuðið á langömmu sinni.
Halldóra
Halldórsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GYÐA FANNEY ÞORLEIFSDÓTTIR,
Skálateigi,
Norðfirði,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
laugardaginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá
Norðfjarðarkirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 13.00.
Valgerður Jónsdóttir, Halldór Þorbergsson,
Leifur M. Jónsson, Jarþrúður Þórisdóttir,
Ragnar D. Jónsson, Björk Rögnvaldsdóttir,
Jón Þorgeir Jónsson, Sesselja Einarsdóttir,
Jóhann Jónsson, Ágústa Þórarinsdóttir,
Bryndís Þ. Jónsdóttir, Árni Guðjónsson,
Axel Jónsson, Ólafía Einarsdóttir,
Hans Sigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
SIGRÍÐAR INGIMUNDARDÓTTUR,
Hornbrekku,
Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
Hornbrekku.
Gíslína Helgadóttir, Ingimar Antonsson,
Sigurður Helgason, Ágústa Pétursdóttir,
Hannes Helgason, María Jónsdóttir,
Ingimundur Helgason, Arndís Friðriksdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar,
SÓLVEIG VILHJÁLMSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Kjarnalundi,
áður til heimilis
Víðivöllum 4,
Akureyri,
lést aðfaranótt þriðjudagsins 25. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Vilhjálmur Ingi Árnason,
Tryggvi Árnason,
Ingibjörg Bryndís Árnadóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur
farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrr-
þey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim
greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru
á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar