Morgunblaðið - 27.08.2009, Page 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
✝ Bragi Frið-þjófsson fæddist í
Reykjavík 17. ágúst
1978. Hann lést 17.
ágúst 2009. For-
eldrar Braga eru
Friðþjófur Bragason,
f. 24.10. 1954, og Ell-
en Ásthildur Ragn-
arsdóttir, f. 10.1.
1957. Systkini Braga
eru 1) Ragnar Þórð-
ur Friðþjófsson, f.
25.1. 1982, d. 9.4.
1982, 2) Róbert Frið-
þjófsson, f. 3.2. 1984
og 3) Ragna Björg
Friðþjófsdóttir, f.
18.10. 1990.
Bragi ólst upp í
Hafnarfirði og bjó
þar til æviloka.
Útför Braga fer
fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í
dag, 27. ágúst, og
hefst athöfnin kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Bragi var litli frændi minn sem ég
passaði þegar við vorum lítil. Hann
var skemmtilegur litli frændi með
prakkarasvip og glampa í bláum aug-
unum sínum. Frá því ég fékk hörmu-
legu fréttirnar af örlögum frænda
míns hefur eftirfarandi ljóð Vilhjálms
Vilhjálmssonar ekki vikið úr huga
mér og langar mig að minnast frænda
míns með þessu ljóði:
Óðum steðjar að sá dagur,
afmælið þitt kemur enn.
Lítill drengur, ljós og fagur,
lífsins skilning öðlast senn.
Vildi ég að alltaf yrðir
við áhyggjunar laus sem nú,
en allt fer hér á eina veginn,
í átt til foldar mjakast þú.
Ég vildi geta verið hjá þér,
veslings barnið mitt.
Umlukið þig með örmum mínum
unir hver við sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín
einkum þegar húmar að.
Eins þótt fari óravegu
átt þú mér í hjarta stað.
Man ég munað slíkan,
er morgun rann með daglegt stress,
að ljúfur drengur lagði á sig
lítið ferðalag til þess
að koma í holu hlýja,
höfgum pabba sínum hjá.
Kúra sig í kotið hálsa,
kærleiksorðin þurfti fá.
Einka þér til eftirbreytni
alla betri menn en mig.
Erfiðleikar að þó steðji
alltaf skaltu vara þig,
að færast ekki í fang svo mikið,
að festu þinnar brotni tré.
Allt hitt góða í heimi haldi
í hönd á þér og með þér sé.
Þín frænka
Svala Heiðberg.
Hvað getur maður gert þegar ung-
ur maður í blóma lífsins er tekinn
burt? Það er engu líkara en öskrandi
útvarpsþögnin hafi skollið á og minn-
ingarnar streyma.
Bragi kom til mín sjö ára á Klaust-
ur og var hjá mér um sumartíma og
þegar ég hugsa til baka er ekki svo
langt síðan. Okkar samband var alltaf
gott og það sást best þegar ég varð
veik í sumar þegar hann kom upp á
spítala til mín fyrsta daginn og heim-
sótti frænku gömlu, hann sat hjá mér
og spjallaði og ekki datt mér í hug að
þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi
hann, en enginn ræður sínum næt-
urstað.
Bragi var mér alltaf góður og
hjálpsamur, eitt var sérstakt þegar
hann hjálpaðir mér að flytja fyrir ell-
efu árum, þá var dótið allt tekið í
gegnum svalirnar og alltaf þegar
hann kom í heimsókn eftir það kom
hann inn um svaladyrnar, ég spurði
hann af hverju hann kæmi alltaf
þarna inn og þá sagði hann: „Þetta er
eina leiðin sem ég rata, maður.“
Bragi var mikið ljúfmenni og gerði
ekki flugu mein, hann lifði hratt og
stundum náði fíknin yfirhöndinni því
miður. Það verður að segjast eins og
er að þessi vímuheimur er hræðilegur
og hefur eyðilagt bæði stóra og smáa.
En elskulega Braga minn kveð ég
að sinni og vona að hann sofi rótt. Ég
veit að það hefur verið tekið vel á móti
honum, amma hans, afi og Ragnar
Þórður hafa umvafið hann í sínum
englaheimi.
Elsku Ellen, Bubbi, Róbert og
Ragna, ykkur votta ég mína dýpstu
samúð í þessari miklu sorg, en min-
nigin um Braga mun lifa.
Einnig votta ég Braga, Svölu og
langt upp eftir fjalli og könnuðum allt
það svæði sem við komumst yfir.
Maður heldur alltaf að maður hafi
nægan tíma en svo einn daginn er sá
tími tekinn frá manni og hann kemur
aldrei aftur, tími sem maður vildi nota
til að endurnýja gamla vináttu, tími
sem átti að vera fyrir okkur en verður
aldrei.
Þín verður sárt saknað af mörgum
og þín verður ávallt minnst með ást
og hlýju og einn daginn munum við
hittast á ný og getum þá rifjað upp
það sem okkur gafst ekki tími til í
þessu lífi.
Þín frændsystkin
Sigfús og Sif.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Minning þín lifir.
Helga Berglind og fjölskylda.
Bragi, okkar ástkæri vinur, nú hef-
ur þú fundið frið í dauðanum sem þig
svo áberandi vantaði í lífinu.
Við vitum að þú hefur ekki aðeins
dáið frá okkur sem þú skilur eftir,
heldur hefur þú risið til hins eilífa lífs
og þróttur þinn aukist. Við sjáum þig
standa í fremstu víglínu hersveita
guðs og við vitum að nú getur ekkert
fellt þig framar og dauðinn ekki hald-
ið þér. Ástkæri vinur okkar, við mun-
um sakna þín og minnast stunda okk-
ar saman, þegar við könnuðum
hliðarvíddir tilverunnar, þegar við
stóðum saman og brostum yfir orðum
og gerðum hver annars.
Við vorum villtir en nú munum við
þroskast í sitt hvoru lagi.
Þú munt alltaf dvelja í okkar hjarta
og huga og þú alltaf vera okkur ná-
lægur, okkur sem elskuðum þig, og
þú munt vissulega lifa áfram með
okkur.
Þú varst svo góður vinur okkar og
baðst aldrei um neitt í staðinn, þú
varst raunverulegur vinur sem alltaf
var hægt að treysta á, þú komst alltaf
til hjálpar fyrstur manna og það
skipti þig miklu máli að hjálpa fé-
lögum þínum.
Við munum minnast þín í bænum
okkar og vera þakklátir fyrir að hafa
kynnst þér.
Guð veri með fjölskyldu og vinum
Braga á þessum erfiðu tímum og veiti
þeim styrk, við vottum þeim okkar
dýpstu samúð og samhug. Hvíl í friði,
okkar ástkæri vinur. Þínir vinir
Kristján og Styrmir.
Mér finnst ég varla heill né hálfur mað-
ur
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar ráðið stjörnumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Blessuð sé minning þín,
Jón Ómar.
Bragi Friðþjófsson
Ó, æska sú, er gaf oss sinn ynd-
isleik og fögnuð
var úthaldslaus frá byrjun og
hennar rödd er þögnuð.
Og vinirnir, sem týndust, og sál
vor einu sinni
fann sárast til að kveðja, eru
horfnir voru minni.
Svo lítil eru takmörk þess, sem
tíminn leggur á oss.
Hann tekur jafnvel sárustu þján-
inguna frá oss.
(Tómas Guðmundsson.)
Amma og afi.
HINSTA KVEÐJA
öðrum aðstandendum samúð mína.
Minning þín er perla. Kær kveðja
Soffía frænka.
Kæri Bragi.
Það er erfitt að hugsa til þess að þú
sért farinn. Það er svo margt sem þú
áttir eftir að gera, þinn tími kom allt
of fljótt. Þú varst alltaf vinur okkar og
alltaf glaður að hitta okkur og við þig
líka og hefðum viljað gera meira af
því. Við vitum að amma Björg tekur á
móti þér. Hvíldu í friði, kæri frændi.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Þín frændsystkini
Jóhannes og Björg.
Elsku vinur. Lífið fer ekki alltaf
eins og við óskum okkur. Þú gafst
okkur góðar minningar. Um strák
sem var fullur af orku og mikið á ferð-
inni.
Líka varstu ljúfur og blíður. Í raun
varstu sérstakur. Fróðleiksfús, last
mikið. Fjölskyldan var þér allt. Ef
einhver veiktist og fór á spítala varstu
alltaf fyrstur til að koma og athuga
hvort allt væri örugglega í lagi.
Sem sýndi svo vel að þér þótti vænt
um fólkið þitt.
Í dag felldu blómin mín blöðin sín.
Og húmið kom óvænt inn til mín.
Ég hélt þó að enn væri sumar og sól-
skin.
Að augum mér bar eina bernskusýn –
úr blámanum hófust æskulönd mín,
fjarlægar strendur fjarlægra daga –
Og sál mín hlustaði, sál mína bar
yfir sumar og haust inn í landið þar
sem dagarnir sofna og draumarnir
vakna.
(Tómas Guðmundsson.)
Ljós og friður fylgi þér.
Elsku Bibbi, Ellen, Róbert, Ragna.
Minningarnar gleymast aldrei. Þær
eigum við í hjarta okkar.
Björk og Þorvaldur.
Í dag kveðjum við ástkæran
frænda okkar og leggjum til hinstu
hvílu, Bragi, þú varst alltaf góður vin-
ur og leikfélagi þegar við vorum
yngri. Við brölluðum margt saman og
það voru ófá skiptin sem við lékum
okkur í hverfinu, stökkvandi ofan af
skúrum eða hlaupandi um leikskóla-
lóðina í byssuleik. Eins þegar við vor-
um uppi í bústað þar sem við dund-
uðum okkur við að smíða okkar eigin
litlu hús og fórum í langa göngutúra
Á einum fegursta
degi sumarsins
kvaddi Matthías, föð-
urbróðir okkar, þetta
líf. En það var líka
hans háttur að fylla umhverfi sitt
með gleði, hlýju og birtu.
Matthías frændi hefur verið hluti
af okkar tilveru frá því við munum
eftir okkur – og því dimmir aðeins í
birtu sumars við fráfall hans.
Matthías var alltaf glaður í
bragði og snöggur að sjá broslegu
hliðina á tilverunni og það var t.d.
alltaf hann sem minnti ömmu Guð-
björgu á, um leið og hann óskaði
henni til hamingju með afmælið,
hinn 20. apríl, að ónefndur maður
hefði átt afmæli sama dag. Svo hló
hann … Afgerandi hlátur, afgerandi
augnaráð, afgerandi hlýja. Raun-
góður, bóngóður með eindæmum –
fagurkeri á lífið og sá fallegu hliðina
á öllum hlutum.
Kannski ekki að undra, þar sem
hann ólst upp í einstakri náttúru-
fegurð á bökkum Þverár í Rang-
árvallasýslu. Með einstaka foreldra
og bræðrahóp sem mótuðu hvert
annað – og sennilega er það vegna
þessarar sterku heildar að bræð-
urnir eru eins og þeir eru. Ein-
stakir allir sem einn.
Við eigum eftir að sakna kveðj-
unnar hans Matthíasar: „Sæl
frænka“ … en um leið þökkum við
fyrir að hafa átt hann að sem
frænda. Við vitum að hjónin frá Ux-
ahrygg hafa tekið vel á móti honum.
Elsku Ingibjörg, Óli, Magnús,
Birgitta og fjölskylda – og bræður –
við sendum ykkur hlýjar samúðar-
kveðjur.
Við kveðjum Matthías frænda
með bæninni sem amma Guðbjörg
kenndi okkur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Góða nótt.
Þórunn og Sveinbjörg
Jónsdætur.
Það er með söknuði sem ég kveð
nú Matthías Sveinsson, föðurbróður
minn en reyndar líka þakklæti fyrir
þær stundir sem ég átti með hon-
um. Mér er ofarlega í huga ferðin
sem ég fékk að fara með honum og
Ingibjörgu norður á Siglufjörð þeg-
ar hann gegndi framkvæmdastjóra-
stöðu hjá Húseiningum á Siglufirði.
Ég var 10 ára gamall og fékk að
upplifa mikil ævintýri fjarri heima-
högum. Ég var ókunnugur staðhátt-
um en naut verndar Matta og Imbu
og veitti held ég ekki af.
Einhverju sinni fór Matthías með
mig niður á höfnina á Siglufirði og
leiðbeindi mér um það hvernig ég
gæti veitt þar fisk. Sjálfur var hann
hlaðin verkefnum og varð því að
skilja mig eftir á bryggjunni en þar
voru fyrir nokkrir peyjar á mínum
aldri sem allir kepptust við að veiða.
Matthías bað mig um að vera ekki
kominn heim í mat seinna en klukk-
an sjö um kvöldið. Klukkan var orð-
in níu þegar ég sá hvar Matthías
koma akandi niður á bryggjuna þar
sem ég stóð með fullt af fiski, að-
allega marhnút. Ég hafði gleymt
mér og það sem verra var að sveim-
huginn ég hafði fært mig um set á
gjöfulli fiskimið með innfæddum
jafnöldrum mínum þannig að Matt-
hías hafði þurft að leita að mér.
Ég minnist þess ekki að ég hafi
Matthías Böðvar
Sveinsson
✝ Matthías BöðvarSveinsson fæddist
á Uxahrygg á Rang-
árvöllum 1. maí 1931.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 4. ágúst sl. og
fór útför hans fram
frá Garðakirkju 17.
ágúst.
hlotið fyrir þetta eig-
inlega refsingu en
hinsvegar skynjaði ég
það skýrt að þarna
hafði mér orðið á í
messunni og mér
þótti sárt að hafa
valdið honum óþarfa
áhyggjum. Okkur
Hrund er það sér-
staklega minnisstætt
þegar Matthías og
Imba komu til okkar
og gáfu okkur fallegt
ljós til minningar um
dóttur okkar Auði.
Þessi gjöf og sá hugur sem fylgdi
henni hefur verið okkur Hrund of-
arlega í huga nú undanfarið þegar
Matthías hefur þreytt baráttu við
illvígan sjúkdóm.
Ég er þakklátur fyrir þær stund-
ir sem ég fékk notið með Matthíasi.
Þakklátur fyrir glaðværðina og
húmorinn sem einkenndi hann. Það
var alltaf stutt í brosið og hláturinn.
Fyrir þetta viljum við Hrund þakka
Matta frænda og um leið votta Ingi-
björgu, Óla, Magnúsi, og Birgittu
okkar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning hans.
Einar Magnús Magnússon
og Hrund Gunnarsdóttir.
Matthías B. Sveinsson heldur í
sína hinstu ferð þegar hallar einu
glæstasta sumri sem menn muna.
Hann var maður allra árstíða en
best naut hann sín í sólríkri sum-
artíð Suðurlands. Þótt vinátta okk-
ar næði yfir sex áratugi og öll
þroskastig frá æsku tveggja manna,
sem voru samstiga í andanum á
sinni brautinni hvor í sviptivindum
samtímans, þá leitar hugurinn fyrst
hinna sunnlensku sumra unglings-
áranna og þeirrar ununar sem þau
geymdu í glöðum vinahópum. Matt-
hías var mikill og sannur fulltrúi
gleðilegrar samveru og alla sína tíð
framtakssamur miðlari hinnar
sönnu vináttu sem hvergi sér ann-
marka á því að styðja við sitt fólk.
Vinahópurinn var því stór og hann
reyndist mörgum þeirra vina af
báðum kynjum mikið haldreipi, ekki
síst ef eitthvað bjátaði á. Hann ólst
upp við þá hugmyndafræði að hver
væri sinnar gæfu smiður, guð hjálp-
aði þeim sem hjálpuðu sér sjálfir og
að margar hendur ynnu létt verk.
Hugsjónir hans vísuðu til þess að
tryggja afkomu sína og sjálfstæði
fyrir eigin atbeina annars vegar og
hins vegar að leggja það til sem
hann mátti til framgangs og fram-
fara landi sínu og samferðafólki.
Matthías var forgöngumaður um
stofnun og starfrækslu fyrirtækja í
iðngrein sinni, rafvirkjun, og kom
sem stjórnandi að rekstri í öðrum
iðngreinum, auk þess sem lifandi
áhugi hans á samfélagsmálum leiddi
til farsælla starfa að bæjar- og
sveitarstjórnarmálum. Framtaks-
semi, heilindi, velvilji, greiðvikni og
þjónustulund eru þau orð sem fyrst
koma í hug er lýsa skal fyrirferð-
armestu þáttunum í skaphöfn Matt-
híasar, fólk leitaði því seint og
snemma til hans með úrlausnarefni
og hvort sem þau voru viðskiptalegs
eðlis eða lutu að persónulegum
vandamálum viðkomandi leitaði
hann lausna af sömu einlægninni. Á
umbrotatímum unglingsáranna var
vinátta okkar Matthíasar ómetan-
lega farsælt afl, hún hélst óbreytt
hvort sem hlé í samgangi urðu stutt
eða löng og þegar við Kolfinna
stofnuðum heimili varð hann einn
allra fyrsti fjölskylduvinurinn,
ásamt með Ingibjörgu, konu sinni.
Góðum vini sem hverfur fylgir
svolítið af manni sjálfum en það er
ekki frá neinum tekið því að það til-
heyrði þeim vini einum. Á móti skil-
ur hann eftir það sem hann gaf og
ekki eyðist. Við Kolfinna og okkar
fólk þakkar Matthíasi samfylgdina
og sendum Ingibjörgu, börnum
Matthíasar og öllum aðstandendum
einlægar samúðarkveðjur.
Hinrik Bjarnason.